Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 12. april 1975. dr ÞTÓD 11M Norrænt kristilegt stúdentamót á íslandi i sumar með allt að eitt þúsund útlendum mótsgestum. Ys og þys, flestir voru á fleygiferð og enginn verkefna- laus, er tiðindamann bar að garði á Amtmannsstig 2B, þar sem Kristilegt stiidentafélag hefur skrifstofu sina. Undirbún- ingsnefnd fyrir hið norræna, kristilega stúdentamót, Reykja- vík '75 var að störfum. Erfitt reyndist að finna kyrrlátan stað, þar sem hægt væri að spjalla við tvo þeirra, sem standa i eldlinunni i undirbún- ingi Reykjavik '75. Það tókst þó að lokum og við spurðum kapp- ana tvo að nafni. Annar var Sigurbjörn Sveinsson, lækna- nemi og formaður Kristilegs stúdentafélags, en hinn Gisli Jónasson, guðfræðinemi og auk þess fjármálaráðherra félags- ins. Á hann að sjá um að hvorki verði kreppa né gjaldþrot i félagsbúskapnum. Þeir tveir tjáðu okkur að Reykjavik '75 yrði haldið i Menntaskólanum við Hamrahlið og Kennarahá- skóla Islands dagana 6.-12. ágúst. Það eru norrænu kristi- legu stúdentafélögin, sem halda munu mótið. Þungamiðja er fagnað- arerindi Jesú Krists. Hvað er norrænt, kristilegt stúdentamót? Sigurbjörn: — Það er einfald- lega mót norrænna stúdenta, Frelsarinn góði Frelsarinn góöi. Af fátækt minni flyt ég dýpsta þakkarmál. Styrk þú mig, svo vel ég vinni, varist heimsins grimmd og tál. Sálar myrkriö gef aö grynni, glæð mitt, auk mitt trúarbál. Unn þú mér af auðlegð þinni alls, er göfgar mina sál. Unn þú minum innri sýnum öll að sjá þin fórnarspor. Gef að kalda hjartað hlýni’ um, hefjast lát þar trúarvor. — Bvrgi ég mig aö barmi þfnum, bið um trúarstyrk og þor, þakka dýpstu þökkum minum þér fyrir blessaö „Faðir vor”. fcg vil þreyttu höfði haila — hjartans djúpa þörf ég finn, gráta mina örbirgð alla upp við náðarbarminn þinn. Mér er hætt i myrkri að falla, mér finnst grýttur vegurinn. — Til þín hátt ég, Kristur,kalla, kom, tnig snertu, Drottinn m inn. Kolbeinn Högnason Kollafirði. ÞUNGAMIÐJAN ER FAGNAÐARERINDI JESÚ KRISTS — Norrœnt kristilegt stúdentamót ó íslandi með allt að eitt þúsund útlendum mótsgestum Þetta er mótsmerkið fyrir nor- ræna stúdentamótið Reykjavik '75, sem haldið verður I Reykja- vik næstkomandi sumar. að meta áhuga og afstöðu náms- manna gagnvart Kristi. Ég hef þó á tilfinningunni, að fjöldi þeirra hugleiði ekki kristindóm af neinni alvöru. Þó er enginn vafi á þvi, að bein andstaða gegnkristindómihefur minnkað verulega. Margir virða kristna trú, svo sem hverja aðra lifs- skoðun, en ekki er áberandi vilji eða áhugi á að kynna sér boð- skap Krists nánar. Verður stúdentamótið til að vekja stúdenta til ihugunar? Sigurbjörn svarar hógvær- lega: — Vonandi, i það minnsta hjá þeim, sem taka munu þátt i mótinu. Ég vona þvi, að þátttaka Islendinga verði talsverð. — Gisli sam- sinnti honum og lét i ljós þá skoðun, að boðskapur stúdenta- mótsins mundi hafa áhrif i stúdentaheiminum og öðrum hlutum islenzks þjóðlifs, svo framarlega sem nokkur fjöldi íslendinga tæki þátt i mótinu. Þá álitur þú, að fleiri en námsmenn njóti góðs af? — Já, hélt Gisli áfram, auk ferðanna eftir mótið munu all- ar kvöldsamkomurnar verða opnar almenningi. Þannig von- um við að sem flestir komi, þvi við stúdentafélagsmenn teljum, að boðskapur Krists sé ekki ein- skorðaður við námsmenn, hvorki hér á landi né annars staðar i heiminum. Ysinn og þysinn hélt áfram, þó nokkuð hefði lægt það gjörn- ingaveður, sem fyrr hafði geis- að. Þeir félagar héldu áfram við vinnu sina við undirbúning fyrir stúdentamótið, Reykjavik '75. Vandamálin eru mörg, ræða þarf vafaatriði og svara þarf fyrirspurnum áhugamanna um þátttöku þessa móts, einhvers fjölmennasta norræna móts i sögu Islands. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. þar sem fagnaðarerindið um Jesúm Krist er þungamiðja i ræðuflutningi og umræðu.- En hvers vegna er þetta mót haldið? Gisli: — Tilgangurinn er tviþættur. 1 fyrsta lagi er nor- rænum námsmönnum gefið tækifæri til að hittast og eiga samfélag um frelsarann Jesúm Krist. 1 öðru lagi má nefna boð- un fagnaðarerindisins um Jes- úm Krist. A það minnir yfir- skrift mótsins. „Orð Guðs til þin”. Allt að 1000 velkomnir — engum úthýst Við hve mörgum mótsgestum búizt þið? Formaðurinn horfir hugsandi út um gluggann og segir: — Við bjóðum allt að 1000 gesti vel- komna. Engum verður úthýst, og þegar eru komnir tæplega 900 þátttakendur frá útlöndum. Um okkur hér heima er meiri óvissa. Dagskrá mótsins má skipta i þrjá þætti 1. Bibliulestr ar um grundvallarsannindi kristindómsins. Mun sænski biskupinn Bo Giertz halda lestra um greinar trúarjátningarinn- ar. 2. Umræðuhópar, þar sem lögð verður áherzla á skoðana- skipti námsmannanna sjálfra. Viðfangsefnin eru vandamál daglegs lífs og kristin trú. Meðal efna má nefna „Trúarlifið- Sálarlifið”, „Heilagur andi”, „Vandamál þjáningarinnar” auk 12 annarra efna. 3. Kvöld- samkomur.þar sem almenningi mun verða boðin þátttaka og áherzla verður lögð á boðun orðs Guðs. Þá riðu hetjur um hér- uð.... Hvað um ferðir útlendinganna um landið? Gisli varð fyrir svörum og sagði, að ekki yrðu þátttak- endur tjóðraðir við Menntaskól- ann i Hamrahlið — einn móts- daganna munu allir taka þátt i ferð til Skálholts, þar sem herra Sigurbjörn Einarsson biskup mun syngja messu. Eftir mótið munu nokkrir norrænir stúd- entahópar ferðast um landið og halda samkomur, þar sem flutt- ur verður sami boðskapur og á mótinu sjálfu. Auk þess eru öðr- um þátttakendum boðnar kynn- ingarferðir um landið, dags- feröir eöa lengri ferðir. — Með þessu gefst tækifæri til að skoða landið og kynnast fólkinu, sem hefur veriö á mótinu og eiga áfram góðar stundir að þvi loknu. — Þarna höldum við Reykjavik ’75. Spurningunni um undirbúning svaraði Sigurbjörn : — Að halda stúdentamót á Islandi í annað sinn hefur verið draumur fjöl- margra. Ekki komst þó skriður á gang mála fyrr en eftir 1970. Fyrir nokkrum árum gisti Is- land sænski stúdentaleiðtoginn Thorsten Josepsson, sem er mörgum Islendingum að góðu kunnur. Mér er minnisstætt er hann stóð uppi i Hallgrims- kirkjuturni og beindi fránum sjónum sinum yfir höfuð- staðinn, benti með hendinni, kvað upp dóm sinn og þrumaði: Þeir gáfu sér tlma til þess féiagarnir.GIsli Jónasson og Sigurbjörn Sveinsson, að tylla sér niöur á tröppur Háskólans, á meöan Bragi ljósmyndari VIsis festi þá á filmu. Hér höldum við stúdentamót árið 1975. Hann hafði tekið ákvörðun og fékk aðra norræna stúdentaleiðtoga til fylgis við sig. Undirbúningur hér heima hófst síðla árs 1973. Siðan hefur undirbúningsstarf vaxið hröðum skrefum. — Gisli skýrði siöan frá þvi, að samið hefði verið við islenzku flugfélögin um hina umfangsmiklu fólks- flutninga. Ennfremur hefur verið samið um húsnæði við stjómvöld. Aðalmiðstöðin verð- ur I M.H., en samkundur a 11- flestar verða í hinu nýja, glæsi- lega Iþróttahúsi Kennarahá- skóla íslands. Sögðu þeir félagar, að þakka bæri ágæta fyrirgreiðslu varð- andi húsnæðismálin. Hefðu allir aðilar, sem skipt hefði verið við, reynzt ljúfmenni hin mestu I samningum. En hve margir starfa að undirbúningi mótsins? Hér hófst nokkuð snörp hrið skoðanaskipta milli þeirra Fé- laga sem ekki voru á eitt sáttir hve margir legðu hönd á plóg- inn. I miðnefnd starfa 17 manns, auk þess leggur fjöldi óbeint lið. A mótinu sjálfu er þörf nær hundraö sjálfboðaliða. Kristin trú einungis lifsskoðun? Er ástæöa til að halda norrænt kristilegt stúdentamót á ís- landi? — Kristilegt starf meðal is- lenzkra stúdenta hefur staðið heldur höllum fæti samanborið við nágranna okkar i austri. Okkur sýnist þvi i Kristilegu stúdentafélagi full ástæða til að grfpa þau tækifæri, sem gefast til að efla þetta starf, — sagði formaðurinn. Hann bætti siðan við um kristindómjjálit náms- manna: — Ahugi ér allnokkur meðal stúdenta fyrir Kristi og þeirri trú, er hann var höfundur og fullkomnari að, eins og hverju öðru sögulegu fyrirbæri. En án efa er mikill minnihluti þeirra, sem kærir sig um að kynnast Kristi og kristindómi of náið, þannig að til persónulegr- ar afstöðu dragi. GIsli horfði hugsi i gaupnir sér: — Já, það er svolitið erfitt mm > j mtm mmt g mm mm j msd. Orð Guðstíl þín REYKJAVÍK 75 ÉNORRÆNT STÚDENTAMÓT a-12.AGÚST 1975

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.