Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 12.04.1975, Blaðsíða 6
Vísir. Laugardagur 12. apríl 1975. A vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur llelgason v Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Austurför Einars Ástæða er til að fagna heimsókn Einars ) Agústssonar utanrikisráðherra til Sovét- \ rikjanna. íslandi er gagn að þvi, að ráðamenn ( okkar haldi uppi sambandi við valdamenn stór- ( veldanna. Alltaf eru ofarlega á baugi einhver ) mál, sem snerta hagsmuni beggja aðila og ) skiptast þarf á skoðunum um. ( Þess vegna er lika gott til þess að vita, að i ( náinni framtið skuli vera von á heimsókn ) Gromykos, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, \ hingað til lands. Slikar heimsóknir gefa tækifæri í til að fækka ágreiningsefnum og koma sam- / skiptum á vinsamlegra svið. ) Utanrikisráðherra okkar hefur að undanförnu ( haft tækifæri til að ræða við ráðamenn Sovét- ( rikjanna um ýmis vandamál, sem skipta okkur ) miklu. \ Við höfum um nokkurt skeið verið óánægðir ( með of hátt verð á oliunni frá þeim og of lágt ( verð á fiskafurðum til þeirra. Hafa raddir ) magnazt um, að heppilegra væri fyrir okkur að V snúa þessum viðskiptum yfir á frjálsa ( markaðinn á Vesturlöndum. Nú virðist svo sem ) Sovétmenn hafi gefið nokkuð eftir i oliuverðinu og ) er það vissulega spor i rétta átt. (' Við höfum einnig haft vaxandi áhyggjur af ( siaukinni andstöðu Sovétrikjanna við stefnu 200 ) milna efnahagslögsögu. Ekki er liklegt, að ) heimsókn Einars hafi breytt miklu i þeim efnum, ( en alténd er mikils virði að geta túlkað sjónarmið ( okkar i persónulegum viðræðum. ) Utanrikisráðherra okkar hefur einnig fengið \ tækifæri til að benda ráðamönnum Sovétrikjanna ( á furðu og gremju fslendinga út af miskunnar- ) lausri stefnu þeirra gagnvart föður Askenazys. ) Valdamenn Sovétrikjanna hafa jafnan gott af þvi ( að heyra raddir að vestan um slík mál, eins og ( um brottflutningsleyfi gyðinga og útskrifun ) stjórnarandstæðinga af geðveikrahælum. \ -JK Ákvörðun um áburð Rikisstjórnin hefur tekið þá vafasömu á- ( kvörðun að greiða niður verð á áburði um 750 ) milljónir króna. Niðurgreiðslur eru i eðli sinu ) illar, þvi að þær skekkja verðmyndunarkerfið i ( landinu. Þær stuðla að vanþekkingu almennings ( á raunverulegu verði ýmissa afurða og hvetja ) einnig til offramleiðslu á þessum afurðum, sem \\ siðan verður að flytja út með drjúgum út- (l flutningsuppbótum. )) Sú afsökun, að þetta sé til að halda verðlagi ) niðri i landinu er tóm blekking. Það skiptir ekki ( máli, hvort neytendur greiða þessar 750 milljónir ( yfir búðarborðið eða i mánaðargreiðslum skatta ) sinna. 1 báðum tilvikum eru 750 milljónirnar ) greiddar og stuðla að verðbólgu á hvorn veginn ( sem er. ( Rikisstjórninni ber fremur að beina kröftum ) sinum að þvi að rifa niður blekkingarvefinn, sem ) hefur magnazt i efnahagslifinu. Niðurgreiðslur, ( uppbætur, millifærslukerfi, fjármagnsmismun- ( un og lánakjaramismunun, innflutningsbönn, ) framkvæmdastyrkir og fleira slikt gerir efna- \ hagskerfi okkar að slikri grinfigúru, að fjárfest- ( ingarfé okkar fer I meira mæli i súginn en hjá ( flestum öðrum þjóðum heims. )) -JK (( Enn einn áfanginn í kapphlaupi kanslaraefnanna I nyrzta riki Vest- ur-Þýzkalands, Schles- wig-Holstein, sem liggur að landamerkjum Dan- merkur, verður gengið til kosninga á morgun. Þótt kosið sé til heima- þingsins, þá biða menn úrslitanna með eftir- væntingu, þvi að þar sem annars staðar þykja sveitarstjórnar- kosningarnar geta gefið góða visbendingu um, hvernig gengi stóru landsfiokkanna hefur breytzt frá siðustu sam- bandsstjórnarkosning- um. Auk þess eru möguleikar flokksleiðtoganna til þess að hljóta útnefningu flokka sinna til framboðs fyrir kanslaraembættið mikið komnir undir brautargengi þeirra heima I héraði. Þannig séð er margt í húfi fyrir Gerhard Stoltenberg, forsætisráðherra I Schleswig—Holstein, leiðtoga kristilegra demókrata þar I hér- aði. Mikið kjörfylgi á morgun, sem tryggja mundi flokki hans á- framhaldandi setu i stjórn Schleswig-Holstein, mundi um leið auka möguleika hans á að hljóta útnefningu sem kanslara- efni flokks hans. A hinn bóginn er flokki Helmuts Schmidts kanslara, sóslaldemó- krötum, mjög I mun að sanna að smávegis aukning fylgis, sem þeir hlutu i kosningunum i Rinar- löndum i siðasta mánuði, hafi verið meira en rétt stundarblossi, eftir margra mánaða fylgistap. í kosningaundirbúningnum i Schleswig-Holstein hefur sósial- demókrötum tekizt að yfirgnæfa vinstrisinna. Án vafa brennur formanni landssamtaka flokks- ins, Willy Brandt, i muna að sjá, hvernig hinum hófsamari, sem náð hafa yfirhöndinni i flokks- deildinni i Schleswig-Holstein vegnar á morgun. Taki kjósendur þessari þróun innan flokksins vel, munu landssamtökin að likindum taka mið af þvi. Schleswig-Holstein er þriðja minnsta af þeim tiu rikjum, sem mynda Sambandslýðveldiö Þýzkaland. Þar eru á kjörskrá 1.880,000 manns. Þegar frá er tal- inn skipasmiðaiðnaður og annar léttari iðnaður i Lúbeck, er land- búnaður aðalatvinnugrein ibú- anna og kjör manna tiltölulega lakari en viðast i V-Þýzkalandi. Kristilegir demókratar hafa setiö þar i stjórn siðan sambands- lýðveldið var stofnað 1949. t sið- ustu heimaþingskosningum þar (fyrir fjórum árum) fengu kristi- legir demókratar undir forystu Stoltenbergs 51,9% atkvæða og þar með hreinan meirihluta. Sósial-demókratar fengu 41%, en hinir frjálslyndu bandamenn þeirra, frjálsir demókratar fengu aðeins 3,8%. Þeir náðu þannig ekki 5% markinu, sem stjórnar- skráin krefst, að framboðslisti hljóti til þess að eignast fulltrúa á þingi. Stoltenberg, sem er aðeins 46 ára að aldri, er sonur mótmæl- endaprests. Hann var áður lektor við háskóla og blaðamaður, en er i tölu fremslu efnahagssérfræð- inga flokks sins. Hann sat i ráð- herrastól um þriggja ára bil i Bonnstjórninni á siðasta áratug og hafði á sinni könnu umsjón vis- inda. Ef hann hlýtur nógu sannfær- andi sigur á morgun verður ekki framhjá honum gengið, þegar kristiiegir demókratar fara að lita i kringum sig eftir heppilegu kanslaraefni til sambandskosn- inganna á næsta ári. Eins og málin standa I dag fyrir kosningarnar þykja tveir aðrir flokksbræður hans liklegri til að Strauss: Bakaði sér óþokka, þeg- ar hann likti ástandinu I Vest- ur-Þýzkalandi við aðstæður I svinastiu. hljóta útnefningu. Annar er Helmut Kohl, formaður lands- samtaka kristilegra demókrata, og hinn er leiðtogi kristilegra demókrata I Bæjaralandi, Franz Jósef Strauss, fyrrum varnar- mála- og fjármálaráðherra. Stjarna Strauss hefur ögn bliknað eftir ræðu, sem hann flutti á dögunum og hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir. Þar likti hann núverandi ástandi i Vest- ur-Þýzkalandi við aðstæður i svinastiu og lét þau orð falla að frekari efnahagsörðugleikar gætu komið að góðum notum til að minnka brautargengi stjórnar sósial-demókrata. Ef vinsældir Strauss hafa beðið hnekki af þessum ummælum hans, aukast möguleikar hinna. Þar stendur Kohl betur að vigi eftir sigurinn i kosningum Rinar- lands, þar sem fylgi flokksins jókst um 3,9%, meðan sósial- demókratar töpuðu 2%. Sá sigur var þó ekki óblandinn hjá Kohl, þvi að i öllum öðrum heimaþings- kosningum siðasta hálfa árið hafa sósialdemókratar tapað alls stað- ar meiru. Kosningarnar núna um helgina eru þriðju heimaþingkosningarn- ar af sex, sem verða á þessu ári. Næstu kosningar verða I Norð- ur-RIn og Westfalen 4. mai, en þeirra er beðið með mikilli eftir- væntingu, þvi að þar er fjórði hluti kjörinna fulltrúa sambands- þingsins kosinn. Þar sitja saman i heimastjórn sósialdemókratar og frjálsir demókratar eins og I sambandsstjórninni I Bonn. Schmidt kanslari: Stjórn hans yrði það mikill stuðningur ef sóslal- demókratar felldu stjórn kristilegra I Schleswig-Holstein. Stoltenberg: öðlast möguleika sem kanslaraefni kristilegra demókrata, ef hann færir flokkn- um góðan sigur á morgun. Formaður sósialdemókrata i Schleswig-Holstein er að nafninu til Jochen Steffen, róttækur vinstrimaður. Hann hefur þó eng- an þátt tekið i kosningaundirbún- ingnum — vegna veikinda, að sögn forráðamanna flokksins. Aðrir telja þó, að þessi veikindi Steffens séu meira sprottin af marxiskum tilhneigingum hans, sem flokkurinn óttast að muni fæla kjósendur frá. Steffen hefur t.d. lýst yfir þvi, að hann vilji láta þjóðnýta alla banka. Kosningabaráttu sósialdemó- krata hefur þvi verið stýrt af Klaus Matthiesen, 34 ára félags- fræðingi, sem öfugt við Steffen er 1 góðum tengslum við Schmidt kanslara og aðra hægfarasinn- aðri flokksmenn. Hann hefur reynzt flokknum drjúgur liðs- maður á heimaþinginu i Kiel og er enda formaður þingflokksins þar. Matthiesen er mikill háðfugl og ber kosningabaráttan að þessu sinni keim þar af. Báðir flokkar hafa helgað kosn- ingabaráttuna heimastjórnar- málum að mestu. Inn i umræð- urnar hafa þó slæðzt áhyggjur manna af atvinnuleysi, sem fylgt hefur verðbólgu-ráðstöfunum Bonnstjórnarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.