Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 8
1
8
TIMJNN
ÞRIÐJUDAGUR 26. júlí 1966
MINNING
Einar Guðmundsson
frá Bakka
í gær var jarðsunginn frá Poss
vogskirkju Einar Guðmundsson
fyrrverandi bóndi að Bakka í
Þingeyrabhreppi í Dýrafirði.
Hann andaðist að heimili sinu
Nökíkvavogi 32, laugardaginn lö.
þ. m.
Einar var fæddur að Skarði í
Lundareyikjadal, Borgarfirði, 30.
september 1892, sonur Guðmund-
ar Einarssonar hinnar alkunnu
refaskyttu Vestfjarða en móðir
hans var Katrín Gunnarsdóttir er
fyrir nokkru lést í Haínarfirði.
Ólst Einar upp á vegum föður
síns og konu hans Guðrúnar Magn
úsdóttur, sem er Borgfirðingur og
lifir nú í hárri elli hjá dóttur
sinni og téngdasyni að Plateyri í
Önundarfirði.
Einar fluttist nieð þeim hjón-
um til Vestfjarða, þar sem Guðm.
hafði búskap á tveim jörðum i
Dýrafirði: Bakka og Minnagarði
en þaðan fluttu þau hjón út að
Brekku á Ingjaldssandi og stund
aði Guðmundur þaðan refaveiðar
ásamt búskapnum.
Einar kvæntist 1920 Rósa-
mundu Jónsdóttur ljósmóður, Sæ-
bóli á Ingjaldssandi, mikilhæfri
ágætiskonu. Þau hjón eignuðust 5
börn (1 dreng er dó ungur) og
4 dætur. Af þeim eru 3 giftar,
mestu myndarkonur.
Auk þess ólu þau upp systur
son Rósamundu: Halldór Sigurðs
son búsettur á Akranesi. Þrjú
alsystkini Einars eru: Gunnar, bú-
settur að Þingeyri í Dýrafirði, Sig-
ríður i Reykjavík og Herdís í
Hafnarfirði, auk þess eru 12 húlf
systkini á lífi.
Einar var prýðilega vel gerður
maður, hið mesta prúðmenni og
félagslega þroskaður samvinne-
maður.
Starfaði hann mikið í ungmenna
félagsskap Vestfjarða, eínkum er
mér minnisstæður starfsþroski
hans í ungmennafélaginu „Vor-
blóm“ á Ingjaldssandi.
Kom þar fram hin raunsæi hug
sjónaþáttur hins andlega vak-
andi manns, og eflaust hefur hann
tileinkað sér bjartsýnu og kær-
leiksríku yfirlýsingu skáldslns er
það segir:
„Þú Kristur ástvin, alls sem liíir
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.“
Æskilegt værí að geta gengið
með slíka kærleiks'hugsjón inn í
hinar „eilífu tjaldbúðir".
Síðustu árin var Einar mjög
heilsutæpur, en var þó vinnandi
fram á síðustu stund.
Er hann nú kvaddur af öllum
eftirlifandi samherjum, með inni
legri samúð til eftirlifandi ekkju,
dætra, fóstursonar og annarra ást
vina. — f guðs friði.
Bjarni fvarsson.
Að kvöldi laugardagsins 16. þ.
m. varð Einar Guðmundsson bráð
kvaddur að heimili sínu í Reykja
vik.
Einar fæddist að Skarði í Lunda
reykjadal 30. september 1892.
Hann var sonur Guðmundar Ein-
arssonar og Katrínar Gunnarsdótt
ur frá Tungufelli- Þau hjón flutt
ust um aldamótin fyrst til Sól-
bakka og síðan í Mýrahrepp unz
þau settUst að á Brekku á
Ingjaldssandi um 1910. Þar urðu
börn Guðmundar með tveim kon-
um yflr 20, og varð hann þekktur
!!§
sem einstakur atorkumaður í
hverskonar mannraunum.
Einar Guðmundsson bjó að
Batoka í Þingeyrarhrepp búskapar
ár sín. Kona hans var Rósamunda
Jónsdóttir frá Sæbóli á Ingjalds-
sandí og lifir hún mann sinn. Þeim
varð 5 barna auðið. Lifa fjórar
myndarlegar dætur þeirra. Son-
inn misstu þau ungan. Einn dreng
tóku þau í fóstur og komu til
fullorðins ára.
Einar á Bakka, eins og hann var
nefndur í daglegu tali vestra, var
óvenju vel gerður maður. Hann
var fastur fyrir, yfirlætislaus,
skýr í hugsun og tali. Hann virt
ist hafa tileinkað sér spakmælið
að ganga ekki fram fyr en að haía
séð málavexti frá meira en einni
hlíð. Verk öll fóru honum vel úr
hendi, enda mjög verkvanur, þar
sem hann stundaði lengi vel bæði
landbúnað, sem bóndi, og sjó-
mennsku á stærri og smærri fiski
skipum og ekki setti hann íyrir
sig að sinna alhliða búverkum í
fjarveru konu sinnar sem gegndi
yfirsetustarfi í sveitinni um langt
skeið.
Einar var söfcum gáfna og
mannkosta sjálfkjörinn til félags-
málastarfa. Formaður Búnaðar-
félags Þingeyrarhrepps var hann
um langt skeið, auk þess hrepps-
nefndarmaður og í stjórn Kaup-
félags Dýrfirðinga. Minnist ég
jafnan samstarfsins með honum
sem ánægjuríks þáttar í lífi mínu.
Aldrei lagði hann nema gott eitt
til mála. Einar var áhugasamur
ungmennafélagi og mun hann
eins og fleiri hafa sótt þroska
og æfingu til hreyfingarinnar.
Einar og Rósa áttu marga sól-
skinsdaga á Bakka. Nýlega sagð:
hann mér að þar findist sér að
hann ætti eiginlega alltaf heima, og
að sig hefði langað til að eiga
lítið sumarhús úti í sveit sem
hann gæti horfið til i frístundum
svo hann gæti þar reynt að
finna sjálfan sig, því hann sam-
lagaðist efcki borgarys og þys.
Heimilið þeirra Bakkahjóna var
hlýlegt, vinarlegt og bjart var yt-
ir öllu og öllum.
Þar vestra láu leiðir okkar Ein
ars saman. Sveitin hans, sem hann
unni svo mjög saknaði hans þeg
ar hann flutti þaðan og konu hans
eigi siður, því jafnan voru til
reiðu hjálpandi hendur þeirra.
Nú eiga kona hans og dætur á
bak að sjá góðum eiginmanni og
föður, en það er huggun harmi
gegn að bak við móðuna miklu
bíða sígræn sólarlönd með hvíld
arheimili. Þar sem sumarið er
innra fyrir andann, og endurfund
ir ástvina og góðra félaga eiga
sér þar stað. En minningin um
dagfarsprúðan góðan dreng Jifir.
Reykjavík, 23. júlí 1966.
E. Þ.
Fæddur 30. 9. 1892, dáinn 16.7.
1966.
| Mig setti hljóðan og varð tregt
tungu að hræra, þegar mér var
tilkynnt sunnudaginn 17- júlí, að
vínur minn Einar Guðmundsson
hefði dáið kvöldið áður að heim-
ili sínu, Nökkvavogi 32 hér í borg.
Útför hans fór fram í gær frá
Fossvogi að viðstöddu fjölmenni.
Einar var víð vinnu sína daginn
sem hann lézt til kl. 5, og var jafn
glaður og reifur, þegar hann hélt
heim til sín, og hann átti vanda
til. En þegar hann var genginn til
hvílu sinnar á venjulegum tíma- sem einkenndi hann mest, var
var stundin komin. Hann lézt í hin sérstæða dyggð og trú-
örmum sinnar ástríku konu á svip mennstoa í störfum. Hann vildi
stundu, hann var horfinn yfir ekki vamm sitt vita í neinu, var
landamærin.
Fyrir rúmum fimm árum
kenndi Einar sjúkdóms þess, er
var hans dauðamein, og enda þétt
hann stundaðí vinnu sína til hinztu
stundar, duldist engum, að hann
gekk ekfci heill til stoógar, þótt
hann léti ekki á því bera. Vinnan
var honum allt.
Einar var fæddur á Skarði í
Lundareykjardal 30. sept. 1892.
Faðir hans var Guðmundur Ein-
arsson, frá Brekku á Ingjaldssandí
sem kunnur var sem grenjaskytta
um alla Vestfirði. Einar var elzt
ur systkina sinna, sem voru 20.
— Kona Einars var Rósainunda
Jónsdóttir, ljósmóðir, frá Sæbóli
á Ingjaldssandi, hin ágætasta
kona, sem lifir mann sinn.
Mér er kunugt um að í sambúð
þeirrar ríkti mikil ástúð. Þau voru
samhent í öllum sínum störfum,
Dyggð og skylda var þeirra æðsta
mark og mið. Þeim varð fimm
barna auðið. Dæturnar fjórar eiu
allar búsettar hér í Reykjavfk, en
son sinn misstu þau á fyrsta ári.
Ennfremur ólu þau upp og gengu
í foreldrastað, systurson Rósa-
mundu, Halldór, sem búsettur er
á Akranesi, og töldu þau hann
jafnan sem eitt af sínum börn
um.
Með Einari er genginn mikill
mannkostamaður. Eg áttí þvi láni
að fagna að kynnast honum við
störf bæði á sjó og landi. Það,
lífsglaður og hrókur alls fagn-
aðar, ef því var að skípta, en
samt hinn styrki stofn, fullur
festu og alvöru, þegar með þurft’.
Hann var prýðilega greindur og
hafði alltaf gild rök fram að færa
máli sínu til stuðnings.
Einar var eíndreginn samvinnu
maður og fylgdi þeirri stefnu fram
af alúð til dauðadags.
Heima í Dýrafirði voru Einari fal
in ýmis störf fyrir sveitarfélag sitt.
Hann sat í hreppsnefnd Þingeyr-
arhrepps um árabil, formaður bún
aðarfélags hreppsins um langt
skeið, og ræfcti hann þau störf
sem önnur af mifcilli kostgæfni,
eins og honum var lagið.
Vinur minn, Einar, þú er horf
inn yfir móðuna miklu. Þú fórst
of snemma. Eg hafði gert mér von
ir um, að ég ætti eftir að njóta
verka þinna enn um stund, en
við stóran er að deila. Hafðu al-
úðarþökk fyrir öll þín góðu
kynni. Þú hefur ávaxtað þitt pund
dyggilega, enda veit ég, að upp
skeran fer eftir þvi.
Eg votta konu Einars og öllum
ættingjum mína dýpstu samúð.
Minningin um ástríkan eigin-
mann og góðan og göfugan föður
verður ykfcur huggun harmi gegn.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi".
Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð
sé minning þín.
H.P.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Öruggur staöur og skemmtilegur
Óðum líður að mestu ferða- og
skemmtanahelgi sumarsins, veizl
unarmannahelginni. Vonandi taka
góðir menn höndum samati og
gera allt, sem í mannlegu valdi
stendur til þess að hún megi
verða öllum þátttakendum og þá
ekki sður þeim, er neuco sitja,
til gleði og að þeim skuggum
fækki, er fallið hafa á gleði manna
af völdum áfengisdrykkju ung-
linga og annarra siðlausra manna.
Fólkið. íslenzk náttúra og dýrð
sumarsins eru of dýrmæiir hlutir
til að spilla þeim með áfengis-
drykkju og ómenningarskrílslát-
um.
Einn er.sá staður og starfsemi,
sem nýtur vaxandl þjóðarhylli.
Það er Húsafell í Borgarfirði og
bindindismótin þar, sem haldin
hafa verið á verzlunarmannahelg
inni mörg undanfarin ár við vax-
andi aðsókn og hlotið alþjóðar-
álit og viðurkenningu. Þar hefur
skapazt góður andi i fullu sam
ræmi við hið fagra umhverfi:
mikla víðáttu, fagra fjallasýn, ið-
andi og margbreytileg fjallavötn
og fagran skóg með smáum og
stórum rjóðrum, þar sem róman-
tíkin situr f hásæti, skrýdd sum-
ardýrðinni.
Það er hægt að benda á, að við
þessi bindindismót hafi menning-
in vaxið „í lundum nýrra skóga'*
eins og skáldið spáði um, og von
andi taka allir góðir menn hönd-
um saman um, að svo megi verða
nú sem áður, bæði með að styðja
að framkvæmd þess, koma þatigað
sjálfir og beina augum ungling-
anna þangað.
Ég, sem þessar línur rita var
staddur á síðasta bindindismóti að
Húsafelli. Auk þess, að hið dá-
samlega umhverfi veitti mér unað
vakti það aðdáun mína, hve ung-
,lingarnir komu vel fram — enda
j allir allsgáðir — hvar seœ var og
I eins það, hve mikil gleði og á-
nægja ríkti alls staðar. Eg hét því
þá, að ég skyldi vekja athygli á
þessu, ekki sízt athygli þeirra for
eldra eða forráðamanna, sem hafa
hönd í bagga með ferðalögum
unglinga.
Eitt vildi ég að lokum tntnnast
á í þessu sambandi, þrátt fyrir að
venjulega er sumardýrð og yndis
legt veður, getur á öllum tímum
blásið kalt á okkar blessaða lanöi.
Það er því betra að vera hlý-
lega búinn til þess að varðveita
heilsuna og ánægjuna af ferða-
lagínu. Tala ég þar sérstaklega
til unglinga, em eru óvanir ferða-
lögum og útilegu.
Húsafell er dásamlegt land, sem
lagt hefur mörgum listamar.nin-
um til efni í ódaugleg snilldan'erk
Það bíður með opinn faðminn
sem ferðamannaland alla ti'ð i
sama anda og bindindismótin eru
haldin þar um hverja verzlunar-
mannahelgl.
Góða stoemmtun!
Guðjón Bj. Guðlaugsoon,
Efstasundi 30.
MINNING
Úskar B. Benson
lögfræðingur
Óskar B .Benson, lögfræðingur,
lézt að heimili sínu, Bottineau í
Norður Dakota Bandaríkjunum,
28. júní 1966. _
Foreldrar Óskars voru María
Sveinsdóttir frá Bæjarstæði f Seyð
isfirði og Þórður Benediktsson frá
Dalhúsum í Eiðaþinghá (afkom-
endur þeirra, sem eru margir í
Vesturheimi, kölluðu sig Benson).
Þau hjón fluttu vestur um haf
1883 og settust að f íslendinga-
byggðum f Kanada, en fluttu síð-
ar til Norður-Dakota f Bandaríkj
unum. Óskar var fæddur f Upham
í Norður Dakota 18. júní 1898 og
var því 68 ára gamall þegar hann
dó.
Oskar var lögfræðingur að
mennt, og stundaði lengst af mál-
flutningsstörf í Bottineau. Hann
gegndi ýmsum opinberum störfum
og erindrekstri fyrir Rauða kross-
inn o.fl. stofnanir.
Óskar var kvæntur amerískri
konu og eignuðust þau tvær dæt-
ur.
Nánar er mér ekki kunnugt ævi-
starf hans, enda eiga þessi önfáu
orð að vera hinzta kveðja mín til
þessa frænda míns, elns af mörg-
um f Vesfcurheimi. Við vorum syst-
kinasynir.
Sigurjón Jóbannsson frá Gnýstað
f Seyðisfirði.