Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 7
7 LAUG Aiy>AGUR 30. jxíií 1986 TÍMINJNL Guðmundur Jósafatsson: Um daginn og veginn Rabb það, s- -ér fer á eft ir sendi ég iu psriíði meS tiimælum um að fá að flytja það í útvarpsþættinum „Uin daginn og veginn. Eg fékk það endursent athugasemdalaust eftir rúman mánuð. Veit því ekki, hvað af því, sem þar er sagt, er þess eðlis, að það myndi óhreinka útvarpið.. Hér bivtist seinni hlutinn, en fyrri hlutinn birtist fyrir viku síðan. Höfundur er beðinn velvirð ingar á því hvað dregist hefur að birta greinina. Bjarni Sæmundsson segir um þorskinn í bók sinni Fiskarnir: „Afarmikil viðkomuvon fer for- görðum í öllum þeim ösköpum af eggjum (hrognum), sem deyja ógotin með fiskinum, sem veidd- ur er um hrygningartímann." Bjarni bendir þarna á þá óvéfengj anlegu staðreynd að enginn fiskur veiðist, sem ekki fæðist. Aðaler- indi þorsksins inn að strönd lands- ins er að hrygna, — að ræ'kja þá höfuðskyldu sína við lífið, að efna (□□I HIEH-FIDEL-ITY 3 hraðar, tónn svo af ber ii:n t\ BELLA MUSICA1015 Spilari og FM-útvaro r:i7iiY\ AIR PRINCE 1013 Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstfg 26, sími 19800 til næstu kynslóðar. Það virðist og staðreynd að hann telji henni að mun borgnara á grunnsævinu við stendur landsins, en á dýpri sjö. Leitin til lands mun honum því lífsnauðsyn í þess orðs beztu merk- ingu. En til þess að hann fái rækt þessa skyldu, við lífið þarf hann að hafa einhvern frið og einhvern tíma. Nýlega heyrði ég þá fregn í út- varpinu, að eitt fiskiskipið hefði fengið 30 tonn af þroski í nót sína í einu kasti. Mér hnykkti við fregninni. Vissulega hlýtur þessi nót að vera víð. En svo víð getur hún ekki verið, að þarna hafi ekki verið um geysimergð að ræða og í raun og veru á ótrúlega litlum bletti. En hvaða erindi átti þessi fjöldi inn í þessa hvirfingu? — Þetta heitir víst torfa á máli sjó- manna. — Ekki er trúlegt að hann hafi þyrpst svona saman í ætisleit? Er hann ekki einmitt kominn í slíkar torfur i æxlunarerindum? Er ekki slíkur hnappur einmitt nauð- syn til þess að æxlunin takist7 Eru ekki miklu meiri líkur fyrir að hrognin frjóvgist þegar til frjóvg unarinnar er efnt í slíkri samhjálp en éf aðeins væri um tvo einstakl- inga að ræða þótt samstæðir væru? Væri hér rétt til getið, hversu horfir þá við um hlut okkar ís- lendinga í þessum málum? Hjálpa ekki leitartækin sjómönnunum til að inna hér af höndum geipileg- ustu hermdarverkin í garð viðhalds ins á þroskastofninum, sem til þessa hafa verið unnin á miðum vorum, þegar botnvarpan inn við landsteinana er frátekin? Vísa þau ekki á þessar sérstæðu uppsprett- ur lífsins á miðunum? Ef svörin yrðu jákvæð við þessum spurning- um, mundi þá ekki með beitingu þorsknótarinnar um hrygingartím ann verið að vinna sama hermdar- verkið og unnið var með ádrætti á hrygningárstöðvar laxins, meðan hrygningin stóð sem hæst? Saga vor gerði okkur þar reynslunni rikari og standa nú glæstar vonir til að sú sorgarsaga verði að sigur göngu. En enn sem komið er mun fátt benda til hliðstæðra afreka á sviði þorskræktar, sem vonir gera væntanleg í laxrækt. Það er engum fjær en mér, að gera lítið úr ágengni hinna er- lendu sjómanna á landgrunnið ut- an þeirrar landhelgi, sem nú er ákveðin í viðurkenndum lögum. Vissulega mun ærin vá fyrir dyr- um, af þeirri ásókn á ungviðið, sem fyrir okkur er lýst í hinum tilvitnuðu setningum og hér verða ekki véfengdar. Þegar það bætist svo við, að fiskileitartækin og veiðarfærin í sameiningu, eru orð- in svo voldug að þroskurinn á hvergi friðarvon til þess að leggja undirstöðuna að viðhaldi stofnsins, hversu horfir þá við um þróun hans? Hversu er þá langt til þess að skorið sé svo á þann streng að hann verði torvelt að bæta? Megum vér íslendingar gera það? Hér sem fyrr spyr sá sem ekki veit. Og þó spyr ég enn: Erum við ekki að vinna sömu hermdar- verkin á síldinni og Bretar vinna á hinum unga hluta þorskstofns- ins? Á hvaða þroskastigi stóð Hvalfjarðarsíldin, sem mestri ólgu olli á sínum tíma? Hvað um Eyja- fjarðarsíldina fáum árum síðar? Hvað um síldina við Vestmanna- eyjar? Og síðast en etv. ekkí sízt Hvað um síldina, sem nú er sótt tugi jafnvel hundruð sjómilna aust ur í haf? Er það, sem þar veiðist allt fullþroska? Erum við ekki í þeim málflutningi, sem hæst er á lofti haldið um erlenda sókn á ungfiskinn utan landhelginnar, án þess um leið að geta að nokkru hátta okkar innan landhelginnar, meðan hrygningin stendur sem hæst, að hagræða sannleikanum í málinu? Og er það ekki þegar á allt er litið argasta hagræðing hvers máls? Við heyrum árlega rætt um hungursneyð einhvers staðar á hnettinum og tókum nýlega þátt í herferð gegn hungri. Virðist af sumum blaðafregnum að dæma, kenna nokkurs stolts yfir hlutdeild vorri i þeirri för. Hér skal engin tilraun gerð til að kasta rýrð á þann hlut okkar, sem þar kom á skiptavöll. Mundu flestir kjósa okk ur það hlutskiptið, að vera þessa megnugir sem oftast. En sé betur að gáð, er þessi tegund hlutdeild- ar okkar svo ótrúlega lítil að litlu er mikilvægari en dropinn í haí- inu. Sú herferðin gegn hungri, sem mikilvægust er, er sköpun mat væla. Undanfarið hefur hlutur vor íslendinga í þeirri sköpun verið svo stór, að furðu gegnir. Hún er sú herferð gegn hungri, sem ein er í fullu gildi, þegar skoðað er niður í kjöl, að því þó tilsikUdu að samhjálp mannkynsins um dreif ingu matvælanna bregðist ekki. En meginhluta þeirra matvæla, sem við höfum lagt í hið sameig- inlega matbúr mannkynsins, höf- um við sótt á fiskimiðin. Að búr- kistu þeirri, sem landbúnaðurinn hefur reynst okkur og reynist, höf- um við setið að mestu einir og er það síður en svo sagt til að rýra þann hlut né gildi hans. En séu miðin lögð í örtröð ráðumst við til fylgdar í herferð með hungri og er ég þess fullviss, að til slíkr- ar krossferðar mundu fáir íslend- ingar. vilja ráðast vísvitandi. En við skuluni ekki seilast svona langt. Trúlegt er að okkur nægi til dægra dvalar að draga mun skemmra. Mundi það ekki ærið til að velta fyrir sér, hversu við mundi horfa á okkar eigin matborðum að fiski- miðum vorum mjög tæmdum? Með eyðingu þeirra er verið að taka brauðið frá börnunum í þess orðs miskunnarlausustu merkingu. Það verður hlutskipti framtíðarinnar að álykta, fyrir hverja því er kast- að. En að þessu brauði okkar köst- uðu: Eigið þið þá alveg víst, að hungrið berji hvergi að dyrum ís- lendinga? En þess skyldum við minnug, að hungrið hagræðir aldr- ei sannleikanum. Þegar það ber að dyrum, segir það hann nakinn, hversu kaldrænn, sem hann kann að reynast. Og að endingu þetta: Skömmu eftir síðustu aldamót kom út hér á landi kristilegur barnalærdómur eftir norskan prest Thorvald Klav eness. Þar var mjög oft endurtek- in þessi spurning: „Hvað segja fræðin um þetta?“ Þár var átt við fræði Lúthers. Nú hafa þau verið vegin og léttvæg fundin og því mjög tapað gildi sínu í fræðslumál um þjóðarinnar, jafnvel talin til hjátrúar. En .fræðin'S fræði mennskan er enn i fullu gildi, þótt í annarri merkingu og mynd sé. Nú er trúað á þessi hin nýju fræði engu miður en fræði Lúthers fyrr á öldum og vissulega er sú trú á margan hátt á fullum rökum reist. En hvað segja fræðin (þ.e. fræði- mennskan) um þær spurningar, er hér hefur verið varpað fram? Hvað hefur fræðimennskan gert til þess að vernda þá frjóvgun sem á sér stað á fiskimiðum okkar Hún er þó, þegar allt er metið, hin eilífa uppspretta alls þess nytjalífs, sem þau eru fræg- ust fyrir og ágætust af. MINNING Guörún Erlendsdóttir f. húsfreyja Tindum Hinn 1. þ.m. lézt að Héraðshæl- inu á Blönduósi eftir langa sjúk- dómslegu Guðrún Erlendsdóttir, fyrrv. húsfreyja á Tindum í Svína- vatnshreppi. Guðrún var fædd að Beinakeldu í Torfulækjarhreppi 28. maí 1S86. Þar bjuggu foreldrar hennar, Er- lendur Eysteinsson og kona hans Ástríður Sigurðardóttir. Stóðu að þeim Beinakelduhjónum dugmik!- ar ættir, vel gefið fólk og kjark- mikið. Eysteinn Jónsson, faðir Erlends á Beinakeldu var ættaður sunnan úr Kjós. Kom hann á barnsaldri norður að Þindeyrum og ólst þar upp hjá Birni Ólsen umboðsmanni. Fer ekki hjá því, að þessi ungi aðkomupiltur hefur þótt álitlegt mannsefni, því að hann fær fyrir konu eina af heldri heimasætum sveitarinnar, Guðrúnu Erlendsdótt ur frá Steinsstöðum, alsystur hins kynsæla manns Hallgríms bónda í Meðalheimi ( og víðar), er kvænt ur var Margréti hálfsystur Guð- mundar Magnússonar læknakenn- ara, en meðal barna þeirra Mar- grétar og Hallgríms var Hallgrím- ur bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Eysteinn Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir bjuggu á ýmsum stöðum í Engihlíðarhreppi og Torfalækjarhreppi, en síðast og lengst á Orrastöðum á Ásum. Sex voru börn þeirra, allt mikilhæft fólk og vel gefið. Erlendur á Beinakeldu var þeirra elztur, f. 8. nóv. 1847. Hin börnin voru: Björn bóndi í Grímstungu, faðir Lárusar, sem þar býr nú, Guðrún húsfr. í Ljótshólum, Lárus prestur á Staðarbakka, Ingibjörg húsfr. Auðunarstöðum og Solveig húsfr. á Tindum. Ástríður Sigurðardóttir kona Er lends á Beinakeldu var frá Ilind- isvík á Vatnsnesi, alsystir Jóhann- esar stórbónda þar, föður síra Sigurðar Norlands. Erlendur á Beinakeldu lézt fyr- ir aldur fram 1901. Var það mik- ið áfall. Börn þeirra hjóna, alls átta, enn öll í ómegð, hið elzta 15 ára og hið yngsta 1 árs. En ekkjan var tápmikil kjarkkona sem lét ekki bugast, þó að erfið- ur væri að ýmsu leyti róðurinn. Börnin voru ekkjunni samhent og drógu ekki af sér í sameiginlegri lífsbaráttu. Bjó ekkjan fyrst áfram á Beinakeldu, en færði síðan bú sitt að Stóru-Giljá. Börn þeirra Ástríðar og Erlends á Beinakeldu voru: Guðrún húsfr. á Tindum, sem nánar verður sagt frá. Sigurður hrstj, og bóndi á Stóru Giljá. Eysteinn bóndi á Beinakeldu. Jóhannes bóndi á Stóru-Giljá. Lárus f Ameríku. Ragnhildur húsfr. í Syðra-Vall- holti í Skagafirði Jósefína fyrri kona Friðriks Han sen kennara á Sauðárkróki. Solveig húsfr. á Reykjum á Reykjabraut. Guðrún, sem var elzt barnanna ólst upp að öllu heima. Ekki gekk hún á opinbera skóla, en naut nokkurrar heimafræðslu, því að móðir hennar, sem var framsýn höfðingskona tók heimiliskennara á vetrum, til þess að búa börn- in sem bezt undir lífsstarfið. Guð- rún var mjög vel verki farin, enda listfeng og hög, sem fleiri af því kyni. Þegar Guðrún var um hálfþri- tugt giftist hún mesta myndar og dugnaðarmanni, Sigurjóni (f. 15. marz 1877) Þorlákssyni smið. Hann var Skagfirðingur að ætt, sonarsonur Ásmunar bónda ^ á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð Ás- mundssonar og konu hans Ingi- bjargar Þorláksdóttur, föðursystur Bjarna bónda á Bollastöðum Jóns- sonar. Þorlákur Ásmundsson, faðir Sig- urjóns, barst vestur á Laxárdal 1884 og bjó 2 ár í Skyttudal peð heitmey sinni Kristínu Helgadótt- ur (frá Fjalli í Sæmundarhlíð) Jónssonar, en móðir Kristínar var Ingiríður Þorkelsdóttir yngri, al- systir Jóns rektors Þorkelssonar. Faðir þeirra, Þorkell Jónsson á Fjallí var bróðursonur síra Björns á Bólstaðarhlíð, en móðir Þorkels á Fjalli var Ingiríður Jónsdóttir frá Skeggjastöðum, hin yngri með því nafni. Ekki varð af frambúðar samvist- um með þeim Kristínu og Þorláki. Flutti hún til Ameríku, en hún lét ættiörð sinni eftir frumburð sinn, Sigurjón Þorláksson á Tiud- um. Þorlákur Ásmundsson var af burðamaður til verka, þrelcmaður mikill og húsbóndahollur svo af bar. Þau Guðrún og Sigurjón reistu bú á Tindum vorið 1909. Búnaðist þeim vel og eignuðust gott bú- og gagnsamt. Byggði Sigurjón upp öll hús á jörðinni og bætti túnið drjúgum. Voru þau hjón bæði til fyrirmyndar um þrifnað og reglu- semi og alla búsýslu Börn þeirra Tindahjóna voru þessi: Ástríður húsfrú á Selfossi. Erlendur hitaveitustjóri á Sel- fossi. Kristín húsfrú á Tindum. Þorlákur verkstæðisforinaður á Hvolsvelli. Sigrún, dáin. Ingibjörg, húsfrú Drangsnesi. Guðrún húsfrú í Kópavogi. Tindar eru í þjóðbraut. Þar var því jafnan gestkvæmt, sérstaklega meðan mikill hluti þungavörunnar var fluttur á sleðum á vetrum. Á Tindum átti margur ferðamaðurinn náttstað. Þar var öllum tekið með aliið og gestrisni og unnina binn bezti beini. Oft voru ferðamenn- irnir illa til reika er þá bar að garði, klæði vot og hestar þreytt- ir. en úr því öllu var bætt á Tindum. Guðrún Erlendsdóttir varð ekkja 27. apríl 1943. Hætti hún þá búskap, og börn hennar tóku við á Tindum. Dvaldi Guðrún eftir það Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.