Vísir - 07.04.1975, Síða 11

Vísir - 07.04.1975, Síða 11
Litla systir stal senunni — Keppendur um 180 í Víðavangs hlaupi íslands Erfitt? — nei, þetta var ekki erfitt, sagði Sólveig Pálsdóttir, 13 ára, þegar hún kom i mark i þriðja sæti i kvennaflokki i Víðavangshlaupi islands — og bókstaflega biés ekki úr nös. Hún stal senunni frá stóru syst- ur, hlaupadrottningunni Hagn- hildi Pálsdóttur, því langmest athyglin beindist, að þessari litlu, ungu stúiku, sem nú er að byrja sinn hlaupaferil. Hæfi- leikarnir komu greinilega í ljós, og það var aðeins keppnis- reynsla hinnar kunnu hiaupa- konu, önnu Haraldsdótur, FH, sem tryggði henni annað sæti i hörkukeppni við Sólveigu. Ragnhildur kom talsvert á undan öðrum f mark — og fór siðan að fylgjast með litlu syst- ur. Ég er alveg hissa, sagði hún, þegar Sólveig kom i markið, — hún er i svo litilli æfingu. Ég hef æft með henni að undanförnu, en bjóst engan veginn við þessu. Það var mikið um að vera i Vatnsmýrinni meðan á hlaup- unum stóð — keppendur um 180 og var keppt i fjórum flokkum, kvenna-og karlaflokki, drengja- og piltaflokki. Stúlkurnar byrjuðu og þær voru margar — já, og þar voru margar kunnar iþróttakonur, Ragnhildur tók strax forustuna — og þegar beygt var út i mýr- ina var hún komin langt á undan. Þvi forskoti hélt hún i mark — en um annað sætið var barizt. Sólveig var önnur 10-15 metra frá marki, en réð ekki við lokasprett önnu og varð tveim- ur sekúndubrotum á eftir i mark. Crrslit — en vegalengdin var um 1450 metrar. 1. Ragnh. Pálsdóttir, UMSK, 5:49.1' 2. Anna Haraldsdóttir, FH, 6:07.2' 3. Sólveig Pálsd., UMSK, 6:07.4/ Piltarnir hlupu sömu vega-1 lengd og þar kom á óvart miklir " yfirburðir Arnljóts Árnasonar, FH. Hann hljóp mjög vel og þar 1 er greinilega gott hlaupaefni á , ferð. Úrslit: 1. Arnljótur Arnason, FH, 5:15.0’ 2. Kári Bryngeirsson, 1R, 5:22.4/ 3. Ingvi Guðmundsson FH, 5:23.7/ í drengjaflokki var vega- lengdin um 2.3 km. og þar hafði ' hlauparinnkunni úr FH, Sigurð- ur Sigmundsson, yfirburði. Úr-' slit. 1. Sig. P. Sigmundsson, FH, 8:35.0 2. Einar Guðmundsson, FH, 8:53.7 3. GunnarSigurðsson, FH,9:02.9 ( í karlaflokki sigraði Robert McKee, FH, og hafði yfirburði — hljóp á 15:51.4 min, en vega- lengdin var um 4.2 km. Annar varð Leif österby, HSK, á 16:01.6 min, og Jón Sigurðsson HSK, þriðji á 16:18.6 min. 1 kvennaflokki sigraði FH i 3ja manna sveitum, en HSK i 5 og 10 manna. 1 pilta- og drengja- flokkum sigruðu sveitir FH alls staðar —en HSK i karlaflokki i 3ja og fimm manna sveitum. —hsim. Póstsendum. Móðirin áhugasama og hlaupadæturnar hennar. Frá vinstri Ragnhildur Pálsdóttir, Sjöfn óskarsdóttir, og Sólveig. Ljósmynd Bjarnleifur. 'Sótt að marki Fram — en þar voru fyrir „klettar” i vörninni. Marteinn Geirsson, sem stekkur hæst og skallar frá á mynd Bjarnleifs, og Jón Pétursson, lengst til vinstri. Vorbrugur í byrjun - og Fram vann Víking 1-0 í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins Þaö var ekki mikil reisn yfir fyrsta leik Reykjavikurmótsins á Melavellinum i gær. Liðin, sem stóðu sig hvað bezt á mótinu i fyrra, Reykjavlkurmeistarar Víkings og Fram, áttust þar við i hávaðaroki og kulda. Það setti svip sinn á leikinn — Fram sigr- aði með eina markinu, sem skor- að var. Vikingar léku undan vindinum i fyrri hálfleik, en tókst illa að brjóta niður sterka vörn Fram. Þeir voru meira með boltann — áttu miðjuna — en sókn Fram var alltaf hættulegri, enda vörn Vik- ings nokkuð opin. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleiknum. Á 12. min. opnaði Kristinn Jörundsson „Marka- Kiddi” reikning sinn — skoraði fyrsta mark Reykjavikurmótsins og það nægi til sigurs. Nokkur tilraunabragur var á liðunum — einkum þó hjá Viking. Marteinn Geirsson og Jón Péturs- son, landsliösmennirnir kunnu, voru kiettar i vörn Fram, en hjá Viking vöktu Gunnlaugur Krist- finnsson og Eirikur Þorsteinsson sem framverðir mesta athygli. Dómari var Einar Hjartarson. 1 kvöld leika Valur og Þróttur i mótinu. —hsim. Skíðamót SR Annað svigmót Skiðafélags Reykjavikur i bikarkeppninni var háð I Skálafelli i gær. Keppt var i þremur flokkum undir stjórn Jónasar Ásgeirssonar, mótstjóra, og Haraldar Pálssonar, brautar- stjóra. Veður var gott — nokkur þoka þó, en stillt og frostlaust. Brautir voru tvær — hliö 47 i ann- arri, en 41 I hinni. Haukar fóru létt með Breíðablik! Úrslit urðu þessi: Drengir 13-14 ára. 1. Kristinn Sigurðss., Á, 81.0 2. Páll Valsson, 1R, 90.8 3. Lárus Guðmundsson, Á, 91.9 Drengir 15-16 ára. l.SteinþórSkúlason, 1R, 90.3 2.Gunnar Eysteinss., 1R, 91.6 3.Sig. Þ. Sigurðsson, Á 93.5 Stúlkur l.Steinunn Sæmundsd., A, 82.5 2.Nina Helgadóttir, 1R, 91.7 3.Svava Viggósdóttir, KR, 92.1 Eftir mótið, sem stóð frá kl. tvö til sex, voru verðlaun afhent. Þriðja og siðasta mótið i bikar- keppninni verður að öllu forfalla- lausu um næstu helgi. —hsim. Haukar — fyrir hönd Hafnfirö- inga, ÍBH, — fóru létt með Breiðablik úr Kópavogi i Litlu bikarkeppninni i gær. Sigruðu með 4-1 i Hafnarfirði og Hafnfirð- ingar standa vel að vigi i keppn- inni — hafa að auki gert jafntefli við tslandsmeistara Akraness. (FH). Blikarnir urðu fyrri til aö skora, þegar þeir léku undan vindinum i fyrri hálfleik, Þór Hreiöarsson. En Loftur Eyjólfs- son jafnaði fyrir hlé 1-1. 1 síðari hálfieiknum höfðu Haukar yfir- burði og skoruðu þá þrjú mörk — Loftur sitt annað mark, en bræð- umir Daniel og Steingrimur Hálf- dánarsynir skoruöu sitt markið hvor. Óvenjumikil keppni virð- ist ætla aö verða i Litlu bikar- keppninni i ár — öll liðin eiga enn sigurmöguleika. —hsim. V PUMA dKJSL ® Shodr iwí 5-MANNA, FJÖGURRA DYRA. VÉL 53 HESTÖFL. BENSlNEYÐSLA 7.7 LÍTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GlRKASSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 20 SEK. í 100 KM. Á KLST. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 582.000,00 VERÐ TIL ORYRKJA KR. 418.000,00 TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/E AUBBREKKU 44-6 'SlMI 42600 KÓPAV0GI Ingólfg óskarssonar KlapparaUg «4 — 8Ual 117*3 — Raykjavtk

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.