Vísir


Vísir - 01.04.1975, Qupperneq 7

Vísir - 01.04.1975, Qupperneq 7
Visir. Þriöjudagur 1. april 1975 7 „Ég veit, oð lausnari minn lifir" Tónleikar i Háskólabiói á föstudaginn langa. G.F. Hándel: óratórian „Messias”. Flytjendur: Pólýfónkórinn, kammersveit, konsertmeist- ari Guðný Guðmundsdóttir. Einsöngvarar: Janet Price, sópran Rut L. Magnússon, alt Neil Mackie, tenór Glynn Davenport, bassi. Stjórnandi: Ingólfur Guð- brandsson. Ekki eru þau mörg tón- skáldin sem hafa hlotið þann heiður að vera lögð til hinstu hvilu i Westminster Abbey. Ef urstu sópranariu sem heimurinn á; ,,Ég veit, að lausnari minn lifir”. Sum tónskáld verða ódauðleg I huga almennings fyrir eitt- hvert verka sinna eða hluta úr þeim. Þanniger t.d. með 1. kafl- ann úr 40. sinfóniu Mozarts og kórkaflann úr 9. sinfóniu Beet- hovens, og fleiri mætti tina til. G.F. Hándel er þekktastur fyrir óratóriuna „Messias”, og nægir það verk eitt til að gera hann ódauðlegan sem tónskáld. Ef til vill ætti frekar að segja að Hallelúja-kórinn úr Messiasi haldi nafni hans á lofti, en það er eitt af þeim verkum sem flestir virðast geta raulað, a.m.k. einhvern hluta úr þvi. Það voru örlögin sem urðu þess valdandi, að hinn þýskætt- En það var ekki fyrr en 13. april árið eftir, að verkið var flutt i fyrsta sinn, og þá i Dublin á írlandi. Hann hafði engan hug á að frumflytja verkið i London, og hefði honum ekki borist boð um að halda hljómleika i Dyfl- inni, er óvist, hvenær verkið hefði verið flutt. Er skemmst frá þvi að segja, að Irar báru hann á höndum sér, og var það honum mikil sárabót eftir með- feröina i London. Siðan hefur verkið átt óskiptum vinsældum að fagna um allan hinn sið- menntaða heim, og eru sögur af þvi, að mörgum kórum hefur þótt það hápunktur ferils sins að hafa flutt Messias. Þrekvirki Ingólfur Guðbrandsson má vera stoltur af Pólýfónkórnum. Margar perlur tónbókmennt- anna hefur kórinn flutt fyrir landsmenn, en held ég að aldrei hafi honum tekist eins vel i heildina eins og með Messias. Að geta æft og haldið saman 150 manna kór er þrekvirki i sjálfu sér, sérstaklega er þess er gætt, að minnstur hluti kórfólksins er tónlistarmenntaður, og einnig verður að hrósa kórnum fyrir áhuga og elju, þvi mörg kvöld- stundin hefur farið i æfingar, hefi ég aldrei séð eins stifa æfingatöflu og hjá Pólýfónkórn- um fyrir þetta verk. Arangurinn var lika eftir þvi, stórgóður flutningur er á heild- ina er litið. Það er ekki hægt aö fetta fingur út i það þótt sópran- innhafi ekki alveg náð i tónhæð- ina á stöku stað, eða að tenórarnir áttu það til að vera dálitið hvellir á háu tónunum. m / ~ a Él i * > v ***» "V Y r jM,' r^0 Frá flutningi Pólýfónkórsins á Messiasi á laugardag. Ljósm.Bj.Bj. Kórinn hefði einnig mátt syngja af dálitið meiri innlifun á stöku stað, eins og t.d. I Hallelúja- kórnum og i loka-kórnum. En það er gott að geta haldið uppi jafn-góðum söng i um þrjá tima, þó með hvildum inn á milli, er einsöngvararnir sungu. Af þeim fannst mér sópransöngkonan Janet Price langbest. Akaflega tilfinningarikur söngur, mýkt og fegurð I hverri hendingu. Rut L. Magnússon stóð fyrir sinu að vanda, tenórinn söng mjög fallega, mjúk og þokkafull rödd- in hljómaði vel, þótt ekki væri nógu sterkt á stundum, en bassasöngvarinn stóð sig einna sist, þó vel væri gert. „Læra” á stjórnandann Hljómsveitin skilaði sinu hlut- verki þokkalega, ef eitthvað var að, þá var það helst, að orgelið vildi stundum vera á undan eða eftir, og má það skrifast á reikning stjórnandans, þvi ekki er gott að átta sig á slögunum hans Ingólfs, það þarf að „læra” á taktsláttinn hans. Fannst mér stundum hljómsveitin frekar hafa augun á konsertmeistaran- um en á stjórnandanum, sér- staklega i innkomunum. Tvis- var var hlé, og var andrúmsloft- ið dálitið vandræðalegt er flutn- ingurinn hófst á ný, voru áheyr- endur ekki alveg með á þvi hvemig ætti að hegða sér. TÓNLIST eftir Jón Kristin Cortez noWíurt tónskáld átti það skilið, þá var það Georg Friðrik Hándel, einn mesti snillingur- inn i sögu tónlistarinn- ar i meðferð kóra og á legsteini hans eru texti og tónar að einni feg- aði H'ándel fór að semja óratóri- ur. Hann átti mikilli velgengni að fagna I London sem óperu- tónskáld upp á italska móðinn, en eitt sinn, er biskupinn I London lagði bann á að hann færði söguna um Ester I óperu- búning, ákvað hann að setja verkið upp i konsert- eöa óratóriuformi. Þetta tónlistar- form féll i góðan jarðveg hjá áheyrendum, svo hann hætti við óperurnar, enda voru þær ekki lengur i „tisku”, og vinsældir hans sjálfs fóru dvinandi, Vel- gengni óratóriunnar björguðu honum úr skuldafeni þvi, sem hann var sokkinn i, en hann hafði tapað aleigunni á uppsetn- ingu óperanna sinna, og hann varð sjálfur vinsæll á ný. En það stóð ekki lengi, hann átti sér marga óvildarmenn, sem öf- unduðu hann af hylli konungs og alþýðunnar, og þeir voru ákveðnir i að koma honum i ónáð á nýjan leik. Það tókst, og 1741 hafði London snúið við hon- um baki á nýjan leik. Hann dró sig I hlé á heimili sinu, bugaður og vonsvikinn, og enn einu sinni févana. En þá barst honum i hendur handritið að Messiasi. Var það auðugur uppskafning- ur, Charles Jennens að nafni, sem hafði tint til valdar ritn- ingargreinar, að mestu úr Gamla testamentinu. Hándel þótti mikið til handritsins koma og tók strax til við að semja tón- listina, er átti eftir að gera hann ódauðlegan. A 24 dögum lauk hann við verkið, og var ákafi hans og innblástur svo mikill, að stundum gleymdi hann að matast og sofa. Lauk hann verkinu 14. september 1741.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.