Tíminn - 24.07.1966, Side 13
SUNNUDAGUR 24. júlí 1966
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
* • .V..' -^Lr :C • • '•■•■•v J.S.V
AKKERIÐ
Trúarbrögð flestra þjóða
hafa venjulega sérstakt tákn-
mál eða tákn, hluti sem þýða
eitthvað sérstakt í heimi hins
ósýnilega. Eitt af hinum sígildu
táknum kristins dóms er akk-
erið. Það á að tákna eitthvað,
sem heldur manni á ákveðn-
um stað í tilverunni, hvað sem
yfir dynur líkt og akkerið held-
ur skipinu á ákveðnu hættu-
lausu svæði þrátt fyrir alla
strauma. Þannig eiga engin
átök né sveiflur örlaganna að
geta haggað þeim, sem á sitt
andlega akkeri í sviptibyljum
lífsbaráttu og strits, sorga og
mannrauna.
En oft kemur það fyrir, að
við hugsum í alls konar vanda-
málum líkt og skáldið, sem
sagði:
„Megnar ei móti að standa
mín hreysti náttúrleg.“
Við finnum okkur umkringd
af kröfum og skyldum úr öll-
um áttum.
Þeir, sem næstir standa ætl-
ast til alls konar átaka og fram-
kvæmda: Greiða skuldir, svara
bréfum, taka til í húsinu, vinna
í garðinum, annast börnin með
an þau eru ung, hjálpa þeim
í öllum hugsanlegum vanda-
málum til að koma undir sig
fótunum, þegar þau stækka.
Og allt þetta útheimtir bæði
tíma, krafta og peninga.
En það er nú einmitt allt
þetta, sem vantar. Kröfurnar
vaxa yfir höfuð einstaklingn-
um, þreytan er jafnvel meiri
að morgni en að kvöldi. Bezt
væri að fá -að sofa — sofa —
sofa. Og þá er gripið til alls
konar ráða með pillum og lyfj-
um.
Og svo kemur „trúaða fólk-
ið“ og talar um enn aðrar kröf-
ur og skyldur — skyldur við
Guð. Og ekki eru þær léttari,
minnsta kosti finnst samvizk-
unni þær enn þá þyngri.
En samt er eitthvað, sem að
minnsta kosti sumt af þessu
fólki hefur við að styðjast, svo
segja mætti, að því séu allir
vegir færir. Það sýnist aldrei
þreytt, aldrei óánægt, aldrei í
vondu skapi.
í þessu sambandi kemur mér
í huga frásögn úr einni af bók-
um norska rithöfundarins Lars
B .Asbjörnsens.
Hann var á ferðalagi úti á
firðinum í litlum vélbáti. Og
þá kom hann auga á mann
á stórum timburflota, sem hann
ætlaði að fleyta til næstu borg-
ar.
í fyrstu taldi Asbjörnsen að
maðurinn á flotanum hlyti að
vera geggjaður, því að timb-
urflotinn var stærri en svo, að
hann myndi hafa treyst sér til
að draga hann á vélbátnum.
Hann sá þó að manninum
skilaði drjúgt áfram með flot-
ann, þótt hann virtist engan
kraft hafa hvorki til stjórnar
né átaks. Og nú fór hann að
athuga málið betur.
Maðurinn hafði fest toglínu
í trjástofn á fljótsbakkanum
nokkru neðar og hinn endinn
á línunni var festur í „spil“
á flotanum. Þessi lína var ósýni
leg berum augum. En maður-
inn vissi að við hvern snún-
ing nálgaðist hann sitt ákveðna
takmark með trjáflekann. Og
þegar því var náð hverju sinni
fór hann í svolítilli „jullu“ með
línuna lengra niður með fljóts-
bakkanum og endurtók þannig
átakið og skilaði drjúgum nið-
ur fljótið.
Það sem hér virtist ómögu-
legt, varð kleift, af því að mað-
urinn hafði alltaf vissan fast-
an punkt framundan til að
feta sig eftir, festin var líkt
og akkeri, sem hann dró sig
áfram með fet fyrir fet lengra
og lengra.
Þannig er Kristur sem frels-
ari og fyrirmynd, hinn ákveðni
fasti punktur í tilverunni, þeim
sem setja traust sitt til hans.
Og bæn eða hugleiðsla er hinn
ósýnilegi þráður, festin sem
tengir saman.
Þegar við kynnumst fólki,
sem virðist bera þyngstu byrð-
ar á auðveldan hátt, þá á það
alltaf svona akkeri, sem ýmist
þokar því áfram að takní'arki
fegurðar og fullkomleika. eða
heldur því föstu í stormum og
straumum lífsbaráttunnar, hvað
sem fyrir kemur. Og þannig
tekst að komast yfir ókleifar
torfærur á lífsleiðinni.
En það bezta er, að þannig
fær allt sinn tilgang og hver
dagur eignast sitt sérstaka gildi
sem kemur fram í orðunum:
„Ég feginn verð
ef áfram miðar samt.“
Og taki maður hvern einn
dag út af fyrir sig, þá hverfa
áhyggjur og amstur. Og við
skiljum fljótlega speki orð-
anna: „Hverjum degi nægir sín
þjáning." Það er ástæðulaust að
gera sér rellu út af því ókomna
sem kannske aldrei kemur, eða
hinu liðna sem aldrei verður
breytt. Gerum því hvern dag,
hið eina sem við eigum af
þessu dásamlega tækifæri, sem
við köllum líf, að hamingju-
degi, starfsgleði og gæfu, í ör-
yggi þess akkeris, sem trúin
á í Kristi, sem fyrirmynd.
Eitt er víst, að reynslan
sannar, að flestar áhyggjur eru
meira eða minna ástæðulausar
og draga niður í djúp vonleys-
is og uppgjafar.
Árelíus Níclsson.
NÝIR STRAUMAR
Framhald af bls. 8
starfskraftana fyrir hvert starf um
sig og halda þeim, þegar þeir hafa
verij fundnir. Af þessum ástæðum
eru samvinnumenn í stöðugt ríkari
mæli að opna augu sín fyrir nauð-
syn þess að fela stjórnun og skipu-
lagningu fyrirtækja sinna í hend-
ur sérhæfðum starfsmönnum, en
hafa nefndir og stjórnir skipaðar
og kosnar af félagsmönnum sjálf
um meir til eftirlits og til þess
að fylgjast með því, að rekstur
viðkomandi félags eða starfsheild-
ar fari fram í samræmi við til
gang þess og vilja félagsfólksms.
Af sömu ástæðum er og lögð á
<iV»orr/1 o monnto monn CPm
bezt til þess að takast á hendur
ábyrgðarstöður innan samvinnufé-
laganna, bæði með því að reyna
jafnan að ná til hinna beztu starfs
krafta úr röðum sérfræðinga og
veita þeim nauðsynlega viðbótar-
fræðslu, og með því að gefa mönn-
um sem þegar eru komnir til
starfa hjá samvinnufélögunum,
kost á að sækja námskeið og ráð
stefnur, þar sem þeim gefst færi
á að bæta og auka þekkingu sína.
Varðandi skipulagsmálin virðist sú
þróun vera ráðandi meðal sam-
vinnumanna í flestum löndum, að í
framkvæmd sé ákvörðunarvaldið í
meiri háttar málum í höndum fram
kvæmflastjórna, skipuðum fast-
'’áðnnm framkvæmdastiórum fvr-
TÍMINN
_____________________________ 13
í búðum, eða annars konar um
ræðufundum með neytendum sjálf
um. Auk þess reka að heita má
öll samvinnusambönd fjölhli*a
upplýsingastarfsemi. ætlaða til
þess að glæða áhuga félagsfólks-
ins og hvetja það til virkrar þátt-
töku í félögum sínum. Þessi starf-
semi kemur meðal annars fram í
útgáfu tímarita og bæklinga. m ð
fyrirlestrum, í umræðuhópurm með
kvikmyndum, gegnum sjónvarps-
og útvarpsútsendingar, og sömu-
leiðis er hún framkvæmd með því
að halda uppi skemmtunum og fé-
lagslífi af flestum tegundum og
með því að eansast fyrir hvíldar-
vikum og fræðslustarfsemi fyrir
húsmæður, auk margs annars.
Að lokum má geta þess, að for-
svarsmenn samvínnufélaga hinna
ýmsu landa virðast nú hallast æ
meir að því, að hin hefðbundna
þingræðislega skoðun á lýðræði í
samvinnufélögunum, sem byggist
einungis á því að taka beinan þátt
í kosningum og í skipun stjórna,
sem fari með völdin í félögun-
um, hafi að sumu leyti gengið sér
til húðar. Þvert á móti sé nú mik-
ilvægara en nokkru sinni fyrr, að
félagsfólkið ræði sín á milli og
taki sameiginlega ákvarðanir í mik
ilvægum málum, og það þurfi nú
fremur en nokkru sinni fyrr að
hafa næga þekkingu á málum til
þess að geta haft eftirlit með trún-
aðarmönnum sínum við stjórn fé-
laganna og veita þeim nauðsyn-
legt aðhald. Þannig virðist lausn-
in á þessum vanda vera sú, að
fræða þurfi félagsfólkið nægilega
til þess að það geti sjálft haft
yfirstjórnina á fjármálum félaga
sinna á hendi, eins og þau koma
fram í verzlunarrekstrinum. Sam-
vinnumenn verða að reyna að
draga til sín viðskiptavininn, gera
hann að félagsmanni, og loks að
breyta félagsmanninum i áhuga-
saman samvinnumann. Þetta mark
markmið útheimtir góða neyt-
endaþjónustu og raunhæfa upplýs-
inga- og fræðslustarfsemi.
í stuttu máli sagt er svarið við
spurningunni um minnkandi lýð-
ræðislegt aðhald í samvinnufélög-
unum á þá lund, að mynda þurfi
nýtizkuleg og vel starfhæf fyrir-
tæki, sem rekin séu í þágu félags
mannanna, sem að þeim standa.
irtækjanna, en jafnframt því
starfi svo félagsmannaráð eða
nefndir, sem beri ábyrgð á því,
að þessar ákvarðanir gangi ekki
út fyrir það valdsvið, sem fram-
kvæmdastjórunum er fengið í hend
ur af umbjóðendum sínum. Þann-
ig eru framkvæmdastjórnir stærri
kaupfélaga í Svíþjóð nú orðið
venjulega einungis skipaðir úr röð
um deildarstjóra eða kaupfélags-
stjóra viðkomandi félags, sem
hafa þá við hlið sér ráð skipað
félagsmönnum einum saman, serr
verður að samþykkja allar meiri
háttar aðgerðir þeirra, en í smærri
félögum tíðkast mjög að hafa
blandaðar stjórnir starfsmanna og
félagsmanna.
Þróunin í átt til sameiningar í
stærri viðskiptaheildir hefur einn-
ig látið á sér bæra innan sam-
vinnufélaga bænda í flestum lönd-
um, en þó ekki í nánar nærri
eins ríkum mæli og innan hinna
hreinu samvinnufélaga. Hins veg
ar hafa samvinnufélög bænda jafn-
framt því horfið nokkuð í þá átt
að taka í eigin hendur fullvinnslu
og dreifingu afurðanna. Hefur
þetta til dæmis haft áhrif á ali-
fuglarækt og eggjaframleiðslu í
ýmsum löndum, og sömuleiðis slátr
un og kjötvinnslu. Stafar þessi
þróun einkum af auknum kostnaði
við vinnslu og dreifingu afurð-
anna, en til dæmis í Bandaríkjun-
um sýna skýrslur, að frá árinu 1917
til ársins 1963 hafi hlutfallslegt
verð til framleiðenda landbúnað-
arafurða lækkað úr 50 centum af
hverjum dollar, sem neytendur
greiða, í 37 cent, og hliðstæð þró-
un mun hafa átt sér stað víðar.
Með því að taka vinnsluna og dreif-
inguna að meira eða minna leyti
í eigin hendur, geta bændasam-
vinnufélögunum hins vegar opnazt
leiðir til þess að lækka þessa kostn
aðarliði hlut|allslega
’ Æ fleiri skilja nú nauðsyn þess.
að samvinnumenn í borgum og
sveitum taki höndum saman í bar-
áttunni fyrir sameiginlegum hags-
munamálum sínum. Hafa ýmis
skref verið stigin í þá átt, til dæm-
is meðal samvinnumanna í Bret-
landi, Frakklandi og Bandaríkjun-
um.
En jafnframt því sem samvinnu-
menn í einstökum löndum beita
kröftum sínum að því að efla og
styrkja samtök sín til raunhæfra
átaka á innanlandsvettvangi, er
vaxandi skilningur meðal ein-
stakra samvinnusambanda á þörf
þess að auka samstarf samvinnu-
manna á alþjóðlegum vettvangi. Er
nú víða unnið að athugunum á
hugsanlegum leiðum til slíks sam-
starfs, og reynt að sjá fyrir örð-
ugleikana og hvernig megi vinna
bug á þeim. Meðal annars hefur
heildsölunefnd alþjóðasamvinnu-
sambandsins I.C.A. framkvæmt víð
tækar athuganir á þessum málum,
einkum með hliðsjón af hugsan-
legu nánu samstarfi einstakra að-
ildarsamtaka á sviðum framleiðslu
og verzlunar, sem grundvöllur
myndi skapast fyrir með aukinni
fjármálalegri sameiningu milli
ríkja Vestur-Evrópu, og sömuleið-
is hefur nokkuð verið unnið að
undirbúningi heildaráætlunar fyrir
slíkt samstarf.
Á Norðurlöndum er þegar fyrir
hendi víðtækt samstarf samvinnu-
sambanda í fimm þjóðlöndum inn-
an Nordisk Andelsforbund, sem
eins og kunnugt er starfar eink-
um sem sameiginleg innkaupa-
stofnun fyrir aðildarsamböndin,
en er jafnframt hinn álcjósanleg-
asti vettvangur til umræðna um
sameiginleg áhugamál. Innan Norð
urlandanna hefur þróunin og
hneigzt í þá átt á undangengn-
um árum, að hin einstöku sam-
vinnusambönd tækju upp innbyrð-
is verkaskiptingu í framleiðslu og
sérhæfðu sig á sviðum tiltekinna
vörutegunda.
Enn eitt vandamál hefur og kom
ið til sögunnar í sambandi við
bróun samvinnuhrevfingarinnar í
hinum ýmsu löndum í átt til stærri
viðskiptaheilda, og er það iélags-
andinn og afstaða hins almenna
félagsmanns til kaupfélags sín& og
þar með aðstaða hans til að hafa
áhrif á stefnu þess og framkvæmd-
ir. Rökræður um lýðræðið í sam-
vinnufélögunum á alþjóðavettvangi
samvinnumanna hafa þegar náð
svo langt, að um þau efni er næst-
um því hægt að fara að tala sem
sjálfstæða grein þjóðfélagsvísinda.
Eftir því sem samvinnufélögin
í 'kka og framkvæmdar- og ákvörð
unarvaldið færist meir á færri
hendur, hlýtur bilið óhjákvæmi-
lega að breikka á milli félagsfólks-
ins og framkvæmdastjóra hinna
ýmsu starfsheilda, og hugmynd-
irnar um þátttöku í samvinnufélagi
að fá á sig fræðilegri blæ. Harðn-
andi samkeppni um sem lægst
vöruverð hefur og dregið úr mögu-
leikum á úthlutun tekjuafgangs,
svo noklíru nemi, og víðast hvar
hefur reynslan orðið á einn veg,
þ.e.a.s. að hugsjónaeldurinn hefur
sljóvgazt og félagsfólkið leitar þess
í stað á raunsæjan hátt eftir beztu
þjónustunni og lægsta vöruverð-
inu. Sem afleiðing af því hefur
dregið úr fundasókn á kaupfélags-
fundum, og meðal félagsmanna eru
víðast hvar einungis hlutfallslega
fáir áhugasamir meðlimir.
Þetta vandamál um minnkandi
áhuga og aðhald af hálfu félags-
fólksins hefur víða verið rætt og
á því vakin athygli, hver hærra
hér sé á ferðum. Hafa slíkar um-
ræður farið fram að heita má inn-
an hvers einasta samvinnusam-
bands, og í nokkrum löndum hafa
sérstakar landsnefndir fengið það
verkefni að kanna þessi mál sér-
staklega, svo sem í Frakklandi,
Vestur-Þýzkalandi, Svíþjóð, Austur
ríki og Póllandi.
Á móti þessari þróun hefur víða
verið unnið mikið, og þau ráð,
sem einna helzt hefur verið beitt
og vænlegust þykja til árangurs,
eru aukinn áróður og upplýsinga-
starfsemi meðal félagsfólksins fyr-
ir hinu hagnýta gildi samvinnu-
starfsins. Víða er slík starfsemi rek
in í tengslum við einstakar sam-
vinnuverzlanir, svo sem í formi
sérstakra eftirlitsnefnda, skipuðum
neytendum, með húsmæðrafundum
ÍSLANDSMÓTIÐ
I. DEILD
A K R A N E S :
í dag, sunnudag kl. 4 leika
Akranes — Þróttur
Dómari; Hreiðar Ársælsson.
MELAVÖLLUR:
í dag, sunnudag kl. 4 leika
Akureyri —
Dómari: Steinn Guðmundsson.
MÓTANEFND.
KR
SERVIETTU-
PRENTUN
SIMI 32-101.
Jón Evsteinsson,
lögfræðingur
Lögf ræðiskrifstota
Laugavegi U,
sími 21916.