Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. Laugardagur 12. aprll 1975 — 83.tbl. SPOR - ENGINN EN MAÐUR — baksíða Hvaö gerir það til þrt maður hjrtli ofan I nokkra polla? Það þýðir ekkert að vera að setja slikt fyrir sig ef inaður er að hjóla á annað borð. Að minnsta kosti gerði hann það ekki, þessi hjólreiöamaöur, sem við hittum á förnum vegi. Það er lika miklu skynsamlegra að skilja bllinn, ef hann er fyrir hendi, eftir heima, og hjrtla eða ganga sér til hollustu og sparnaðar, á þessum siðustu og verstu tlmum. -EA/Ljrtsm. Bragi. Merkisútgáfur á ritum Snorra tíl sölu hjá norskum fomsala — önnur dönsk þýðing eftir handriti, sem nú er týnt „Ég kannast við þetta”, sagði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Árnastofnunar, er hann var spurður um útgáfu á ,,Heims- kringla edr Noregs Konunga-Sögor”, sem nú er falboðin i Noregi. Þetta er útgáfa Schön- ings, gefin út i „Hafniæ” 1777—1826. „Þetta verk stendur hér i hillu i stofnuninni hjá okkur. Þetta er afskaplega falleg út- gáfa I geysistóru broti, önnur útgáfa Heimskringlu á frum- málinu, með danskri og latn- eskri þýðingu á hverri siðu. Hvað á hún að kosta?” 12.500 norskar (um 380 þús. Isl. kr.). „Já, ekki er nú gefið. Yfirleitt er það svo, að ef bækur eru hér til sölu, fæst ekki sama verð fyrir þær og auglýst er i erlend- um verðlistum. Það munar tals- verðu, sem verðið ytra er á und- an okkur. Þessi bók hefur ekki verið til sölu hér nýlega, svo það er ekki gott að segja á hvað hún færi hér nú. Nýlega var frumútgáfa Landnámu til sölu i Danmörku, vafalaust gott eintak, úr fyrstu fornritaútgáfunni, sem gefin var út hér, i Skálholti. Það er dýrasta fslenzk bók, sem ég veit um, en hún var verðlögð i verð- lista á 22 þúsund krónur dansk- ar (600 þús. kr. isl.) á danskri fornsölu. Þetta eru að verða stjarnfræðilegar tölur”. Það er Björn Ringströms Antikvariat i Osló, sem býður Verk Snorra Sturlusonar, sem nú eru falboðin I Noregi. Til vinstri „Norske Kongers Chronice”, i upprunalegu bandi. Hægra megin er eitt bindi af þremur af „Heimskringla edr Noregs Kon- unga-Sögor”, sagt rtvenju gott eintak af Schöningsútgáfunni, I þremur bindum, alskinnband. Schönings útgáfu Heimskringlu I auglýsingabæklingi sinum. Auk eintaksins, sem til er i Arnastofnun, mun þessi útgáfa Heimskringlu vera til i nokkr- um einkasöfnum. Bókin er i sex bindum, en venjulega eru bund- in tvö og tvö saman, og orðin sjaldgæf. Þá er boðin önnur útgáfa á norsku konungasögunum, þar er Norske Kongers Chronice, udsat paa dansk aff Peder Clausson, Köbenhavn 1633. „Það er aðeins eitt bindi og ekki eins mikil útgáfa og hitt”, sagði Jónas. „En hún er i sjálfu sér dýrmætari fræðunum, þvi hún er þýdd eftir týndu handriti, En þetta er ein af aðalheimild- unum fyrir þvi, að Snorri sé höf- undur Heimskringlu, þvi það stendur þarna, og menn telja, að það hafi staðið i handritinu, sem hún er þýdd eftir. Og þótt hún sé á dönsku, hefur það samt svolitla þýðingu fyrir varð- veizlu, þvi það má að nokkru sjá, hvernig textinn hefur verið, svo gera má samanburð að vissu marki. Schöningsútgáfan er gerð eftir handritum sem til eru.” Verðið á þeirri bók er 6.300 krónur norskar, eða um 190 þús. isl. krónur. Þá er i þessum bæklingi aug- lýst Laxdæla-Saga á latinu, út- gefin i Kaupmannahöfn 1826. Jónas sagði, að latnesku útgáf- urnar á Laxdælu væri mismun- andi merkilegar. Hann var ekki viss f fljótu bragði, hvort Arna- stofnun ætti einmitt þessa út- gáfu, né hvort hún væri ein af þeim merkilegri. Hún er verð- lögð á 875 krónur norskar — 26.500 kr. isl. Nokkrar fleiri bækur er snerta tsland eru til sölu hjá Bimi Ringström. —SHH íslenzka krónan einhvers virði? Þjófarnir Ihu ekki við íslenzku seðlunum tslenzka krrtnan er ekki I miklum metum — að minnsta kosti ekki hjá frændum vorum Færeyingum. Nýlega var fulltrúi eins útflutningsfyrir- tækja okkar á ferð I Færeyjum. Kom hann að morgni dags til umboðsmanns fyrirtækisins, scm var þá I öngum sínum. Þarna hafði veriö framið innbrot þá um nóttina, og öllu steini léttara stolið frá honum. Þegar Islendingurinn birtist, sagði hann að eitt væri lán i óláni: „tslenzkar krónur eru þó einhvers virði,” sagði hann. Nú? spurði íslendingurinn for- viða. Skýringin var sú að i efstu skúffu i skrifboröi forstjórans hafði verið stórt búnt af islenzk- um 100 króna seðlum. Þjófun- um datt ekki einu sinni I hug að taka búntið meö sér!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.