Vísir - 30.04.1975, Page 16
vísm
Miðvikudagur 30. april 1975.
STJÓRNIN
STÓÐST
ÁHLAUPIÐ
Stjórn Starfs m annafélags
rikisstofnana stóðst með yfir-
burðum áhlaup andstæðinga
sinna á aðalfundi félagsins.
Einar Ólafsson, útsölustjóri hjá
áfengisverzluninni, var endur-
kjörinn formaður með 649 at-
kvæðum, en Jóhann Guðmunds-
son, deildarstjóri á Landspitalan-
um, fékk aðeins 178.
Aðrir I liði stjórnar félagsins
náðu og kosningu með yfirburð-
um.
— HH
íslenzk
nútímatónverk
í London
Eftir að hafa flutt verk sin hér i
Norræna húsinu á föstudag, munu
þeir Iiafiiði Hallgrímsson, Þor-
kell Sigurbjörnsson, Leifur
Þórarinsson og Robert Aitken frá
Kanada flytja eingöngu islenzka
nútimatónlist i London á sunnu-
dag.
Það er ekki i fyrsta sinn, sem
þeir kynna islenzka tónlist er-
lendis, þvi það hafa þeir gert á
mörgum tónleikum.
Robert Aitken leikur á flautu,
Gunnar Egilsson á klarinett, Haf-
liði Hallgrimsson á celló og Þor-
kell Sigurbjörnsson leikur á
píanó.
— EA
Hamfarirnar
ódýrar
— meiri kostnaður
við undirbúning
„Það er alveg órannsakað enn-
þá, hvað það kostar að setja
svona hamfarir á svið,” sagði
Hafþór Jónsson, erindreki hjá Al-
inannavörnum, er Visir innti
hann eftir kostnaði við æfinguna á
laugardaginn.
„Þessi æfing höfðaði það mikið
til sjálfboðaliða, að kostnaðurinn
er tæpast mjög mikill og engir
reikningar hafa borizt inn ennþá.
Ég hef þvi engar handbærar töl-
ur, en þó tel ég, að það hafi verið
undirbúningurinn sjálfur frekar
en æfingin, sem mestur
kostnaðurinn fólst i”, sagði Haf-
þór Jónsson, erindreki.
— JB
Stundvísir
þjófar!
Stundvisi virðist vera mikilvæg
i augum þeirra er brutust inn i
iþróttahöllina i Laugardal i nótt.
Eftir það innbrot ætti stundvisi að
vera þeim leikur einn, þar sem
þeir höfðu þrjú stoppúr upp úr
krafsinu. Eitt þessara úra var
þar að auki timavarðarúr, sér-
staklega útbúið til að mæla lengd
kappleikja.
Þeir, sem aö innbrotinu hafa
staðið, brutu tvöfalda rúðu á
austurhlið bakhúss Iþróttahallar-
innar og héldu fyrst sem leið lá
inn i geymslu húsvarðar. Þár
varð nokkuð af sælgæti á vegi
þeirra og birgðu þeir sig upp af
Opali og Prins Poló. Að þvi loknu
ráku þjófarnir augun i stoppúrin
og tóku þau traustataki.
ftannsóknarlögreglan rannsak-
ar nú málið.
— JB
SMÍÐA EININGAHÚS
FYRIR NÁGRANNANA
104 fermetra
hús kostar
fullbúið 5,7
milljónir
Fyrirtækið er ungt. Það var
stofnað fyrir tveim árum og er i
300 fermetra byggingu við
Lagarfljótsbrú. Tiu manns eru
starfandi við fyrirtækið i dag, en
þeim kann að fjölga, þegar lokið
hefur verið við að reisa 150 fer-
metra viðbyggingu við tré-
smiðjuna.
„Einingar húsanna, sem við
smiðum, eru nokkuð stórar. Það
eru þrjár tegundir, sem við er-
um með teikningar að, en það
Hér má sjá tvö af einbýlishúsunum frá trésmiðjunni. Þessi eru á
Egilsstöðum. -Ljósm.: B.A.
ingastigum. Allt eftir ósk kaup-
andans,” hélt Orri áfram.
„Fullbúið einbýlishús frá okkur,
104 fermetrar að stærð, kostar
með öllu um 5,7 milljónir. Það
verður að teljast hagstætt verð
og hvað það snertir þori ég að
fullyrða, að við séum sam-
keppnisfærir við innflutt ein-
ingahús.”
Ef fjármagn lætur ekki
standa á sér, og unninn er eðli-
legur vinnutimi, kvað Orri það
ekki þurfa að taka nema um
þrjár til fjórar vikur að reisa
einbýlishús þeirrar stærðar,
sem er i dæminu hér á undan.
— ÞJM
„Núna erum við að vinna að
einingahúsi, sem sett veröur
upp við Sigöldu. Það er 260 fer-
metra svefnskáli fyrir 40
manns, sem skipt verður i
tuttugu herbergi. Aður höfum
við smiðað niu einbýlishús,”
upplýsti Orri Ilrafnkelsson,
framkvæmdastjóri Trésmiðju
Fljótsdalshéraðs, i viðtali við
Visi.
Hér er unnið að gerö einingahúsa i Trésmiðju Fljótsdalshéraös.
Hús trésmiðjunnar er tveggja ára gamalt og þegar byrjað aö
byggja við þaö.
eru 80 fermetra hús, 104 fer-
metra og loks 130 fermetra,”
sagði Orri. „Þegar fram liða
stundir gerum við okkur vonir
um að fjölbreytnin verði meiri.
Það gæti t.d. verið skemmtilegt
að hanna einingahús yfir verk-
stæði, svo eitthvað sé nefnt.”
„Þau einbýlishús, sem við
höfum gert, hafa öll verið sett
niður hér á Héraðinu. Við höfum
ekki viljað fara með þau langt
út fyrir byggðarlagið enn sem
komið er,” sagði Orri, en hann
kvað þó búið að lofa einu húsi til
Seyðisfjarðar.
„Við reisum sjálfir húsin, en
skilum þeim á ýmsum bygg-
Lögreglan nappaði
þrem bílum
GÁMUR FÝKUR
Á BÍL í EYJUM
— mikill vikurbylur veldur skemmdum
Miðborgarlögreglan tók i gær-
morgun þrjá bila traustataki, þar
sem þeir stóðu manniausir i gangi
i miðbænum. Samkvæmt lögum
er mönnum óheimilt að skilja bila
sina mannlausa eftir i gangi.
I kuldanum i gær höfðu þó þrir
ökumenn freistazt til að skilja
bila sina eftir i gangi, er þeir
stukku frá, og vafalaust hefur
þeim brugðið, þegar þeir sáu að
þeir voru horfnir, er þeir sneru
aftur.
Þegar tilkynna átti lögreglunni
stuldinn, sáu ökumennirnir þó
bíla sina fyrir utan miðborgar-
stöðina, og fengu þeir bilinn með
áminningu um að gæta betur að
sér næst. Að sögn lögreglunnar
hefur það ósjaldan komið fyrir að
bilum sé raunverulega stolið á
meðan eigendurnir stökkva frá
þeim i gangi. Lögreglan á nokkr-
ar sögur af slikum þjófnuðum i
fórum sinum, ef einhver öku-
mannanna bregzt illa við þessari
afskiptasemi lögreglunnar. —JB
Flutningagámur skoppaði á bil
og skemmdi hann i miklu hvass-
viðri i Eyjum, er hann tókst á loft
i hvassviðrinu i gær og lenti á
nálægum bil.
Milli 11 og 12 stiga vindur var
aö jafnaði i gærdag i Eyjum og
var mikill vikurbylur um alla
byggðina og eins gekk sjór yfir
Eyjarnar.
Illfært var af þessum sökum á
milli húsa og skemmdir urðu á
lakki bila og rúðum vegna vikur-
foksins. Veðrið gekk heldur niður
með morgninum.
Vindur hefur nú aðeins færzt'i
austur og þvi má gera sér vonir
um heldur mildara veður um
mestan hluta landsins i dag.
Reiknað er með úrkomu um
Norður- og Norðausturland.
— JB
BÚIZT VIÐ AÐ
DRAGI ÚR VEÐRI
enn illfœrt víða og ófœrt fyrir flug um allt land
Jeppabifreið enda-
steyptist í rokinu
farþegar sluppu við meiri húttar meiðsl
Eftir daginn i dag er búizt við
þvi að veðrið fari að ganga niður
alls staðar á landinu, nema þá
helzt á Vestfjörðum. t morgun
hafði hlýnað alls staðar, viða um
5 stig frá þvi I gær, og frost var
aðeins á Vestfjörðum.
Búizt er við norðaustan átt eða
austan átt áfram með lágu hita-
stigi en frostlausu. Samfelld snjó-
koma hefur verið á Norðaustur-
og Norðurlandi og á miklum hluta
Vestfjarða.
Mikill veðurofsi var um allt
landið i gær, og var meira að
segja ófært viða, sem þykir
óvenjulegt á þessum tima árs.
Þegar við höfðum samband við
Vegagerðina i morgun var okkur
tjáð, að veður væri gengið niður
við suðurströndina og umferð um
sandana hófst i morgun.
Hrið var á Öxnadalsheiði, en þó
var talið að fært væri þar yfir, ef
hægt væri að fylgja bilunum.
Ekki var vitað um Holtavörðu-
heiði i morgun. Fært var um
Heydal vestur i Dali, en Bratta-
brekka var ófær.
Þungfært var á Austurlandi, en
mokstur er hafin' á láglendi, og
hugað verður að íjallvegum, ef
unnt er.
Slæmt útlit var með flug i dag.
Ófært var á alla staði i landinu, en
ekki var fyllilega vitað um
Sauðárkrók. Flogið var á nokkra
staði i gær, en i dag veldur ófærð-
inni annaðhvort snjókoma eða
vindur.
— EA
Nýleg amerisk jeppabifrcið
fauk út af veginum við bæinn
Seljaland undir EyjafjöIIum i
gærmorgun. Fjórir farþegar i
bilnum sluppu við meiri háttar
meiðsl.
Tveir bilar úr Reykjavik voru
á vesturleið um tiuleytið i gær-
morgun, er óhappið varð. Höfðu
farþegar bilanna ætlað i
silungsveiðiferð, en orðið að
snúa við vegna óveðurs.
Við bæinn Seljaland kom
sterk vindhviða með þeim af-
leiðingum, að siðari billinn lyft-
ist upp að framan og ökumaður-
inn missti stjórn á bilnum, sem
við það steyptist fram yfir sig.
ökumaður og farþegar hrufluð-
ust og skrámuðust allir og
nokkrar tennur brotnuðu i ein-
um farþeganna.
Fyrri billinn var kominn að
Hvolsvelli, er slysið varð, og
urðu ökumaður og farþegar i
honum þvi einskis varir. Fólks-
flutningabill á vesturleið kom
fyrst á staðinn og tilkynnti um
slysið i gegnum talstöð. Á
m'eðan beðið var eftir lögreglu
og lækni, fluttu hjónin á Selja-
landi hina slösuðu heim á bæinn
og hjúkruðu þeim þar. Eftir
læknisskoðun fengu farþegar og
ökumaður að halda ferðinni
áfram til Reykjavikur.
Jeppabifreiðin er enn fyrir
austan og er mikið skemmd, ef
ekki ónýt.
— JB