Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 1966 TÍMINN 8. ágúst næstkomandi mun Cassíus Clay verja titil sinn sem heimsmeistari í þungavigt gegn Englendingnum Brian London. London er sagður ákaf Við fjörð skammt frá Þránd- heimi í Noregi gerðust þau fá- heyrðu tíðindi nú fyrir skömmu að lax drekkti erni. Örninn hafði náð tangarhaldi á sporði laxins og ætlaði strax að fara að gæða sér á honum. Laxinn var ekkert hrifinn af þessu eins i og gefur að skilja, streittist á móti og dró illfyglið með sér niður í djúpið, þar sem það lét lif sitt við lítinn orðstír. Ekki er vitað hvernig laxin- um reiddi af eftir þennan bar- daga. 52 ára gamall Fransmaður ætlaði sér um daginn að sigla yfir Ermasund á eykju fyrir nokkrum dögum. Er hann hafði lagt að baki sér þriðjung leiðarinnar fékk hann tauga- áfall. Til allrar hamingju var strandferðaskip þarna rétt hjá og var manninum bjargað þar um borð. Var hann síðan flutt- ur til Englands með þyril- vængju. Um þessar mundir er Parmentia staddur í sjúkrahúsi í Kent, þar sem hann er að ná sér eftir taugaáfallið. Fyrrverandi eiginkona Henry Fonda, baronessa Af- dera Franchetti var um daginn hneppt í fangelsi, þar sem það var sannað, að hún hefði á ólöglegan hátt smyglað inn í Bandaríkin 50 grömmum af marijuana. Sá sem þessar birgð Janet Auchingloss, hálfsyst- Rutherfurd. Ekki vitum við ir Jackie Kennedy gekk nýlega nein deili á manninum, en hér í það heilaga með Lewis F. sjáum við Jackie i brúðkaups- Hjónaband Mandy Rice-Davi- es og franska aðalsmannsins Pierre Cervello er farið út um þúfur og er þessi fræga gleði- kona nú í þann veginn að ganga í hjónaband með ísraelskum flugþjóni úr forríkri fjöl- skyldu. Þau kynntust á næt- urklúbb, í Tel Aviv, þar sem hún kom fram, og málin þró- uðust á þann veg, að þar varð ást á báða bóga, að því er Mandy tjáði fréttamönnum ný- lega. Hún sagði einnig, að þeg- ar hún væri gengin í það heil- aga, ætlaði hún að láta af öll- um nektarsýningum, flytjast til ísrael og gæta þar bús, og síð- ar væntanlega barna. T*r Arthur McDonald hélt hann væri að kveðja þennan heim árið 1959, þá 79 ára gamall, og greiddi fyrirfram útfarar- kostnaðinn, er nam rúmlega 62 pundum. Karl lifir enn og nú hefur fyrirtækið krafið hann um 20 pund til viðbótar vegna aukins kostnaðar við útfarir! Sjónhverfingar Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Dags- brúnar, segir svo í viðtali við Þjóðviljann á sunnudag um fullyrðingar Morgunblaðsins, að kaupmáttur launa verka- manna hafi vaxið um 15—20% síðastliðin 2 ár: „Þeir, sem fá þá útkomu, að | kaupmáttur tímakaups verka- manna hafi raunverulega auk- á izt um 15—20% á tveimur und ! anförnum árum hljóta að taka með í reikninginn einhver atr- iði, sem eru að meira eða minna leyti sjónhverfingar. Það þarf ekki að segja það neinum verkamanni, sem berst við að láta kaup sitt nægja til framfærslu sér og fjölskyldu sinni, að hann hafi sem svarar einum fimmta betri aðstöðu nú en fyrir tveimur árum. IÞeir, sem þannig reikna, hljóta að leggja til grundvall- ar ýmis kjaraatriði, sem út af fyrir sig hafa ekki aukið tekjur manna, svo sem stytting vinnu. sí tímans, og Iengt orlof og fleira þess háttar. ir átti að fá, var vinur barón- essunnar Mario Schifano list- málari. Hann hefur einnig ver ið tekinn til fanga. ★ 18 ára gamall danskur pilt- ur var fyrir skömmu kærður fyrir brot á umferðalögunum. Hann hafði ekið um á skelli- nöðru með tvo farþega, og hafði ekki ábyrgðartryggingu fyrir þá. Skellinaðran var kol- ryðguð, luktirnar voru óvirkar, hemlarnir voru í ólagi, vélin hékk laus á hjólgrindinni, skermarnir voru laflausir, pet- alarnir voru í þann veginn að detta af. Við þetta bættist svo, að púströrið var óþétt og hávað inn í farartækinu þar af leið- andi alveg gífurlegur. Drengur- inn þurfti að borga 300 króna sekt og skellinaðran var tafar- laust tekin úr umferð. * Á samyrkjubúinu Kok-tjube Alma-Ata héraðinu í Kazah- stan, Sovétrjkjunum, býr fjöl fjölskyldan Tetrojev. í þeirri fjölskyldu eru 56 manns, sem ná yfir fimm kynslóðir! Það eru hjónin Sjaukan og Pambu Tetrojev, sem eiga sjö syni og eina dóttur, 13 barnabörn, 27 barnabarnabörn og 4 barna- barnabarnabörn. Fjölskyldan er svo stór, að hún kemst engan veginn fyrir einu húsi. Tetrojev-fjölskyld- an býr því ein saman við heila götu í Kok-tjube! ★ 22 ára gömul kona, Emily Roth á Miami í Florida var ný- lega dæmd til að greiða 25 doll ara sekt fyrir ósiðsamlegt at- hæfi á almannafæri. Málsatvik voru þau, að konan hafði ver- ið á baðströnd, og þegar hún hélt heim á leið, hirti hún ekki um að klæða sig, heldur ók um bæinn á Evuklæðum ein- um saman. Hún gaf þá skýr- ingu í réttinum, að hún hefði verið að flýta sér heim, og ekki haft tíma til að þurrka sér né klæða sig. | Vinnutímastytting og orlof Ef tckin eru þessi tvö atriði, stytting vinnutimans og aukið orlof og það reiknað til hækk unar á tímakaupinu, þá hækk- ar það tímakaupið á þessum tveimur árum um 10%%. Og er þá kominn meginhluti þess, sem talið er, að kaupmáttur- inn hafi aukizt um. Það fer ekki milli mála, að styttur vinnutími með óskertu grunnkaupi er kjarabót og hún mikilsverð, en hún eykur ekki tekjur manna. Á sama hátt eyk ur það ekki tekjur verkamar.ns að vera þremur dögum lengur í sumarleyfi sínu, en það er hins vegar mikilsverð kjarabót. Kaupið og verðlagið Mcð því að taka allt slíkt með virðist fengin þessi út- koma, að kaupmáttur tíma kaups verkamanns hafi aukizt um 15—20% en þó vel að merkja miðað við framfærslu- vísitöluna. Sé hins vegar með sömu reikningsaðferð miðað við verð lag almennra neyzluvara, þá kemur allt annað út. Þá er óhætt að fullyrða að kaupmátt urinn hafi alls ekki aukizt sem nemur þessum 10!4%, sem inn eru sett vegna stytts vinnutíma og Iengds orlofs. Og útkoman mun verða sú, að miðað við al- mennar neyzluvörur hafi verka mannakaupið rétt aðeins fylgt verðlaginu. Nú er það alkunnugt, að framfærsluvísitalan er reiknuð með algerlega óraunhæfum húsnæðislið og mörgum öðrum liðum, sem teljast verða mjög vafasamir. Væri fróðlegt að spyrja mann sem býr í leiguhúsnæði, að ekki sé talað við mann, sem stcndur i byggingaframkvæmd um, hvort kaupmáttur þeirra sé fimmtungi meiri gagnvart þcssum atriðum nú en var fyrir tveimur árum. Eða hverjir telja sig standa nú 20% betur að vígi gagnvart skattgreiðsl- um en fyrir tveimur árura? veizlunni í hrókasamræðum við gestina. Fá ekki staðizt —Því hefur verið haldið fram, að hér sé um nákvæma Framhald á bls. 15 lega sigurviss, enda æfir hann af kappi, en hann þarf að taka sér frí inn á milli og notar þau greinilega mjög vel. Hér sjáum við hann ásamt 6 feg- urðardísum, sem skemmta hon um á ýmsan hátt milli þess sem hann æfir. Á VÍÐAVANGI ISPEGLITIMANS I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.