Vísir - 14.04.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 14.04.1975, Blaðsíða 9
 PUMA Fótboltar Sportvöruverzlun Ingólfs Ötkarxsonar Klappantig U — Siml 11783 — Rcytjavlk Vörn er bezta sókn! Axel í annað Ólafur H. Ólafsson hélt Islandsmeistaratitlinum i einliðaleik í borðtennis með vel útfœrðum varnarleik — Sókn er bezta vörnin,” segir gamalt máltæki, sem mikiö er notað I iþróttum. Þessu máltæki sneri borðtennismaðurinn ólafur H. Ólafsson við, þegar hann lék til úrslita i einliðaleiknum i tslands- mótinu í borðtennis i Laugardals- höllinni i gær. Hann mætti þar hinum 16 ára gamla Gunnari Finnbjörnssyni og sigraði hann 3:1 með mjög góðum varnarleik, sem hann er þekktur fyrir. Gunnar komst i Urslit með þvi að sigra Hjálmar Aðalsteinsson KR I undanúrslitunum, og Ólafur með þvi að sigra Hjört Jóhanns- son UMFK. í úrslitaleiknum sótti Gunnar allan timann en Ólafur varðist. Gunnar sigraði i fyrstu lotunni 21:16 en þá næstu vann Ólafur með sömu tölum. Þriðju lotuna vann Ólafur 22:20, og loks þá fjórðu 21:17. Tók hannþar með Islandsmeistaratitilinn annað árið i röð. Gunnar varð annar, Hjálmar þriðji og Hjörtur fjórði. í tviliðaleiknum sigruðu þeir Hjálmar Aðalsteinsson og Finnur Snorrason KR þá Ólaf H. ólafs- son og Birki Þ. Gunnarsson Erninum, en i þriðja sæti urðu þeir Ragnar Ragnarsson og Björgvin Jóhannesson Gerplu. 1 einliðaleik kvenna sigraði AstaUrbancic Erninum Guðrúnu Einarsdóttur Gerplu i úrslita- leiknum, en i tviliðaleiknum unnu Guðrún Einarsdóttir og Sólveig Sveinbjörnsdóttir Gerplu þær Bergþóru Valsdóttur og ólöfu Bjamadóttur, Erninum. Tvenndarkeppnina unnu þau Guðrún Einarsdóttir og Björn Jóhannesson Gerplu, en þar léku þau til úrslita við annað Gerplupar — Sólveigu Svein- björnsd., og Stefán Konráðsson. 1 Gidboys flokknum sigraði Jósef Gunnarsson KR en hann lék til úrslita við Aðalstein Eiriksson Erninum. Þórður Snæbjörnsson Hveragerði varð i þriðja sæti. Um helgina var einnig keppt i unglingaflokkunum, og urðu úr- slit þar þessi: Einliðaleikur unglinga 15 til 17 ára: Gunnar Finnbjörnsson E. Hjörtur Jóhannsson UMFK Stefán Konráðsson Gerplu. Tviliðaleikur: Einar 0. Ólafsson E / Stefán Konráösson Geplu. Gunnar Finnbjömsson E / Jónas Kristjánsson E. Tómas Guðjónsson KR / Hjálmtýr Hafsteinsson KR. í öðrum flokkum var aðeins keppt I einliðaleik og urðu úrslit þar þessi: Drengir 13 til 15 ára: Tómas Guðjónsson KR Hjálmtýr Hafsteinsson KR Sveinbjörn Arnarsson E Drengir 13 ára og yngri: Bergsveinn Ólafsson E Hermann Kristjánsson, Gerplu Arni M. Hannesson, HSK Einliðaleikur stúlkna: Bergþóra Valsdóttir E Ólöf Bjarnadóttir E Asta Urbancic E. Keppendur 150 talsins. sinn á spítala Verður samt með í úrslitaleiknum við Gummersbach Dankersen, liðið, sem Is- lendingurinn Axel Axelsson leikur með f Vestur-Þýzkalandi, hefur svo gott sem tryggt sér rétt til að leika úrslitaleikinn við Gummersbach f vestur- þýzku 1. 1. deiidinni i hand- knattleik. Dankersen sigraði á heima- velli i fyrri leiknum við Hof- weier með 22 mörkum gegn 11, og er talið fráleitt að liðið tapi siðari leiknum, sem verður um aðra helgi, með meiri mun en það. Gummersbach sigraði f sinum leik á útivelli meö 17 mörkum gegn 16. Axel var lftið meö i leiknum gegn Hofwier. Hann var sjukrahusi alla sfðustu viku, þar 1 sem hann gekkst undir aðgerð á nefi. Hann nefbrotnaði í leik fyrir nokkru og hefur það háö honum mikið. Samt skoraði liann 11 mörk i æfingaleik með Dankersen rétt fyrir leikinn viö Hofwier. -klp Meistarakeppni KSÍ: Gullliðið topaði fyrir silfurliðinu tslandsmeistarinn f borðtennis — Ólafur H. Ólafsson. Ljósmynd Bjarnleifur. íslandsmótið í handknattleik: Ármann fékk tvo titla og annað fœri á þeim þriðja Tveir aukaleikir verða að fara fram i úrslitakeppninni i tslands- mótinu i yngri flokkunum i hand- knattleik, en i þvi móti voru margir úrsiitaleikir leiknir um siðustu helgi. Þessir leikir eru i 2. flokki karla og kvenna, en þar urðu tvö lið jöfn að stigum. t 2. flokki karla, en sú keppni var háð á Akureyri, urðu Ar- mann og Haukar jöfn að stigum eftir 13:13 jafntefli og sigur yfir' þriðja liðinu I úrslitunum — Þór frá Akureyri. t 2. flokki kvenna verðuraðfara fram aukaleikur á milli Þróttar og tBK en þau hlutu bæði 4 stig. FH og Völsungur frá Húsavik hlutu 2 stig. Kefivikingar skelltu tslands- meisturunum frá Akranesi á afturendann i kulda og roki i Meistarakeppni KSt i Keflavik á laugardaginn. Þeir sigruðu i leiknum með þrem mörkum gegn einu og voru það sanngjörn úrslit. Nokkur hasar og harka var i leiknum og voru m.a. tveir menn bókaðir fyrir óþarfa brot. Kefl- vikingar voru fyrri til að skora — Steinar Jóhannsson með þrumu- skoti i markhomið, og átti Davið markvörður Skagamanna ekki minnstu möguleika á að verja. Teitur Þórðarson jafnaði skömmu siðar úr vitaspyrnu, en Ólafur Júliusson kom Keflviking- um aftur yfir með þvi að skalla boltann yfir Davfð, sem var óá- kveöinn i úthlaupinu. Kári Gunn- laugsson innsiglaði svo sigur Keflvlkinga með þriðja markinu, sem Davið réð heldur ekkert við. Úrslit fengust i öðrum flokkum | og urðu þau sem hér segir. t. 3. flokki karla sigraði FH, Þróttur varð I öðru sæti en slðan komu Fram og Völsungur. t 3. flokki kvenna sigraði Fram með yfirburðum. Haukar urðu i öðru sæti, Valur i þriðja og Þór i fjórða. Þá lauk einnig keppni í 1. flokki karla og kvenna og sigraði Árinann i báðum flokkunum. — Sigraði FH I karlaflokki og Fram i kvennaflokki. Áður voru kunn úrslit 14. flokki karla, en þar sigr- aði Fram. -klp- í lið Skagamanna vantaði Jón Gunnlaugsson, en bezti maður liðsins var Jón Alfreösson. Kefla- vikurliðið var jafnt og þar enginn betri né verri en annar. 4 gerðir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.