Vísir - 10.04.1975, Side 6

Vísir - 10.04.1975, Side 6
6 Vísir. Fimmtudagur 10. aprii 1975. vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 AfgreiOsla: Ilverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: SfOumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuOi innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakiO. BlaOaprent hf. Vitahringur sjávarútvegs ) Sjávarútvegurinn lifir i vitahring, sem hindrar ) hann i að njóta hinna miklu afkasta sinna. Hér á ) landi er aflamagnið á hvern sjómann þrisvar ( sinnum hærra en hjá Vestur-Þjóðverjum, sem / næstir koma, og tiu sinnum hærra en hjá fjölda ) þjóða. Islenzkur sjávarútvegur ætti þvi að vera ) mjög arðbær, meðan sjávarútvegur annarra ( þjóða lifir á styrkjum. En samt berst sjávarút- ( vegurinn i bökkum. ) Röng gengisskráning er meginástæðan fyrir \ þvi, að sjávarútvegurinn nýtur ekki afkastanna. ( Árlega eru milljarðar fluttir frá sjávarútvegi út i ) þjóðfélagið með rangri skráningu gengis krón- ) unnar. Þessi ranga skráning leiðir reglubundið til ( taprekstrar i greininni. Þegar tapreksturinn er ( orðinn óbærilegur, er gengið svo lagfært nægi- ) lega til þess, að meðalfyrirtæki i sjávarútvegi ) skrimti. Lagfæringin nægir hins vegar aldrei til ( þess, að sjávarútvegurinn fái að fullu það, sem / honum ber. ) Til þess að bæta sjómönnum það upp, sem þeir ( fá ekki með eðlilegum hætti, það er að segja með ( réttu gengi á verði afurða þeirra, er skipta- ) prósentan höfð of há. Þetta eykur enn vanda út- ) gerðarinnar. Skiptaprósentan tekur ekki tillit til ( vaxandi gildis tækjabúnaðar i aflaverðmætinu og ( hækkandi hluta oliuverðs i rekstrarkostnaðinum. ) Ef gengisskráningin væri rétt, þyrftu sjómenn ) ekki þessa háu skiptaprósentu og hefðu samt mun ( betri kjör, sem endurspegluðu betur gildi / sjómanna fyrir þjóðfélagið. ) Mörgum aðgerðum er beitt til að láta sjávarút- \ veginn fljóta, þrátt fyrir fjármagnsleysið, sem ( röng gengisskráning og of há skiptaprósenta bak- ) ar honum. ) Sjávarútvegurinn hefur forgang að lánum til ( skipakaupa. Hann fær rikisábyrgð á skuldum sin- ( um. Hann fær sjálfkrafa afurðalán. Vaxtakjör ) hans eru hagstæðari en almennt gerist. Láns- ) timinn er lengri en almennt gerist og eðlilegt má ( teljast. Og lánaupphæðirnar eru óeðlilega hátt ( hlutfall stofnkostnaðar, allt upp fyrir 90%. ) Þannig er sjávarútveginum haldið uppi með lán- ) um og lánakjörum. ( Ef gengið væri hins vegar rétt skráð, þyrfti ) sjávarútvegurinn ekki fyrirgreiðslur umfram ) aðra starfsemi i landinu. Hann gæti borgað skip ( sin örar niður og myndað eigið fjármagn til ( skipakaupa. ) Ef gengið væri rétt skráð, gæti sjávarútvegur- ) inn greitt þjóðfélaginu sérstakan auðlindaskatt ( fyrir afnot sin af verðmætum efnahagslög- / sögunnar umhverfis landið eins og honum ber i ) raun og veru að gera. \ Að sjálfsögðu er erfitt að finna hið rétta gengi ( krónunnar. Það er ekki rétt að miða gengið við ) núllrekstur og litla fjármagnsmyndun i sjávar- ) útvegi. Reyna verður að meta afköst hans i ( samanburði við erlendan sjávarútveg og haga ( gengi krónunnar á þann hátt, að afkastamunur- ) inn komi fram i krónum þeim, sem fiskiðjan fær ) fyrir gjaldeyri afurða sinna, og siðan i tilsvarandi ( hækkun fiskverðs til útgerðar og sjómanna. ( Með aðgerðum af þessu tagi væri unnt að skipa ) sjávarútveginum þann sess, sem honum ber og ) gera honum kleift að hafna bónbjörgum af hálfu ( rikisvaldsins. Með slikum aðgerðum gæti ( sjávarútvegurinn komizt úr vitahring sinum. ) -JK. (V Ludwig Schneider, forseti þýzka skáksam- bandsins, gat ekki setið á sér lengur. Hann hringdi til Moskvu. „Eigum við ekki að fá þetta Pachman-mál á hreint i eitt skipti fyrir öll,” stakk hann upp á. — Dauðaþögn i siman- um. Sambandið hafði verið slitið. Þessa dagana stendur yfir alþjóðlegt þýzkt skákmót I Mann- heim, venjulega sótt af ýmsum hinna sterkustu skákmanna heims. Þegar leið að mótsbyrjun sendi sovézka skáksambandið slmskeyti og óskaði eftir lista yfir þátttakendur i mótinu, sem er Ut af fyrir sig ekkert óvenjulegt. Það vill hins vegar svo til, að i Mannheim teflir Ludek Pachman, fimmtugur stór- meistari, sem flutti frá Tékkóslóvakiu. Hann var einn „frelsingjanna”, sem fylgdu Dubcek að málum. Næst heyrðist svo frá Moskvu, þegar skeyti barst um, að Tigran Petrosjan, fyrrum heims- meistari, og Paul Keres gætu ekki tekið þátt I mótinu eins og hafði verið ætlað. A slðustu stundu bárust slðan tilkynningar frá Rúmeniu og Búlgariu um, að þátttakendur þaðan væru hættir við. Þýzka skáksambandið unir’ ekki lengur þvi, hvernig það er sett hjá. Það hefur borið sig upp undan þessu við Alþjóðaskák- sambandið (FIDE). Þegar aðrir austantjaldsflótta- menn eiga I hlut þá virðist allt i lagi. Rússar hafa teflt á mótum, þar sem Kavalek (landi Pachmans) hefur teflt á vegum Bandarikjanna, eða Liberson, sem flutti frá Sovétrikjunum til tsraels. En þeir virðast ætla að reyna að einangra Pachman jafnt á sviði iþróttanna, eins og þeir gerðu á sviði stjórnmálanna. Pachman, sem lenti i höndum Gestapó i heimsstyrjöldinni vegna kommúniskra skoðana sinna, öðlaðist brautargengi eftir strið i tékkneska kommúnista- flokknum, gallharður Stalinisti. Hann varð stórmeistari og komu út eftir hann fjórtán skákbækur. — En 1967 eftir júnibyltinguna var Pachman bannað að skrifa. Þegar Rússar hernámu Tékkóslóvakiu 1968, gerðist Pachman talsmaður Dubeck stefnunnar. Hann var hnepptur I fangelsi og kom þaðan höfuðkúpubrotinn og hrygg- skekktur. Hann var rekinn úr kommúnistaflokknum og úr skáksambandi Tékkóslóvakiu. 1972 skaut Egon Evertz forseti Solingerskáksambandsins (stofn- að 1868) yfir hann skjólshúsi. En á meistaramóti sam- bandsins 1974 var sæti Pachmans autt. Sambandið hafði lagt að honum að taka ekki þátt i mótinu, ella hefðu skákstjörnurnar Lew Polugajewski og Boris Spasski farið heim. Þetta vakti nokkra úlfúð og Solingersambandinu bárust mörg nafnlaust bref, sem sökuðu Egon Evcrtz um að vera senditik Breschnevs. Þar sem Pachman hafði verið sviptur rikisborgararétti i heima- landi sinu, hafði hann ekkert rikisfang, þegar teflt var um Þýzkalandsmeistaratitilinn 1974. Hann gat þvi ekki tekið þátt i þvi. Fluttist hann þá til Berlin. Þetta varð mikið pólitiskt hita- mál i Þýzkalandi, og blandaðist inni umræður um „ostpolitik” Brandts. Meðal annarra sem lagði orð I belg, var nóbelsskáldið Heinrich Böll. Utanferðum sovézkra skák- snillinga stjórnar Wiktor Baturinski, framkvæmdastjóri sovézka skáksambandsins, og gegnir þar svipuðu hlutverki og landsliðseinvaldar annarra Iþróttagreina. Nema Baturinski þykir stjórna á svipaðan máta og ofurstinn i bók Solzhenitsyns um „Þrælabúðaeyjaklasann”, þar sem hann lýstir Stalintimanum. Baturinski refsaði stór- meistaranum Keres með þvi að setja hann I utanferðarbann, af þvi að Keres hafði heimsótt Pachman eitt sinn. Spasski, fyrr- um heimsmeistara, var einnig hegnt, vegna þess aðhannhafðii þýzka sjónvarpinu kallað Pachman vin sinn. 1974 sótti Pachman um rikis- borgararétt I Þýzkalandi og hann hefur teflt á þeirra vegum siðan, t.d. i sex landa keppninni, þar sem hann tapaði ekki skák. Hann mun tefla á næsta svæðamóti, og verður fróðlegt að sjá, hvernig Rússar bera sig að þá, þvi að þeir missa af kapphlaupinu um áskor^ndaréttinn til heims- meistaraeinvigisins, ef þeir taka ekki þátt i svæðamótunum. A svarta lista sovézka skáksambandsins eru nokkur lönd, eins og Suður-Afrika, Rhodesia, Formósa og Israel, en aðeins einn einstaklingur og það er Pachman. En nú hefur þýzka skáksam- bandið hafið gagnsókn og það á tvennum vigstöðvum. Fyrst hefur það kært þetta framferði RUssa tilFIDE. En i öðru lagi eru stórmeistarar þeirra (og þeir eiga nokkra) farnir að sniðganga mót Rússa. Þannig hætti Wolfgang Unzicker við þátttöku I Tallin (þar sem Friðrik Ólafsson skaraði fram úr) og tveir sovézkir skákmenn hafa verið strikaðir út af þátttökulista i Dortmunderskákmótinu, sem á að fara fram i þessum mánuði. „Viðmunum fylgja þessu máli fast eftir,” sagði Schneider for- seti þýzka skáksambandsins i viðtali við „Der Spiegel” fyrir skömmu. ?*CHMAN Pachman stórmeistari yfir skák I Mannheim: „Þaörofnaði sambandið við Moskvu.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.