Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 1966 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Bencdiktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson Cáb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 105.00 á mán. ínnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hvenær á ríkisstjórn- in að fara? Nú líður varla sá dagur, að málgögn ríkisstjórnarinnar játi ekki hiklaust, að óðaverðbólga ríki hér í landi, eða allt að tíu sinnum meiri verðbólga en á sama tíma í nokkru nálægu Evrópulandi, og þykir verðbólga þar þó víða nóg. Málgögn stjórnarinnar reyna ekki heldur að mæla því í gegn, að slík óðaverðbólga sé svo hættuleg, að gert geti flesta aðra ávinninga þjóðarinnar að engu, og það sé brýnasta þjóðarnauðsynin að stemma stigu við þessari verðbólgu. Málgögn ríkisstjórnarinnar játa enn- fremur, að það sé rétt, að ríkisstjórnin hafi heitið því „að gera ráðstafanir, sem að haldi mættu koma" í bar- áttunni við þessa óðaverðbólgu. Þetta eru allt saman staðreyndir, sem báðir viðurkenna nú, stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar. Um þær þarf ekki að deila. Málgögn ríkisstjórnarinnar segja hins vegar, að það sé ekki sök ríkisstjórnarinnar, þótt óðaverðbólgan sé hrikalegri en nokkru sinni fyrr, því að hún hafi gert miklar og réttar ráðstafanir til stöðvunar, og stjórnin hafi frá>,upphafi tekið skýrt fram, „að til þess að r.áð- stafanir hennar bæru tilætlaðan árangur yrði almenning- ur og hagsmunasamtök innan þjóðfélagsins að sætta sig við þær og styðja framkvæmd þeirra", eins og Vísir seg- ir í forustugrein í gær. Þarna liggur hundurinn grafinn, segir stjórnin. Eg gerði allt rétt og beitti hinum réttu ráðstöfunum til stöðvunar, en það var þjóðin, sem brást!! Almenningur og hin ýmsu hagsmunasamtök innan þjóðfélagsins vildu ekki „sætta sig við þær og styðja framkvæmd þeirra“. Þess vegna er það þjóðin, en ekki ég, sem á sök á óða- verðbólgunni núna. Og þess vegna má ég sitja. Þannig er röksemdafærsla talsmanna ríkisstjórnarinn- ar þessa dagana, og hefur varla annað eins verið borið á borð fyrir skyni borna lesendur, sem hljóta að spyrja: Hvenær á ríkisstjórn að fara frá, biðjast lausnar, ef það er ekki einmitt, þegar svona er komið, sem ríkisstjórnin segir nú sjálf, að aðrir aðilar í þjóðfélaginu hafi eyðilagt stefnu hennar og ráðstafanir? Hvenær biðjast lýðræð- isstjórnir á vesturlöndum lausnar, ef það er ekki ein- mitt, þegar svona stendur á? Stjórnin hefur játað óðaverðbólguna, hún hefur játað að hafa heitið stöðvunaraðgerðum, og hún hefur lýst yfir, að „almenningur“, þjóðin' hafi ekki viljað „sætta sig við þær og styðja framkvæmd þeirra”, og því hafi allt farið úr böndum. Stjórnin játar með þessum orðum, að þjóðin hafi snúizt gegn stjórnarstefnunni, stjórnin hafi ekki traust lengur og því sé nú allt komið eins og komið er. Allir skyni bornir menn vita, að það er einmitt við svona aðstæður — þegar stefna stjórnar og aðgerðir hafa farið út um þúfur og leitt til hættuástands vegna þess, a3 þjóSin vill ekki sætta sig við aðgerðirnar og styð- ur ekki framkvæmd þeirra — sem ríkisstjórnir segja af sér, biðjast lausnar og leggja málin í dóm þjóðarinnar. Eða í hvaða vestrænu lýðræðisríki hefur það skeð, að ríkisstjórn hafi játað svo algert skipbrot stefnu sinnar og ráðstafana vegna þess að traust þjóðarinnar brást. en ekki beðizt lausnar? Það eru einmitt þessar aðstæður, sem krefjast lausnarbeiðni af hendi hverrar sæmilegrar ríkisstjórnar. En íslenzka „viðreisnar“-stjórnin situr — og heldur áfram að játa. Stríðið í Vietnam I: Ríkisstjórnin í Saigon ræður aðeins yfir stærri borgunum Skæruliðar og leyniskyttur eru alls staðar á kreiki. Raunverulegur vilji þjóðarinnar er eð mestu ókunnur Brezka vikuritið The Eco- nomist birti fyrir skömmu frásögn fréttaritara síns í Víetnam um gang stríðsins og ástandið í landinu. Birt. ist grein þessi hér, en var stytt lítið eitt í þýðingunni. FLUGFARÞEGAR sem koma til Saigon, mega eiga von á að verða heyrnarsljóir einn eða tvo daga, ef eyru þeirra eru við kvæm. Flugvélar lækka sig þarna að mun örar en annars staðar til þess að forðast skot frá leyniskyttum umhverfis flúgvöllinn. Fljótt verður ljóst hve Vietnamstríðið er undar- legt. Á flugvellinum er fjöldi bandarískra herflugvéla, allar mjög vel búnar vopnum og sýni lega miklu betur en þurfa ætti til að fást við það, sem leynzt getur á ökrum eða í pálmalund- um umhverfis. Samt eru skrið- drekar hafðir til varnar á flug vellinum og við flugbrautirnar liggja brunnar grindur flug- véla, sem orðið hafa fyrir skyndiárásum Vietcong og all ur þessi herbúnaður virðist ekki ráða við. Bandarískir embættísmenn í Saigon hafa ítrekað hvað eftir annað, að vopnað uppreisnarlið kommúnista eins og Vietcong verði fyrst að sigra í stjórnmál um áður en unnt verði að ráða niðurlögum þess hernaðarlega. En ekkert bólar á slíkum stjórnmálasigri og allur stjórn málavefur í landinu virðist enn á þeirri leið að rakna upp. Sé kenningin um sigurmöguleika gegn uppreisninni rétt, hlýtur að því að líða. að stjórnmáJa- vefinn verði að tr>ysta á ný. Eflaust verður það seinunmð verk og uggvek.jan.ii er að kom ast að raun um, að á því skuli ekki vera byrjað enn, þrátt fyr ir baráttuna öli pessi ár. VERA má, að þessi kenning reynist ekki eiga við í Viet- nam. Síðan bandarískar her- sveitir juku þátttöku sína í stríð inu að miklum mun nafur ver ið ráðizt inn á mörg svæði, sem Vietcong hefur ráðið yfir árum saman, og ýmsar birgðir teknar herskildi, svo að þúsundum smálesta skiptir. Mannfail Viet- cong hefur aukizt m’ög: sé nokkuð að marka tiikynningar hersins. Ky marskálki kanu að tak- ast að halda öfgafyllstu búdda- trúarmönnum í ske'.um og hafa hemil á framagirui ann- arra hershöfðingja, enda þótt hann sé hvorki fæd'iur stjórn- málamaður né æskilegur bjóð arleiðtogi. Sumir æVjarðarvin- ir i Vietnam hafa s.l ár sýnt aukinn skilning á þö-.fum lands og þjóðar og voðanum sem frá kommúnistum stafar, og ef til vill tekst þeim að þoka mál um til hins betra. Ef Norður-Vietnamar sæju fram á þetta, samtímis og grundvöllurinn undit efnahag landsins í framtíðinij) sundrast æ meira í loftárásunum, kynnu þeir að verða fáanlegir til samningaumleitana, eða að minnsta kosti ófærir um að hjálpa kommúnistum syðra jafn mikið og áður. Þetta gæti valdið uppgjöf Vietcong, knú- ið liðsmennina til að afhenda vonn sín og hefja hrísgrjóna- rækt að nýju. Þetta væri alveg ólýsanlegur léttir og ef úr því yrði stæði á sama um margt annað, sem prefað er um En fjarri fer, að við þessu sé bú- izt í Vietnam. SAIGON skiptist í hring- mynduð svæði, út frá sama mið punktinum. Og þessi hring- svæði gefa til kynna, hvað að er. Bandaríkjamenn ráða yfir innsta hringnum og búa í traustustu byggingunum í borg inni. Hávaðinn frá skothríðinni umhverfis Saigon á nóttunni er sjaldnast svo mikiil, að hann raski svefnró manna í þfssum hring. Milli sendiráðsins og að alstöðva bandarísku upplýsinga þjónustunnar ber einkum á út lendingum skækjum, gótusöl um og betlurum, en óhreinind- in eru ægileg, síðan að gotu- hreinsunin lagðist niður Eigi að svipast um eftir rót um, sem frjálst, lýðræðislegt Vietnam á að spretta upp af, verður að leggja leið sína út í yzta hring borgarinnar, þar sem öll byggð er illa á sig komin og verður smátt og smátt að hreysahverfum eftir þvi sem utar dregur. Þarna útfrá hafa tilvonandi stjórnmálaleiðtogar sínar ósélegu aðalstöðvar, bæði prestar kaþólskra og búddatrú armanna. Þarna er Vietcong ör skammt í burtu. eða handan við næsta horn, og byssurnar eru ekki lengra í burtu en svo að maður hrekkur í kút, þegar hleypt er af þeim. Milli þessarra tveggja hring mynduðu svæða er hið þriðja, þar sem ráðuneyti Vietnam- stjórnar hafast við í húsum með trjágörðum umhverfis. Þarna eru glæsilegar bygging ar frá nýlendutímanum og þar búa stjórnendur landsins, sem hafa allt of lítið að segja yfir öðrum leikendum í valdatafl- inu í Saigon og alls engin tök á meginhluta landsbyggðarinn- ar. ÖRYGGISLEYSIÐ í Saigon og öðrum þeim borgum, sem stjórn landsins hefur á valdi sínu. er alveg furðulegt. Fyrir einu ári, eða áður en Banda- ríkjamenn tóku að efla her sinn til muna. gátu Evrópumenn í Saigon ekið öruggir út að sjón um við Vung Tao Nú hætta ekki aðrir á þetta en fáeinir Frakkar. Umferð Bandaríkia manna á þessari .eið er orðin það mikil. að tilvinnandj þykir að gera árásir á hana. Viðurkennt er, að þriðjung- ur landsbvggðarinnar lúti Viet cong að staðaidri, dag og nótt. En naumast er unnt að full- yrða, að hinir tveir þriðjung- arnir séu meira en ,,öruggir að deginum til“, en það öryggi er að sjálfsögðu ærið afstætt. Stjórnin í Saigon hefur lítil sem engin áhrif meðal bænda og þorpsbúa, sem yfir vofa sí- felldar ógnanir og hefndir. í sem fæstum orðum sagt, virðist mestur hluti Suður-Viet nam þegar glataður. Af 14 milljónum íbúa búa aðeins 5 milljónir á svæðum, sem telja má nokkurn veginn örugg. Eru það nálega allt borgarbúar. Einn valdamaður líkti aðstöðu stjórnarinnar við aðstöðu de Gaulle, þegar hann hóf baráttu sína frá London árið 1940. Fyr ir Bandaríkjamenn veltur allt á svarinu við þeirri spurningu, hvort þeir Suður-Vietnamar, sem ekki vilja lúta kommún- istum, reynist nú loksins búa yfir nægum vilja til að berjast til þrautar og endurvinna það, sem tapað er. Þegar til lengdar lætur, getur enginn tekið að sér að halda völdunum í land inu fyrir þá. ENGINN getur með vissu fullyrt, hvað Suður-Vietnamar vilji í raun og veru. Einar kosn ingar hafa farið fram síðan Frakkar fturfu á brott árið 1954, eða í valdatíð Diem, en þær kosningar voru falsaðar. Með nokkurri vissu má gera ráð fyrir, að Suður-Vietnamar vilji vera lausir við erlend af- skipti, þar sem þeir hafa veitt harðvítugt viðnám gegn er- lendri yfirdrottnun svo langt aftur. sem saga þeirra er kunn. Og einnig þykir mega fullyrða, að flestir þeirra vilji frið. Ættu Bandaríkjamenn bá að hverfa á. brott og láta hræði- legan ófrið vara um óráðna framtjð í þeirri von, að sam- einað Vietnam í höndum kommúnista, undir yfirráðum valdhafanna í Hanoi losi sig fyrr eða síðar undan áhrifum Pekingmanna og taki óháða af stöðu á líkan hátt og Tító? Þennan möguleika virðist auð- veldara að rökræða fram og aftur í Evrópu eða Ameríku en á vettvangi atburðanna í Vietnam. Ferðamönnum kemur löng um á óvart, hve lítið ber á and úð gegn Bandaríkjamönnum Saigon, þegar höfð er hliðsjón af því. hve nærvera þeirra er áberandi í miðborginni. Þegar afstaða helztu skoðanahópanna í Suður-Vietnam er athuguð nánar virðist niðurstaðan þessi: Hálf önnur milljón ka- þólskra manna eru harðvítugir andstæðingar kommúnista og vilja, að Bandaríkjamenn veiti aðstoð í baráttunni gegn þeim en margir hinna kaþólsku fluttu að norðan til þess að forðast yfirráð Hanoimanna ár B ið 1954. Svipað er að segja um I hálfa aðra milljón ábsngenda | Hoa Iloa trúflokksí»s. Þeir | Kramhaid a nis 15 m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.