Vísir - 05.04.1975, Side 2
2
Vísir. Laugardagur 5. aprll 1975
visiRsm:
Hvaða veður líkar þér
bezt?
Sævar Óli Hjörvarsson, nemi: Ég
kann langbezt viö sólina, enda er
ég mikið úti þá. Viö rigningu kann
ég alls ekki.
María Friöriksdóttir, húsmóöir:
Ætli það sé ekki sólskin og gott
veður, þá meina ég logn. Ég reyni
að vera sem mest úti við i sliku
veðri, eftir þvi sem hægt er.
Birgir Þórisson, nemi: Ég vildi
helzt blanda saman sólskini og
snjó. Snjórinn er alveg ágætur.
Ég nota mér það yfirleitt að
skella mér á skiði þegar snjór er.
Friörik Blomsterberg, nemi: Ef
ekki er rok og rigning, þá get ég
sætt mig við næstum hvað sem er.
Elin Pálmadóttir, blaðamaður:
Þegar ég er hérna heima þá
finnst mér gott aö hafa svolitið
veður. bað má vera gola og rign-
ing.ogég klæði migþá samkvæmt
þvi, Þegar ég er erlendis, vil ég
helzt hafa sól.
Friörik Andersen, nemi: Ja, snjó
held ég. Vegna þess að mér finnst
mjög gaman að renna mér á
sleða. Svo fékk ég nú skiði i jóla-
gjöf, sem ég hef reyndar litið
notað. Annars finnst mér lika
gaman að henda snjóboltum i
veggi og stelpur.
Og Þorsteinn Ólafsson hringdi
af sama tilefni:
„Alveg er ég gáttaður á þvi,
að þeir I DAS skuli draga úr ó-
seldum miðum. Ég hef heyrt
þaö á öllum i kringum mig, að
þetta sé hin mesta hneisa. A
þeim i happdrættinu að liöast að
teikna út ótakmarkaðan fjölda
af happdrættismiðum og eiga
sjálft jafnstóran séns i vinning-
ana og þeir sem kaupa miða i
happdrættinu I góðri trú?
Ég fór sjálfur á stúfana i gær
(fimmtudag) og keypti miða
fyrir þrjú þúsund krónur út á
þennan vinning, en svo er dregið
og stóri vinningurinn „fer fram
hjá” ef svo má að orði komast.
Þetta er algjört svinari.
Auöv.itað mátti maður vita
það, aö það væri ekki nóg aö
kaupa bara miða flytja svo dag-
inn eftir inn i nýtt hús, happ-
drættishúsið, en að það skuli
ekki hafa komið i hlut neins af
viðskiptavinum happdrættisins,
það er svinari.
Já, mér er sama þó að það
eigi að draga um það næsta
haust eða á næsta ári. Þetta er
svinari!”
Auglýsa eftir
fríðarsamtökum
Nota tvívegis
sama trompið
G.G. hringdi:
„Þegar maöur hlustar á hinar
ægilegu fréttir frá strfðsátökun-
um i Vietnam verður manni
ósjálfrátt hugsað til þeirra, sem
áður höföu svo hátt vegna átak-
anna þar. Ég vil spyrja: Hvar
eru þessi Islenzku Viet-
namsamtök? Hvar
Vietnam-hreyfingin og hvar eru
þessar kerlingar I Menningar-
og friðarsamtökum kvenna?
Hvað hefur orðið af öllu þessu
fólki allt I einu? Þaö væri fróö-
legt aö vita.
Annars kemur þögn þessa
fólks manni ekki á óvart. Maður
hefur svo sem alltaf vitað hver
stendur á bak við samtök þessa
fólks.
Það er greinilegt, að það er
ekki sama, hvort börnin búa
norðan- eða sunnanmegin við
linuna þegar þau verða fyrir i
striðsátökum.
Það er stórt umhugsunarefni
fyrir almenning, „hvað stjórnar
orðum og gerðum þess fólks,
sem áður er nefnt og þegir núna
svo þunnu hljóði.
Má ég auglýsa eftir forsvars-
mönnum þessara hópa hér i les-
endadálkum VIsis? Það væri
mjög æskilegt að þeir gæfu sig
fram og létu fólk vita, hvort
samtök þeirra væru enn á lifi,
og ef svo væri, hver væri þá
stefna þeirra og viðhorf um at-
burði i Vietnam siðustu daga.”
Jón Sigurðsson hringdi:
„Ég var að lesa það I blöðun-
um I morgun, að DAS-húsið
hefði komið upp á óseldan miða.
Er það réttlátt?
Maður spilar I happdrættinu I
þeirri trú aö vinningarnir, sem
auglýstir eru, séu ekkert plat.
En þegar það skeður, eins og
núna, að aðalvinningurinn
kemur upp á óseldan miða,
finnst manni eins og það sé ver-
ið að segja „Allt I plati!” Það
væri annaö mál, ef húsið heföi
komiö upp á óendurnýjaðan
miða.
DAS fékk sjálft húsið og nú á
að spila um það aftur. Sniöugt
finnst þeim I stjórninni sjálf-
sagt. Okkur viöskiptavinunum
finnst hins vegar að það sé verið
að snuða okkur. Nú á náttúrlega
að selja mikinn fjöida happ-
drættismiða út á húsin tvö, sem
spilað verður um á næsta happ-
drættisári”.
D.A.S.-húsið
gekk ekki út
DREGIÐ var (
drættis
aldraðra
þetta
#ð 112.flokki 3.apri!
Tveir óánœgðir
viðskiptavinir
DAS hringdu:
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
LITLAR UPPLÝSINGAR
FYRIR TVÖ ÞÚSUNDIN
Edda Kristjánsdóttir, hringdi:
„Ég vil fá að koma á framfæri
aövörun til þeirra, sem eru I leit
að leiguhúsnæöi. Hér I borg er
starfrækt svokölluð húsaleigu-
miöstöö viö Hverfisgötu 40 b. Sá
sem fyrir henni stendur aug-
lýsir daglega „leigutakar,
kynnið ykkur hina ódýru og frá-
bæru þjónustu”.
Min reynsla af þessari „ódýru
og frábæru þjónustu” er I stuttu
máli:
Hann segir fólki, að það sé
mikiö úrval af ibúðum, sem
hann sé með úti um allan bæ og
stöðugt séu að berast sér fleiri
og fleiri. En til að fá vitneskju
um þessar ibúðir verður fólk að
greiða 2000 krónur, sem er
greiðsla fyrir upplýsingar i einn
mánuð.
Þar með fékk ég upplýsingar
um tvær ibúðir. Þegar til kom
reyndist vera búiö að leigja
aðra þeirra og hin hentaði mér
ekki.
Min ógæfa, hugsaði ég með
mér og hringdi nokkrum sinn-
um I viðbót til húsaleigumið-
stöövarinnar. Ég spurði hvort
þeir þar hefðu ekki handa mér
upplýsingar um fleiri ibúðir. Þá
voru svörin orðin þessi: „Nei,
mér berst bara ekkert.” Og
þetta er svariö, sem ég hef
fengið i heilan mánuö — gegn
2000 króna greiðslu.
Ég er I stórum vafa um að
svona starfsemi sé lögleg og vil
eindregið vara fólk við þvi aö
láta plata sig til að borga fyrir
þessa „frábæru og ódýru
þjónustu”. Auglýsið heldur sjálf
eftir ibúðum. Það er alla vega
meira, sem út úr þvl fæst.”
Símaskróin
Selfyssingur skrifar:
„Mikið væri gaman að það
fengist úr þvi skoriö, hvort
Póstur og simi hafi raunveru-
lega vald til að banna útgáfu á
hlifðarkápu utan um sima-
skrána. Ég skora á þá aöila,
sem hafa staðiö að útgáfu
hinna ágætu plasthliföarkápa,
að endurtaka leikinn og láta
reyna á það vald, sem sima-
menn þykjast hafa.
Það er augljóst, hvað veldur
þvi, að simamenn eru and-
snúnir þvi, aö ýmis llknarfélög
fari þá fjáröflunarleiö að selja
auglýsingar á hliföarkápur af
þessu tagi: Siminn er nefni-
lega sjálfur búinn að koma
auga á þá ágætu fjáröflunar-
leið og segir: Nú getum við.
Það er áberandi, hvað þeir
hafa fjölgað „áriöandi” les-
máli á kápunni frá þvi sem áð-
ur var. Þá er nefnilega hægt
að bera þvi viö, aö ekki megi
breiöa yfir þær upplýsing-
ar....”