Tíminn - 11.08.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 11.08.1966, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 11. ágúst 1966 TÍMINN FIMMTUGUR I DAG: HERMANN J. EIRÍKSSON ! dag er Hermann J. Eiríksson, skólastjóri fimmtugur, en hann er fæddur þann 11. águst 1916 að Hrauni í Reyðarfirði. sonur hjón anna Þorbjargar A. Jónsdóttur og Eiriks Jóhannessonar. Her- mann ólst upp á Eskifirði og vand ist þar í æsku vinnu og vosi ís- lenzkrar alþýðu, sem um þessar mundir var að hefja sókn ti'l nýs og betra lífs, minnug á vordrauma og hugsjónir aldamótaáranna, þeg ar skáldin ortu frelsissöngva sina og ungmennafélagshreyfingin nam þá og gerði að voldugri her- hvöt til þjóðarinnar. Þetta andrúmsloft sveif yfir vöggu Hermanns og æskustöðvum, enda mun snemma hafa vaknað með honum löngun til að auka þekkingu sína og í því skyni inn- ritaðist hann í Kennaraskóla Is- lands og lauk þaðan ágætu prófi vorið 1941. Sama ár réðist hann til kennslustarfa í Keflavík, fyrst og fremst sem íþróttakennari, en hafði þá strax einnig _ á hendi almenna kennslu, bæði í Kefia- vík og Innri-Njarðvík, sem þá heyrði undir Keflavíkurskólahér- að. Árið 1946 tók Hermann við skólastjórn barnaskólans í Kefla vík og hefir hann nú gengt því embættl í 20 ár eða réttan fimmt- ung aldar. Hefir hann unnið þessi ábvrgð armiklu störf af stakri skyldu- rækni og trúmennsku, svo vart verður á betra kosið, enda nýtur hann virðingar og vináttu sam- starfsmanna sinna og þeirra annarra er verka hans eiga að njóta, sem fyrst og fremst eru börn in og foreldrarnir. Allir þessir aðil ar bera til Hermanns óskorað skólastjórí traust. Síðan árið 1943 hefir Her mann verið skólastjóri Iðnskóla Keflavíkur og átt sætý í rtjórn sambands iðnskóla á íslandi frá stofnun þess 1948. Þá hefir hann einnig átt sæti í fræðshiráði Gul! bringusýslu frá 1947. Ýmis fleiri trúnaðarstörf hafa hlaðist á Her- mann til viðbótar við timafrek skyldustörf. Enda þótt eg viti, að Hermanni er lítt að skapi, að verk hans séu á torg borin, þá kemst ég ekki hjá að geta um nokkur þeirra? Hann er formaður sóknarnefndar Keflavíkur, ritari í stjórn Kaupfélags Suðurnesja, æ. t. í stúkunni Vík var hann um langt skeið og hefir auk þess gegnt þar flestum öðrum trúnað arstörfum. í nýafstöðnuin kosning um var Hermann kosinn í bæjar- stjórn Keflavíkur, sem 4. maður á lista Framsóknarflokksins. Þá er hann félagi í Rótarík'.úbb Kefla víkur og var forseti klúbnstns um eitt skeið. Hér er mörgu sleppt af félags- mála- og trúnaðarstörfum Her- manns, en af þessari stuttu upp- talningu má samt nokkuð marka dugnað hans og félagshyggju. Kvæntur er Hermann Ingigerði Þ. Sigmundsdóttur, ágærri konu, sem búið hefir manni sínum mynd arlegt og gott heimili og reynst honum í hvívetna öruggur lífs- förunautur. Eiga þau hjónin fjög ur mannvænleg börn. Tvö þeirra, Þorbjörg og Karl eru uppkomin og búsett hér í Keflavik, en tveir yngstu drengirnir, Eirikur og Guðmundur eru enn í foreldra- húsum. Allt frá því Hermann ungur hóf kennslustörf í Keflavík, höfum við átt samleið og samstarf við barnaskólann hér og hefir sam- vinna okkar tekizt með ágætum og aldrei á hana fallið minnsti skuggi. Þykist ég vita, að svipuð sé saga annarra samikennara hans, enda °r Hermann góðgjarn Jg skilnings ríkur yfirboðari, reglusamur í starfi. vinnufús og tilbúinn að greiða úr hvers manns vanda. Slíkir menn vaxa af verkum sin um og með þeim er gott að starfa. Ég hef átt því láni að fagna að vinna einnig með Hermanni að ýmsum félagsmálum hér í Kefla vík, t. d. í stúkunni Vík og Kaup- félagi Suðurnesja, og tel mig því dómbæran á mannkosti afmælis- barnsins og starfshæfni, sein að mínu viti horfir hvort tveggja til 'heilla og blessunnar fyrir Kefiavík. Vil ég nota þetta tækifæri og senda Hermanni og fjölskyldu hans innilegar árnaðaróskir okk ar hjónanna um leið og ég þakka honum samfylgd og samstarf frá liðnum árum. Hallgr. Th. Bjöinsson. Fimmtugur er í dag Hermann ■ Eiríksson skólastjóri barnaskól- ans í Keflavík. Hann er fæddur 11. ágúst 1916 á Hrauni í Fáskrúðs firði. Fjölskylda hans fluttist til Eskifjarðar, þegar Hermann var barn að aldri, og ólst hann því upp þar, og stuiidaði sem ungur maður ýmsa vinnu sem t.il féll, einkum þó sjómennsku, eir.s og faðir hans. Hermann lauk kcnnaraprófi 1941, og varð það haust kennari við barnaskólann ( Keflavik. Hann hefur átt heima í Keflavík síð an. Skólastjóri Darnaskólans varð hann 1946, og þegar á árinu JP43, varð hann skólastjori Iðnsxóians í Keflavfk. Hvorutveggja starfið hefur hann haft á hendi síðan. Kona Hermanns er ingígerður Þ. Sigmundsdóttir, ættuð úr Reykja vík, og eiga þau 4 börn Auk 'skólastjórastarfsms hefur Hermann sinnt ýmsum félagsmál- um, svo sem getið er nánar á öðr um stað í blaðinu- Hann er maður félagslyndur, gætinn, hógzær og ráðhollur, og mjög farsæll í starfi. Aflaði hann sér mikils trausts sem ungur maður, og iiefur haldið því síðan, enda að fulluin verðieik- um. Stjórn barnaskóiar.s hefur honum farið farsællega úr hendi, en kennslu og upeldisstörf láta I honum mjög vel. Nýtur hann þar við góðrar þekkingar og kunnáttu, sem hann hefur öðlast við nám og starf. Hann umgengst nemend ur sína, yngri sem eldri, af lip- urð, en sýnir þó af sér festu. sem ungu fólki er gott að vita af. Þessar línur eiga að færa Her- manni og hans glæsilegu fjöl- skyldu beztu hamingjuóskír í tilefni afmælisdagsins. Að rekja sögu afmælisbarnsins nánar er ekki tilhlýðilegt, þar sem sagan verður ekki sögð að gagni enn sem komið er, og svo öfgalausum manni sem Hermanni myndi ekki falla málalengingar nema mið- lungi vel. Af hans hálfu er alls góðs að vænta í þágu menningar- og fram faramála bæjarfélagsins, enda stendur það þegar í kosninga- annálum, að til þess nýtur hann trausts. Kvikmyndagdgnryni Valtýr Guðjonsson. Landbúnaður Elskendur i fímm daga L‘amant de cinq jours. Nýja bíó. Frönsk-ítölsk frá 1961. Leikstjórn: Philippe de Broca. Tónlist: Georges De- leure. Antoine (leikinn af Jean- Pierre Cassel) er hinn mesti æringi. Madeleine (Micheline Presle) tízkuhúseigandi sér fyr ir honum að öllu leyti, bæði hvað viðkemur efnalegum gjöf um og ástum. Dag nokkurn kynnist hann Claire (Jean Se- berg) vinkonu Madeleine. á tizkusýningu. Claire er raunar gift heimakærum fornleifafræð ingi og er helzta yndi hans að grúska í gömlum bókum. Ant- oine og Claire verða ástfangin við fyrstu sýn og upphefst þá „hið ofsalegasta ástarævintýri eins og segir i efnisskrá. Eiga þau saman örfáa happasæla daga, þar til Madeleine fer að gruna ýmislegt, miður þægilegt hennar vegna. Af því tilefni og til að forðast hneyksli, stofnar hún til veizlu, þar sem boðin eru, auk fjölda annarra. njónie Claire og Georges (Francois Périer) og Antoine. Georges leikur á alls oddi, verður vin ur allra, ekki sizt Antoines, en þau Claire og Antoine virðast litla ánægju af hafa. Þau vita, sem er, að leiknum er lokið og daginn eftir hittast þau í sið asta sinn. Sami hversdagsleik- inn færist nú yfir líf þeirra beggja, en minningin utn að þau hafi verið elskendur í fimm daga, mun vafalausr ekki líða úr minnum þeirra. Philippe de Broca er meðal helztu gamanmyndahöfunda Frakklands. Elskendur í firom daga er fimmta kvikmynd hans er hingað berst til lands og verður að teljást góð útkoma, miðað við aðra ágæta kvik- myndahöfunda þess lands. Áð- ur eru komnar Ástaleikur (Les jeux de 1‘amour, Austurbæjar- bíó), Frá einu blómi til annars (Le farceur, Háskólabíó) sem er sú lakasta. Cartouche og skemmtilegasta mynd hans hingað til, Maðurinn frá Rio. Jean Pierre Cassel ieikur að- alhlutverkið i umræddri Kvik- mynd, sem og í tveim fyrstu myndum Broca. Það er ávallt jafn skemmtilegt að sjá þenn- an ærslafulla grínleikara, sí- fellt dansandi og sönglandi, þó stundum alvarlegur Jean Se- berg er all-mjög breytt frá pvi hún birtist í Á bout de souffle Godards, en fer ágætlega með sitt hlutverk, sem og aðrir leikendur. Elskendur i fimm daga er eins konar lofsöngur um ástina en franskar ástarmyndir hafa jafnan haft sérstöðu í kvik- myndaheiminum. Andrúmsloft þessarar myndar er allt mjög ,,franskt“ í eðli sínu, einnig sem myndin er krydduð með léttum og skemmtilegum húm- or, ásamt aðlaðandi tónlist Deleuresý er gerir hana heili- andi á sinn sérstæða hátt. Sem sagt: Dágóð upplyfting og bless unarleg tilbreyting innan um allt það endemis rusl, er geng ið hefur í kvikmyndahúsunum sumarmánuðina. Sigurður Jón Ólafsson. og pólitík Skuldirnar og skakan skelk með bónda vekur. Sízt má um það sak’ann, að sé hann kröfufrekur. Verður oft löng vakan, því verkið hugann tekur. Stundum verður stakaa stórlega til að hress’ann, þótt ríkisstjórnin rak'ann rýi hann og press'ann. þrældómurinn þjak'amx, og biskup sjaldan bless'ann Skuldirnar og skakan skefjalítið vaxa. Halda þeir um hakann hugprúðir og baxa við að verjast falli. Væri nokkur galli, þótt bóndinn hætti að búa og búin hættu að stækka? Þeim ætti ögn að fæKka. Afurðirnar lækka, en stórlaxarnir stækka, sem stunda viðskipti, með te og tertubotna. Trúin fer að rotna á lýð og landsins gæði. Ljótt er þetta kvæði. Sigfús Steindórsson. 3 B Á VÍÐAVANGI í skýrslu Framleiðsluráðs til aðalfundar Stéttarsambands bænda sagði svo um verðlags- málin og innvigtunargjaldið m. a.r Vandi Framleiðslu- ráðsins í viðtali við landbunaðar- ráðherra, snemma í desember, 1965 kom í ljós, að enginn grundvöllur var til að fá hækk un útflutningsbótanna, frá því sem lögin ákváðu. Framlciðsluráðinu var það þcgar ljóst, að þann halla, sem þannig var sýnilegur á útborg- unarverðinu til bænda, yrði að jafna út milli allra mjóikur- framleiðenda. Bæði var það skylt samkvæmt anda og bein um ákvæðum framleiðslulag- anna, en auk þess lá sú hætta í því, ef þessi lækkun kæmi misjafnt niður, að allt afurða- sölukerfi landbúnaðarins og verðlagskerfið, riðaði til falls. Eftir langar umræður komst ráðið að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að komast hjá því að gera eftirfarandi ráðstaf anir: 1 Leggja sérstakan skatt á innfluttan fóðurbæti. 2. Taka sérstakt útflutn- ingsgjald af innveginni mjólk og kjöti. 3. Til þess að mæta Iækk- un á smjörverði innan- lands yrði útsöluverð nýmjólk- ur hækkað nokkuð. Á þennan hátt yrði hægt að jafna hallanum milli mjólkur- framleiðenda og jafnframt draga nokkuð úr birgðasöfn- un á smjöri innanlands. Af þessum leiðum fékkst að- eins ein fram, þ.e. að taka sér- stakt útflutningsgjald af inn- veginni mjólk. * Neyðarúrræði Því ákvað Framleiðsluráð ið að taka 50 aura af hverjum lítra mjólkur, sem mjólkurbú unum barst í maímánuði og 1 krónu af hverjum Iítra mjólk- ur, sem tekið var á móti f júní, júlí og ágústmánuði. Þetta á að gefa um 41 milljón króna í tekjur til útjöfnunar á því sem á vantar, eða rúm- lega helminginn. Hins vegar hefur Framleiðsluráðið nú ákveðið að fella útflutn- ingsgjaldið niður frá og með 1. sept. 1966, um óákveðinn tíma. Er þetta gert vegna þess að mjólkurframleiðslan hefur sýnt merki um samdrátt, sam- kvæmt því, sem áður segir og eins vegna þess, að nauðsyn- legt er að örva haust- og vetrar framleiðslu mjólkur, sér- staklega hjá þeim, framleiðend- um er senda mjólk sína til Faxaflóasvæðisins. Afurðalánin Skömmu eftir að Framleiðslu ráðið tók áðurnefnda ákvörðun sína, reis mikil óánægjualda meðal bænda út af töku út- flutningsgjaldsins. Einnig fór saman, að þrjú mjólkursam- lög á Norðurlandi gátu ekki greitt framleiðendum sínum fullar eftirstöðvar mjólkur- verðsins frá árjnu 1965, vegna þess hversu mikið fé var bund ið í smjörbirgðunum, en bank arnir höfðu dregið úr afurða- lánum vegna birgðasöfnunar- innar um 14,5%. Hófust nú fundarhöld meðal bænda og mðtmælasamþykkt Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.