Tíminn - 24.07.1966, Blaðsíða 16
DB
166. Ibl. — Sunnudagur 24. júlí 1966 — 50. árg.
HÉRAÐSMÓT AÐ KETILÁSI
Framsóknarmenn á Siglufirði um leikur hljómsveit Hauks
Ólafsfirði og í Fljótum halda Þorsteinssonar fyrir dansi.
héraðsmót sitt að Ketílási, laug
ardaginn 30. júlí n. k. og hefst
það kl. 21. Ræður flytja, ól-
afur Jóhannesson, varaformað-
ur Framsóknarflokksins og
Tómas Karlsson blaðamaður.
Magnús Jónsson óperusöngvari'
syngur við undirleik Ólafs’
Vignis Albertssonar, Jón Gunn|
laugsson skemmtir, og að lok
Ólafur
Tómas
HVASSVIÐRI UM LAND ALLT
HZ-Reykjavík, Stjas-Vorsabæ,
laugardag.
Hvöss norðanátt var um allt
landið í nótt og búast mátti
við að veðrið haldist óbreytt
í dag og á morgun. Sunnan-
lands og vestan var hiti 7—10
stig, þurrt að mestu og 6—8
vindstig. A norður- og austur-
landi var hvasst á annnesjum
og rigning. Hiti var 4—5 stig,
aðeins 1 stigs hiti á Hveravöll-
um og snjóaði í fjöll.
Eins og skýrt var frá í blað-
inu á föstudag, voru bændur
sunnanlands orðnir uggandi um
heyskapinn vegna langvarandi
ótíðar. ' í fyrrakvöld létti til,
og bændur fóru að slá, en í
dag er orðið svo hvasst, að ekki
er nokkur leið að ná saman
því heyi, sem þurrt er orðið.
Virðist því lítið hafa rætzt úr
fyrir heyskapnum enn.
400 LAXAR KOMNIR
Á LAND ÚR NORÐURÁ
HringferöSJJJjimN^^
Noregur - Svíþjóð - Finnland - Danmörk
KT—Reykjavík, laugardag.
Laxveiði er nú sæmileg í helztu laxveiðiánum en mun samt
ekki vera með bezta móti. Veiðin hefur verið fremur dræm í
| ánum norðanlands en skárri á sunnanverðu landinu. Þessar
upplýsingar komu fram, er Tíminn hafði samband við nokkra
helztu laxveiðistaðina nú fyrir helgina.
Enn eru nokkur sæti laus í hinni glæsilegu hringferð S. U. F. uin
Norðuriönd, sem hefst hinn 5. ágúst og lýkur 21. sama mánaðar.
Fargjald er aðeins kr. 16.900.00 og ér innifalið flugferðir, bílfcrðir,
ferðir á ferjum, gisting, morgunmatur, kvöldmatur, söluskattur og
fararstjórn. Skráning þátttakenda og upplýsingar annast Örlygur
Hálfdanarson í síma 3 56 58.
í Norðurá hefur veiði gengið
ágætlega að undanförnu og eru
komnir þar á land síðan í vor um
400 laxar. Mesta veiðin var dag-
ana 10. — 12. júlí, en þá komu á
land 68 laxar á 8 stengur. Er
Tíminn hafði samband við veiði-
húsið í Norðurá á föstudag, var
mikill vöxtur í ánni og fremur
dræm veiði.
Veiði hefur verið með lélegra
móti í laxveiðiánum í Húnavatns-
sýslu að undanförnu, en að sögn
Guðmundar Jónassonar í Ási í
Vatnsdal mun veiðin vera eitthvað
að glæðast. Vatnsdalsá hefur ver-
ið gruggug að undanförnu og erf-
itt að standa að veiðunum.
Veiði hefur verið mjög treg í
Laxá í Þingeyjarsýslu í sumar, en
hefur glæðzt verulega síðustu vik-
una. í Laxamýrarlandi hafa nú
fengizt 9—11 laxar á dag, en veiði
mun vera tregari ofar í ánni.
MEISTARAMÓTIÐ
HEFST Á M0RGUN
40. meistaramót íslands í frjáls
íþróttum hefst á Laugardalsvellín-
um annað kvöld, mánudagskvöld,
klukkan 20. Þátttaka er mjög mik
il víðs vegar að af landinu. Gestir
á mótinu eru tveir tyrkneskir
frjálsíþróttamenn •
Rörin í vatnsleiðsluna til Vestmannaeyja
(TímamyndirSI).
Vatnsveituframkvæmdir
Vestmannaeyinga hafnar
FB-Reykjavík, laugardag.
Vika er nú li'ðin síðan hafizt
var handa um framkvæmdir við
vatnsleiðsluna, sem leggja á frá
Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum
og út til Vestmannaeyja. Tvær
gröfur vinna stöðugt dag og
nótt að því að grafa skurði fyr-
ir vatnsrörin, og eru nú búnar
ið grafa um 2 km. Landið, scm
verið er að grafa í er mjög
blautt og fyllist allt af vatni
jafnharðan að grafið er, enda
búið að stórrigna alla vikuna,
síðan framkvæmdirnar hófust.
Leiðslan verður lögð frá
Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum
yfir brúna á Markarfljóti og til
sjávar, og er þetta um 22 km
löng leið. Rörin sem vatnið verð
ur leitt í, eru úr asbesti, og eru
þau fengin frá Póllandi. Búið
er að flytja nokkurn hluta rör-
anna í veituna, en þeim var
skipað á land í Þorlákshöfn.
Draga verður þrjú og þrjú rör
í einu með dráttarvél meðfram
skurðunum, þar sem bílarnir,
*em koma með þau frá Þorláks
Framhald á bls. 15.