Vísir


Vísir - 30.04.1975, Qupperneq 5

Vísir - 30.04.1975, Qupperneq 5
5 Vísir. Miðvikudagur 30. april 1975. LÖND I MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson I VIITCONG f FORSETA- HÖUINNI í SAIGON Bandarikjamenn hafa á siðustu tveim vikum flutt um 50.000 vfetnamska flóttámenn burt frá Suður-Vietnam, en margir verða fyrst um sinn að hafast við I tjaldbúðum áborð viðþessar sem hýsa um 20.000 Vietnama á eyjunni Guam i Kyrrahafi. Saigonstjórnin gafst upp Duong Van Minh for- seti skoraði i morgun á hermenn Suður-Viet- nams að leggja niður vopn sin og hætta að berjast. Hann kvaðst reiðubúinn til að afsala Vietcong öllum völd- um. Minh forseti flutti yfirlýsingu sina i út- varpinu og skoraði hann á Vietcong að hætta blóðsúthelling- um, en borgarbúa hvatti hann til þess að halda sig innan dyra. Áskorun Minhs kom i kjölfar brottflutnings siðustu Banda- rikjamanna, sem fluttir voru með þyrlum frá sendiráðinu. — Skömmu áður hafði Minh forseti farið fram á vopnahlé, en fengið kaldar undirtektir. Uppgjöfin leiddi af stórsókn kommúnista, sem hófst i marz. Möluðu herir kommúnista undir sig varnir Saigonhersins og hröktu hann úr miðhálendinu og suður með allri ströndinni, unz komið var að Saigon. Eftir viku umsátur, sem kommúnistar notuðu til að draga að meira lið, hófst lokaáhlaupið i fyrrinótt méð stórskotahrið og eldflauga- árás. Slik árás hófst aftur i birtingu I morgun og tóku þá að birtast i útjöðrum borgarinnar flokkar Vietconga. Upplausn varð i borginni i morgun og þúsundir hunzuðu útgöngubannið. Hermenn, lög- regluþjónar og óbreyttir borgarar voru á þönum á hverju þvi farartæki, sem þeir komust yfir, að reyna að flytja ætt- menni sin á staði, sem taldir voru öruggari. Siðustu landgönguliðar Bandarikjahers höfðu naumast fyrr yfirgefið sendiráðið en hundruð manna brutust inn i bygginguna og létu greipar sópa. Kveikt var i húsinu. öngþveiti varð á síðustu minútum brottflutninga Banda- rikjamannanna, þegar Viet- Óstöðugur á fótunum stigur vietnamski drengurinn fyrstu skrefin I nýja landinu, eftir aö hann og foreldrar hans komu til Kaliforniu, landflótta frá Viet- nam. Ýmsir Bandarikjamenn hafa miklar áhyggjur af þvi, að þeir geti ekki aliö önn fyrir þessum nýju borgurum sinum. Skömmu eftir að Sai- gonstjórnin hafði út- varpað yfirlýsingunni um uppgjöfina, renndu skröltandi skriðdrekar sér inn i hallargarðinn, sem umiykur forseta- höllina i Saigon. Utan á þeim héngu hermenn Vietcong veifandi fán- um þjóðfrelsis- hreyfingarinnar. Siðustu metrana fengu vagn- stjórarnir naumast þumlungað þessum striðsvélum vegna fagnandi fólks, sem safnazt hafði að. 1 fagnaðarkveðjunum, sem mættu grænklæddum hermönn- um Vietcong, kenndi feginleika yfir þvi, að stríðið, sem stund- um hefur verið kallað „striðið endalausa”, virðist núloksvera á enda. Fréttamaður Reuters i Sai- gon, Nayan Chanda, gekk með ljósmyndavél si'na nær fyrstu hermönnum Vietcong, sem komu inn i borgina, til þess að ná betri fréttamyndum og var þá heilsað glaðlega af brosandi ungmennum i einkennisbúning- um Vietcong. En mikil ringulreið rikti i borginni. Gripdeildir og morð á þeim, sem sáust reyna að flýja hana. Sögðu starfsmenn alþjóð- lega Rauða krossins, að margir hefðu leitað til þeirra til að láta búa um skotsár, sem þeir höfðu hlotið i slikum væringum. Minh forseti heyrðist segja i útvarpinu, að hann biði fulltrúa bráðabirgðastjórnar þjóðfrels- ishreyfingarinnar til þess að af- sala sér formlega völdum og reyna að afstýra frekari blóðs- úthellingum. namar reyndu aö ryöjast inn i sendiráðið og grátbændu um að fá að fara með. En þyrlurnar tóku sig upp af þaki sendiráðs- byggingarinnar. Nokkrir vietnamskir her- menn hleyptu af byssum sinum á þyrlurnar I bræði sinni og von- brigðum. Alls voru um 6.500 manns fluttir brott siðasta daginn, og þar á meðal voru um 5.500 Vietnamar. — Þannig hafa Bandarikjamenn aðstoðað um 55.000 Vietnama við að flýja land á siðustu tveim vikum. Byssusmellir kváðu viða við á strætum Saigon i morgun. En margir þeirra, sem á ferli voru þrátt fyrir útgöngubannið, ætl- uðu að freista þess að komast i Mekongóshólmana. Nokkrir tóku sér bólfestu i gistihúsum i von um að nærvera erlendra blaðamanna mundi fæla Vfet- cong frá þvi að vinna þeim mein. Samkomulagið, sem aldrei var virt Duong Van Minb, forseti, lýsti uppgjöf Saigonstjórnarinnar I morg- un og bauðst til að fela fulltrúum bráðabirgðastjórnar Vietcong völdin i hendur. Friðarsamkomulagið, sem gert var i Paris i janúar 1973 og leiddi til þess, að Bandarikjaher varð á burt úr Vietnam, án þess að friður héldist, staðfesti tilveru tveggja Vietnamrikja. 1 samkomulaginu, sem undir- ritað var af Norður-Vietnam, Vietcong, Saigonstjörninni og Bandarfkjunum var lögð áherzla á rétt suður-vietnömsku þjóðar- innar til sjálfsákvörðunar. Þar var gert ráð fyrir, að Suð- ur-Vietnamar skyldu ákveða póli- tiska framtið sina I frjálsum lýð- ræðislegum kosningum, sem færu fram undir alþjóða eftirliti. — Aðilar urðu sammála um, að Bandarikjamenn mundu hætta hernaðaraðild sinni og afskiptum I innanrikismálum Suður-Viet- nams. Samkomulagið gerði þó ráð fyrir, að bæði rikin i Vietnam sameinuðust, þegar fram liðu stundir — i áföngum og með frið- samlegum hætti, en án afskipta erlendra aðila. Tekið var þar fram, að vopna- hléslinan eftir 17. breiddarbaug væri aðeins bráðabirgðamörk en ekki varanleg landamæri. 1 einu mikilvægu ákvæði samn- ingsins, þar sem Saigonstjóminni og Vietcong var ætlað að ákveða i sameiningu, hve marga hermenn hvor um sig hefði i Suður-Viet- nam, var alveg látið ósagt um, að her Norður-Vietnama yrði á brott úr Suður-Vietnam. Annað ákvæði fól i sér, að sér- stök alþjóðleg eftirlitsnefnd fylgdist með þvi, að vopnahléð yrði virt af öllum aðilum. En þegar litið er um öxl, sést, að öll fyrirheit voru svikin og ná- lega ekkert ákvæði samninganna haldið — nema það, að Banda- rikjaher varð á burtu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.