Vísir - 25.04.1975, Síða 7

Vísir - 25.04.1975, Síða 7
Vlsir. Föstudagur 25. aprll 1975. Umsjón: Edda Andrésdóttir HVERNIG VÆRI AÐ BAKA KEXIÐ SJÁLF? Hvernig væri að prófa að baka kex? Það er vist ekki algengt að fólk nú til dags geri það. Enda bjóða verzlanir upp á bæði innlent og erlent kex af öllum tegundum og gerðum, og það er þægilegra að seilast í hilluna og taka einn pakka en að hræra sjálfur. En svona i til- efni þess að sumar er nýgengið i garð, vill kannski einhver spreyta sig! Þessar ágætu uppskriftir fundum við i bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur. Rúsinukex 250 g haframjöl 250 g hveiti 375 g sykur eða púðursykur 100 g rúsinur, saxaðar 1 tsk. natron 1/2 tsk. salt 250 g smjörlíki (brætt) 2 egg Haframjöli,hveiti, sykri, salti og natroni er blandað saman. Vætt i með bræddu smjörlikinu og eggjunum. Rúsinurnar látn- ar i og deigið hnoðað. Skipt i 4 hluta, flatt út og tekið undan kringlóttu móti eða skorið i fer- kantaðar kökur eins og kex. Bakað við frekar mikinn hita. Kex þetta er borið fram sem smákökur eða smurt með smjöri. Skólakex 1 bolli haframjöl 1 bolli hveitiklið 1 bolli heilhveiti 1 bolli hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 1/2 bolli púðursykur 150 g smjörliki 1 dl mjólk Mjöltegundunum og kliðinu er blandað saman, þar i blandað lyftidufti, hjartarsalti og púður- sykri. Smjörlikið mulið i og vætt i með mjólkinni og deigið hnoðað. Flatt út i meðallagi þykkt. Pikkað og tekið undan kringlóttu móti. Raðað á smurða plötu og bakað við góðan hita. Rúgkex 500 g rúgmjöl 1/2 tsk. salt .250 g smjörliki 2 1/2 dl mjólk Saltinu er blandað i rúgmjöl- ið, og þar saman við er smjör- likiö mulið. Vætt i með mjólk- inni. Hnoðað, unz deigiö er jafnt. Flatt út i þunnar kökur, pikkað og skorið i tigla, sem bakaðir eru ljósbrúnir. Heilhveitikex 1/4 kg heilhveiti 1/4 kg hveiti 1/4 kg smjörliki 1 tsk. salt 1 msk. sykur 2 tsk. kúmen 2 dl vatn Heilhveiti, hveiti, sykri og salti er blandað saman. Smjör- likið mulið i og kúmen látið saman við. Vætt I með vatninu og deigið hnoðað. Flatt út, pikk- aö og tekið undan kringlóttu eða ferköntuðu móti. Bakað ljós- brúnt við góðan hita. Hveitikex I 250 g hveiti 65 g kartöflumjöl 90 g smjörliki 30 g sykur (2 msk.) 1 egg 3 msk. vatn Kartöflumjölinu og hveitinu er sáldraö á borð. Smjörlikið mulið saman við, sykrinum bætt I, vætt með egginu og vatninu. Hnoðað. Flatt út. Skorið i tlgla eða tekið undan glasi. Pikkað. Bakað ljósbrúnt. Deigið má einnig fletja út á plötunni. Hveitikex II 125 g hveiti 125 g kartöflumjöl 1/2 tsk. lyftiduft 100 g smjörliki 40 g sykur 1/2 egg 1/2-3/4 dl rjómi Búiö til á sama hátt og hveiti- kex nr. I (Lyftiduftið er sáldrað með hveiti og kartöflumjölD Hafrakex I (50 stk) 250 g haframjöl 60 g smjörliki 1 1/2 msk. sykur 1 hnifsoddur salt 1 tsk. lyftiduft 4-5 msk. mjólk Smjörllkiðermuliðsaman við hafragrjónin. Salti, sykri og lyftidufti blandað þar i. Hnoðað saman með mjólkinni og hveiti, ef þarf. Breitt út heldur þykkara en smákökur. Tekið undan glasi, pikkað og látið á smurða plötu og bakað ljósbrúnt. Hafrakex II (80 stk.)) 1/2 kg haframjöl 1 msk. hjartarsalt 4 msk. sykur 200 g smjörllki 3 1/2-4 dl mjólk Hveiti til þess að hnoða upp i í haframjölið er blandað hjartarsalti og sykri. Þar i mul- ið smjörlikið. Vætt i með mjólk- inni og deigið hnoðað saman. Bezt er að sem minnstu hveiti sé hnoöað upp i það. Flatt út, pikk- aö. Tekið undan kringlóttu, litlu móti. Bakað við góðan hita. Hafrakex III 250 g haframjöl 75 g hveiti 1 tsk. hjartarsalt (full) 1 tsk. lyftiduft 50 g sykur 125 g smjörliki 1 1/4 dl mjólk Haframjöli, hveiti, hjartar- salti, lyftidufti og sykri er blandað saman, þar i er smjör- likið mulið. Vætt i með mjólk- inni og deigið hnoðað. Mótað i kökur og flatt út. Pikkað og tek- iðundan kringlóttu móti. Bakað við góðan hita. tlllllllllllll

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.