Vísir - 05.04.1975, Qupperneq 20
VÍSffi
Vísir. Laugardagur 5. aprll 1975
VILJA FA
PÓLÝFÓN
TIL
SKOTLANDS
Þeir tóku þvi vist meira sem
gamni en alvöru, Pólýfón-
menn, þegar skozki tenór-
söngvarinn Neil Mackie sagði
að flutningi Messlasar lokn-
um: ,,Þið verðið að koma til
Skotlands og flytja Messlas i
Edinborg og Glasgow. Svona
vandaður flutningur er fá-
heyrður i Bretlandi, og jafn-
góðir kórar finnast þar ekki að
beztu kórunum I London und-
anskildum.”
Og enda þótt ekki séu
margir dagar liðnir frá flutn-
ingi Messiasar i Hdskólabiói,
hafa Skotar þegar gert alvöru
Ur öllu saman, haft samband
við Ingólf Guðbrandsson, og
vill konsertfyrirtækið Arte
Musica i Edinborg fá kórinn
utan i byrjun mai til að flytja
Messias i Edinborg.
Takist samningar, mun kór-
inn flytja verkið ásamt
brezkum einsöngvurum úr
hinni kunnu útvarpshljóm-
sveit BBC hins skozka, en
Ingólfur Guðbrandsson mundi
þá að sjálfsögðu stjórna.
—JBP—
r
Ohappadagur
í umferðinni
Tiu árekstrar og slys urðu i
Reykjavik á timanum frá hálfeitt
i gær til sjö um kvöldið. Fyrir há-
degi urðu tveir árekstrar. Þetta
gerðist þrátt fyrir mjög gott veð-
ur i höfuðborginni og óaðfinnan-
leg akstursskilyrði.
1 þremur af þessum tilvikum
urðu meiðsli á fólki, en 24 aðilar
fengu bllana sina skemmda.
—SHH
Nú er það
Glasgow aftur
Flugfarþegar frá tslandi til
Skotlands hafa að undanförnu
þurft að ferðast um Prest-
wick-flugvöll og þar áöur New-
castle, vegna þess að verkföll
stóðu yfir á Glasgow-flugvelli. Nú
hefur rætzt úr þeim máium, og is-
lenzkar flugvélar fljúga á ný um
Glasgow.
Jafnframt taka nýir aðilar við
þjónustu Flugfélags tslands 1
Glasgow, og var samningur þar
að lútandi undirritaður fyrir
nokkru.
—SHH
Lögreglumenn óónœgðir:
SÍFELLT ÞEIR
SEM BRJÓTA
SÖMU
AF SÉR
Tveir piltar, annar úr
Hafnarfirði, hinn úr
Garðahreppi, báðir rétt
um tvitugt, verða i
gæzlu lögreglunnar,
a.m.k. fram á daginn i
dag. Lengur en sólar-
hring má ekki halda
fanga, nema dómur
eða gæzluvarðhaldsúr-
skurður liggi fyrir.
Þeir eru með ýmis ,,af-
rek” á samvizkunni og
hafa verið nokkuð erf-
iðir réttvisinni að und-
anförnu.
Attu þeir aðild að veskjastuld-
inum I Klúbbnum og voru þar I
slagtogi við kvenmann einn,
sem tók töskurnar og kom fyrir I
sinni eigin tösku, sem var rúm-
góð I bezta lagi.
Einn daginn afrekuðu þeir
það að stela rafgeymi úr bil,
sem lagt var við Barónsstig rétt
hjá Landspítalanum. öku-
maðurinn var I heimsókn hjá
veikum föður sinum, er þetta
gerðist. Var auglýst eftir
sjónarvottum, og kom einn
þeirra með lýsingu og númer á
bil piltanna, sem þegar náðust.
Annar þessara pilta var ný-
lega I slagtogi með hnlfstungu-
manni á Laugaveginum, og hinn
mun eitthvað viðriðinn ávisana-
mál, en virðist þó ekki sekur I
þvi efni.
Innan lögreglunnar er almenn
óánægja með það hversu oft
menn vinna við glæpi sömu við-
skiptavinanna, sem sifellt
komast út til að brjóta landslög
að nýju. —JBP—
STRANDS
í BILI
SJÓPRÓFUM VEGNA
HVASSAFELLS LOKIÐ
— en niðurstaða rannsóknarinnar
hefur ekki verið birt
„Sjóprófum er lokið I bili
vegna strands Hvassafells,”
sagði Guömundur Jónsson
borgardómari I viðtali við VIsi.
„Sjópróf er raunverulega rann-
sókn, og niðurstaðan er send
venjulcgum aðilum, svo sem
eigendum, try ggingafélagi,
saksóknara, sjóslysanefnd og
Siglingamálastofnuninni.
Þessir aðilar taka slðan
ákvörðun, hver á sinu sviði, um
það hvað gera skuli frekar.
Sjóprófin sem slik beinast aöal-
lega að þvi, hver orsökin hafi
verið, en ég get ekki látið hafa
neitt eftir mér þar að lútandi.”
Alls konar orðrómur hefur
verið á kreiki um orsakir
strands Hvassafells, mismun-
andi illkvittinn að vanda. Hætt
er við, að hann eigi heldur eftir
að magnast en dofna, meðan
niðurstöður rannsóknar á or-
sökum að strandinu hafa ekki
verið opinberaðar.
—SHH
EITT - NULL
FYRIR LJÓS-
MYNDARANN
Það var blómlegt um að iit-
ast á Hótel Esju I gærkvöldi,
þegar þangað komu um 60
handknattleiksmeyjar frá
Skandinaviu til þess að taka
þátt I Norðurlandamótinu i
handknattleik, sem hefst i
Laugardalshöllinni klukkan
þrjú I dag, — eftir drjúga
seinkun vegna þokunnar. Ekki
verður annað séð en að þær
uni sér vel, að minnsta kosti
voru þær ekkert daprar I
bragði, er ljosmyndari Visis,
BJ.Bj., sýndi þeim sinar beztu
hliðar.
Hvellurinn í Ferðafélaginu endanlegur:
ÚTIVIST VERÐUR KEPPINAUTUR ÚTI í NÁTTÚRUNNI
— fyrsta ferð nýja félagsins ó morgun
Það gamla félag, Ferðafélag
islands, hefur að þvi er virðist
klofnað illilega. Ctivist heitir
nýja félagið, sem Einar Þ.
Guðjohnsen og hans fólk hefur
stofnaö, — og á morgun heldur
félagið i sina fyrstu ferð, þaö
verður gengið á Keili undir
stjórn þess þekkta ferðagarps,
Gisla Sigurðssonar úr Hafnar-
lirði.
Það voru þaulvanir ferða-
garpar og meiriháttar aflgjafar
úr Ferðafélagi Islands, sem
mættu til aðalfundar Útivistar á
pálmasunnudag, sextiu manns i
allt. Var fundurinn þó ekki aug-
lýstur og var lokaður.
Stofnendur mynda 25 manna
kjarna, sem hefur það hlutverk
að standa vörð um stefnu og
stjórn félagsins. Þriggja manna
framkvæmdastjórn sér svo um
daglegan rekstur.
A stefnuskrá félagsins er það
efst á blaði að stuðla að útivist
fólks i hollu og óspilltu um-
hverfi. Stendur til að gefa út rit,
sem hvetji fólk til ferðalaga og
útivistar, stuðla að gönguferð-
um um Island og jafnvel önnur
lönd. Þá ætlar félagið að vera
óhrætt við útlendinga og hafa
samband við áhugamenn um
sömu efni innanlands og utan.
Þá er áætlað að koma upp gisti-
skálum til að auðvelda mönnum
ferðaiög um landið. Félagið
verður opið öllu áhugafólki.
I stjórn Útivistar eru þeir
Einar Þ. Guðjohnsen, Jón I.
Bjarnason og Þór Jóhannesson,
sem er formaður. Jón er ritari
stjórnarinnar en Einar
framkvæmdastjóri.
1 fyrstu ferðinni, sem hefst kl.
13 á Umferðarmiðstöðinni,
verður haldið til Höskuldar-
valla, sem eru sérkennilegur
óbrynnishólm i, umflotinn
hraunhafi Reykjanesskagans.
Þá verður komið við hjá Hvern-
um eina og fleiri skemmtilegum
stöðum. Börn i fylgd meö full-
orðnum fá ókeypis far. —
Af Ferðafélagi islands cr það að
frétta að Tóinas Einarsson
kennari hefur tekið við daglegri
stjórn félagsins. Er ferðaáætl-
unin fyrir komandi sumar kom-
in út, og árbókin, sem að þessu
sinni fjallar um Mýrdalinn,
kennir um næstu mánaðamót.
— JBP—