Tíminn - 30.07.1966, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
LAUGARDAGUR 30. júlí 19S6
VARUÐÁVEGUM
Landssamtökin um Varúð á
Vegum vilja beina þeirri áskor
un til landsmanna, að vera vel
á verði gegn hvers konar hætt
um, sem mæta þeim á vegum
landsins, jafnt í bæjum sem úti
á vegum.
Þrátt fyrir mikið og gott á-
tak vegamálastjórnarinnar í að
bæta vegi og merkja hættulega
staði, eru víða illa merktar og
ísnerktar hættur.
Bæja- og sveitafélög leggja
drjúgt af mönkum til bættra
samgangna og umferðaað-
stæðna, en það vantar oft á
tíðum, að öryggi sé þar í fyrir
•úmi.
Sem dæmi má nefna, að víða
í bæjum og á vegum úti eru
blind horn, ómerkt eða ekki bú-
ið svo að, að gangandi né ak-
andí hafi aðstöðu til að fara
þar um, án stórhættu.
Víða eru illa- eða ómörkúð
gatnamót, þar sem ökumenn
eða aðrir vegfarendur, geta
efcki gert sér fylilega ljóst, hvar
þeir eiga að fara. Víða er alger
vöntun á gangvegum eða gang-
stéttum, gangvegir efcki að-
skildir frá akbrautinni. Eða þá
að þótt rými sé fyrir gangandi
vegfarendur, er ógerlegt að not
færa sér það.
Víða eru mjög llla eða ekkert
upplýstar götur og þá sérstak
tega gatnamót, þar sem lýsing
ar er mest þörf, og vænta má
helzt, að gangandi og ríðandi
séu á ferð í vegi fyrir ökutækj-
um.
Víða eru vegir sveigðir fyrir
hæðir og klettanafir svo blinö
horn myndast þótt vegurinn sé
að öðru leyti greiðfær. Slíka
hættu mœtti hæglega minnka
með breíkfcun á veginum, merk-
ingu, eða með því. að aðsfcilja
afebrautina með stikum og
merkjum-
Þakkarverð er sú fram-
kvæmd vegagerðarmanna að
aðskilja akbrautir á blindhæð-
um en það eru þó mjög víða
hættulegar blindhæðir.
Hrörlegar og hættulegar brýr
eru víða og aðkeyrsla að þeim
er ómerkt. Víða þarf að gera
varnargirðingar á vegbrúnir við
brýr og þar sem hætta er á
útafakstri, vegna slæmra skil
yrða. Þá eru ekfci síður þörf
slíkra ráðstafana, þar sem slysa
hætta er stórkostlegri, ef útaf-
akstur ætti sér stað, þar sem
vegur liggur í giljum og fjalla-
hlíðum.
Frágangur við vega- og gatna
gerð er mjög misjafn,, og er
ljóst, að vanfcanta á því sviði
má bæta ef vilji er fyrír hendi.
Landssamtökin Varúð á veg-
um, hafa að markmiði sínu, að
vinna gegn umferðarslysum.
Samtökin hvetja landsmerm til
að veita aðstoð með upplýsing
um um ástand gatna, vega, lýs
ingu og annað, er þeir telja
máli skipta til aukins öryggís i
síun heimahéraði og annars
staðar.
Sérstaklega vilja samtökin
beina áskorun þessari til með
lima samtakanna, langferða-
bílstjóra og annarra, sem marg
sinnis fara um vegi og þekkja
vel aðstæður og geta gert sér
glögga.grein fyrír liættunum.
Þeir, sem vildu vera samtök
unum hjálplegir um framan-
greindar upplýsingar, eru vin
samlega beðnir að senda þær
bréflega, þar sem viðkomandi
ástandi er lýst og í hverju meg
inhættan er fólgin. Gott væri
ef lauslegur uppdráttur og/eða
ljósmynd fylgdi af stöðunum.
Heimílisfang samtakanna er:
Varúð á vegum, Slysavarnahús-
inu, Grandagarði, Reykjavík.
Þá væru upplýsingar og við
töl símleiðis vel þegnar. Sími
samtakanna er: 20360 og 20365.
Þá væri ánægjulegt, að þeir
sem hefðu fram að bera mál.
sem varða umferðaröryggi og
varnir gegn slysum heimsæfctu
framkvæmdastjóra samtakanna,
í húsakynnum þeirra í Slysa-
vamahúsinu.
F. h. Varúðar á vegum.
Sigurður Ágústsson,
framkv.stj.
J
HUGLEIÐING
Fr jjinhald af bls. 9
um A/ilið. Umbæturnar gengu í
gildi 1. janúar 1952.
Árangur þessa starfs sést af eft-
irfarandi töflu, en hún sýnir tölu
sveitarfélaga (landkommuner) fyr-
ir og eftir umbæturnar 1952.
Fyrir Eftir
umbætur umibætur
Undír 1000 íbúar 1212 3
1000—2000 íbúar 592 61
2000—3000 íbúar 221 229
3000—4000 íbúar 98 222
4000—5000 íbúar 60 124
5000—6000 íbúar 31 76
6000—10000 íbúar 46 84
Yfir 10000 íbúar 21 22
Samtals 2281 821
Af töflu þessari sést af sveit-
arfélög með færri en 2000 íbúum
hefur verið fækkað úr 1804 í 64
Jón Finnsson,
Hæstaréttarlögmaður
LögfrasSiskrifstofa
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsinu 3. hæð
Símar 12343 og 23338
sveitarfélög, eða fækkað um 1740.
Hins vegar hefur sveitarfélögum
með fleiri en 2000 íbúum verið
fjölgað úr 477 í 757 sveitarfélög
eða um 280 Við endurskoðun
þessa varð því heildarfækkun
Sveítarfélaganna 1460, þrátt fyrir
þessa róttæku breytingu
liðu aðeins fá ár þar til að það
kom í ljós, að nauðsyn bæri til að
taka málið til athugunar á ný og
stækka sveitarfélögin enn meira.
Hér er ekki rúm til að greina
nánar frá þessari þróun, en geta
má þess, að með frjálsum samn-
ingum var sveitarfélögum (land-
kommuner) enn fækkað og voru
767 árið 1964, fækkun frá 1952
því um 54. Gert er ráð fyrir enn
meiri fækkun fyrir árslok 1966.
Ýmsar leiðir eru vafalaust fyrir
hendi til þess að vinna að sam-
einingu sveitarfélaganna hér á
landi. Það er hlutverk þeirrar
nefndar, sem nú hefur verið skip-
uð til þess að athuga þetta mál,
að ákveða hvaða leiðir velja skuli.
Hér á eftir verður minnst á nokkr-
ar hugmyndir um starfsaðferðir,
sem e.t.v. mætti reyna að ein-
hverju leyti.
PÚSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum allar gerðir af
pússningasandi, heim-
fluttan og blásinn inn.
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsalan við Elliðavog sf.
Elliðavogi 115, sími 30120.
1. Með hliðsjón af þróun þessara
mála á Norðurlöndum virðast pink
um tvær leiðir koma til athugun-
ar:
Önnur leiðin er sú, að fara þess
á leit við sýslumenn landsins, að
þeir athugi þessi mál, hver í sinni
sýslu, og geri síðan tillögur um
breytingar í samráði við sýslu-
nefndirnar, eftir að hafa rætt mál-
ið ýtarlega við hlutaðeigandi sveit-
arstjórnir. Þessar tillögur kæmu
síðan til frekari athugunar í hinni
nýskipuðu nefnd, sem gerði loka-
tillögur í málinu til ráðuneytis-
ins. Ef lokatillögurnar væru veru-
lega breyttar frá tillögum sýslu-
manna, þyrfti nefndin að leita um-
sagnar hlutaðeigandi sveitar-
stjórna og sýslumanna áður en
hún skilaði tillögum sínum til ráðu
neytisins.
Hin leiðin er sú, að nefndin geri
bráðabirgðatillögur um samein-
ingu sveitarfélaganna í öllu land-
inu og sendi þær síðan hlutað-
NITTO
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiður,
Bankastræti 12.
JAPÖNSKU NITT0
HJÓLBARÐARNIR
I flostum stærðum fyrirliggjandi
i Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F,
Skípholti 35 — Sími 30 360
eigandi sveitarstjórnum, sýslu-
mönnum og sýslunefndum til um-
sagnar. Að fengnum þessum um-
sögnum og öðrum nauðsynlegum
upplýsingum semdi nefndin loka
tillögur, isem sendar yrðu ráðuneyt
inu.
Hvor leiðin, sem farin yrði,
þyrfti að afla margvíslegra upplýs
inga áður en nokkur tillaga yrði
gerð. Sameining sveitarfélaga verð
ur að byggjast á sameiginlegum
hagsmunum í atviíinumálum, við-
skiptamálum, heilbrigðismálum,
menningarmálum, framfærslumál-
um o.fl málum. Auk þess verður
að taka tillit til landafræðilegra
staðhátta.
Fyrri leiðin hefur þann kost
fram yfir síðarnefndu leiðina, að
ætla verður, að öll upplýsingaöfl-
un gengi fljótar, þar sem staðhátta
kunnugir menn ættu þá frumkvæði
að málinu. Hins vegar fylgir sá
ókostur þessari leið, að ekki er
kunnugt um afstöðu hinna ýmsu
sýslumanna til höfuðatriða máls-
ins. Sumir þeirra kynnu að vera
málinu andvígir í meginefnum og
mætti þá naumast vænta jákvæðs
árangurs, ef þeir ættu að hafa
frumkvæðið.
Að vísu er ekki á þessu stigi
málsins kunnugt um skoðanir allra
nefndarmanna á grundvallar-
stefnu þessa máls, en ætla verður
að flestir nefndarmenn álíti rétt
að athuga vandlega möguleikana
á verulegri breytingu frá því, sem
nú er. Ef nefndin ætti frumkvæði
að tillögum um sameiningu, má
gera ráð fyrir því, að málið kæmi
til rækilegrar athugunar hvarvetna
í landinu. Raunar væri mögulegt
að fara báðar þessar leiðir þann-
ig, að fyrst væri leitað tillagna
samkvæmt fyrrnefndu leiðinni, en
síðan tæki nefndin til sinna ráða,
ef engar tillögur bærust úr ein-
hverjum sýslum.
Þeirri spurningu er ósvarað
hvort framkvæma eigi sameiningu
sveitarfélaganna með valdboði, ef
undirtektir sveitarstjórnanna reyn
ast meira eða minna neikvæðar í
málinu. Raunar hefur áður verið
að því vikið, að ólíklegt sé, að
löggjafarvaldið hafi jákvæða af-
stöðu til málsins, ef sveitarstjórn-
armenn leggjast almennt á móti
breytingum. Á þessu stigi málsins
virðist varhugavert að gera ráð fyr
ir sameiningu með valdboði. Varð-
andi þær tvær leiðir, sem áður var
drepið á, er því ekkert um það
sagt, hvað ráðuneytið gæti gert,
eftir að því hafa borizt lokatillög-
ur frá nefndinni, ef hlutaðeigandi
sveitarfélög hafa tjáð sig andvíg
sameingingu.
2. Nefnd sú, sem samdi frum-
varp til sveitarstjórnarlaga þeirra,
sem nú gilda (nr. 58/1961, rit-
aði öllum sveitarstjórnum í land-
inu bréf og lét fylgja því spurn-
ingalista, sem nefndin óskaði, að
sveitarstjórnirnar fylltu út með
svörum sínum. Meðal annars var
spurt um afstöðuna til þess að
stækka sveitarfélögin með því að
sameina tvö eða fleiri sveitarfé-
lög. Þessari spurningu svöruðu
139 sveitarstjórnir eða ca.61%.
Þar af svöruðu 100 neitandi, eða
ca. 44%, 39 svöruðu játandi eða
ca. 17%, 89 sveitarstjórnir svör-
uðu ekki eða ca. 39% Þær sveit-
arstjórnir, sem svöruðu játandi,
svöruðu þó ekki þeirri spurningu,
hvaða sveitarfélög þær teldu rétt
að sameina. Sú skoðanakönnun,
sem nefndin beitti sér fyrir og nú
var drepið á, gaf því ekki góða
rgpn. f fyrsta lagi var þátttaka
sveitarstjórnanna fremur léleg,
hvort sem það stafaði af áhuga-
leysi eða öðrum ástæðum. í öðru
lagi verður að játa, að málefni
það, sem hér var að vikið, fékk
vægast sagt mjög daufar undir-
tektir, svo bráðnauðsynlegt sem
það þó var og er. Það virðist því
ekki vænlegt að reyna aðra slíka
skoðanakönnun nú. Það verður að
reyna að leita annarra ráða.
3. Athugandi væri, að kynna
málið og ástæður allar vel og
rækilega fyrir öllum sveitarstjórn-
armönnum. Slík kynning gæti far-
ið fram með skrifum í blöðum,
flutningi erinda í útvarpi og með
fundarhöldum. Ennfremur kæmi
til álita að senda öllum sveitar-
stjórnum ýtarlega greinargerð um
málið og fá svör þeirra við ákveðn-
um spurningum um kjarna máls-
ins.
4. Hugsanlegt væri e.t.v. fyrir
nefndina að stofna til undirnefnda
fyrir eina eða fleiri sýslur, þar
sem hlutaðeigandi sýslumenn ættu
sæti og kanna með þeim hætti
hverjir möguleikar væru á sam-
komulagi um sameiningu sveitar-
félaganna í hinum ýmsu sýslum
eða héruðum landsins. Að sjálf-
sögðu þyrftu slíkar undirnefndir
að halda fundi með hinum ýmsu
sveitarstjórnum.
5. Nefndin gæti reynt að stofna
til fundarhalda með sveitarstjóm-
um þeirra sveitarfélaga, sem hún
álítur vel fallin til sameiningar,
og leita þar samþykktar á álykt-
un um nánari athugun á mögu-
leikum fyrir sameiningu. Þá at-
hugun væri þá eðlilegt að fram-
kvæma með þeim hætti, að komið
yrði á fót samstarfsnefnd hlutað-
eigandi sveitarstjórna með einum
eða tveimur fulltrúum frá hverju
sveitarfélagi. Væri ekki óeðlilegt,
að stjórnskipaða nefndin leggði
slíkri samstarfsnefnd Iið sitt eft-
ir megni og m.a. með því að leggja
henni til formann. Með svipuðum
hætti og hér var lýst náðu Danir
þeim mikilsverða árangri, sem þeir
náðu með frjálsu samkomulagi
sveitarfélaga.
Fleiri hugmyndir um starfsað-
ferðir eru vafalaust fyrir hendi,
en hér verður látið staðar numáð
að sinni.
VL
Þær röksemdir, sem mæla xneð
sameiningu sveitarfélaganna í því
skyni að efla þau, svo að þau geti
betur þjónað þörfum þegna sinna,
eiga að miklu leyti einnig við um
sýslufélögin. Þau eru lögbundið
samband sveitarfélaganna hvert I
sinni sýslu. Af eðlilegum ástæðum
eru þau fjárhagslega veik, þar eð
tekjur þeirra eru aðeins framlög
sveitarfélaganna, sem mörg eru
mjög vanmegnug vegna fátæktar
og fólksfæðar. Framlög sveitarfé-
laganna, sýslusjóðsgjöldin, gefa
því sýslunum mjög akmarkaða
getu til þess að láta að sér kveða
í velferðarmálum sýslubúa. Sumir
telja að hagkvæmasta lausn þess-
ara mála sé fólgin í því, að sam-
eina öll sveitarfélög í hverri sýslu
í eitt sveitarfélag, og að gera sýslu
félagið þannig að sveitarfélagi.
Hlutverk þessarar nýju stofnunar
yrði þá summan af hlutverki sveit-
arfélaganna e.t.v. auðveldari á
þennan veg, en sameining með
öðrum hætti. Þó virðist vera sá
galli á þessari skipan, að hvert
sveitarfélag heyrði þá milliliða-
laust undir yfirstjórn ráðuneytis-
ins, í stað þess, að sýslunefndir
fara nú með yfirstjórn hreppsmál-
anna, samkvæmt því, sem nánar
er lýst í IV. kafla sveitarstjóm-
arlaganna. Athugandi er, hvort
ekki sé ráðlegt, að styrkja þessa
yfirstjóm með því, að sameína
fleiri sýslu- og bæjarfélög, og
miða þá mörkin t.d. við núverandi
kjördæmi £ landinu. lögbundið
samband sveitarfélaga á þessum
grundvelli ætti að geta eflt þessa
stofnun mjög, svo að hún gæti
gegnt áhrifameira hlutverki, en
sýslufélög gera nú.
Hvað sem annars má segja um
slíkar hugmyndir virðist augljóst,
að úrlausn þessa máls veltur að
mestu eða öllu leyti á því, hvern-
ig úr kann að rætast þeim til-
raunum, sem nú eru að hefjast
við að stækka sveitarfélögin. Það
er því varla tímabært á þessu
stigi málsins að eyða miklum tíma
í hugleiðingar um sameiningu
1 sýslufélaganna.