Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 1966
TÍMINW
GÆTNI Á GÖTUM
l.josinu eru orðin gangið og bíðiö | skurði og var það annað hvort
og sjást þau ekki greinilega. Væri
ekki úr vegi að setja öðru visi gler
eða hafa sterkara ljós. Einnig
mætti setja táknræn merki í stað
orðanna, þanníg að litlu bömin,
sem ebki eru orðin læs gætu skilið
gildi ljósanna. Þetta eru atriði sem
okkur fannst mætti bæta úr, en
þar með er ekki sagt að þeíta
sé álit sérfróðra manna.
AÐVÖRUNARMERKI VANTAR.
Þegar komið var inn á Hverfis
götu blasti við furðuleg sjón. Á
homínu við Snorrabraut og Hverf
isgötu var tjald yfir einhverjum
(J/nJjirdxzjrójW'r.
vegna síma- eða rafmagnsstrengs.
Hafði uppgreftrinum verið mokað
út í götuna og var hvorki aðvörun
arskilti né girðing umhverfis. Þrír
strákar á reiðhjóli komu hjólandi
eftir götunni og þegar þeir komu
að hrúgunni urðu þeir að sveigja
skyndilega út í götuna og höfðii
bifreiðarnar, sem óku samsíða
þeim ekert svigrúm til þess að
sveigja frá. Það er nánast sagt
mildi að efcki hafi orðið slys á
þessum stað ennþá. Einnig verða
fótgangendur að nota götuna, sem
er ein mesta umferðargata borgar
innar, fyrir gangveg. Þetta var
/Ztzuéí
érui£.
(rrcen.é.
í skólum landsins læra börnin að þekkja á umferðarljós. Þrátt fyrir þann
lærdóm fara börnin ekki alltaf eftir þeim, vegna þess að fullorðna fótkið
gefur slæmt fordæmi.
ekki eina daemið sem við sáum
illa frágengna vinnustaði við
göturnar í borginni.
„GANGSTÉTTIR“ AFLEITAU
Það sem okkur fannst furðuleg
ast af öllu því sem við sáum, var
frágangur gangstétta við nýjar göt
ur. Á mörgum þeirra hafði verið
steypt brún við gangstéttarnar en
gleymst hafði að leggja þær sjálf
ar. Það er skiljanlegt, að borgin
gleytmi að leggja gangstéttarhell
ur, en að ekki skuli vera jafnað
úr haugunum þar sem gangstéttin
á að vera, það er óskiljanlegt. Fót
gangandi fólki er með öllu ómögu
legt að ösla þessa for, sem þekur
það svæði þar sem gangstéttir eiga
að vera. Allsendis útilokað er fyr
ir kvenfólk á háhæluðum skóm
að ganga á þessum svokölluða
gangstéttum án þess að skórnir
sikemmist. Nokkur dæmi skulu
nefnd þessu til sönnunar og á
bendingar: Grensásvegur, Kringlu
mýrarbraut, Reykjavegur við
Laugadal, o. s- frv.
MIÐUR GÓÐ FORDÆMI
Óhugsandi er með öllu að telja
upp allar þær hættur, sem vofa
yfir fótgangandi fólki í umferðínni
í stuttri blaðagrein. Fótgangandi
fólk verður að kunna umferðarregl
ur sem það varðar, og það er gott
dæmi um kunnáttu barna, sem
blaðamaðurinn varð vitni að í þess
ari för. Lítil stúlka var að ganga
með móður sinni á Laugaveginum.
Við hornið á Klapparstig þurftu
þær að fara yfir gÖtuna. Rautt ljós
beið þeirra en móðirin arkaði með
stúlkuna yfir götuna þar sem eng
in bifreið var á næsta leyti- Heyrð
ist þá stúlkan, sem var á að gizka
6 ára, segja við mömmu sína „En
það er rautt ljós mamma!“
Stúlkan mun eflaust i framtið
inni gera slíkt híð sama og móðir
hennar, þar sem hún telur að
maimma sín geri aðeins það sem
rétt er. Fordæmi fullorðna fólks
ins ruglar alveg þá umferðar-
fræðslu, sem börnin læra í skólun
Víð er pottur brotinn. Hérna verða vegfarendur að nota götuna fyrir
gangstíg. Engin aðvörunarmerki hafa verið sett við tjaldið, sem er þó lá-
markskrafa fyrir umferðaröryggi.
um. Börnin eru svo næm fyrir
áhrifum, að þegar út í umferðina
er komið gleyma þau að framfyigja
þeim umferðarreglum, sem þau
lærðu í skólanum.
Fólk, sem kynnst hefur umferð
í Kaupmannahöfn og New York,
veit að þar gengur fólk aðeins yfir
á grænu ljósi og notar merktar
gangbrautir-
RÓTTÆKAR RÁÐSTAFANIR
Lögreglan á íslandi og þau fé-
lög, sem reyna að bæta umferðar
öryggi að reyna í sífellu að leiða
fólki, ungu sem gömlu, fyrir sjón
ir, að aðeins með þvi að fram
fylgja reglunum geti slysunum
fækkað. Leggjumst því öll á eitt,
fylgjum umferðarreglunum í hvi-
vetna og uppskerum einiivern
árangur með þvi. Við viljum ekki
að ekið verði á fólk og það drep
ið. Því er eina ráðið til þess að
koma í veg fyrir það, að fylgja
umferðarreglununi. Fái aðvaranir
og ábendingar lögreglu- og um-
ferðaröryggisfélaga engu til Jeiðar
komið, verður ef til vill gripið til
róttækari ráðstafana, t. d. að 1
sekta fólk srm gengur skáhallt yfir
götu, að sekta fólk sem bíður ekki
eftir grænu Ijósi o. s. frv.
Allir þeir *em leggja laiö sina i Nauthólsvík á blíöviSrisdögum, verða aS ganga eftir þessari götu innan um bílana. Hvað skyldu mörg smábörn hafa
orðiö fyrir bllum á.þessari götu?
Lögregluþjónninn f/lgist meS þvi
að allir framfylgi uwiferðarreglunum.