Vísir - 11.04.1975, Side 6
Vísir. Föstudagur 11. apríl 1975.
A
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Iielgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur
Askriftargjaid 700 kr. á mánuði innanlands.
t iausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
H/n óbeinu áhríf
Eftir tuttugu ára fjáraustur og strit hafa
Bandarikin og stuðningsmenn þeirra farið miklar
hrakfarir i Indókina. Rikisstjórnirnar i Suður-
Vietnam, Laos og Kambódiu ramba allar á barmi
hruns gagnvart þjóðfrelsishreyfingum þeim, sem
kommúnistar ráða að mestu.
Sem afmarkað vandamál skipta þessar ófarir
Bandarikin minna máli en margir halda. Aldrei
var nein raunhæf von um, að byggja mætti upp
vestrænt lýðræðiskerfi i þessum heimshluta, sem
á sér allt aðra siði og sögu en við þekkjum á
Vesturlöndum. Þar á ofan voru efnahagslegir
hagsmunir Bandarikjanna ekki mælanlegir i
þessum hráefnasnauðu og bláfátæku löndum.
Hagsmunir Bandarikjanna liggja á allt öðrum
stöðum. Þeir liggja fyrst og fremst i Evrópu,
Japan og nokkrum öðrum löndum, sem eru virkir
þátttakendur i hinu alþjóðlega og viðamikla efna-
hagskerfi lifsgæða og hagsældar á Vesturlöndum.
Þeir liggja einnig i Suður-Ameriku vegna ná-
lægðarinnar og svo i einstaka þróunarlandi, sem
kann auðæfa sinna vegna að geta tekið þátt i
þessu mikla efnahagskerfi i náinni framtið.
Hins vegar skipta ófarirnar i Indókina miklu
óbeinu máli, eins og sést á þvi, að Frakkar hafa
styrkzt i trúnni á, að hernaðarlega sé ekki unnt að
treysta Bandarikjunum og að Frakkar verði
sjálfir að byggja upp hernaðarlegan mátt sinn og
megin.
Nokkuð er til i þessum ugg. Bandarikjamenn
eru að endurmeta samband sitt við umheiminn.
Þar gætir vaxandi þreytu á pólitiskum og
hernaðarlegum afskiptum utan landsteinanna.
Til dæmis verður vart sivaxandi óánægju með
byrðarnar af skuldbindingum Bandarikjanna
gagnvart Atlantshafsbandalaginu.
Menn gefa minna en áður fyrir hugsjónir
Atlantshafssáttmálans um gagnkvæma og sjálf-
virka aðstoð vinaþjóða. Bandarikjamenn eru i
vaxandi mæli farnir að spyrja, hvort efnahagur
þeirra sé raunverulega svo háður Vestur-Evrópu,
að varnarsamstarfið sé virði allra þeirra
peninga, sem i það eru lagðir.
Jafnframt hafa vandamálin i Vestur-Evrópu
breytzt. Hættan að innan er farin að skyggja á
hættuna úr austri. Allir horfa nú á Portúgal sem
tilraunastöð hinna nýju vandamála. Og afskipta-
leysi Bandarikjanna af þróuninni i Portúgal er
dæmigert fyrir hin nýju viðhorf þar vestra.
Ef öflin, sem eru allra lengst til vinstri og
hægri komast til valda, er ekki auðveldlega við
snúið i rikjum, sem hafa áður búið við lýðræðis-
lega hefð. Slik öfl láta ekki bola sér út með
kosningum eins og dæmin sýna bæði i
Austur-Evrópu og Suður-Evrópu. Spánn og
Tékkóslóvakia eru hliðstæð dæmi úr þessum
tveimur áttum.
Vinstra einræði getur hæglega tekið við af
hægra einræði, ekki aðeins i Portúgal, heldur lika
á Spáni. Lýðræðið stendur einnig ótraustum fót-
um i Grikklandi og á ítaliu. Vesturlönd eru þess
vanbúin að mæta slikri innri hættu, enda er At-
lantshafsbandalagið eingöngu varnarbandalag
gegn ytri hættu.
Vaxandi uggur er meðal stjórnmálamanna i
Vestur-Evrópu, að þreyta Bandarikjamanna á ó-
förunum i Indókina kunni að deyfa samstarfs-
viljann i varnarsambúð Vesturlanda. -JK
Umsjón: G.P.
að siglingunum
Það hefur farið litið fyrir Edward
Heath, fyrrum forsætisráðherra
Bretlands, siðan hann vék úr for-
mannssæti Ihaldsflokksins fyrir
konu.
Eftir aö stjórnmálaframi hans var meira og
minna i molum oröinn, þar sem hann haföi beðið
tvo kosningaósigra á einu ári og þar aö auki látiö i
minni pokann fyrir Margrétu Thatcher i togstreit-
unni um forystu Ihaldsflokksins, sneri Heath sér
aftur að sinu fyrra hugöarefni, siglingunum.
Alveg eins og í stjórnmálunum hefur Heath
þekkt i siglingunum bæöi sæta sigra og dapurlegt
mótlæti. — Hann fór með sigur I 680 milna
siglingakeppni frá Sidney til Hobart I janúar 1970
i seglskútu sinni ,,Morgunský”. Þaö var sú fyrsta
meö þvi nafni. Hann var fyrirliði þriggja siglara
sveitar Breta, sem vann aðmirálsbikarinn 1971,
og var þá kominn með „Morgunský II”.
En „Morgunský III” varð honum mikil óhappa-
fleyta. Hún brást honum I keppninni um aðmiráls-
bikarinn 1973, þegar hún stóöst ekki öörum snún-
ing, vegna þess aö ekki gafst nógu mikill byr. En
áfallið varö I september I fyrra, þegar hún fórst
undan strönd Sussex" með tveimur af áhöfn
Heaths. Annar þeirra var 23ja, ára guðsonur
Heaths, Christopher Chadd.
Þetta nægði þó ekki til þess, að Heath gerðist frá-
hverfur siglingaiþróttinni. Hann biður nú þess, að
bátasmiðastöð ljúki smiði fjórða „Morgunskýs-
ins”. Sá farkostur verður úr áli og vonast Heath til
þess, að hann eigi eftir að reynast honum hrað-
skreiðari, öruggari og gæfurikari en undanfararn-
ir. Heath stefnir að þvi að verða fulltrúi Bretlands
i keppninni um aðmirálsbikarinn, sem fram á að
fara I ágúst næsta. Þar etja kappi saman frægustu
kappsiglingaskútur heims.
Það verður mikið kapphlaup við tlmann. Skútan
er I smlðum I Gosport I Hampshire og á að verða
tilbúin til sjósetningar eftir þrjár vikur. En þá
verður naumur tími til stefnu að þrautreyna hana,
áður en kappsiglingarnar hefjast i júni, þar sem
keppt verður um, hverjir skulu keppa fyrir hönd
Bretlands I aðmírálsbikarnum. — Sextán þátttak-
endur hafa látið skrá sig i valkeppnina, miðað
við 29 sem tóku þátt I henni 1973. Þetta er nokkur
fækkun, en þaö þýðir ekki, að keppnin verði ekki
hörð.
Heath heimsótti bátasmiðastöðina núna I vik-
unni til að fylgjast með þvi, hvernig verkinu mið-
aði. Hann sagði fréttamönnum eftir á, að hann
kviði því ekki að neitt kæmi upp á slðustu stundu,
sem tefði afhendingu skútunnar. Og sjálfsöruggur
eins og ávallt kvaðst hann viss um að vinna val-
keppnina jafnvel og áhöfn hans væri undir hana
búin.
Nýi siglarinn verður 45 fet á lengd og er teiknað-
ur af Rod Stephens hjá Sparkman og Stephens I
New York, sem teiknað hefur öll „Morgunský”
Heaths. Það varð úr, að skútan yrði gerð úr áli,
þvi að ella hefði smlði hennar aldrei verið lokið I
tlma fyrir aðmlrálsbikarkeppnina. — „Morgun-
ský III” var hins vegar úr mahóni frá Hondúras.
„Morgunský IV” verður um 1,800 kg léttari en
fyrirrennari hennar. Heath hefur látið setja I hana
öryggisflothólf til þess að draga úr slysahættu.
„Hún verður erfiðari I siglingu,” sagði Heath
við fréttamenn eftir að hann skoðaði farkostinn I
bátasmiðastöðinni. „Seglum hennar verður að
hagræða oftar og hafa hraðar hendur til þess að ná
úr henni öllu þvi sem hægt er.”
Heath neitaði að láta uppi, hvað þetta tóm-
stundagaman hans kostar hann i fjárútlátum. En
menn ætla, að nýja skútan kosti milli 70.000 og
90.000 sterlingspund (um 25 milljónir isl. kr. lág-
mark). — Tryggingarnar greiddu honum 55.000
sterlingspund i bætur fyrir „Morgunský III”.
En það er ekkert óalgengt, að menn þurfi að
leggja út 100.000 pund til að geta tekið þátt I
-keppninni um aðmlrálsbikarinn, sem er stærsti
viðburður siglingalþróttarinnar. Hún er háð ann-
að hvert ár.
Síðan þessi keppni hófst 1957, hefur aðalkeppnin
verið milli þriggja, Bandarlkjamanna, Astraliu-
manna og Breta. En fyrir tveim árum blandaði
vel þjálfuð áhöfn Vestur-Þjóðverja sér I keppnina
og vann með yfirburðum. Skipstjóri þýzku skút-
unnar, Saudade, — Berend nokkur Beilken —
hreppti einstaklingsverðlaunin einnig.
Þessi sigur nýrrar áhafnar hefur orðið öðrum
þjóðum mikil hvatning, og vitað er, að 20 lönd að
minnsta kosti munusenda þriggjaskútu sveitir til
þátttöku. — Meðal þeirra verða Frakkland,
Belgia, Noregur, Brazilia, Argentlna og kannski
Kanada. Og svo auðvitað Astralia, Bandaríkin,
Bretland og Nýja-Sjáland.
Heath snýr sér