Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. júlí 1966
TÍMINN
f
sw
Míklir hæfíleikamenn
skipa æðstu stöðurnar
Margir doktorar.
Leyniþjónustan er hreykin.
af því, að 50% af starfsliðinu
er langskólagengið, og 30% af
því hefur doktorsgráðu.
60% af sérfræðingunum við
njósnadeildina hafa starfað í
tíu ár. 25% hafa starfað við CI
A frá stofnun hennar 1947.
Starfsliði fjölgaði mest í Kóreu
stríðinu.
Áætlanadeildin er dulnefni
deildar, sem sér um leyniað-
gerðir. Hún skipuleggur öll vél
ræði og klækjabrögð, sem sum
eru eins gömul og Adam, önn
ur eins ný og gervitungl, sem
eru tengd hinni skuggalegu
njósna og undirróðursstarf-
semi.
Starf CIA er miklu víðtæk-
ara en að afla njósnara og
æfa þá í að finna uppljóstrun
armenn og svikara.
Það var áætlanadeildin, sem
stofnsetti leynilegar útvarps-
stöðvar í Austurlöndum nær til
að vinna gegn útvarpsstöð Nas
sers, í Kaíró, sem var með áróð
ur og eggjaði til byltinga og
morða. Áætlanadeildin kom Ar
benzstjórninni frá völdum í
Guetemala 1954, og felldi Mo
hammed .Mossadegh í íran
1953, (tveir sigrar) og skipu-
lagði innrásina í Svínaflóa,
1961 (mistök).
Meðal sigra áætlanadeildar-
innar er þróun könnunarflug-
véla af U-2 gerð, sem á árun
um 1956 til 1960, er Francis
Gary Powers var skotinn nið
ur af sovézkri eldflaug, ljós-
myndaði mikið af Ráðstjórnar
ríkjunum. ÁætlanadeiV’ n gróf
einnig göngin inn i Austur-
Berlín. Þaðan hlustuðu njósn-
arar CIA á símalínur, sem
lágu til sovézkra hernaðar-
bækistöðva, og hún náði ávarpi
Krústjoffs, forsætisráðherra á
tuttugasta flokksþinginu 1956
þar sem hann ákærði opinber
lega öfga og grimmdarverk Sta
líns.
Frjálslyndir menn í njósna-
deild CIA.
Að áliti margra fróðra
manna er sérfræðingum njósna
deildar CIA kunnugt um rót
gróinn fjandskap og vonleysi
þjóða, seE« eru að fá sjálfstæði.
Þess vegna eru þeir umburðar
lyndari en hinir starfsömu
menn í áætlanadeildinni, við
leiðtoga fyrrverandi nýlendna
sém eru haldnir öfga
fullri þjóðemiskennd og rót-
tækum skoðunum. Njósnadeild
in er einnig sveigjanlegri en
hinir gætnu menn í utan
rikisráðuneytinu og umboðs-
menn stjórnarinnar.
Þegar rætt er um hin portú
gölsku landsvæði, Angola og
Mozambique í Afríku, til dæm
is, þá er sagt að sérfræðingar
njósnadeildarinnar álíti, að
breyting sé óhjákvæmileg, að
Bandaríkin séu að fást við
heim, sem hefur mismunandi
sjónarmið. Á hinn bóginn er
utanríkisráðuneytið hlynnt
stjórn Portugala á Azoreyjum,
sem er einnig portúgalskt land
svæði.
Einn starfsmaður í utan-
ríkisráðuneytinu sagði, að það
væm fleiri frjálslyndír inennta
menn á hverjum rúmmetra í
CIA heldur en annars staðar
í stjórnardeildum.
Starfsmönnum og njósnur
um áætlanadeildarinnar er á
hinn bóginn lýst sem íhald
sömum, bæði í fjármálum og í
andkommúnisma sínum. Þetta
á einkum við um þá sem starfa
mjög leynilega, en margir
þeirra em fyrrverandi menn
úr hðrnum, eða menn, sem hafa
áður starfað á herstjórnar-
skrifstofum.
Það hefur verið sagt, að
margir njósnaranna, sem aðal
lega safna upplýsingum, og
sem starfa ekki með mikilli
leynd, séu eins „veraldarvan-
ir“ og sérfræðingarnir í aðal-
bækistöðvum CIA og hafi eins
og þeir samúð með frjáls-
lyndum öflum í vanþróuð
um löndunum.
Njósnarar CIA erlendis,
4. GREIN
eru tvenns konar, en þeir eru
allir und!r stjóm áætlana-
deildarinnnar. Fyrst koma þeir
sem vinna „skítverkin", njósn
arar og gagnnjósnarar,
skemmdaverkamenn, leiðtog-
ar herðaðaraðgerða og hvata-
menn að byltingum. Slík
ir njósnarar starfa mjög leyni
lega. Störf þeirra verða aðeins
kunn, þegar þeir era
svo óheppnir, að einhver
hremmir þá og færir þá fyrir
almenningssjónir af pólitísk
um ástæðum eða i áróðurs-
skyni.
Þótt aðalstarfsmaður CIA í
sérhverju landi viti um þessa
njósnara, þá veit ameriski
sendiherrann tæplega um þá.
þótt honum sé stundum
kunnugt um störf þeirra. Satt
að segja vita ráðamenn i
njósnadeild CIA ekki um nöfn
þessara njósnara og skýrslurn-
ar, sem þeir fá frá þeim, era
nafnlausar.
Fréttaritarar New York Tim
es segja, að þeim hafi aldrei
tekizt með nokkurri vissu að
finna leynilegan njósnara, þótt
þeir hafi öðru hvora hítt
Bandaríkjamenn, sem þeir
hefðu granaða. Þessir leyni-
legu njósnarar þekkjast ekki
innbyrðis, þeir dulbúa sig sem
ferðamenn, kaupsýslumenn,
fræðimenn, námsmenn, trú-
boðar, eða menn, sem vinna,
að góðgerðastarfsemi.
Síðan koma þeir njósnarar,
sem era fjölmennari, og starfa
ekki eins leynilega. Þeir era
sendir sem starfsmenn utan-
ríkisþjónustunnar. Þeir eru
skráðir sem stjórnmála- hag-
fræði- og fjármálaráðunautar,
konsúlar, starfsmenn fyrir al
þjóðlega hjálparstarfsemi eða
upplýsingaþjónustu Banda
ríkjanna. Aðalmaður CIA á
staðnum er ef til vill nefndur
sérstakur aðstoðarmaður sendi
herrans, eða aðalstjórnmálaer-
indreki. Þetta yfirskin hefur
ekkert gildi nema hvað það
firrir stjórnina vandræðum í
viðkomandi landi. Þessa njósn
ara er venjulega mjög auðvelt
að nafngreina.
Aðalmaður CIA í borginni
hefur jafnstóran bíl og sendi-
herrann, og hús, sem stundum
er íburðarmeira, eins og í Lag
os, Nígeríu.
í sumum sendiráðum eru
njósnarar CIA fleiri en hinir
eiginlegu stjórnmála- og fjár-
málaerindrekar. í sumum sendi
ráðum eru þeir 75% af starfs
fólkinu. Aðalmaður CIA í
borginni hefur oft meiri pen-
ingaráð en sendiherrann.
Stundum hefur hann verið
lengur í landinu og er fróðari
en sendiherrann.
Af öllum þessum ástæðum
vill stjórnin í viðkomandi landi
sérstaklega í vanþróuðum lönd
um heldUr eiga samskipti við
aðalmann CLA en við sendi-
herrann, því að þeir álita, að
hann eigl greiðari aðgang að
ráðamönnum stjórnarinnar í
Washington.
Menntamenn í æðstu stöðum.
Tölu njósnara erlendis
er af skiljanlegum ástæð-
um haldið mjög leyndri. Henni
var jafnvel haldið leyndri fyr
ir hinum nána ráðgjafa for-
setans, sagnfræðingnum Art-
hur M. Schlesinger Jr. í bók
sinni „Þúsund dagar“, heldur
Schlesinger fram, að þeir sem
hafa það að yfirskini að vera
starfsmenn utanrikisþjónust-
unnar, séu eins margir og
starfsmenn utanríkisráðu-
Allen Dulles
neytisins. Það mundi þá vera
6.600. Hin raunveralega tala
þeirra er þó miklu lægri, eða
um 2.200.
Hinir leynilegu njósnarar
þekkjast ekki innbyrðis, og
getur það leitt til broslegra at
vika. Einu sinni, þegar Allen
Dulles, sem þá var æðsti mað
ur CIA kom í heimsókn til
Nýju Delhi, komu allir
starfsmenn CIA, sem vitað var
um, til að bjóða hann velkom-
inn. Þá kom fréttaritari, sem
hafði verið að taka viðtal við
Dulles út úr innri skrif-
stofunni. CIA-mennirnir, urðu
mjög undrandi og spurðu: Er
þetta sá, sem við vissum ekki
um?
Schlesinger hefur skrifað, að
á sumum stöðum séu starfs-
menn CIA meiri hæfileika
menn en starfsmenn utan-
ríkisráðuneytisins.
Nærri undantekningarlaust
hafa fréttaritarar New York
Times skráð, að aðalmenn CIA
erlendis séu miklir hæfileika-
menn, með sjálfsaga, hafi fram
úrskarandi þekkingu, hug-
myndaflug, skerpu, séu fræði
mannlegir og yfirleitt betri
starfsmenn en þeir í utanríkis
þjónustunni.
,En þeir fundu líka, að fyrir
neðan aðalmennina, eru marg-
ir starfsmenn, „dálítið þunhir“
og stóðu ekki jafnfætis mönn
um í sömu stöðum í utanríkis
þjónustunni.
CIA velur úr umsækjendum,
og síðan er '’alið úr þeim, þvi
að henni er ljóst, að leynileg
starfsemi hefur mikið aðdrátt
arafl fyrir menn, sem era and
lega jafnvægislausir, andlega
óþroskaðir, eða hafa lent á
rangri hillu.
Mesta hættan er þar sem
stjórnmálaöngþveiti ríkis. Þólt
flestir séu sammála um. að
njósnarar CIA hafi yfjrleitt
verið færir menn í sínu staríi
og staðfastir, þá hefur CIA rác
ið fremur treggáfaða menn og
andlega jafnvægislausa og jafn
vel fengið þeim erfið verkefni
með örlagaríkum afleiðingum
Starfsmenn CIA í Bandaríkjui)
um.
CIA hefur skrifstofur
í 30 amerískum borgum.
Þessar skrifstofur eru ekk:
leynilegar en lítið áberandi
Símanúmer þeirra er und
ir .Leyniþj ónustan1, eða ,stjórn
Bandaríkjanna“, en ekkeri
heimilisfang er gefið. Sá sem
vill fá heimilisfangið, verður
að þekkja nafi) skrifstofustjór
ans en símanúmer hans og
heimilisfang er í síma
skránni.
Áður fyrr leituðu þessar
skrifstofur uppi menntamenn
kaupsýslumenn, námsmenn og
jafnvel venjulega ferðamenn,
sem þeir vissu, að voru að
skipuleggja ferð austur fyrir
járntjald.og báðu þá að rita
niður athuganir sínar og láta
CIA fá þær, þegar heim var
komið.
Mjög lítið er nú gert af
þessu, líklega vegna þess, að
ferðamenn hafa verið hand-
teknir og settir í fangelsi.
Mest af starfi CIA manna í
Bandaríkjunum er fólgið í því
að hafa samband við iðnaðar
stofnanir og háskóla. Til dæm
is athugar njósnari útbúnað
hertekinna manna, efnagreinir
lit á verksmíðjureyk til
að finna út gæði á framleiðslu
vörum og metur framleiðslu
getu verksmiðju eftir stærð
hennar, eða vegur og met
ur gagnrýni í tækni- og vísinda
ritum.
Mennirnir eru ófullkomnir.
CIA styrkir með mikilli
leynd margvíslegar stofnan-
ir, að öllu eða sumu leyti:
einkastofnanir, bókaútgáfufyr
irtæki, og tímaritaútgáfu, há
skóla, sem veitir námsmönnum
alls staðar að styrki til náms,
alls konar kaupsýslu og er
lendar úrvarpsstöðvar. Sumar
þessara stofnana vinna mikil-
vægt starf fyrir CIA.
En afrek þeirra, hættur, sem
þeir hafa yfirstigið, skipulag,
leynd, vandræði, sem þeir hafa
afstýrt, og hnekkir, sem þeir
hafa orðið fyrir lýsa þó ekki
allri starfsemi CIA.
Gáfuðustu sérfræðingarn
ir, duglegustu njósnarnarnir,
eru ófullkomnir, eins og allar
mannlegar verar.
Samtímis því, að Bandaríkja
menn héldu kommúnistum frá
Kongó, tók bað þessa sömu
menn nokkra mánuði að koma
afrískum njósnara inn í Stan
leyville til að athuga um örlög
nokkurra Bandaríkjamanna
sem höfðu verið teknir til
fanga.
Mönnunum skjáltast, þeir
era ófullkomnir, og kröfurnar,
sem eru lagðar á CIA, eru
næstum því takmarkalaus
ar. Það er þess vegna, að mikil
vægustu upplýsingaveitend-
urnir eru ekki lengur menn,
og duglegustu njósnararnir
svífa um himingeiminn.