Vísir - 11.04.1975, Síða 16
Föstudagur 11. apríl 1975.
ss». Þeim stóru fjölgar
við bryggjur um helgina
Tvœr
afsteypur af
„Sœmundi
ó selnum"
— önnur til
Asmundar
- hin til
Happdrœttis HÍ
Ásmundur Sveinsson, mynd-
höggvari, tekur á móti afsteypu
af sínu eigin verki i dag, og er þaö
gjöf frá Happdrætti Háskóia ts-
lands.
Er hér um að ræöa afsteypu af
„Sæmundi á selnum”, sem lista-
maðurinn segir vera tákn menn-
ingarinnar, sem sigrar ómenn-
inguna, eöa hið góöa, sem sigrar
hiö illa. Talar hann einmitt um
það, þegar hann tekur á móti af-
steypunni klukkan fjögur I dag.
Stúdentafélag Reykjavikur gaf
Háskólanum eitt sinn stóra af-
steypu af þessu verki Asmundar,
en hann hefur átt þaö i upphaf-
legri stærð i gipsi á safni sinu.
Var samiö um aö gera tvær af-
steypur úr varanlegu efni. Veröur
önnur i aöalumboöi happdrættis-
ins, en hin fer i safn Asmundar.
— EA
,,Við höfum að
minnsta kosti ekki enn-
þá heyrt um neina
stóra togara, sem hafa
i hyggju að sigla til er-
lendra hafna með afla
sinn”, sagði Jónas
Ilaraldsson, skrifstofu-
stjóri L.Í.Ú., i viðtali
við Visi i morgun.
,,Eini togarinn, sem
það hefur gert er Dag-
ný frá Siglufirði, sem
seldi 104 tonn i Belgiu
fyrir 7,í) milljónir, eða
70 kr. fyrir kilóið.
Þokkalegt verð fyrir
þann fisk, sem Dagný
var með”, bætti Jónas
við.
Enn sem komið er hafa ekki
nema fimm eða sex stórir tog-
arar lokazt inni af völdum verk-
fallsins, að þvi er Visir kemst
næst. Einhverra mun vera von
að landi á mánudag og upp úr
miöri næstu viku má fara að bú-
ast við að stóru togurunum fari
að fjölga verulega i höfn.
Á Ákureyri er enginn stór tog-
ari fasturennþá. ,,Sá siðasti rétt
slapp út fyrir miðnætti nóttina
sem verkfallið skall á. Það var
Sléttbakur”, sagði sá er varð
fyrir svörum við Akureyrarhöfn
i morgun.
í Reykjavikurhöfn liggja nú
fjórir stórir. Það eru Hrönn og
Engey, sem ekki komust út i
tæka tið, Vigri sem landaði I
Hafnarfirði i fyrradag og sigldi
til Reykjavikur i gær og loks
Ogri, sem kom að landi i gær og
er nú að landa.
t Hafnarfirði er einnig unnið
að löndun úr stórum togara. Það
er Þormóður goði, sem þar er,
en hann kom að landi i gær með
um 160 tonn.
A Dalvik er Loftur Baldvinss.
fastur, en hann var nýkominn úr
loðnu þegar verkfallið hófst.
Togarinn Baldur koms hins veg-
ar út rétt áður en verkfallið
skall á. Björgvin er hins vegar
væntanlegur til lands með afla
um þessa helgi.
Og þá má loks geta þess, að
eini stóri togarinn, sem er í
höfn á Akranesi,er Ver, en hann
er búinn að liggja þar i hálfan
mánuð og var ekki geré tilraun
til að koma honum út fyrir verk-
fall.
Útgerðarmenn og sjómenn
áttu siðast fund með sáttasemj-
ara i fyrradag. Sá fundur varð
árangurslitill. Nýr fundur hefur
verið boðaður i’ dag. —ÞJM
Togarinn Vigri við landfestar I Hafnarfirði, en þar landaði togarinn
afla sinum og sigldi siðan i gær tii sinnar heimahafnar, Reykjavik-
ur, þar sem hann fær að dúsa þar til verkfaliið leysist. —Ljósm:
Bragi.
TVEIR
BANKAR
OPNA í
BREIÐ-
HOLTI Á
NÆSTUNNI
Það hefur tekið Verzlunar-
bankann :i-4 ár að fá leyfi
réttra aðila til að fá að reka
bankaútibú fyrir Breiðhylt-
inga. Og nú eiga ibúarnir i af-
skekktasta hverfi höfuðborg-
arinnar von á tveim nýjum
bankaútihúum. Iðnaðarhank-
inn hcfur einnig ákveðið að
setja á stofn hankaútibú þar
efra.
Verzlunarbankinn mun
verða til húsa i Arnarbakka 2 i
Breiðholti 1, en Iðnaðarhank-
inn i Breiðholti :i við Völvufell.
Langur vegur er þvi milli
þessara tveggja útibúa.
íbúum hverfanna er augljós
liagur i að fá haukaútihú svo
nærri og liklega getur margur
fækkað bæjarferðum, hvort
heldur er til að leggja inn fé eða
horga giróreikninga sina.
— JBP—
VISIR
Hlaut mikil
Maður slasaðist I bruna að
Hraunbæ 96 I morgun. Lögreglu-
maður, sem var að koma heim af
vakt klukkan rúmlega sex, fann
einkennilega lykt, er hann kom
inn i blokkina heima hjá sér. Hún
reyndist koma þar frá kjallara-
herbergi. Arbæjarlögreglan
braut upp herbergið og fann þá
manninn meðvitundarlausan og
brenndan.
Hann var fluttur á Landsspital-
brunasár
ann, og aö sögn Knúts Björnsson-
ar, læknis, um klukkan tiu I
morgun, var maðurinn kominn til
meðvitundar og liöan hans eftir
atvikum. Hann hafði hlotið um
35% brunasár.
Eldurinn hafði dáið út af loft-
leysi, en i herberginu brunnu
gluggatjöld, legubekkur og dyra-
karmur, og mikill reykur hafði
myndazt.
—SHH
í sólbað í
Sundlaugagestir i Laugar-
dalnum kunnu vel að meta sól-
ina i gær. Þeir settu litið fyrir
sig frostnepjuna, og tylltu sér
niður eftir sundsprettinn til þess
að láta sólina leika um sig og ná
sér sem fyrst I lit á fölan kropp-
inn.
Ekki er það alveg vist að eins
vel viðri I dag fyrir sundlauga-
frostinu!
gesti, að minnsta kosti er ekki
búizt við sólskini.
t morgun spáð'u veður-
fræðingar norðaustan kalda eða
stin ningskalda og skýjuðu.
Frost er um allt land, og hvorki
meira né minna en 8 stig i
Reykjavik i morgun. Viða norð-
anlands fór frost yfir 10 stig I
morgun.
—EA/ljósm: Bragi