Tíminn - 11.08.1966, Blaðsíða 7
7
FIMMTUUAGUR 11. ágúst 1966
Stefán Sveinsson
fornbókasali
16. jan. 1893. d. 17. júlí 1966.
Það eru nú liðnir sex tugir vetra
og þó tveimur betur, síðan íund-
um okkar Stefáns Sveinssonar bar
fyrst saman. Enginn þeirra vetra,
sem síðan hefur gengið um garða
okkar mun hafa liðið svo, að fund-
um okkar hafi ekki borið saman
aftur um sinn, flestir farið svo
um, að við höfum átt eitthvað
meira eða minna saman að sælda.
En öll þessi ár man ég þess engin
dæmi, að skugga hafi boríð á vin-
áttu okkar. Slík reyndist mér hún
af hans hendi. Sú var vinfesta
hans.
Stefán Sveinsson fæddist í
Brekkukoti á Efribyggð í Skaga-
firði 16. jan. 1893. Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn Elísabet Stef-
ánsdóttir og Sveinn Sölvason. Fað-
ir Elisabetar var Stefán bóndi í
Vatnshlíð Einarssonar bónda þar,
Jónssonar bónda í Holtskoti, Jóns-
sonar bónda í Bjarnastöðum í
Blönduhlíð. Móðir EKsabetar var
Lilja Jónsdóttir bónda á Kirkju-
skarði Jónssonar af Geitaskarðs-
S-veinn faðir Stefáns var Sölva-
son, ihreppstj. í Skarði, Guðmundss.
bónda á Hafragili, Björnssonar.
LAUFEY ENGIL-
BERTSDÓTTIR FRÁ
PULU í HOLTUM
Fædd 31. júní 1944.
Dáin 29. maí 1966.
Ein björk í lundu laufguð stóð,
og lyfti krónu himni mót.
Og vorsól hlý með geislaglóð,
þá glæddi þrótt um stofn og rót.
En þegar vorið var sem hæst,
kom vetrarhríð svo björkin féll.
Svo fagrar vonir fá ei ræzt,
þær fólust undir snjó og svell.
Þitt líf var þetta laufga tré,
sem limið teygði í sólarátt.
En veikindin ei veittu hlé.
Það varð að falla alltof brátt.
En áður en það féll á fold,
það fræið hafði þroskað eitt.
Sem vex nú upp úr móðurmold,
og minningunni um þig er
skreytt.
Nú ertu horfin Guðs í geim,
og gleður þig við fótskör hans.
Og lítur þaðan hingað heim,
á helgar brautir syrgjandans.
Ég veit þín æðsta ósk er sú,
að öðlist þroska dóttir kær. ■
Þú vakir yfir vöggu trú,
er vært þar sefur lítil mær.
Þó gullnir draumar geti ei ræzt,
og gengin sé þín æfibraut.
Þin minning lifir, Ijúf og glæst,
og léttir vinum böl og þraut.
Nú setur trega og sorg á brá,
en seinna dagur aftur ris.
Og ástvinirnir eiga þrá,
sm endurfund í Paradís.
Því bak við hel í himnasal,
þar hyllir undir bláa strönd.
Þar safnast kvenna og karla val,
og knýtast aftur slitin bönd.
Þar hittast vinir hér af jörð,
og hylmar yfir döpur spor.
Og eftir dauðans angur hörð,
mun aftur hefjast lífsins vor.
Rangæingur.
Móðir Sveins var María Þorsteins-
dóttir bónda á Reykjavöllum, Páls-
sonar bónda á Steinsstöðum Sveins
sonar prests í Goðdölum Pálsson-
ar, prests þar, Sveinssonar.
Foreldraj Stefáns fluttust vorið
1893 að Álftagerði hjá Víðimýi-i
og bjuggu þar unz Sveinn andaðist
16. nóv. 1903. Þau voru fátæk og
áttu þá fjögur börn öll ung að
árum. Elísabet treystist því ekki
til að halda heimilinu saman, og
leysti það upp voriö 1904. Hún
réðist þá með tvö börnin að Vatns
hlíð til systur sinnar Þuríðar og
manns hennar Guðmundur Sigurðs
sonar. Þar ólst Stefán upp og
dvaldist þar til 1926, að tveim ár-
um undanskildum. Þau ár var
hann vinnumaður í Valadal hjá
þeim hjónum Guðríði Pétursdótt-
ur og Friðriki Stefánssyni. Minnt-
ist hann þess heimilis æ síðan með
óblandinni hlýju. Vorið 1926 tók
hann að sér forstöðu heimilis ekkju
á Botnastöðum er Ingibjörg hér
Lárusdóttir. Hafði hún misst
mann sinn Gunnar Jónsson, frá
þrem börnum í ómegð. Reyndist
hann því heimili slíkur, að meir
mundu þau systkini ekki hafa unn-
að honum, þó hann hefði verið
þeirra faðir.
Vorið 1933 réðst hann að Æsu-
stöðum til sr. Gunnars Árnasonar
og Sigríðar Stefánsdóttur, og átti
þar heimili um 12 ára skeið. Á
þeim árum tók hann að kenna þess
meins, er síðar þjáði hann til leið
arloka, kölkunar í mjöðmum. Gerði
það honum erfitt fyrir um ýmsa
vinnu, einkum heyvinnu og gang.
Varð það til þess að hann tók
að stunda vegagerð á sumrum. Bú
penings gætti hann samt á vetr-
um flest árin, sem hann átti heim
ili á Æsustöðum, enda voru þau
störf honum hugðarefni. Hann var
í því efni „hinn góði hirðir,“ sem
unni hjörðinni, hverrar tegundar,
sem hún var, vökull og glögg-
skyggn á þarfir hennar og þrár.
Hún átti hann líka að vini, sem
fSjin tli með henni, hvort sem með
eða móti blés.
16. jan 1943, þegar Stefán stóð
rétt á fimmtugu giftist hann eftir-
lifandi konu sinni, Huldu Aradótt
ur. Þau fluttust til Reykjavíkur
1945 og hafa búið hér síðan. Þeim
varð þriggja barna auðið, sem öll
eru á lífi og dvelja heima enn,
enda enn á barna- og unglings-
aldri.
Þó heimili þeirra hjóna væri
ekki vítt til veggja né íburðar-
TÍMiNN
mikið, var þar þó nægilegt húsrými
fyrir svo frábæra gestrisni að fá-
gætt mun. Sá þáttur í heimilishátt-
um þeirra hvíldi að sjálfsögðu
mest á herðum Huldu og má hlut-
ur hennar áreiðanlega teljast til
hreinna afreka. En sú var skap-
gerð beggja, að hin sífórnandi
hönd gestrisninnar var lífsnautn
þeirra beggja. Fannst mér oft, að
ég eignaðist dýpri skilníng, en ég
átti áður, á hugtaikinu, „gjafmild
ur“, þegar nokkur olnbogabörn,
sem fárra kosta völ áttu, nutu
risnu þeirra og alúðar.
Stefán naut engrar skólagöngu
í æsku. Þó mun leitun á námfús-
ari unglingi en honum. Þessa þrá
sína ræktaði hann, og rækti köll-
un hennar til ieiðarloka. En um
það skeið ævinnar, sem hann mun
háfa borið þrá eftir skólagöngu
heitast í huga, missti móðir hans
svo heilsuna, að hún lagðist í kör.
Stefán átti þá um það að velja,
að segja hana til sveitar eða leggja
til náms, þó með léttan sjóð væri.
Hann kaus þann kostinn, sem
henni var hagfelldari. Má af því
draga nokkra ályktun um það.
hversu hann rækti sonarhlutverk-
ið. Hinu má ekki gleyma, að hann
lagði ekki námsþrána til hliðar,
þótt skólinn lokaðist honum til
fulls. Lestrarþrá hans var slík að
þrátt fyrir frábæra dyggð við
störf, hve sem þau voru, tókst
honum að verða óvenju víðlesinn,
enda fór þar saman ágæt náms-
hæfni, glöggskyggni og traust
minni. Hann eignaðist snemma á
árum allgott bókasafn, að þeirra
tíma mati, sem ekki var stofnað
til fyrir fordildaæsakir. Bækurnar
urðu honum hvorttveggja í senn
heimilisvinir og svalalind. Þannig
hafa þær löngum reynst mörgum
gáfuðum alþýðumanni. Það er því
óhætt að fullyrða að hann hefði
setið hvern skólabekk með sæmd.
Skömmu eftir að Stefán fluttist
til Reykjavíkur, tók hann að
stunda fornbókasölu, og rak hana
um alllangt skeið. Tvennt mun
hafa vakið sérstaka eftirtekt
manna á honum sem slíkum. Hið
fyrra var hve ótrúlega fróður
hann varð um útgáfur íslenzkra
bóka og um alla gerð þeirra og
sérkenni. Kom þar glögglega fram
hvorttveggja: frábært minni og
óvenjuleg skarpskyggni í þessu
efni. Híð síðara var greiðvirkni
hans, hin sívakandi löngun til að
greiða götu safnara, að fá bóka-
söfn sín sem bezt úr garði gerð.
Veit ég um marga, sem enn minn-
ast hins fatlaða manns með þakk-
læti fyrir ótrúlega margháttaðan
greiða, þegar um þessi mál var
fjallað.
Þegar ég nú, eftir þessi meira
en 60 ára kynni okkar Stefáns
Sveinssonar, rifja upp þær minn-
ingar mínar, sem við hann eru
tengdar, veðrur tvennt mér hug-
stæðast: drengskapurinn og gleð-
in. Drengskapurinn var svo rík-
ur þáttur í fari hans, að það var
honum svölun að standa við orð
sín og skyldur, — að „níðast á
engu því, sem honum var trúað
fyrir,“ — 'enda sýndi reynslan, að
„betri voru orð hans, en eiðar ann
arra.“ En hann rækti drengskap
sinn svo hljóðlátt, svo langt frá
allri yfirborðsmennsku og auglýs-
ingaskrumi, að hann varð ekki að-
eins sjálfsagður, heldur engu að
síður sjálfgerður hluti af Stefáni
Sveinssyni. Þó mun það reynsla
aldanna, að sú tegund drengskap-
ar, sem Stefán var ríkastur af, er
„gimsteinninn, sem glóir í(manns-
sorpinu." Þennan gimstein átti
hann svo fágaðan, að fágætt var.
Og gleðin var svo ríkur þáttur í
fari hans, að hún entist honum
til leiðarloka, jafnvel svo, að hún
sveif yfir banasænginni heiðbjört
og hlý, en létt eins og löngum áð-
ur. En það var mér áratuga við-
fangsefni, hvort ríkara var í fari
hans: gleði alvörumannsins eða al-
vara gleðimannsins. Hvort tveggja
var svo samanslungið og fágað, að
fágætt var. En trúlegast er, að
þessi samtvinnun hafi ráðið mestu
■um það, að hann var í ríkum mæli
hvort tveggja: barn gieðinnar og
herra hennar í svo traustum tengsl
um, að ég veit engin dæmi þess,
að þar hafi skeikað.
Mig brestur orð til að votta
þakklæti mitt fyrir samfylgdina,
en sendi þeim samúðarkveðju, er
um sárast eiga að binda við fráfall
hans.
Guðm. Jósafatsson
frá Brandsstöðum.
SÖLUSKATTUR
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 2. ársfjórð-
ung 1966, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti
eldri tímabila, hafi gjöld þessi ek'ki verið greidd
í síðasta lagi 15. þ. m.
Dráttarvextirnir eru lVz% fyrir hvern byrjað-
an mánuð frá gjalddaga, sem var 15. júlí s. 1. Eru
því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og
með 16. þ. m.
Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu-
rekstrar þeirra, sem eigi hafa skilað gjöldunum
fyrir lokun skrifstofunnar mánudaginn 15. þ. m.
Reykjavík, 10. ágúst 1966.
Tollstjóraskrifstofan
Arnarhvoli.
ÖNDVEGI H.F.
BYGGINGAFÉLAG
Símar: Skrifstofan 2 13 75,
Menntaskólinn v/Hamrahlíð 3 75 40
Hestur tapaðist
29. júlí tapaðist úr girðingu við Álafoss 6 vetra
hestur ójárnaður mark: Vaglskora aftan hægra
fjöður framan vinstra. ^
Finnandi hringi 1 síma 23-9-67.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að byggja tvær hæðir ofan á norð
urálmu Fæðingadeildar Landsspítalans. Uppdrátta
má vitja á teiknistofu húsameistara ríkisins, Borg
artúni 7, gegn 1.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð 30. ágúst kl. 2 e. h.
Reykjavík, 9. ágúst 1966.
Húsameistari ríkisins,
Borgartúni 7.
SÍLDARSTÚLKUR
Óskum eftir að ráða nokkrar vanar síldarsöltunarstúlkur strax.
Fríar ferðir, kauptrygging. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu ísbjarnar-
ins í Hafnarhvoli, símar 11574 og 20955.
SUNNUVER H. F. SEYÐISFIRÐI.