Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 1
BP-bíll með 6-7
tonn af benzíni
valt — veginum
lokað í 3 tíma
HZ—Reykjavík, þriðjudag.
í gærdag um þrjúleytið
valt BP olíubill skammt frá
Þingvöllum, rétt hjá afleggj
aranum yfir Lyngdalsheiði.
Var bíllinn með 6—7 tonn
Framhald á bls. 15.
Unglingarnir höfðu mikið
af áfengi í Þórsmörkinni
Drykkjuskapur unglinga mjög áberandi - Ástand-
i* hn nnkknh ckárra en i fyrra, að sögn lögreglu
Samkomur annars staðar
voru yfirleitt tii sóma
FB-HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Bindindismót voru haldin á
þremur stöðum á landinu um
verzlunarmannahelgina, í Húsa-
fellsskógi, Vaglaskógi og Hallorms
staðaskógi. Voru öll þessi mót þeim
til hins mesta sóma, sem sóttu
þau og stóðu að þeim. Fjölbreytt
skemmtiatriði voru á öllum stöð-
unum, og veður hið ákjósanleg-
asta. Fjölmenni sótti cinnig- til
þriggja annarra aðalstaða, Þing-
valla, Laugarvatns og í Bjarkar-
lund og fór allt þar fram með
bezta móti. Nokkuð bar á drykkju,
en fáa menn þurfti að taka úr
umferð vegna óláta á almanna
færi.
Bindindismót var haldið í Húsa-
fellsskógi um verzlunarmannahelg
ina í fögru veðri, sólskini og hita.
Að þessu sinni var horfið frá því
að hafa mótssvæðið í Selgili, eins
og undanfarin ár, en flutt þess
í stað niður að nyrðri bakka Kald-
ár, rétt við Húsafellsbæinn, og á
grundir nokkru ofar í skóginum.
Síðdegis á föstudag fór fólk að
streyma að. Má gera ráð fyrir, að
mótið hafi sótt hátt á 5. þúsund
manns, þegar flest var.
Á laugardagskvöld var mótið sett
Þá flutti sýslumaður Borgfirðinga
ræðu.
Að því loknu hófst dans í stóru
tjaldi á neðra mótssvæðinu, og
stóð til kl. 2.30. Hljómsveitin Dát-
ar úr Reykjavík lék fyrir dansi
bæði kvöldin.
Um miðnætti var kveiktur varð-
eldur og einnig var flugeldasýn-
ing.
Á sunnudag var guðsþjónusta,
og prédikaði sr. Björn Jónsson
í Keflavík. Síðar um daginn voru
VERDUR ÞORSMORK LOKAD?
Rætt við skógræktarstjóra og sýslumann Rangárvallasýslu
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
Margir hafa furðað sig á því,
hví það sé látið óáreitt, að ungl
ingalýður safnist saman um
hverja Verzlunarmannahelgi í
Þórsmörk, einum fegursta stað
Iandsins og hafi þar í frammi
alls kyns óspektir og vinni
jafnvel spjöll á náttúrunni.
Ilafði Tíminn í dag tal af
Hákoni Bjarnasyni skógræktar-
stjóra og Birni Kr. Björnssyni,
sýslumanni Rangárvallasýslu.
Kváðust þessir aðilar báðir
lengi hafa haft hug á að loka
Þórsmörk um þessa helgi, þótt
það hefði ckki vcrið gert fram
til þessa. Sagði skógræktar-
stjóri, að þörf væri á að tak-
marka iimferð um þennan
fallega stað, en hún hefði auk-
izt gífurlega á síðustu árum.
— Það verður að gera eitthvað
til að bjarga Húsadalnum.
Völlurinn þar er orðinn að
hreinasta flagi, sagði hann.
— Ég er mjög hlynntur þvi,
að Þórsmörk sé lokað um
Verzlunarmannahelgina, sagði
Björn Fr. Björnsson. — En
það er segin saga, að ungling
arnir safnast saman í hundruða
og jafnvel þúsundatali um
þessa helgi, og ef Þórsmörk
væri þeim lokuð, myndu þau
velja sér einhvern annan stað.
Einhvers staðar verða ungling-
arnir að vera. Ég hef ekki feng
ið skýrslu um það, sem gerðist
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
„Hátíðahöldin" í Þórsmörk um
Verzlunarmannahelgina voru með
svipuðu sniði og undanfarin ár,
að sögn lögreglunnar og annarra
kunnugra aðila. Talið er, að um
3.500 manns hafi Iagt þangað leið
sína og voru unglingar þar í mikl-
um meirihluta. Talsvert bar á ölv-
un og óspektum, og tók Iögreglan
úr umferð um stundarsakir rúm-
Iega 20 manns, eingöngu unglinga,
og 60 manns munu verða kallaðir
fyrir vegna ósiðsamlegs athæfis.
Hjálparsveit skáta hafði mikið lið
á staðnum og leituðu þangað 187
manns alls vegna meiri og minni
háttar meiðsla. Viðbeinsbrotnaði
einn, 2 brákuðust á fæti, og nokkr-
ir skárust illilega á gleri, m.a. var
kastað flösku í höfuðið á ungri
stúlku og hlaut hún af því tals-
verðan áverka. Að öðru leyti var
aðallega um minniháttar meiðsl að
ræða. Axel Kvaran varðstjóri tjáði
blaðinu í dag, að hegðun fólksins
í Mörkinni hefði verið nokkuð
skárri en í fyrra þrátt fyrir allt.
Fólk tók að slæðast inn í Mörk-
ina þegar á fimmtudag, og þegar
lögreglan kom á staðinn síðdegis
á föstudag var þar fyrir talsvert
slangur af fólki. Gerði lögreglan
f'ramnaK- = - ■11
ýms skemmtiatriði á efra móts-
svæðinu.
Kvöldvaka var svo í fögru rjóðri
milli aðalsvæðanna tveggja.
Kl. um 10 hófst svo dansinn
að nýju, og var dansað til kl. 1.30.
Þó var gert danshlé þegar fram
fór reiptog milli síðhærðra og stutt
hærðra unglinga. Um miðnætti log
aði varðeldurinn glatt, söngurinn
hljómaði og marglitir flugeldar
i lýstu upp húmaðan kvöldhimin-
inn.
Dagskrárstjóri mótsins var sr.
Framhalr! * 2 dðu
LEZTÍ
ÞÖRS-
MÚRK
GÞE, Reykjavík, þriðjudag.
Aðfaranótt sunnudags
fannst 19 ára gamall piltur
meðvitundarlaus í Þórs-
mörk. Var hann sendur suð
ur með þyrlu frá Vamarlið
inu eins fljótt og auðið var
og fluttur á Landsspítalann.
Gerðu læknar þar sér grein
fyrir. að hér var um heUa-
blóðfall að ræða og sendu
piltinn með Loftleiðaflug-
vél til Kaupmannahafnar
síðdegis á sunnudag, en
hann Iézt á leiðinni. Piltur
inn hét Jón Guðni Ingólfs-
Framhalrl a bls 14 ?