Vísir - 01.04.1975, Síða 13

Vísir - 01.04.1975, Síða 13
Vfsir. Þriðjudagur 1. aprii X975. 13 Davíð sigrar Golíat — Flugleiðir SAS Flugleiðamenn sýndu SAS heldur en ekki i tvo heimana við bridgeborðin i Osló á dögunum — okkar menn unnu frægan sigur yfir IATA-meisturum SAS með 17:3. Alls fóru 24 spilarar i ferðina ásamt formanni starfsmanna- félagsins, Eðvarði Geirssyni og Guðmundi Snorrasyni, sem var fararstjóri. Heim komu flugleiða- menn með bikar, sem fyrirtæki þeirra gaf reyndar til keppninnar. Myndin er af flokkn- um við einn farkost Flugleíða. Glas fyrir hófdrykkjumenn? Svo kallaðir hófdrykkjumenn eru e.t.v. hrifnir af glasi eins og þvi sem viðskiptaráðherra V-Þýzkalands skálar með á myndinni. Menn sem fá sér „bara eitt glas á dag,” hljóta að ií töluvert út Ur glmaldi sem þessu. Jón skraddari leysir frá skjóðunni Jón skraddari Jónsson leysir frá skjóðunni i viðtali við splunkunýtt timarit, semgefiðerútá ísafirði, Hljóðabungu. Er gamli maðurinn ómyrkur i máli um hvaðeina og litt feiminn við frásögnina. Tima- rit þetta er 64 siður, verður gefið út tvisvar á ári, segja út- gefendurnir. Ábyrgðarmaður er Guðjón Friðriksson. Blaðið er selt um alla Vestfirði, en i Reykjavik hjá Sigfúsi Eymundsson, Máli og Menningu og bóksölu stúdenta. Efni blaðsins er talsvert fjöl- breytt. ókeypis timbur frá Rússlandi bað er ekki amalegt að fá timbrið frá Sovétinu fljótandi upp að landinu, tollfrjálst og fragt- gjaldalaust, eins og bændur við strendur landsins hafa fengið að undanförnu. Við suðurströndina hefur rekinn verið óvenju mikill eftir norðaustanvindana i janúar og desember. Erfitt hefur þó enn reynzt að vitja um rekann, þvi erfitt er að komast á farartækjum yfir sandana niður i fjörur. Það rekur semsé ýmislegt fleira frá Rússanum en njósnadótið þeirra. SÍMASKRÁ — og húsgagnahönnun Simaskráin, hin vinsæla met- sölubók hvers árs, er komin út, þyngri og voldugri en nokkru sinni, að visu svipað margar siður, en er nú 29.6 sentimetrar i stað 27 áður. Með þessu móti verður mörg simaskúffan úr leik, þær hafa verið hannaðar árum saman með það fyrir augum að simaskráin væri 25 sentimetrar á lengd. I þessa miklu bók hafa farið 100 tonn af pappir, og eintakafjöldinn er 90 þúsund. Meðalbók á íslandi mun gefin út i minna en 1500 eintökum.Skráih verður afhent frá og með degin- um i dag og visast nánar i; auglýsingar þar að lútandi. Hagamelslóð bitbein Auð byggingalóð i vesturbænum gegnt sundlaug Vesturbæjar hef- ur orðið bitbein að undanförnu. Félag ungs fólks, Byggung, fékk úthlutað lóð fyrir blokkar- byggingu á lóðinni Hagamelur 51- 55. Það sem vakir fyrir borginni mun vera uppynging vesturhluta borgarinnar, en ibuar vestur- bæjarins eru i meirihluta fólk komið yfir miðjan aldur. Stjórnarráðsstarfsmenn höfðu talið sér lóð þessa visa. Telja þeir að verið sé að hygla góðum sjálf- stæðismönnum i þessari úthlut- un. Þess má geta i þvi sambandi að meira en helmingur Reykvikinga eru kjósendur Sjálf- stæðisflokksins. Sameiginlegt takmark Sú var tíðin að þjóðin átti tilveru sína beinlínis undir samgöngum við umheiminn. Svo er að vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóðin gæti lifað hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlað sér það hlut- skipti að búa við einangrun, um það vitnar sagan. "Takmark þjóðarinnar hefur ætíð verið að sækja allt það besta sem umheimurinn hefur boðið upp á, og einnig að miðla öðrum því besta sem hún hefur getað boðið. Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil i samgöngumálum íslendinga, þar opnaðist ný samgönguleið, sem þjóðin fagnaði, og þegar reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð bylting í samgöngumálunum. Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóóarinnar Það varð hlutverk félaganna beggja að hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látið ósagt, en eitt er víst að aldrei hefur skort á stuðning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin verið sameinuð. Það er gert til þess að styrkja þennan þátt samgöngumála. Með sameiningunni aukast möguleikar á þjónustu við landsmenn og hagræðing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett sér að hafa á hverjum tíma öruggar og greiðar samgöngur til þess að geta átt samskipti við umheiminn. Það er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóðarinnar. flucfélac LOFTLEIDIR LSLAJVDS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.