Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 12. april 1975. cTVlenningarmál „Expectans expectavi" ('í “ Fósturskóli íslands heldur sýningu á starfsemi skólans að Lækjargötu 14 B laugardaginn 12. april og sunnudaginn 13. apríl kl. 2-6 e.h. Kvikmyndasýning kl. 3 báða dagana. Skólastjóri. Auglýsing um ferða- styrk til rithöfundar i lögum nr. 28/1967, um breyting á og viðauka við lög um almenningsbókasöfn nr. 22/1963, er svofellt bráðabirgða- ákvæði: „Þar til gagnkvæmar höfundagreiðslur vegna afnota I bókasöfnum innan Norðurlanda verða lögteknar er heimilt, ef sérstök fjárveiting er til þess veitt f fjárlögum, að veita rithöfundum styrki árlega til dvalar á Norður- löndum.” 1 fjárlögum fyrir árið 1975 er 100 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rit- höfundasjóðs islands, Skipholti 19, fyrir 8. mai 1975. Umsóknum skulu fylgja greinargerðir um, hvernig umsækjendur hyggjast verja styrknum. Reykjavík, 11. aprfl 1975. Rithöfundasjóður islands. VISIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 'A klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun Íd hálf-ellefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. ^ ^fréttimar VISIR Sinfóníuhljómsveit íslands: 13. tónleikar i Háskóiabiói Stjómandi: Karsten Andersen Einleikari: Vladimir Ashkenazsy Söngsveitin Fílharmónla Söngstjóri: Garðar Cortez Tónleikar sinfón- iunnar, þar sem Ashkenazy er einleikari eða Söng- sveitin Filharmónia flytur eitthvert kór- verk, eru alltaf ein- hvern veginn meiri viðburður en ,,venju- legir” tónleikar, alla vega er Háskólabió troðfullt, þegar þessir aðilar taka þátt i flutningi. Tónleikarnir hófust á ,,Coriolan”-forleik Beethovens við leikrit eftir samtímamann hans, von Collin, og lýsir það hinum rómverska herstjóra sem reis upp gegn þjóð sinni og féll fyrir vikið. Beethoven var mjög hrifinn af leikritinu, hafði hann mikla samúð með Coriolanusi, og tekst honum vel að lýsa manngerð hans og ör- lögum i tónum. Verkið er samið I sorgar-iöntegund Beethovens, eins og t.d. 5. sinfónian, c-moll. Hljómsveitin lék verkið af mikl- um krafti og innlifun. Múrarar Nokkrir múrarar óskast til starfa i Vest- mannaeyjum. Breiðholt hf. Simi 81550. Útkoman varð kórnum og stjórnanda hans til mikils sóma. en maður hefur heyrt áður gert, og þá finnst manni ósjálfrátt, að svona eigi það að vera. Hljómsveitin var ekki eins góð og i forleiknum, ekki nógu samtaka. Frúrnar hrukku við Sinfónla Haydns, nr. 94, var sú þriðja i röðinni af sinfónium þeim er hann samdi fyrir Eng- landsförina 1790. Uppnefnið Surprise” fékk hún vegna smá- TONLIST eftir Jón Kristin Cortez Ashkenazy:....alltaf tekst honum að koma á óvart. Myndirnar eru frá æfingu. (Ljósm. J. K. Cortez) Morgunblaðinu,að ekki leist öll- um kórfélögum á blikuna, þegar æfingar hófust, enda er verkið þrælerfitt til æfinga, ómstritt og vandsungið áallan máta. En allt gekk að vonum, þeir „vantrú- uðu” sneru aftur og tóku til við æfingar, og útkoman varð kórn- um og stjórnanda hans til mikils sóma. Eitt af þvi erfiðasta í þessu verki er að halda réttri tónhæð, þvi hljómSVeitarútsetningin er ákaflega ómstríð, oft er ekki gott að átta sig á hvaða tón skal grlpa ef eitthvað bregður út af. En kórnum tókst það meistara- lega vel, hver einasti tónn var nákvæmur. Mikill kraftur er i kórnum og góðar styrkleika- breytingar. Ef eitthvað er, þá mættu vera fleiri karlaraddir, þeir voru helst til fáir, þannig að þeir höfðu ekki styrk á við kvennaraddirnar — Sópraninn var mjög tær og bjartur, var aldrei um neina áreynslu að ræða hjá honum, sömuleiðis alt- röddin, fallegur hljómur. Töfrar úr flygli Talið er að Beethoven hafi samið a.m.k. sjö pianókonserta, en konsert sem hann samdi á unglingsárum slnum, svo og Fantasla fyrir pianó, kór og hljómsveit, eru yfirleitt ekki talin til pianókonserta hans. Sá, sem við heyrðum Ashkenazy leika, er kallaður númer 2, en á i raun að vera nr. 1, en númerin rugluðust i fyrstu útgáfu. Ashkenazy lék verkið af sinni alkunnu snilli, var unun að heyra hvernig hann eins og töfraði tónana úr flyglingum, og alltaf tekst honum að koma manni á óvart, hvert verk sem hann spilar ber hans einkenni, það þarf ekki meir en að hann leiki eina litla hendingu öðruvisi atviks i upphafi annars kafla, er hljómsveitin er búin að leika nokkra takta veikt, kemur allt i einu mikill og sterkur hljómur, sem átti að „láta frúrnar hrökkva við”. í sjálfu sér er þetta frekar ómerkilegt, og virðist fortissimomerkinuhafa verið bætt inn f eftir á, þvi ekki er það i frumhandritinu. Sinfónfan er létt og skemmtileg, enhljómsveitin lék dálitið þung- lamalega, tókst þeim best með menúettinn i þriðja kaflanum. „Expectans expectavi” eru upphafsorð annars kafla ,,Sálma”-sinfóniu Stravinskys, oglauslega þýtt „Ég hefi vonað og vonað”. Mætti snúa orðum þessum upp á söngstjóra kórsins, þvi fram hefur komið i Óhræddur kór Það góða við Filharmóniuna er, að kórinn er ekki hræddur við aö ráðast i erfið verkefni, það verður gaman að heyra hvernig þeim tekst með Carmina Burana, sem verður flutt 11. desember, á næsta starfsári. Hljómsveitin lék mjög vel, að visu voru smáerfiðleikar i upphafi verksins, er hljóðfærin komu fleiri og fleiri inn, en það jafnaðist út undir styrkri stjórn Karstens Andersen, sem hélt öllu saman með röggsamri stjórn sinni að vanda. Allar inn- komur hans til kórsins voru góðar, þar bjátaði ekki á. Það hlýtur að vera gott að syngja undir stjórn hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.