Vísir - 14.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 14. april 1975. visiBsm: — HAFIÐ ÞÉR REYNT AÐ HÆTTA AÐ REYKJA? Jón Þór Hannessun. hljóötækni- maöur: — Já, það geri ég einu sinni á ári. Nei, það er ekki ára- mótaheitið. Ég hef það bara fyrir reglu að reykja ekki einn mánuð á ári. Það er venjulega í lok árs- ins og mér tekst jafnan að stand- ast freistinguna þann mánuð. Jón Kári Jónsson, nemi: — Já, það var i fyrra og ég hef ekki byrjað aftur. Ég var að visu ekki orðinn neinn stórkostlegur reyk- ingamaður. Ákvað bara að hætta áður en það yrði erfiðara. Randver Randversson, nemi: — Ég var byrjaður að reykja þegar ég var smápatti. Pabba tókst að venja mig nokkurn veginn af sigarettureykingum. Núna reyki ég bara einstöku sinnum. Svona þegar taugarnar eru með slapp- asta móti. Nú, og svo fæ ég mér lika vindil stöku sinnum. Axel Tulinius, fuiltrúi fógcta: — Já, ég hætti þegar ég fann, að mér varð ekki gott af reyknum. Ég tók þá ákvörðun að hætta einn morg- uninn og hef ekki snert við siga- rettu siðan. Það var á árinu 1947. Alexia Gunnarsdóttir, vegfar- andi: —Já, já ég hef oft reynt að hætta. Aðallega vegna heilsunn- ar, en einnig vegna þess, hve það er dýrt að reykja. Einu sinni tókst mér að halda mér frá sigarett- unni i sex mánuði. Valgeröur Gunnarsdóttir, hús- móðir: — Að visu hef ég reynt að hætta, en ég hef aldrei lagt sér- lega hart að mér og reyki þvi enn. Það er nú ekki nema hálfur pakki á dag. Ég drep mig varla á þvi.... Fœkkuðu sígarettunum úr tvö þúsund á dag niður í 24! — reykinganámskeiðið gefur góða raun — segir Gunnar Hannesson sem nú setur niður rósir í garði sfnum setur hann niður daliur i potta. ,,Það er hæfilegt að setja þær út i garðinn i júni”. — Er þetta stærsta áhuga- málið? ,,Já, þetta er mitt fyrsta hobbý. Ljósmyndun er svo extra....” Líklega eru fæstir byrj- aðir að gróðursetja og standa i stórræðum í görðum sínum á þessum tíma og setja kannski snjó og frost fyrir sig. Gunnar Hannesson verzlunarmaður, sem margir kannast við vegna Ijósmynda hans, er þó byrjaður og við hittum hann í garði sínum við Miklubrautina, þar sem hann var að setja niður rósir. ,,Ég fékk þessar frá Dan- mörku”, sagði hann okkur. ,,Það er nauðsynlegt að gróður- setja snemma. Ég geri það allt- Þeir reyktu samtals tvö þúsund sigarettur á dag þegar þeir byrjuðu á námskeiðinu, en þegar þvi lauk eftir fimm daga, voru sigaretturn- ar ekki orðnar nema 24. Það gaf þvi góða raun reyk- inganámskeiðið svokallaða sem Bindindisfélagið stóð fyrir og er nú nýlokið. Tvö þúsund sigarettur kosta.um fimmtán þúsund krónur á hverj- um degi, en 24 rúmar hundrað og fimmtiu krónur. Hundrað manns tóku þátt i námskeiðinu sem fram fór hér i Reykjavik. Samtimis fór fram námskeið i Bændaskólanum á Hvanneyri og tóku 17 þátt i þvi. Þar hættu allir en 90% hér i Reykjavik hættu algjörlega. Ýmis ráð eru gefin á þessu námskeiði. Má þar til dæmis nefna að drekka sem mest af vatni, gönguferðir úti i fersku lofti, láta vera að borða sterkan mat og til dæmis kaffi, og þegar löngunin i sigarettu gerir vart við sig, er um að gera að flýta sér út og draga djúpt andann. Þátttakendur eru paraðir og meðan á námskeiðinu stendur getur annar aðilinn hringt i hinn með ýmiss konar uppörvanir. Margir halda þvi áfram svo vik- um eða mánuðum skiptir. Næsta námskeið verður haldið á Selfossi. — EA Gunnar Ilannesson setur ekki fyrir sig snjó eöa frost. Hann segir, aö bezt sé aö gróöursetja I aprll. Þegar Vlsir heimsótti hann, var hann aö setja niöur rósir frá Danmörku. Ljósm.: Bragi. af i april, þó held ég flestir geri það i maí. Gróðurinn er lengi að taka við sér, en ef það er gott sumar, þá má búast við að það blómstri i ágúst eða september. Ef sum- arið er hins vegar slæmt, þá rétt lifnar þetta við i október. Rósirnar þola dálitið frost, þess vegna set ég þær niður núna”, hélt Gunnar áfram. Og Gunnar ætti að hafa tals- vert til sins máls. Garður hans hefur verið verðlaunaður sjö sinnum af Fegrunarnefnd borg- arinnar. Þeir eru lika margir sem leita til hans með ýmislegt i sam- bandi við gróður. „Það er hringt' til min að minnsta kosti einu sinni á dag”, sagði Gunnar. Bóndarósir svokallaðar eru byrjaðar að stinga sér upp i garðinum hjá honum, og i litlu gróðurhúsi sem hann er með TÆKNIMISTÖK Tæknileg mistök i sameigin- legri prentsmiðju blaðanna og i prófarkalestri Timans ollu þvi, að Timinn birti um daginn töflu um ensku knattspyrnuna yfir upphafsstöfum iþróttablaða- manns Visis, — hsim, sem töfluna hafði samið. Það var ekki viljandi gert af hálfu Timans að nota efni Visis á þennan hátt. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hvoða lög gikka um sam- komuhakl um bœnadagana? „Hvað líður endurgreíðslu?" Ilaliur Sigurbjörnsson hringdi: „Mig langar að fá að vita, hvaða lög gilda um samkomu- haid um bændadaga og páska. Svo er mál með vexti, að i plássi einu úti á landi stóð til að halda kvikmyndasýningu á skirdag, en bæjarfógetinn bannaði það og sagðist styðjast við lög þar að lútandi og gera það að frum- kvæði prestsins. í næsta þofpi, sem er i innan við 10 kilómetra fjarlægð, voru böll alla hátiðisdagana með öllu þvi sem þeim til heyrir. Og Reykjavikurblöðin auglýstu hvers konar samkomur, að minnsta kosti á skirdag og annan i páskum, og kvikmynda- húsin voru opin. Eru til einhver lög um þetta efni? Gilda þau ekki um allt land, ef þau eru til? Er ekki skylda að framfylgja þeim? Geta prestar ákveðið, hvenær á að framfylgja þeim og hvenær ekki?” Sex barna móðir i Garða- hreppi skrifar: ,,Hvað liður endurgreiðslu á tannviðgerðum barna á skyldu- námsstigi? Koreldrum var lofað þvi i haust, að tann- viðgerðir barna þeirra yrðu endurgreiddar, en ekkert bólar á þvi ennþá. Ég hef nú varið 200 þúsund krónum i vetur til tannviðgerða á fjórum börnum minum á þessum aldri, en ekki fengið eyri endurgreiddan. Ég vildi gjarnan fá við þvi greinar- góð svör, hvernig stendur á þessum vanefndum og hvenær við getum vænzt þess, að staðið verði við gefin loforð, — eða hvort yfirleitt verður staðið við þau.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.