Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 12. april 1975. 9 Jean Besse ihugar næsta útspil GUÐMUNDUR OG KARL EFSTIR HJÁ BR Að fimm umferðum loknum i Butler-tvimenningskeppni Bridgefélags Reykjavikur hafa Guðmundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson mjakað sér i efsta sætið, sem þeir deildu með Jakobi Ármannssyni og Páli Hjaltasyni. Röð og stig efstu para er nú þessi: 1. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson...335 2. Jakob Armannsson — Páll Hjaltason.........330 3. Guðlaugur R. Jóhannsson — öm Amþórsson...........304 4. Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson.......290 5. Magnús Aspelund — Steingrimur Jónasson .... 285 6. Ólafur Lárusson — Lárus Hermannsson .....285 7. Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson....284 8. Ólafur Valgeirsson — ÞórirSigursteinsson....283 9. Sigfús Þórðarson— Vilhjálmur Pálsson.....281 10. Bragi Erlendsson — Rikarður Steinbergsson .. 278 Næsta umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 i Domus Medica. 1 siðustu umferð Butlertvi- menningsins kom eftirfarandi spil fyrir og sjálfsagt er það vatn á myllu þeirra, sem ennþá berjast gegn notkun yfirfærslu- sagna. Staðan var allir á hættu og vestur gaf. A A-G-5 ¥ 9-7-0-2 ♦ G-10-3 * 6-5-2 é D-10-7-2 A 6-3 y G-5-3 ¥ A-K-D-8-4 4 A-8-7 ♦ K-D-5-4 4» A-D-9 *K-8 A K-9-8-4 ¥ 10 ♦ 9-6-2 * G-10-7-4-3 Við eitt borðið gengu sagnir þannig eftir Precision með margumræddum yfirfærslum: Vestur Norður Austur Suður 1 G P 2 4 P 2 ¥ P 4 G P 5 ¥ P 6 ¥ P P P Fjögurra granda sögn austurs er mjög vanhugsuð, þvi hættan á þvi að lenda i slemmu og vanta tvo hæstu i spaðann er mjög mikil. Hitt er svo annað mál, að hefði ekki bölvuð yfir- færslan komið til, þá gæti hún hafa unnizt. Nú, Guðmundur Pétursson i norður var ekki of sæll af útspil- inu og lá nokkuð yfir þvi. Að lok- um komst hann að þeirri niður- stöðu eftir sagnir austurs, að annað hvort ætti hann einspil i spaða eða spaðakóng og þvi væri ólfkiegt að spaðaútspil kostaði slag. Auk þess treysti hann austri ekki fyllilega fyrir þvi sem hann var að gera. Hann lagði þvi niður spaðaás og spaðania suðurs tryggði áfram- haldið. JEAN BESSE ER FRÆGASTUR SVISS- NESKU BRIDGE- SNILLINGANNA Frægasti bridgespilarinn og sennilega sá snjallasti, er heim- sækir Bridgefélag Reykjavfkur I byrjun mai-mánaðar, er Sviss- lendingurinn Jean Besse. Besse er sextugur að aldri og hefur 20 sinnum spilað fyrir Sviss, 16 sinnum á Evrópumót- um og 4 sinnum á Olympfumót- um. Þegar Evrópa keppti við Bandarikjamenn um heims- meistaratitilinn árið 1954, þá var Besse ásamt Austurrikis- manninum Schneider valinn i landslið Evrópu. Besse hefur 96 heims- meistarastig samkvæmt skrá heimssambandsins. Hann á sæti i framkvæmdastjórn sviss- neska bridgesambandsins. Besse er þekktur fyrir það að fara ekki troðnar slóðir i sögn- um og úrspili og er þvi vinsælt efni bridgefréttaritara. Svissneska sveitin mun m.a. spila í stórum Barometer, sem haldinn verður miðvikudags- kvöldið 7. maf og fimmtudaginn 8. mai. Þátttaka verður tak- mörkuð við 48 pör og eru örfá sæti laus. Þeir bridgespilarar, sem hefðu hug á þvi að spila við svissnesku bridgemeistarana, ættu aðhafa samband við stjórn Bridgefélags Reykjavikur sem fyrst og tilkynna þátttöku. Há peningaverðlaun verða i boði fyrir þá, sem hafna i einhverju af fimm efstu sætunum. Nánar verður sagt frá heim- sókn svissnesku bridgemeistar- anna i næsta þætti. m m Guðlaugur og Orn efstir Fyrri umferð i undankeppni isla ndsmútsins i tvfmenning var spiluð s.l. þriðjudagskvöld og er staða efstu para þessi: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson — öm Amþórsson..........142 2. Jakob R. Möller — Jón Baldursson .......139 3. Hermann Lárusson — Sigurjón Tryggvason...135 4. Magnús Aspelund — Steingrimur Jónasson .... 133 Jón Hjaltason...........132 5. Jón Ásbjörnsson — 6. Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson........128 7. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason.........120 8. Bragi Erlendsson — Rikarður Steinbergsson .. 120 Næsta umferð verður spiluð þriðjudaginn 22. april i Domus Medica kl. 20. Efni þvi, sem þættinum hefur borist að undanförnu, hef ég safnað saman og birti það I þessum þætti. M.P. byrjar bréf til þáttarins á hend- ingum, sem hugleiðingar um strið hér i þættinum, vöktu hjá honum. Mikil eru mannsins stríð og mikið tundur fundið. En litil er hans lærdómstfð og lftið þyngist pundið. En M.P. segir tilefni bréfsins ekki hafa verið það, að ræða hin voðalegu dráps- strið, heldur slá á léttari strengi. Að undanförnu hafa listamenn margs konar skemmt okkur hinum með deilum um jafn fánýtan hlut og islensku krónuna. Um þetta yrkir M.P. og byrjar á rithöf- undum. Hjá snilling vorum klárt var sneitt. Þeir sögð ’ann hefði ei penna beitt. Þó fengu margir fullvel greitt fyrir svo sem ekki neitt. Næsta vfsa er um hreina tóninn og Pólý- fónkórinn. Pústverkið hjá Pólýfón Pústverkið hjá Pólýfón prýðir tónninn hreini. Þar hafa menn ei heilsutjón haft af lúðraveini. Siðasta visan er svo helguð myndlistar- mönnum. Vont er nú að vera ei læs á verkin listamanna. Ýmsir mála álft og gæs, sem aðrir viija banna. Að iokum botnar M.P. fyrripartinn, sem gerður var fyrir einhvern rimsnill- ing, eins og hann orðar það. Þú yrkja mátt i okkar þátt undir háttum dýrum. Og rembast dátt við rimið grátt und reiðurn náttatýrum. Áðurnefndur rimsnillingur hefur ekki látiðheyra i sérenn. Vonandi verður það ekki til frambúðar. En hér eru fleiri botn- ar við fyrripartinn. Þú yrkja mátt i okkar þátt undir háttum dýrum. Andans láttu iifa þrátt ijós á náttborðstýrum. G.Sæm. En vertu sáttur við allt smátt i visnaþáttum skýrum. h.j.þ.. Oss það láttu opinskátt og þvi brátt frá skýrum. 37 Þá er næst kvæði eftir G.A. og nefnir hann það, Ég og þú. Mér hlýnar um hjartarætur er höndunum um þig fer. Astfanginn gef oft gætur er gcng að hylnum með þér. Þú ert svo fin og fögur að fáum er gefið slikt. Ég sagt gæti margar sögur um sexý og aðra mýkt. Hreyfingar stæltar og stinnar stórkostlegar þú átt. Ég nýt hér nærveru þinnar. Þú neitar mér sjaldan um drátt. Þú hristist i höndum minum hugijúf, grönn og iöng, biið i þokka þfnum. Þú, min iaxastöng. Nokkrir botnar bárust við fyrripartinn, Vegna kaups og kjara sinna komissarar geta, ógnað magamáli hinna, meðan sjálfir éta. M.K. Látið aðra óspart finna að ei sé dýrt að éta. G.Sæm. hætt á þingi að þrasa og vinna, þeir hafa nóg að éta. h.j.þ. Gunnar B. Jónsson frá Sjávarborg sendir eftirfarandi visu. Hrannir stórar hamast á hrika miklum fsum. Litlar disir leika fá i Ijóðskáidanna visum. Og til að enda þáttinn set ég hér með visu sem er eftir Stein Steinarr. Bragaföngin burtu sett botn i söng minn sieginn. Sigur iöngum sorgum mett sái min öngu fegin. Fyrripartur þáttarins er þannig: Hér er flest á vonarvöl að vandræðum við stefnum. Ben.Ax. Orðuveitingar Arðrán mætti ætla dyggð, einnig hræsni, svik og lygð. Orðum skreyttir eru senn íslands mestu glæframenn. Þór S. Bjarnarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.