Tíminn - 11.08.1966, Page 2

Tíminn - 11.08.1966, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 11. ágúsí 1966 HÐ-Reykjavík, miðvikudag. Allharður árekstur varð á Keflavíkurveginum fyrir ofan Hafnarfjörð skömmu eftir hádegið í dag. Kona sem ók Trabant-bifreið ætlaði að sveigja út af Keflavíkurveginum en gaf stefnuijós í öfuga átt og ók stór Scania-Vabis vörubifreið fram úr henni með þeim afieiðingum að hún ientl á Trabant-bifreiðinni og stórskemmdi hana. Engin meiðsli urðu á fólki. Báðar bifreiðarnar voru úr Reykjavík. Jaðarsmotið um næstu helgi Hið árlega mót íslenzkra ung- templara verður haldið að Jaðri um næstu helgi: Þar verða ýmis atriði. Tjaldbúðir verða að Jaðri yfir helgina. Mótið hefst á laugardag og um kvöldið verður skemmtikvöld að Jaðri. Þar mun leika fyrir dansi TEMPÓ, hljómsveit unga fólksins. Á sunnudag verður guðþjónusta, séra Árelíus Nielsson, formaður í Í.U.T. pirédíkar. Skemmtun verður síðar um daginn. Þar mun m. a. koma fram Ómar Ragnarsson, glímuflokkur úr KR og flokkur úr OTTÓ N. ÞORLÁKS- SON, LÁTINN Otto N- Þorláksson lézt á þriðju daginn eftir nokkurra vikna sjúkralegu á Landakotsspítalan um. Ottó var fæddur í Holtakoti í Biskupstungum 4. 11. 1871, og voru foreldrar hans Þorlákur Slg urðsson og Elín Sæmundsdóttir kona hans. Ottó var sjómaður uin nokkurt skeið, og tók síðan próf í Stýrimannaskólanum 1895, en var eftir það háseti, stýrimaöur eða skipstjóri um hríð. Hann var einn af hvatamönnum um stofn- un Sjómannafélagsins Bárunn- ar í Reykjavík, og formaður Sam hands Bárufélaganna meðan það starfaði. Ottó var einn af stofn- endum Alþýðusambands íslands, og átti sæti í nefnd þeirri, sem samdi stefnuskrá þess, með þeim Ólafi Friðrikssyni og Jónasi Jóns- syni frá Ilriflu. Forseti Alþýðu- sambands íslands, kjörinn á stofnþingi þess og í stjórn sam bandsins til 1926. Þá var Ottó einn af stofnendum Kommúnista flokks íslands og í stjórn hans frá stofnun til 1933. Kona Ottós var Carolina Emilia Rósa Hendriksdótt ir. Þjóðdansafélaginu sýnir þjóð- dansa. Þá verður handknattleiks keppni og frjálsíþróttakeppni. Jaðarmótinu lýkur á sunnudags kvöld með kvöldvöku og dansi. Ferðir að Jaðri verða frá Góð- templarahúsinu á laugardag og sunnudag, en að Jaðri er öllum heimilt að koma, sem vilja skemmta sér án áfengis. Ársþing íslenzkra ungtempl- ara verður haldið að Jaðri 12. og 13. ágúst og hefst það á föstu dagskvöldið kl. 20.30. á mun formaður ÍUT, séra Árelíus Nielsson, flytja ávarp, séra Jón Bjarman, æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar flytur ræðu og Magnús Jónsson, óperusönigvari syngur. Þá verður flutt skýrsla stjómar. Þi.ng störf munu halda áfram á laugar dagsmorgun. Þá verða umræður stjórnarkjör o.fl. Mun þinginu ljúka síðar um daginn. HÆKKAR ENN Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í ágústbyrjun 1966 og reynist hún vera 195 stig eða þremur stigum hærri en í júlíbyrjun. Þá hefur kauplagsnefnd ennfremur reikn að út kaupgreiðsluvísitölu eftir vísitölu framfærslukostnaðar í ágústbyrjun 1966, í samræmi við ákvæði og reyndist hún vera 188 stig. Samkvæmt útreikningum skal á tímabilinu 1. september til 30. nóvember greiða 15.25% verð- lagsuppbót á laun og aðrar vísi tölubundnar greiðslur. Verðlags- uppbót þessi reiknast á grunn- 'laun. Á tímabilinu júní—ágúst var greidd 13.42% uppbót. Harður árekstur HZ-Reykjavík, miðvikudag. Mjög harður árekstur varð hjá Shell-stöðinni við Suðurlandsbraut klukkan hálfníu í kvöld. Ungur piltur á mótorhjóli kom akandi Suðurlandsbrautina í áttina nið ur í bæ, þegar lítill sendiferðabíll kom akandi á móti honum og sveigði inn á Shell-planið. Skipti engum togum, að mótorhjólið skall á ská á vélarhús bílsins og stórdældaði það. Við höggið kast aðist pilturinn á framrúðu bílsins, sem mölbrotnaði, og þaðan kast aðist hann upp á gangstéttina um tvo metra. Sjúkrabíll flutti pilt inn á Slysavarðstofuna og þaðan á Landakot. Ekki er vitað um meiðsli hans, en sjónarvottar sögðu að hann hefði skorizt illi- lega á andliti. Manninn í bílnum sakaði ekki. TÍMINN Að má út þjóðerni er sama og reyna að slétta ár fjöllunum SAGÐI ABBA EBAN UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍSRAELS GÞE-Reykjavík, miðvikudag. ! ísraelski utanríkisráðherrann Abba Eban flutti í dag fyrirlest ur í Háskóla fslands á vegum félagsins ísland—ísrael. Nefnd ist hann „Smáríkin í samfélagi þjóðanna". Allmargt manna hlýddi á fyrirlestur þennan og var það mál manna, að Eban hefði mælzt sérstaklega vel, enda er hann kunnur ræ'ðumaR ur og mjög vel að sér um a!- þjóðamál. Hann gat þess í upphafi, að margir menn og þó sérstaklega þeir er legðu stund á sagnfræðí, héldu því fram, að innan fárra áratuga yrðu flést smáríki búin að tína tölunni. Bæru þeir því við, að allt benti í átt sameiningar smáríkja, og tækju til dæmis um þetta viðskipta- og hernaðarbanda lög, og segðu, að nú á tírnum megnaði sá litli ekkert gegn hin um volduga. — En sagan er skyn samari en sagnfræðingarnir, a. m. k. hefur hún meira hugmynda- flug, sagði Eban. — f hermálum, fjármálum og á ýmsum öðrum svið um, er þörf á samstöðu margra aðila, en menn mega ekki gleyma, að það er til ýmislegt annað og að mörgu leyti mikilvægara en þetta. Hann gat þess, að af þeim 115 rikjum er væru ínnan vébanda Sameinuðu þjóðanna, hefðu rúm lega 70 fbúatölu er ekki næði 7 millj. og þar af 30, sem hefðu inn an við 2,5 millj. íbúa. Sagan hefði sýnt, að fólk vildi sameiningu og saimstöðu þjóða á ýmsum sviðuni, en þetta þýddi alls ekki að þjóð erní skyldi þurrkað út, enda væri það gagnstætt vilja almennings, svo og þróun sögunnar. Margir gera sér grein fyrir þess ari staðreynd og margir harma hana sagði Eban. — En þeir gera sér ekki ljóst, að kostir simáríkja eru miklu fleiri en kostir stór- velda- Það stafar yfirleitt ekki hætta af smáríkjum eins og stór- veldunum sumum, og gegn um aldimar hefur það sýnt sig, að andlegt líf og menning hefur þró ast á miklu hærra stig í smárikium en hj'4 stórveldum. —*?ú á dögum eru hermál ekki fyrir simáríki, og þau ættu held ur ekki að beita sér fyrir mikl- um fjármálaumsvifum. Að vísu verða þau að taka afstöðu í deilum Þriðjungi meiri áfengissala nú en í fyrra að krónutölu HZ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrstu sex mánuði ársins seldi ÁTVR áfengi fyrir 219.2 milljón- ir króna og tóbak fyrir 192-2 miilj ónir króna. Á sama tíma í fyrra seldi ÁTVR áfengi fyrir 162-7 milljónir króija og tóbak fyrír 155 milljónir króna. Sala áfengis hefur bví aukizt um þriðjung á einu ári og sala tóbaks um fjórðung. Að vísu er ekki rétt að gera hreinan saman- burð á heildarverðmætunum, þsr sem áfengi og tóbak hefur tví vegis hækkað á tímabilinu. Nokkur atriði eiga s5nn þatt í þessari aukningu á sölu áfengis og tóbaks hjá ÁTVR, m. a. má geta nýju laganna um hversu mikið magn skipverjar mega hafa með sér til landsins, en það hefur ver ið takmarkað til muna. stórveldanna og beíta þar áhrifum sínum til góðs, en smáríki eiga framar öllu öðru, að beita sér fyr ir menningar- og mannúðarmál- um, á því er ekki vanþörf. Sagði hann að verstu óvinir mannkynsins væru fátækt og fá- fræði, sem alltof margir þyrftu við að búa. Þama stæðu smárikin miklu betur að vígi en stórþjóð imar, þær hefðu miklu betri að- stöðu til að greiða úr þörnun þegna sinna og í krafti þess ættu þau að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bæta úr bví slæma ástandi, sem víða ríkti. Það er víða þörf á samstöðu og samvinnu, sagði Eban að lokum, en smáríkin eiga að halda velli, og að þurrka út þjóðareinkenni og má út þjóðernið væri það sama og reyna að slétta úr fjöllunum. FRAMKVÆMDANEFND SKIPUÐ TIL ÞESS AÐ UNDIRBÚA HÆ6RI HANDAR UMFERÐINA Samkvæmt lögum nr. 65/1966 um hægri handar umferð skal dómsmálaráðherra skipa þriggja manna framkvæmdanefnd, er hafi á hendi undirbúning og stjórn framkvæmda við breytingu Úr vinstri í hægri handar umferð. Starfssvið framkvæmdanefndar þessarar skal m. a. vera þetta: 1. að kanna og sannreyna, eft ir því sem unnt er, áætlanir um framkvæmdir og kostnað, sem leiðir af breytinguni. 2. að fylgjast með, að fram- kvæmdar verði nauðsynlegar breytingar á vega- og gatnakerfi landsins. 3. að undirbúa og framkvæma í samræmi við yfirvöld, félög, og stofnanir nauðsynlega fræðslu og upplýsingastarfsemi, svo og stuðla að því, að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyr ir umferðaslys í sambandi við breytinguna. 4. að ákveða greiðslur vegna kostnaðar, sem leiðir af breyt- ingunni. 5. að gera tillögur um nauðsyn sambandi við breytinguna. f nefndina hafa verið skipaðir eftirtaldir menn: Einar B- Pálsson, verkfræðingur Kjartan Jóhannss. héraðslæknir og Valgarð Briem, héraðsdóms- lögmaður, og er hann for.maður nefndarinnar. í dóms- og kirkjumálaráðuneyt inu, 10. ágúst 1966. Héraðsmót í V-Skaftafellssýslu Framsóknarmenn í Vestur-Skaft. halda héraðsmót sitt að Kirkju- bæjarklaustri laugardaginn 13. ágúst og hefst það kl. 9 s. d. Ræður flytja ritari Framsókn- arflokksins. Helgi Bergs, alþm. og Jón Helgason. bóndi, Seglbúð- um. Þá skemmtir Ómar Ragnars- son og Ríó tríóið syngur. Tóna- bræður ieika fyrir dansi. Helgi Jou HÉRAÐSMÓT 06 STJÓRNMÁLAFUND- UR AÐ BRÚN í BÆJARSVEIT Stjórnmálafundur Framsóknarfélag Borgfirðinga heldur aðalfund sinn og almenn an stjórnmálafund að Brún í Bæjarsveit, sunnudaginn 21. ág. n. k. kl. 3 e. h. Frummælendur um stjórnmálaviðhorfið verða alþingismennirnir Halldór E. Sig urðsson og Þórarinn Þórarinsson. Héraðsmót Um kvöldið kl. 9 s. d. hefst hér aðsmót Framsóknarmanna í Borg arfjarðarsýslu á sama stað. Ræður flytja alþingismennirnir Halldór E. Sigurðsson og Þórar inn Þórarinsson. Leikararnir Klemenz Jónsson og Árni Tryggva son flytja skemmtiþætti. Dúmbó sextett og Steini leika og'syngja fyrir dansi. Halidór Þórarinn SUMARHÁTÍÐ FRAMSÓKNARMANNA í VESTUR-HÚNAVATNSSÝSLU Skúli Gísli Hin árlega sumarhátíð Fram- sóknarmanna í V.-Húnavatnssýslu verður í félagsheimilinu að Laug arbakka 27. ágúst og hefst kl. 9 s. d. Ávörp flytja Gísli Magnússon, bóndi Eyhildarholti og Skúli Guðmundsson. alþingism. Hljómsveitin Engir frá eyri leika fyrir dansi. Akur-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.