Vísir - 01.04.1975, Page 20
VISIR
Þriðjudagur 1. april 1975.
Sjómenn
boða
verkfall
Sjómannaféiögin á Snæfellsnesi
og nokkrum öðrum stöðum hafa
boðað verkfall frá 7. apríl að sögn
Landssambands Islenzkra út-
vegsmanna i morgun. Ltú gerir
ágreining um verkfallsboðun sjó-
manna á Hellissandi, þar sem Ltú
telur, að þeir hafi ekki sagt upp
samningum á tögmætan hátt.
Jón Sigurðsson formaður sjó-
mannasambandsins skrifaði ekki
undir kjarasamningana I siðustu
viku. Sjómenn gera aðallega
kröfur um aukin friðindi, sem
ekki hefur verið gengið frá.
Samningafundur verður I dag um
kjör á bátaflotanum og minni
skuttogurum.
— HH
Barn höfuð-
kúpubrotnar
í Hlíðarfjalli
Tveggja ára gamalt barn, sem
var að renna sér á snjóþotu I
Hliðarfjalli á laugardaginn, end-
aðieina ferðina á bfl. Höfuðkúpu-
brotnaði barnið og var það flutt á
sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan
á Borgarspitalann.
AB sögn aðstoðarlæknisins á
handlækningadeild sjúkrahússins
á Akureyri var höfuðkúpubrotið
ekki alvarlegs eðlis.
Hann upplýsti einnig, að slys i
Hliðarfjalli hafi orðið færri en bú-
ast hefði mátt við miðað við fjöld-
ann, sem þar hefur notað snjóinn
nú um páskana. „Það hafa komið
hingað einn eða tveir með bein-
brot. Þau vöru ekki alvarlegri en
það, að hinir brotnu gátu farið
heim að lokinni aðgerð. Aðrir
hlutu aðeins minni meiðsl,” sagði
læknirinn. —ÞJM
„HÆKKUNIN NÆR
TIL 99 AF HUNDR-
AÐI FÓLKS í ASl"
„Hækkunin nær
sennilega til 99 af
hundraði allra innan
ASÍ, sagði Björn Jóns-
son forseti sambands-
ins i morgun. í ASi eru
um 41-42 þúsund
manns, sagði Björn.og
auk þess fylgja ein-
hverjir fleiri þessum
samningum svo sem
unglingar.
Hann sagði, að félögin hefðu
yfirleitt ekki enn fengið
samningana I hendur, þar sem
póstur hefði legið niðri um
hátiðina.
Bjöm taldi, að innan ASl
væru ekki margir aðrir en þeir,
sem hefðu yfirborganir, sem
fengju ekki kauphækkun sam-
kvæmt samningunum.
Hvaða gagn er að samningum
til 1. júni aðeins?
„Það er yfirlýstur vilji beggja
aðila að nota timann fram til 1.
júnf til að ganga frá varanlegri
samningum,” sagði Björn.
,,Það eru í raun og veru verð-
lagsbæturnar, sem eru aðalat-
riðið,” sagði hann..
Rikisvaldið ætlaði að setja lög
um launajöfnunarbætur, sem
óvist er, að sögn samningsaðila,
að hefðu tryggt vinnufrið.
Mönnum var því i mun að semja
hið fyrsta um bráðabirgða-
samning til að fá tækifæri ,,til að
anda”.
ABalatriði kjarasamning-
anna, sem gerðir voru i siðustu
viku, eru 4900 króna kauphækk-
un á laun lægri en 69 þúsund. A
núgildandi laun á bilinu 69000 til
73900 greiðist kauphækkun
þannig að launin verða 73900 til
þeirra, sem skila fullri dag-
vinnu, og hlutfallslega til
þeirra, sem vinna skemur. Gild-
— segir Björn
Jónsson
— semja á um
verðlags -
bœturnar
# • m • r <J
fyrsr 1. jum
andi hlutföll milli eftir-, nætur-
og helgidagavinnu haldast,
þannig að þar verður hækkun að
sama skapi hlutfallslega og á
öðru kaupi. Rikisstjórnin lýsir
jafnframtyfir, auk þess sem áð-
ur hefur verið greint frá i blað-
inu um lækkun skatta, að inn-
heimtu opinberra gjalda i ár
verði dreift yfir lengri tima en
ella hjá þeim launþegum, sem i
ár hafa sömu eða lægri peninga-
tekjur en í fyrra. Stefnt verði að
þvi, að innheimta opinberra
gjalda fari ekki fram úr 40% hjá
launþegum og tekjutrygging lif-
eyrisþega hækki i sama hlutfalli
og lægstu kauptaxtar.
— HH
Með hinu nýja bóni þurfa menn ekki aö bóna blla sina nema á tveggja til þriggja ára fresti. Þegar er byrjað að nota efnið I Gljáa hf., og hér
eru þeir Pálmi Jónsson og Sigtryggur Vilhjálmsson að bóna. Ljósm.: Bragi.
Dauðaslysvið
Urriðaórbrú
Dauöaslys varð viö brúna yfir
Urriðaá um klukkan niu á mið-
vikudagskvöldið siðasta, þegar
ameriskum bil var ekið á miklum
hraða á brúarstólpa. Sex manns
voru i bilnum og lézt einn þeirra
af völdum áverka, sem hann
hlaut er hann kastaðist út úr biln-
um.
Akeyrslan var svo hörð, að f jór-
ir farþeganna köstuðust út úr
bflnum. Sá erlézt af þeim sökum,
sat I framsæti bilsins. Er hann
talinn hafa látizt samstundis.
Hann hét Tómas Grétar
Hallgrlmsson, var 22 ára að aldri,
til heimilis að Vesturgötu 125,
Akranesi.
Talið er fullvist, að ökumaður
bifreiðarinnar hafi verið undir
áhrifum áfengis.
— ÞJM
Bónið dugir í tvö til þrjú ór!
og á að þola nœstum allt — Nýtt efni tekið í notkun
Nú á ekki að þurfa að bóna
bilinn nema á 2ja til 3ja ára
fresti. Það er nýtt efni, sem nú
hefur verið tekið i notkun hér á
landi, sem veldur þessari
breytingu. Fyrirtæki, sem
kallast Gljái hf, hefur efnið i
notkun, og þegar er farið að
bóna bíla með cfninu.
Efnið kemur frá Japan,.og
hefur reynzt mjög vel, þar sem
það hefur verið notað. Er það til
dæmis mjög mikið notað i Eng-
landi. Þangað fóru menn frá
Gljáa i haust til þess að læra
meðhöndlun þess.
Það tekur um tvo til fjóra
tima að bóna bilinn á þennan
hátt, en alls þarf þrjár til fjórar
yfirferðir. Verðið fer eftir stærð
bílsins.
Sagt er, að bónið eigi að þola
hvað sem er, en helzt eru menn
þó hræddir við steinkast. Ekki
má fara með bílinn á þvottastöð
i mánuð, eftir að hann hefur
verið bónaður með þessu nýja
efni.
„Bilarnir verða mjög failegir
á eftir, og litirnir skýrast að
mun,” sagði Sigtryggur Helga-
son, sá er hetur umboð lyrir
efnið, okkur, þegar við höfðum
samband við hann. Hann
sagðist vera með bilinn sinn i
bónun núna, og þegar hefur
efnið verið reynt á mörgum.
Enda er hverjum sem er
heimilt að prófa, en Gljái er til
húsa i Ármúla.
-EA.
m
Dauðaslys:
SNERTI 6000 VOLTA SPENNI
„Spennistöðin átti auð-
vitað ekki að vera opin
fremur en aðrar spenni-
stöðvar. Ég þori heldur
ekki að fullyrða/ hvort
hún hafi verið það þegar
piltarnir komu að henni.
Það er nú eitt af því, sem
verið er að rannsaka
þessa stundina," sagði
rafveitustjóri Rafveitu
Selfoss, í viðtali við Visi i
morgun.
Umrædd spennistöð var á sin-
um tima sett upp til að þjóna
fyrst og fremst fjarskiptastöð
Landssimans. Hún stendur
skemmt vestan við Hraunsá.
Um fjögurleytið i gær fóru tveir
piltar þar inn og snerti annar
þeirra 6000 volta spenni. Lézt
pilturinn samstundis.
Hann var frá Stokkseyri og
var tæpra átján ára. Nafn hans
verður ekki birt að sinni.
Um leið og pilturinn snerti
spenninn i rafstöðinni sló út öllu
rafmagni af Stokkseyri og
Eyrarbakka.
— ÞJM
„Aðeins hólfur
sigur unninn"
— segir forvígismenn
söfnunarinnar
„Mér finnst ekki
nema hálfur sigur unn-
inn, þótt FRÍ hafi nú
ákveðið að hætta við
þátttöku i auglýsingum
fyrir sigarettutegund, ”
sagði Ragnar Tómas-
son, einn forvigismann
„tóbakslausu” söfnun-
arinnar. „Til þess að
við getum fagnað full-
um sigri, þurfum við að
geta rétt iþrótta-
hreyfingunni myndar-
lega hjálparhönd.
Aðalvinnan hefur verið sú að
koma undirskriftalistunum i
umferð. Það hefur nú hafzt, og
er ætlunin að halda söfnuninni
.tóbakslausu'
áfram þessa viku. Það er ekki
hægt að meta með neinni ná-
kvæmni, hver árangur söfn-
unarinnar hefur orðið til þessa,
en okkur sýnist ekki fjarri lagi
að álita, eftirþvisem við höfum
heyrt af söfnuninni, að það sé
um hálf milljón, sem safnazt
hefur.
Þvi fer þvi fjarri, að vandinn
hafi verið leystur. Það sem okk-
ur vantar núna er meiri mann-
skapur til þess að ganga i söfn-
unina með oddi og egg. Hingað
til hefur það háð okkur, hve fá-
liöaðir við erum.
Það ætti lika að ýta undir, að
FRl ætlar að endurgjalda að-
stoðina á skemmtilegan hátt
með þvi að bjóða þeim, sem
styrkja söfnunina, frimiða á
landsleikinn við Skota I sumar.
Við vonum, að menn láti það
sjást I verki, að þeir kunni að
meta þá afstöðu, sem FRI hefur
tekið til þessa máls,” sagði
Ragnar að lokum. — SHH