Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 21.03.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Föstudagur 21. marz 1975. Auglýsing um skoðun ökurita Með tilvisun til fyrri auglýsingar ráðuneytisins um skoðun ökurita i stýrishúsi i dieselbifreiðum yfir 5 tonn að eigin þyngd hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðunarmenn verði staddir á eftirtöldum stöðum og tima dagana 23.-26. marz n.k. til hagræöis fyrir viðkomandi bifreiðastjóra. Egilsstöðum v/lögreglustöðina laugardaginn 22. marz kl. 12—18. Reyðarfirði v/bifreiðaeftirl. sunnudaginn 23. marz kl. 10—12 Fáskrúðsfirði v/lögrcglust. sunnudaginn 23. marz kl. 15-17 Breiðdalsvik mánudaginn 24. marz kl. 9-11 Djúpivogur mánudaginn 24. marz kl. 14-16 Höfn i Hornafirði v/bifreiöaeftirlit þriöjudaginn 25. marz kl. 9-12 Vik i Mýrdal v/lögreglustöðina miövikudaginn 26. marz kl. 9-12 Skoðunarmaður verður ekki sendur aftur á framan- greinda staði. Komi umráðamenn viðkomandi bifreiða þvi ekki við, að láta skoða ökuritana á hinum auglýstu timum verða þeir aö koma með bifreiðina eða senda ökuritann til V.D.O. verkstæðisins Suöurlandsbraut 16, Reykjavik fyrir 1. april n.k. Fjármálaráðuneytið, 20. marz 1975 BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: öxlar hentugir i aftanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. Blaðburðar- börn óskast Kvisthagi Melhagi Neshagi VISIR Sími 86611 Hverfisgötu 44. VISIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 'A klukkustund fyrr. A VÍSIR fer í prentun kL hálf-ellefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. I' Fýrstur með ■ fréttimar VISIR ApUntEbR ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLOI Suður-Ameríka fœr illan bifur ó eitur- skipinu fyrirætlunar Finna að fleygja 100 smálestum af arseniki í Atlantshaf- ið sunnanvert. Brazilia og Uruguay hafa nú eins og Argen- tina lýst yfir áhyggjum sinum vegna þeirrar Talsmaður utanríkisráðuneytis Braziliu segir, að Braziliustjórn hafi sent Finnlandsstjórn orð- sendingu, þar sem látnar eru i ljósi áhyggjur vegna mengunar- hættunnar, en opinber mótmæli hafa ekki verið lögð fram gegn þessu ennþá, þvi að finnska stjórnin hefði málið til athugunar. Utanrfkisráðuneyti Uruguay kveðst hafa farið fram á við finnsku stjórnina, að hún gerði grein fyrir ferðum finnska tank- skipsins, sem siglir með eitur- farminn og er komið suður i gegn- um Ermarsund. Ambassador Finna i Buenos Aires var kvaddur á fund utan- rikisráðherra Argentinu til að út- skýra, hvað fyrir Finnum vekti. Arsenikfarmurinn sést hér á þilfari tankskipsins Enskeri, sem er á leið til suðurhluta Atlantshafsins, en þar á að fleygja eitrinu fyrir borð. Christina bíður í sorg en giftir sig síðan Christina Onassis, hin 24 ára gamla dóttir skipakóngsins, kom i gær til Genfar frá Grikklandi og i för með henni var útgerðar- maðurinn Peter Gou- lendris. Vinir þeirra segja, að þau muni ganga i hjónaband, þegar hæfi- legur timi er liðinn frá andláti föður hennar. — En þvi er haldið fram, að faðir hennar hafi á banabeði sinu tekið af dótturinni loforð um, að hún giftist auð- mannssyninum Peter Goulendris, 28 ára gömlum. Reuterfréttastofan hefur það eftir nákomnum vini Onassisfjöl- skyldunnar, að Onassis hafi ekki einu sinni vitað sjálfur, hversu miklar eignir hans voru í raun- inni. — Christina mun erfa stærstan hluta auðæfanna, en einn fjórði rennur til ekkjunn- ar Jacqueline. Milljónir Onassis lágu allar i hlutabréfum i fyrirtækjum og rekstri skipa, hótela, náma, banka o.fl. Menn hafa gizkað á, að hann hafi látið eftir sig um 800 milljónir dollara. Það mun að likindum falla i hlut þriggja nánustu ráðgjafa Onassis að tina til auðinn til skipta, þeirra Constantin Kioni- alidis, frænda Onassis, Nikolas Cokkinis og Papadimitriou. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvaða greiðslur griska rikis- stjórnin láti koma á móti flug- félagi Onassis, sem Grikklands- stjóm yfirtók i fyrra. En það var metið á 50 milljónir dollara. GUFUGLEYPIR FYRIRLIGGJANDI — VERÐ KR. 19.240- HEKLA hf Laugavegi 170—172 — Sírru 21240.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.