Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið 1 síma 12323
Auglýsing 1 Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
171. tbl. — Laugardagur 30. júlí 1966 — 50. árg.
Tefur rauö-
áta djúpt
úti síldar-
•SJ-Reykjavík, föstudag.
Tíminn hafði í dag tal af
Jakobi Jakobssyni, fiski-
fræðingi, en hann hefur
undanfarna þrjá daga stjórn
að síldarleit eystra.
Síldin hefur gengið treg-
lega á miðin, og er trúlegt
að mikil rauðáta djúpt úti
tefji ferðir síldarinnar. Nú
eru mjög góð skilyrði út
af Austurlandi og sennilegt
að síldin komi nær landi
þegar líður lengra_ á sumar-
ið. Eins og oft áður virðist
vera millibilsástand um
þetta leyti. Ægir varð var
við síld austur af Hvalbak,
en þar var einnig mikið um
kolmunna og var því erfitt
að veiða síldina þar. Einn
bátur fékk dálítið sildar-
magn á þessum slóðum.
Síldin er dreifð á stórnm
svæðum við Jan Mayen, allt
austur undir 3ju lengdar-
Framhald á bls 14
Ironsi horfinn - óvíst um afdrif hans
UPPREISN GERD
í NÍGERÍU í GÆR
NTB-Lagos, föstudag.
Uppreisn var gerð í her Nígeríu
í dag og uppreisnarmenn handtóku
æðsta mann landsins, Johnson
Aguiyi-Ironsi, herforingja. Áreið-
anlegar heimildir segja, að her-
foringinn hafi verið handtekinn í
borginni Ibadan í vesturhluta Níg-
eríu, en ekki er vitað um það með
vissu, hvort hann er lífs eða lið-
inn.
Ríkisstjórinn í Vestur-Nígeríu,
Faguiyi yfirliðsforingi, var einnig
handtekinn af uppreisnarmönnum.
Síðdegis í dag var enn barizt af
hörku umhverfis flugvöllinn, sem
er 22 km fyrir utan höfuðborg
landsins, Lagos. Útvarpsstöðin í
Nígeríu sendi í kvöld út opinbera
tilkynningu frá ríkisstjórn lands-
ins, þar sem neyðarástandi var
lýst yfir í borgunum Ibadan,
Ikeja og Abeokuta. Það var í
Abeokuta, sem uppreisnin hófst.
Áreiðanlegar heimildir segja, að
hermenn þeir, sem uppreisnina
gerðu, hafi tekið flugvöllinn á sitt
vald um nóttina og m. a. stöðvað
flugvél frá brezka flugfélaginu
British Airways Corporation. Far-
þegarnir urðu að dvelja í allan
dag í hóteli skammt frá flugveli-
inum. Var enn barizt fyrir utan
flugvöllinn í kvöld og segja heim
ildirnar, að 10—12 hermenn hafi
l
látið lífið, og barizt sé með vél-
byssum og sjálfvirkum vopnum.
f yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
segir aftur á móti, að stjórnin hafi
áðurnefnda þrjá bæi á sínu valdi,
og að vonir standi til að kyrrð og
reglu Verði komið á mjög bráð-
lega. Skipaðir hafa verið herdóm-
Framhald á bls. 14.
Ironsí hershöfðingi
700 HÉLDU í Þ0RS-
MÖRK í QÆRKVÖLDl
HZ—Reykjavík, föstudag.
í gærkvöldi lögðu milli 6—
700 manns af stað í Þórsmörk
með áætlunarbifreiðum. Stærsti
hópurinn, 230 manns, fór með
Úlfari Jacobsen en auk þess
fóru áætlunarbifreiðir frá
Guðmundi Jónassyni, Kjartani
og Ingimar og Austurleið með
um það bil 400 manns. Ungl
ingar voru i yfirgnæfandi meiri
hluta og eftirvæntingin leyndi
sér ekki í svip þeirra. Flestir
voru á aldrinum 15—17 ára.
Bítlaklæðnaður og hattar ein-
kenndu flesta unglingaua en
amiars virtust þeir hafa nægan
útbúnað og matarbirgðir.
Vegalöggæzla verður á Suð-
urlandi og auk þess mun lög
reglan á Selfossi og á Hvols
velli fylgjast vel með ferðun
uim. Eins og frá var skýrt í
Tímanum í gær, munu 12
lögregluþjónar sjá um lög-
gæzlu í Þórsmörk. Hjálparsveit
skáta og læknir munu veita alla
sjúkraaðstoð.
Myndína hér til hliðar tók
HZ í Austurstræti skömmu fyr
ir klukkan átta í gærkvölöi,
þegar verið var að ferðbúa
áætlunarbílana frá Úlfari Jac
obsen.
VEÐRID (IM HELGINA
FB—Reykjavík, föstudag.
Veðurfræðingar spá
stilltu veðri og víðast hvar
norðlægri átt. Á Norður-
landi er gert ráð fyrir sóí-
arlausu veðri og úrkomu
á stöku stað. Betra ætti
veðrið að verða sunnan-
lands og vestan, en þó er
einnig þar hætt við skúr-
um. í dag var heldur kalt
á'ramhald á bls 15
SJ-Reykjavík, föstudag.
Óiafur Ketilsson, hinn
landskunni bifreiðarstjóri,
hringdi til Tímans í gær og
sagði, að þau stórtíðindi
hefðu gcrzt á Austurvegi,
að loksins hefði verið borið
ofan í veginn á kílómeters-
svæði, milli Þrengslavegar
og Hveradalabrekku.
Ólafur sagði, að menn
hefðu ekki orðið vitni að
slíku afreki síðan þessi veg-
ur var lagður fyrir nokkrum
árum.
Framhald á bls. 14.
Ofbeldisaðgerð
II
— segir ASI um bráðabirgAaliig samgöngum.ráðherra
EJ—Reykjavík, föstudag.
Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands hélt fund á miðvikudaginn
og samdi þar ályktun, þar sem
segir, að miðstjórnin telji, að setn
ing bráðabirgðalaganna til Iausn
ar deilu framreiðslumannd „sýna
algjört virðingarleysi fyrir verk
fallsréttinum, sem þó nýtur vernd
ar íslenzkra laga, og mótmælir
því harðlega setningu þeirra sem
ofbeldisaðgerða gagnvart verka
Iýðshreyfingunni"-1
I Ályktun miðstjórnar er svo-
hljóðandi:
„Miðstjórn Alþýðusambands Is-
i lands vill enn einu sinni, að ný-
gefnu tilefní, lýsa því yfir, að
•hún telur verkfallsrétt verkalýðs
félaganna helgan rétt, sem ekki
megi skerða, og nauðsynlegt tæki
félögunum í vörn fyrir áunnum
réttindum meðlima þeirra og
sókn til betri lífskjara fyrir þá.
Þann 15. þessa mánaðar var log
lega boðað verkfall Félágs fram
reiðslumanna bannað með bráða
birgðalögum, sem sett voru fyrir
atbeina samgöngumálaráðherra,
m. a. á þeim forsendum, að félags
skapur eigenda veitinga- og gisti
húsa hafi ákveðið að loka veit
ingahúsum sínum fyrir alla, nema
erlenda dvalargesti, meðan verk
fallið stæði, en það muni aftur
hafa í för með sér hættu á, „--
að varanlega verði spillt árangrí
langrar og ötullar landkynningar
Framhald á bls. 14.
„Þyrluleil“ að
2glæpa-
mönnum
NTB-Nyköping, föstudag.
Aðfaranótt föstudagsins
skutu tveir menn á sænzk
an lögreglumann, Ragnar
Sandahl, og var þeirra leit
að í dag úr þyrlum. Fjórar
þyrlur og mikill f jöldi Iög
reglumanna tók þátt í leit |
inni, sem ekki hafði borið
nokkurn árangur er síðast
fréttist.
Sandahl var, ásamt fleiri
Framhalri á bls. 14