Tíminn - 24.07.1966, Qupperneq 3
SUNNUDAGUR 24. júlf 1966
TÍMINN
3
f SPEGLITÍMANS
'Verið er nú að taka nýja James Bond mynd, sem heitír þessu skemmtilega nafni „Maður lifir bara
tvisvar.“ Á meðfylgjandi mynd sést Sean Connery (James Bond) ásamt japönsku stúlkunni, sem var
valin í aðalhlutverkið. Hú;n heitir Akiko Wakabayashi og er kunn kvikmyndaleikkona. Hún er 26
ára að aldri. í myndínni „Maður lifir bara tvisvar" lei'kur hún Suki, hinn glæsilega einkaritara í
aðalbækistöðvum japönsku leyniþjónustunnar.
★ ★
Gamanleikarinn Jerry Lewis
bauð fyrir skömmu nokkrum
vinum og vandamönnum í
skemmtisiglingu á lystisnekkju
sinni. Rétt undan ströndum
Kaliforníu komst talsverður
leki að snekkjunni og ekki
um annað að gera en snarast
um borð í björgunarbát. Það
skipti engum togum, snekkjan
var sokkin eftir skamma stund,
en Jerry og gestir hans kom-
ust í land, og varð ekki meint
af volkinu.
Bindindismót í Vaglaskógi
verzlunarmannahelgina
GPK-Akureyri, laugardag.
Nokkur æskulýðsfélög á Ak-
ureyri, Eyjafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu hafa ákveðið
að efna til bindindismóts í
Vaglaskógi um n.k. verzlunar-
mannahelgi. Hefst mótið að
kvöldi laugardagsins 30. júlí
með útiskemmtun. Dansað verð
'ur í Brúarlandi og á miðnætti
verður flugeldasýning og
brenna. Daginn eftir, sunnudag,
verða tvær útisamkomur og
einnig dansað um kvöldið. Með
al skemmtiatriða, sem koma
fram á mótinu, er söngur Magn
úsar Jónssonar og Svölu Níel-
sen, Jóhanns Daníelssonar og
Sigríðar Schiöth, Lúðrasveit
Siglufjarðar leikur, kvartett frá
Húsavík syngur, Ómar Ragnars-
son og Alli Rúts flytja skemmti-
þætti, Gunnar Stefánsson frá
Dalvík les upp og hljómsveit-
in Póló frá Akureyri með söngv
urunum Betu og Bjarka leika
og syngja fyrir dansi. Þá fer
fram keppni í knattspyrnu og
handbolta. Á sunnudag verður
guðsþjónusta og predikar sr.
Friðrik A. Friðriksson sókn-
arprestur á Hálsi.
Mótsgestum verður séð fyrir
tjaldstæðum, og lögreglu- og
sjúkravakt verður í Vaglaskógi
meðan mótið fer fram. Einnig
verður veitingasala í skóginum.
Mót þetta er öllum opið, með
því skilyrði, að hafa ekki áfengi
um hönd, og verður því strang-
lega fylgt eftir.
Þetta er þriðja árið í röð,
sem efnt er til bindindismóts
í Vaglaskógi um þetta leyti árs,
og hafa hin fyrri gefizt vel. Á
s.l. ári sótti nær 4000 manns
Vaglaskóg um Verzlunarmanna
helgina.
Framkvæmdastjóri Bindind-
ismótsins að þessu sinni er
Stefán Kristjánsson, Nesi,
Fnjóskadal.
Nú fer að líða að því, að tízkuhúsin í París sýni hausttízkuna.
Tízkuteiknarinn Louís Feraud mun opna tizkuhús sitt 25. þ.m.
og verður þar vafalaust roargt forvitnilegt að sjá. Hins vegar
gera menn ekki ráð fyrir neinum gjörbyltingum í þessum efnum
nú í haust. Talið er, að stutta tízkan fái enn að halda velli og
tízkulitirnir verði aðallega hvítt og svart. Þessar stúlkur á mynd
inni eru sýningarstúlkur hjá Feraud og gefa þær dálitla nasasjón
af hausttizkunni.
★
Tveir hollenzkir bílstjórar
lentu i slæmri klípu í Dan-
mörku fyrir skömmu. Þeir voru
á leið frá Svíþjóð heim til Hol-
lands akandi á kælibíl og ætl-
uðu með bilinn á ferju frá Röd-
by á Falstri yfir til Þýzkalands.
Skammt frá höfninni rákust
þeir á tíu ferðalanga, sem
höfðu mikinn áhuga á því að
komast á puttanum til Þýzka-
lands. Af góðmennsku sinni
buðu bílstjórarnir þeim far í
kæliklefa bílsins og var það boð
þegið með þökkum. Hollend-
ingarnir komust klakklaust inn
í ferjuna með laumufarþegana
SÍna, og þóttust hafa himin
höndum tekið, en vitaskuld varð
að hleypa mönnunum út úr
kæliklefanum meðan á ferðinni
stóð. Einn skipverjanna komst
þá að raun um, hvernig allt
var í pottinn búið, og endirinn
varð sá, að ferjan sneri við og
var lögreglan kölluð á vettvang
þegar komið var til Rödby. Út
af þessu spunnust talsverð
málaferli, þurftu bílstjórarn-
ir að greiða himinháar skaða-
bætur, svo og allan málskostn-
að, en laumufarþegarnir sluppu
með smávægilega fjársekt.
¥
Þetta er Pia Degermark,
sænsk stúlka, 17 ára að aldri
Henni hefur verið falið aðal-
hlutverkið i sænskri kvifcmynd.
er fjallar um lif sirkusstjörn
unnar Elviru Madigan. Það var
ákaflega skemmtileg tilviljun,
sem olli þyí að Pia lagði út í
kvikmyndabrautina Fyrir
nokkrum mánuðum var hún á
dansleik, þar sem staddur vai
sænski krónprinsinn Carl Gúst
af. Þau dönsuðu mikið saman
um kvöldið, og skömmu seinna
komu myndir af þeim í flestum
sænskum tímaritum. Kvik-
myndaframleiðandinn Bo Wid
erberg rak augun í eina af
þessum myndum, fannst þess:
laglega stúlka alveg sjálfkjör
in í hlutverk Elviru Madigan,
og eftir nokkuð þóf gat ■ hann
talið hana á að taka það að
sér. Sagt er að Pia sé greind
stúlka og hafi til að bera mikla
leikhæfileika