Vísir - 14.04.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 14.04.1975, Blaðsíða 13
13 Visir. Mánudagur 14. apríl 1975. FH-banarnir urðu Evrópu meistarar! Liðiö, sem sló FH út úr Evrópu- keppninn i handknattleik karla, ASK Vorwarts frá Austur-Þýzka- landi, sigraði Borac Banja Luca frá Júgóslaviu i úrslitaleik Evrópukeppninnar, sem háður var i Dortmund i Vestur-Þýzka- landi i gær. Austur-Þjóðverjarnir höfðu eitt mark yfir i hálfleik, 9:8, og kom- ust 3mörkum yfir, 18:15, þegar 10 minútur voru eftir af leiknum. Júgóslavarnir minnkuðu bilið i eitt mark 18:17, en á siðustu sekúndu tryggði Vorwarts sér titilinn með glæsilegu marki úr horninu. Leikurinn þótti góður og geysi- lega spennandi, en var mikið skemmdur af lélegum dönskum dómurum. Áhorfendur voru margir, og Júgóslavar þar i meirihluta. Þoldu þeir illa tapið, en komizt var hjá vandræðum — jafnvel eftir að einn þeirra hafði kastað tómri flösku i höfuðið á einum austur-þýzkun> áhorfanda. — klp —- ión Diðriks- son góður Jón Diðriksson, hlauparinn kunni úr Borgarfirðinum, nýkom- inn heim frá æfingum á Englandi, hljóp mjög vel i Bessastaðahiaup- inu I gær. Varð langfyrstur I mark á 14:46.0 mín. en það er mjög góð- ur timi þvi vegalengdin var tæpir fimm kflómetrar. Annar I hlaupinu varð Sigurður P. Sigmundsson, FH, á 15:41.0 min. og 3ji Einar Guðmundsson, FH, á 16:00.0 mln. Kepþendur voru ellefu. í kvennaflokki hafði Ragnhildur Pálsdóttir, Stjörn- unni, yfirburöi. Hljóp á 9:55.0 min. Inga Lena Bjarnadóttir, FH, varð önnur á 10:36.0 mln. og Sól- veig Pálsdóttir, Stjörnunni, 3ja á 11:11.0 min. Keppendur voru sjö. — hsim. Stórsigrar í íshokkey Fjórir leikir voru háðir I heims- meistarakeppninni I ishokkey i Dusseldorf um helgina — og úrslit voru ekki óvænt. Sovétrlkin sigruöu Bandarikin 13-1 — 10-1 I siðustu lotunni, og Tékkósióvakia vann PóIIand 8-2 á laugardag. 1 gær sigruðu Svlar Pólverja með 13-0 og Finnar unnu Banda- rikjamenn 9-1. Staðan i keppninni er nú: Sovétrikin Tékkóslóvakía Sviþjóð Finnland Pólland Bandaríkin 6 6 0 0 53-15 12 6501 34-14 10 6 4 0 2 34-9 8 6303 27-22 6 7106 11-57 2 7007 17-59 0 Tvö heimsmet í lyftingum Búlgarskir lyftingamenn settu tvö ný heimsmet á móti I Donaueschingcn I Vestur-Þýzka- landi á laugardag. Valentin Christov náði samanlagt 402.5 kg i þungavigtinni og bætti heims- met Pavel Pervuchin, Sovét- rikjunum, um 2.5 kg. Það var áð- ur 400 kg. 1 fjpðurvigt snaraði Nourair Nourikeyan 127 kg og bætti heimsmet Japanans Kasamatsu Hirai um eitt kiló. — hsim. Staðo verkfrœðings til að veita forstöðu Framkvæmdadeild Rafmagnsveitna rikisins er laus til um- sóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé rafmagns- verkfræðingur. Umsóknum um stöðuna ásamt upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf send- ist starfsmannadeild fyrir 1. mai n.k. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116, Reykjavik Skóli - Breiðholt Frá yngri barnaskóla Ásu Jónsdóttur, Keilufelli 16. Innritun barna á aldrinum 5 og 6 ára, fyrir næsta vetur, fer fram dagana 15. til 23. april n.k. Allar upplýsingar i sima 72477 frá kl. 10-12 fyrir hádegi og i sima 25244, frá kl. 6.30-8.30 eftir hádegi. Skólanefndin. Kaupmannasamtök Islands boða til fé- lagsfundar að Hótel Loftleiðum, Vikinga- sal, þriðjudag 15. april n.k. kl. 20.30. Fund- arefni: Kjarasamningar. Stjórnin. Félagsfuitdur Verzlunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund þriðjudaginn 15. april 1975 kl. 20 að Hótel Esju. Fundarefni: Samningamir Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Málm- iðnaðarmenn Islenska Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn nú þegar. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, simi 52365. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavik. og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst i póst- hólf 244, Hafnarfirði. íslenska Álfélagið h.f., Straumsvik. Éii Alþýöubankinn hf. LAUGAVEGI 31 REYKJAVÍK Aðalskrifstofa Flugleiða flucfélac LOFTLEÍDIR 1SLAJVDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.