Vísir - 05.04.1975, Page 7
Vlsir. Laugardagur 5. aprll 1975
cTVIenningarmál
Að Kjarvalsstöðum
stendur nú yfir um-
fangsmikil sýning á leir-
munum Steinunnar
Marteinsdóttur og verð-
ur hún opin til 13. april
nk. Steinunn nam leir-
kerasmiði i Vestur-
Berlin 1957-60 en hefur
siðan rekið eigið leir-
keraverkstæði og haldið
námskeið i grein sinni
fyrir almenning. Hún
hefur ekki tekið þátt i
sýningum siðan 1966, og
man ég persónulega
ekki eftir að hafa séð
gripi hennar áður.
Oft vill veröa þannig að þegar
listafólk kemur aftur fram á sjón-
arsviðið eftir langa hvild frá sýn-
ingarhaldi, vill það gjarnan sletta
rækilega úr klaufunum og sýna
myndarlega. í mörgum tilfellum
þýðir það að allt er látið fljóta
með, þvi allt á það gefa einhverja
mynd af þróun listamannsins
þessi ár sem hann ekki sýndi.
Stundum er slfkt réttlætanlegt þvi
til eru þeir listamenn sem ekki
geta leiðinlegir eða tvisaga verið.
Hvað Steinunni snertir hefði sýn-
ing hennar orðið stórum áhrifa-
meiri hefði hún verið minni og
vandlegar valin. En þetta er e.t.v.
ein af þeim hættum sem fylgja
þvi að þurfa að fylla stóran sal að
Kjarvalsstöðum, sérstaklega ef
leirkerasmiður eða grafikmaður
á i hlut. Það væri mikill greiði við
marga alvarlega listamenn ef
sýningarsalnum væri einstaka
sinnum skipt i tvennt.
Eins og er minnir sýning Stein-
unnar óþægilega á basar, ekki
aðeins vegna þess að allt er sýnt,
heldur einnig vegna þess að þar
má finna fjöldann allan af sama
hlutnum, t.d. eggjabikurum.
Manni finnst einhvernveginn að
þótt hver bikar sé að visu „origi-
nal” frá hendi listakonunnar, þá
sé svipmót margra þeirra svo
nauðalikt að vafasamt sé að sýna
þá alla.
LEIR OG LITIR
Steinunn Marteinsdóttir við nokkrar veggmynda sinna, sem gerðar eru Ileir. Ljósm. Bragi.
Tækni og útsjón
Það fer ekki á milli mála að
Steinunn hefur yf'ir að ráða mik-
illi tækni og útsjónarsemi i list
sinni, þótt deila megi um þá þró-
un sem orðið hefur á verkum
hennar undanfarin 6-7 ár. Fyrir
utan leirker eru hér leir-lág-
myndir, raderingar, silkiþrykk
og blýantsteikningar, en ekki i
neinni timaröð, að þvi er virðist.
Elstu verk Steinunnar á þessari
sýningu eru glæsilega rennilegir
,,fúnksjón”-hlutir, skálar, kaffi-
sett, vinsett, allt með finlegum
,,art nouveau” brag. Aferð þeirra
er mött og á þeim má finna mikið
af mjúkum tilbrigðum i lita-
tónum. Það sem bjargar þessum
gripum frá þvi að vera of-finir,
dauðir skrauthlutir, er leikandi
létt kimni i notkun ýmissa
aukaforma á þeim, kimni sem
MYNDLIST
eftir Aðalstein
Ingólfsson
reyndar má finna i grófari bún-
ingi i siðari verkunum.
A undanförnum árum virðist
Steinunn hafa haft minni áhuga á
notagildi verka sinna og fer að
hugsa meira um sjálfstæða list-
sköpun innan ramma sins fags,
sbr. það að nú kallar hún gripi sina
„leirverk”. Með frjálsari list-
sköpun verður vinnumáti hennar
greinilega „expressjóniskari” og
jafnframt grófaði á ýmsan hátt,
og spurningin er nú hvort þetta
skref hafi verið heillavænlegt að
öllu leyti.
Frelsi og form
Það er að visu eðlilegt að hún
skuli hafa reynt að losna undan
viðjum „finna” leirverka og
vinna á „eðlilegri”, óheflaðri
hátt, en ég vil meina að Steinunn
hafi ekki enn fundið sér stil sem
komi fyllilega i staðinn fyrir eldri
verk hennar. Grannir rennilegir
vasar verða á seinni árum
breiðar skálar, vambvið ker eða
könnur þar sem allskyns leir-
kleprar og önnur lifræn tilbrigði
skreyta stykkin. í staðinn fyrir
hina óskeikulu tilfinningu Stein
unnar fyrir smekklega völdum
möttum litatónum, þá glansar nú
svo til allt sem glansað getur og
oft i skærum skreytilitum. Er
vart hægt annað en álykta að með
frjálsari vinnubrögðum hafi eitt-
hvað af smekk Steinunnar farið
forgörðum i flaustri. A þetta
einnig við formbyggingu hennar
ef á heildina er litið, —og á ég þar
ekki aðeins við bleik leirblóm sem
blómstra út úr vömbum kerj-
anna. Eldri verk hennar (1-c. 15)
sýna að visu ekki róttæka með-
ferö á formi, en bera samt vott
um vilja listakonunnar til að tak-
ast á við form sem heild.
í siðari verkum hennar virðist
Steinunn að mestu leyti hafa gefið
þennan áhuga á mótun heildar-
forms upp á bátinn. Gripir hennar
eru hefðbundnir, allskyns vel-
þekkt ,,ilát”-form eða bakkar og
það sem hún nú gerir er einfald-
lega að bæta allskonar hnoðuð-
um, teygðum og beygðum krúsi-
dúllúm utan á þá eða ofan á. Það
eru semsagt þessir auka-,,effekt-
ar” sem nú skipta höfuðmáli,
„effektar” sem virðast gerðir
með skreytingu fremur en form-
rannsókn i huga, og litavalið
styður þessa ályktun að nokkru.
1 eldri verkum hennar fara
saman form oglitun þess, i siðari
verkunum er formið oftast hefð-
bundið (og þá skreytt með öngum
eða andlitum) og skreytingin
fylgir á eft’-, eins og ising á tertu.
Þetta á þó sem betur fer ekki
við allt, sem Steinunn Marteins-
dóttir hefur gert undanfarin ár.
Mörg „Jökla”-verk hennar eru
vandlega úthugsuð tilbrigði um
islenzka náttúru og sýna oft næm-
an smekk, sérlega ef hún heldur
sig við matta áferð. Einnig eru
mörg hangandi form hennar
(blómavasar?) nýstárleg og
gleðja augað og myndir hennar,
bæði lágmyndir eða silkiprent,
eru oft vel uppbyggð verk (undir
nokkrum áhrifum frá eiginmanni
listakonunnar....) með tilfinn-
ingu fyrir formum og hrynjandi
þeirra.
gefa út bók
Veita
I fyrradag birtist aug-
lýsing sem nokkrum tíð-
indum sætir: þar var til-
kynnt nýtilkomið styrkja-
kerfi til þýðingar og út-
gáfu norrænna bók-
mennta á öðrum norður-
löndum. Ætlunin er að
þetta styrkjakerfi komist
á f ót þegar í ár, og má þá,
ef vel lætur, vænta fyrstu
bóka sem gefnar eru út
með þessum hætti þegar í
haust. Slíkar styrkveit-
ingar hafa verið i ráða-
gerð og umræðu allmörg
undanfarin ár, en með
auglýsingunni er fyrst
orðið Ijóst hvernig ætlun-
in er að haga þeim.
Þegar rætt' hefur verið um
mál þetta hér á landi hefur at-
hyglin einkum beinst að mögu-
leikum sem fyrir vikið mundu
skapast til að koma islenskum
bókmenntum á framfæri er-
lendis með þvi að kosta þýðingu
og ef til vill að einhverju leyti
útgáfu þeirra af samnorrænu
menningarfé. Af auglýsíngunni
er á hinn bóginn ljóst að hér er
miklu frekar um útgáfu- en þýð-
ingarstyrki að ræða. Þótt miðað
sé við að styrkur nemi sem næst
þýðingarkostnaði hverju sinni
er það skilyrði styrkveitingar að
styrk,
bók sé þegar ráðin til útgáfu I
þýðingarlandinu, og hafi enda
áður verið gefin út heima fyrir.
Höfundar óútgengilegra hand-
rita heima hjá sér eiga sem sé
einskis útgáfustyrks að vænta.
Og fyrirkomulag þetta leysir i
sjálfu sér ekki vanda óþekktra
höfunda á fámennum málsvæð-
um — að koma verkum sinum á
framfæri við útgefendur á hin-
um stóru norrænu málsvæðum.
Hér er um útgáfustyrk að
ræða, gagnkvæma niður
greiðslu á útgáfukostnaði nor-
rænna bóka i þýðingu á önnur
norðurlandamál. Og gildi þess-
ara styrkveitinga til frambúðar
veltur þá væntanlega á þvi
hvort þær verða fyrst og fremst
til að styrkja og greiða niður
kostnað þeirrar útgáfu sem
fyrir er af þessu tagi og ætla
mætti að þrifist án hennar, eða
hvort tekst I raun það sem til
mun vera ætlast, að styrkirnir
verði til að efla og auka útgáf-
una, fjölga útgefnum titlum og
auka upplög útgefinna bóka. úr
þvi verður reynslan auðvitað að
skera.
En það er vitanlega ofur-eðli-
legt að fjárveiting þessi renni i
fyrsta lagi til útgáfustyrkja.
Engum er akkur I að láta þýða
bækur sem enginn vill þegar til
kemur gefa út, né kosta útgáfu á
bókum sem enginn vill lesa. Til
að meta áhuga lesenda, mark-
aðshorfur og söluvonir hverrar
tiltekinnar bókar er ekki annað
apparat nærtækt en hið viðtekna
útgáfukerfi i löndunum. Þar
fyrir má ætla að nefnd sú sem
styrkveitingum ræður geti, ef
henni sýnist, haft einhvers kon-
ar frumkvæði um þýðingu og
útgáfu mikilsháttar verka sem
hún telur að útgefendur hafi
vanmetið eða vanrækt, en
nefndinni finnst sjálfri nauðsyn
bera til að séu þýdd, og yrði þá
að likindum einkum um eldri
bókmenntir að ræða. En allar
þessar ráðagerðir helgast að
visu af þeirri trú að fyrir hendi
sé á norðurlöndum gagnkvæm-
ur áhugi, umtalsverður ónýttur
markaður fyrir bókmenntir
frændþjóðanna.
Fé það sem i fyrstunni er lagt
til þessara styrkveitinga nemur
750.000 dönskum krónum sem
skiptast i átta hluti eftir mál-
svæðum. t tslands hlut koma 9%
af upphæðinni, eða tæplega tvær
milljónir króna með núgildandi
gengi, til að kosta útgáfu nor-
rænna bókmennta i islenskri
bvðingu.
Dálitið er nú torvelt að gera
sér að óreyndu grein fyrir
hvernig fé þetta geti nýst. Hér
á landi er þó nokkuð gefið út af
norrænum bókum frá ári til árs,
sumpart óvönduðu dóti sem
einskis styrks er maklegt, en
sumpart lika góðum bókmennt-
um, ekki sist barnabókum á
seinni árum. Væntanlega yrði
hægurinn hjá að dreifa tveimur
milljónum króna til þeirrar út-
gáfustarfsemi sem þegar er til,
henni til styrktar og ef til vill
lika nokkurrar aukningar.
En þá er að visu að þvi að
gæta að þýðingarlaun eru ekki
nema litið brot af öllum útgáfu-
kostnaði bókar, og spursmál
hvort styrkveiting sem ekki
nemur meira fé geti ráðið úr-
slitum um útgáfu bókar eða af-
komu hennar útgefinnar. Hitt
væri lika hugsanlegt, að veita
færri en að þvi skapi stærri
styrki, fyrst og fremst eða ein-
vörðungu til verka sem ekki
þykja neinar likur til að út væru
gefin án styrks. 1 slikum til
fellum má ætla að þýðingar-
kostnaður geti orðið til muna
meiri en um algengari bækur.
Og i öllu falli hlýtur sú kvöð að
fylgja styrkveitingunni að vel
verði jafnan til þýðingar vand-
að, og betur en einatt tiðkast á
islenskum bókamarkaði.
Hvað þá um framavonir is-
lenskra bóka og rithöfunda er-
lendis vegna hins nýja styrkja-
kerfis? Það er eins og áður
spursmál um það hvort styrk-
veiting sem nemur sem næst
þýðingarlaunum riði bagga-
muninn, hvort hennar vegna fá-
ist bók útgefin sem ella væri
hafnað af kostnaðarástæðum.
Það er alls ekki vist. Og eftir
sem áður er vandi útkjálka-
mannsins óleystur, forlögin eru
treg að taka verk hans til útgáfu
af þvi að höfundurinn er öldung-
is óþekktur fyrir, en þekktur
r
DAGBOK
EFTIR ÓLAF JÓNSSON
verður hann ekki á meðal les-
enda nema bækur hans séu
þýddar og gefnar út. Og þar við
bætist svo vandi sjálfrar þýð-
ingarinnar, hversu fáir þýðend-
urnir eru sem raunverulega eru
færir um að skila verki i full-
gildri þýðingu — hvort heldur er
úr islensku á önnur norræn mál,
eða finnsku á islensku, eða þá
lappnesku og grænlensku á
dönsku og sænsku. Þýðing og út-
gáfa er reyndar ekki nóg nema
verkið sem um er að tefla kom-
ist heilt og óspillt fram i sinni
nýju mynd.
En framgangur islenskra
bókmennta á vegum hins nor-
ræna samstarfs ræðst i fyrstu
lotu af áhuga og eftirspurn út-
gefenda á Norðurlöndum eftir
islenskum bókum til þýðingar
og útgáfu þegar styrkir verða
veittir i fyrsta sinn i vor, og svo
aftur i haust.