Tíminn - 26.07.1966, Side 3
ÞRIÐJUDAGUK 26. júlí 1966
TÍMINN
Friedrich Krupp
(1787—1826) _ dó
gjaldþrota,
Alfred Krupp —
(1812—87) — , kan
ónukónguriiin".
Friedrich Alfred
Krupp (1854—
1902) — listaödá-
andinn, sem réS
vísindamenn i sína
þjónustu.
Bertha, dóttir
Friedrichs, fall-
byssa skírS eftir
henni.
Gustav von Bohl-
en (1870—1950),
eiginmaður
Berthu — sá
Þýzkalandi fyrir
vopnum í tvær
styrjaldir.
Alfried Krupp
von Bohlen (f
1907) - endurreisti
sundraS iðnaðar-
stórveldi.
Arndt von Sohlen
(f. 1938) — naasti
erfingi riksirts.
Krupp í hálfa aðra öld
Oft á heljarþröm, eitt sinn stærsta fyrirtæki Evrópu, tvisv
ar leyst upp, enn í fullum gangi
Bismarck var um þessar
mundir að keppa að því marki
að gera Prússland sterkt og
byggja upp sameinað Þýzka-
land. Hann hafði unnið sig
ur á Danmörku, var að mcta
„Blóðs og járns“ hugtakið í
samskiptum þjóða í millí. Þeim
kom vel saman honum og
Krupp, sem var einræðishneigð
ur athafnamaður eins og hann.
Á komandi árum var þessi gagn
kvæma samhyggð þeirra ómet-
anleg fyrir Krupp-verksmiðjurn
ar. Samt sem áður var Krupp
á heljarþröm um þessar mund-
ir, því að þegar Bísmarck
skömmu síðar hóf stríð á hend
ur Austurríki og var sigursæil,
kom það fyrir ,að byssur frá
Krupp sprungu í bardaga.
Krupp bauðst þá til að útvega
nokkur hundruð af öðrum galla
lausum. En það var fleira, sem
mæddi á Krupp um þessar
mundir. Ein af fallbyssum frá
honum sprakk í Rússlandi, og
nokkrir jámbrautarhjólbarðar
reyndust vera gallaðir. AUt
þetta dró dilk á eftír sér þreng
ingar og þunglyndi. Og til
þess að reyna að losna við
vandræði og veikindi, sem Al-
fred Krupp hélt sækja á sig
lagði hann á flótta frá Essen og
eyddi næstu þrem árum í ferða
lög um Evrópu.
En Krupp hafði nú í hyggju
að láta hendur standa fram úr
ermum á nýjan leik. Á París-
arsýningunni 1867 var hann
kominn í sviðsljósið, þar sem
vöktu sérstaka athygli 40
tonna stálstengur og 14
tommu fallbyssur frá verk-
smiðjum hans. Og enn meiri
athygli vakti það þegar Kiupp
tók í notkun nýja púðurtegund
og sýndi fram á, að byssur
hans gátu unnið á enn þykkari
brynjum en byssurnar frá Arm
strong. Þá tóku þýzku flotayfir
völdln við sér og lögðu fram
stóra pöntun. f fransk-þýzka
stríðinu 1870—71 reyndust fall
byssurnar frá Krupp miklu öfl-
ugri en vopn Frakka og áttu
drjúgan þátt í sigri Prússa.
Krupp varð nú fyrstur til að
framleiða nothæfar byssur gegn
loftförum það voru þær, sem
unnu á loftbelgjunum í um-
sátrinu um París.
En nú reyndist það ofraun
auðugasta manni Evrópu að
standa í þvi að st.iórna stærsta
fyrirtæki álfunnar. Alfred
Krupp neyddíst til að taka
sér hvíld og hann lagði leíð
sína til Englands. Hrörnun
hafði þjakað ,Kanónukónginn ‘
nokkra hríð, er hann féll í val
inn 1887 en þá var hann bú-
inn að selja 25 þúsund fallbyss
ur til ýmissa landa. Meiri hlut
inn af stóriðjuverunum og nám
unum meðfram ánni Rín voru
þá komin í. hans eigu, ekki að-
eins málmiðjuver heldur og
kola- og málgrýtisnámurnar, og
hann hafði um 20 þúsund meim
í þjónustu sinni.
Friedrich tók við þessu ríki
af föður sínum. En hann var
af allt annarri manngerð, feim
inn og hlédrægur, og líka átti
hann við heilsubrest að stríða.
En hann lét sér annt um listir,
og bar virðingu fyrir vísind
um og kunni að hagnýta sér
- þau. Ekki fyrr en hann kom til
IX
SÍÐARI HLUTI
skjalanna voru vísindamenn
teknir til rannsóknastarfa i
þágu Kruppverksmiðjanna. Og
kom sannarlega á réttum tíma.
Nú þurfti þeirra með til að
mæta nýjum vandamálum. Kom
in voru til sögunnar t. a. m.
ný sprengiefni, og stálbyssurn
ar frá Krupp voru ekkí nógu
sterkar gegn þeim.
Vísindamennirnir hjá Krupp
gátu innan tíðar fundið svar
við þessu með því að steypu-
blanda stál og nikkel, sem
reyndist framúrskarandi sterk
málmblanda. Og þannig gekk
þetta koll af kolli. Árið 1396
voru farnar að streyma að frá
brezku flotastjórnínni pantan
ir á varnarstálplötum úr þess
ari nýju málmblöndu, einkum
í brynjur og til hlífðar herskip
um. Og þegar hófst hin harða
tæknisamkeppni milli sóknar og
varnar, hafði Krupp á hernii
framleiðslu á hvorutveggja á
sinni könnu. Og þegar U1
fyrsti kafbátur Þýzkalands kom
til sögunnar árið 1906, þá var
það mest fyrir tilstilli Krupp-
verksmiðjanna. En Friedrich
Krupp var látinn, er það gerð-
ist. Vöxtur fyrirtæklsins og
einokunarstaða skapaði mikla
andstöðu og fjandskap vmissa
afla Þar stóð framarlega sterk
ur sósíalistaflok'kur þýzkur, er
barðist fyrir friði og beitti öll
um brögðum í áróðri sínum
gegn styrjöldum, flokksmenn
töldu Friedrich Krupp lifandi
tákn hernaðarstefnunnar. (En
þótt einkennilegt megi virðast
var hann friðsamur maður, að
því er kunnugir herma). Eiit
blað, sem hóf persónulegar á-
rásir á Friedrich Krupp,
lét dynja á honum svívirðingar
og bar honum m.a. á brýn kyn
villu. Þetta fékk svo á hann, að
talið er, að það hafi átt sinn
þátt í hjartaslaginu, sem reið
honum að fullu 1902.
Hann átti ekki son til að
taka víð, en enn kemur ekkja
fyrirtækinu til bjargar og tókst
að stjórna því með aðstoð starfs
manna næstu árin. Fjórum ár-
um síðar gifti hún Bertu dóttur
sína ungum manni í utanríkis-
þjónustunni, Gustav von Bohl
en. Keisarinn, sem lengi hafði
haft áhuga á fyrírtækinu og
fjölskyldunni, var viðstaddur
hjónavígsluna, og til að halda
lífinu í Krupp-nafninu, gaf
hann út tilskipun um, að von
Bohlen væri leyfilegt að taka
sér ættarnafn brúðar sinnar.
Fyrirtækið hélt áfram að
græða, og i heimsstyrjöldlnni
fyrri nam gróðinn nálega 5000
milljónum króna. Fallbyssurnar
frá Krupp voru enn þrer
fremstu í heimi. Hin frægasta
þeirra, umsátursfallbyssan sem
dró nærri fjórtán kílómetra.
var manna á milli nefnd ,Stóra
Berta“ eftir konu Gustavs
Krupps.
En Þýzkaland tapaði helms
styrjöldinni fyrri og Krupp-
verksmiðjurnar biðu við það
mikinn hnekki. Samt hafði Gust
av Krupp áform á prjónunum
um þýzka endurhervæðingu.
Talið er, að áður hafi ekki
haft við rök að styðjast ásakan
ir um að fyrirtækið hefði mest
an áhuga á útþenslu og árás
arstefnu Þýzkalands íraunar
seldi fyrirtækið vopn hvaða
landi sem var, fram að 1014).
En óttinn við kommúnismann
og þýzka gloríugræðgín olli því,
að Krupp veitti Hitler það lið,
er hann mátti, t. d. með því að
flýta fyrir endurvopnun Þýzka
lands í leyni.
í heimsstyrjöldinni síðari
reyndust vopnin frá Krupp vera
jafnsterk eða sterkari vopnum
Bandamanna. En eftir styrjöld
ina var fyrirtækinu settur stóll
inn fyrir dyrnar. Gustav Krupp
var á skrá til að vera stefnt fyr
ir rétt sem stríðsglæpamanni.
En þegar þar að kom, var hann
orðinn svo hrumur, að ekki
varð úr, að hann yrði leíddur
fyrir dómstólinn. (Gustav
Krupp lézt árið 1950). En
syndir föðurins komu niður á
syninum Alfried, sem árið
1947 var saksóttur fyrir „rán“
og að hafa staðið fyrír þrælk
unarvinnu. Það sannaðist, að
fyrirtækið hafði hagnýtt sér
þrælkunarvinnu og að Al-
fried hefði verið í nazistaflokkn
um.
Alfried Krupp var dæmdur í
tólf ára fangelsi, og eignir hans
allar gerðar upptækar. En
Kalda stríðið var skollið 1 og
þörfin á að byggja upp efna-
hagslíf Þýzkalands leiddi til
þess að hann var látinn laus.
Smám saman fékk hann aftur
í hendur yfirráð yfir ýmsum
eignum Kruppfyrirtækisins.
Þetta tókst honum i og með
með aðstoð fyrrverandi starfs
manna sinna. Þegar sú ákvörð
un Bandamanna átti að koma
til framkvæmda, að Krupp-fyr
irtækin skyldu eyðilögð, gerðu
þeir, sem framkvæma áttu verk
ið, allt tíl að tefja fyrir því,
sem þeir máttu, og það tókst
að miklu leyti sem þeir vildu.
Það leið því ekki á löngu, að
Essen og Ruhr næðu sér aftur
á strik.
Síðustu tíu árin hefur þetta
fyrirtæki starfað af fullum
krafti, fyrst og fremst að verk
um til friðsamlegra nota, en
samt engan veginn einungis i
þeim tilgangi. Viðskiptavinir
eru í mörgum löndum sem
lengi framan af — og þeirra
á meðal sum af kommúnistísku
löndunum. Á þessum 'iðusiu
árum hefur verið fylgt gömlu
stefnunni, að framleiða til að
þóknast viðskiptavinum.
□
3
Á VÍÐAVANGI
„10 ára afmæli"
Sunnudagsblað Alþýðublaðs-
ins er helgað „10 ára afmæli"
vinstri stjóniarinnart Að vísu
er skothent að tala um 10 ára
afmæli stiórnar, sem aldrei
varð nema rúmlega tveggja ára,
en rétt er það hins vegar, að
10 ár eru liðin síðan vinstri
stjórnin var mynduð 24. jW
1956. Alþýðublaðinu finnst
þetta svo merkileg tímamót að
því nægir ekki að birta þriggja
dálka ramnia með mynd á for
'síðu heldur fjallar allur leið-
ari blaðsins líka um þetta- Þeg
ar betur er að gáð og skoðuð
myndin með fréttinni af „10
ára afmæli“ vinstri stjórnarinn
ar kemur í ljós, að í rauninni
er Alþýðublaðið fyrst og
fremst að minnast þess, að
Gylfi Þ. Gíslason hefur nú set
ið í 10 ár samfleytt i ráðhcrra
stóli og hefur ráðherrann þá
setið lengur í ráðherrastóli sam
fleytt en nokkur annar ráð-
herra á íslandi. Við getum fall
ist á það „fréttasjónarmið'* Al-
þýðublaðsins, að það út af fyr
g ir sig sé afar merkilegt og at-
hyglisvert íhugunarefni!
í leiðara segir Alþýðublaðið
svo um vinstri stjórnina:
„Hún var frá upphafi erfið
stjórn sökum innbyrðis ósam-
komulags og stóðu yfir stöð-
ugir samningar milli Rokk-
anna þriggja. Að lokum viður
kenndi forsætisráðherrann, Her
mann Jónasson, á karlmanniag
an og hreinskilinn hátt, að ckki
væri i ráðuneytinu samkomu-
lag um neinar ráðstafanir gegn
verðbólgu og yrði stjórniu því
að segja af sér.
Megin verkefni vinstri stjórn
arinnar og banabiti — voru
dægurmál, aðallega verðbólga".
Að breqðast karl-
mannleqa við
Megin verkefni vinstri stjórn
arinnar og stefnuyfirlýsing var
að halda verðbólgunni í skefj
um. Þegar ekki náðist sam-
komulag um neinar leiðir í rík
isstjórninni til að framkvæma
stefnuyfirlýsinguna. sem birt
hafði vcrið þjóðinni bar forsæt
isráðherranum lýðræðislegt og
þingræðisleg skylda til að ið
urkenna það á „karlmannleg
an og hreinskilinn hátt' að rík-
isstjórnin gæti ekki framkvæmt
stefnuyfirlýsingu sína um stöðv
un verðbólgunnar og yrði því
að segja af sér.
Verðbólgan, sem við var að
glíma í tíð vinstri stjórnarinn-
ar, var miklu hægari en hún er
nú. Stefnuyfirlýsing núvernndi
rfkisstjórnar i síðustu kosning
um var stöðvun verðbólgunnar
Síðan liefur verðbólgan vaxið
hraðar en nokkru sinni fyrr
í sögu þjóðarinnar- Forsætisráð
herrann bregst hins vegar ekki
við á „karlmannlegan og hrein
skilinn hátt“.
SetuliðiS í ráðherra-
stólunum
Nú er ekki ósamkomulag i
ríkisstjórninm um ráðstaíailir
gegn veiðbelgunnj — heldur
virðist vera komið þess i stað
fullt samkomulag um það að
gera ekki neitt til að hamii
gegn henni. Að vísu segist
Iríkisstjórnin ýmislegt hafa
gert, en 6 ára reynsla hefur
sannað þjóðinni. að þær nðgerð