Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 07.04.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. Mánudagur 7. aprfl 1975 — 78. tbl. Brotizt inn í Hallgrímskirkju stálu úr samskotabauk Þjófar tóku hurð af hjörum i Hallgrimskirkju i gær og kom- ust þar með inn i hana. Þeir tóku samskotabauk, sem hékk i anddyrinu, heyrðu að hringiaði i honum, fóru með hann upp á næstu hæð og brutu liann upp. Þeir tóku með sér það, sem hringlaði, og einnig kittis- sprautu fyrir þankitti, sem kost- ar um 4000 krónur. Þá var brotizt inn i verzlunina örnólf við Snorrabraut, en ekki lá ljóst fyrir i morgun, hverju stolið hafði verið. Loks var brotin rúða á rak- arastofunni Hverfisgötu 41 og stolið rakspira úr glugganum. Þeir þjófar komust þó ekki langt, heldur voru von bráðar gripnir með góðu lyktina. —SHH B Jarðýturnar vinna ó lífríkinu — baksíða * Vandrœða- mennirnir í umferðinni aka of hœgt — baksíða * „Hundurinn" að sunnan bjargar engu hjó Snœ- fellingum — bls. 2-3 * ÞÆR SÆNSKU KRÆFAR - íþróttir í OPNU -k Baróttan um útivistarmenn — fyrsta lota, sjó BAKSÍÐU Verkstœðishús og sjoppa eyðilögðust af eldi — þrjár vinnuvélar eyðilögðust, verkfœri, vörulager og fleira Milljónatjón varð i eldsvoða i Mosfellssveit i morgun, er atvinnu- fyrirtæki með þremur vinnuvélum brann til kaldra kola. Það var um klukkan niu, að eld- ur kviknaði i smurgryfju i smur- stöðinni Þverholti. Eldurinn komst i oliur og magnaðist skjótt. Inni i húsinu voru jarðýta, „pay- loader” og minni beltavél, og eyðilögðust þessi tæki öll. Þau voru ekki brunatryggð. Einnig brann mikið af verkfærum og smuroliu, en eldurinn komst ekki i bensingeyma, sem standa fyrir utan húsin. Sjoppa var sambyggð við smurstöðvarhúsið, en eldvarna- hurð I milli. Hurðin hélt furðu lengi, að sögn sjónarvotta, en svo fór að lokum, að eldurinn barst i þakið og þaðan yfir i sjoppuna. Þegar Vísir hafði siðast samband upp eftir, voru húsin i þann veg- inn að falla. Sjoppu þessa höfðu eigendur Þverholts nýlega endurbyggt fyrir hundruð þúsunda, en eftir var að taka þá endurbót út með tilliti til brunabóta, þar sem endurbótunum var lokið fyrir að- eins fáum dögum. Þar brann einnig allur vörulagerinn, sem til Eigandi Þverholts er Hengill s.f., sem er félag þriggja ungra manna. Þeir keyptu Þverholt fyrir um ári og hafa siðan unnið að endurbótum á húsnæðinu, og notuðu smurstöðvarhúsið sem verkstæði fyrir vélar sinar, en Hengill s.f. er verktakafyrirtæki fyrir vinnuvélar og þungaflutn- inga. Tæki þau, sem eyðilögðust i eldinum, áttu að fara i verk ein- mitt þessa dagana, eftir gagn- gerða endurnýjun, sem staðið hefur yfir frá áramótum. Ekki er kunnugt um, með hvaða hætti kviknaði i, né heldur heildarverðmæti tjónsins, en ljóst er,aðþað nemurtugum milljóna. —SHH Húsið i Ijósum logum. Eigendurn- ir hafa lagt hart að sér við upp- byggingu fyrirtækisins, en standa nú uppi með rústirnar einar. Þessi jarðýta var meðal þcirra vinnuvéla, sem eyðilögðust i eldinum I morgun. Hún átti að fara I verk einmitt þessa dagana, eftir gagngerða endurbyggingu, sem staðið hefur frá áramótum. Ljósm. Visir Bj. Bj. Engin niðurstaða enn Nœturljósin loga hjó samningamönnum: Bátasjómenn virðast gera sér einhverjar vonir um, að eitthvað sé að ræt- ast úr samningaviðræð- um fulltrúa þeirra og út- gerðarmanna. Þeir, sem boðað höfðu verkfall frá miðnætti í nótt, frestuðu verkfalli um tvo sólar- hringa, þar sem nokkur hreyfing virtist vera komin á samningavið- ræðurnar. útgerðarmenn og bátasjó- menn sátu góða stund hjá sátta- semjara á laugardag og voru mættir aftur á fund i eftirmið- daginn i gær. Þeim fundi lauk ekki fyrr en klukkan sjö i morg- un og hafði þá nýr fundur verið boðaður klukkan fjögur I dag. Enn eru engir bátasjómanna komnir i verkfall. Þeir fyrstu höföu boðað verkfall frá miö- nætti i nótt, en mestur fjöldi þó ekki fyrr en frá miövikudags- nótt. Eru það um tveir þriðju hlutar bátasjómanna, sem nú hyggjast fara i verkfall þá nótt, ef ekki hefur veriö samið fyrir þann tima. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.