Tíminn - 11.08.1966, Síða 8

Tíminn - 11.08.1966, Síða 8
FIMMTUDAGUR 11. águst 1966 8 TÍMINN í dag eru liðin 175 ár frá því séra Jón Steingríms- son, eldklerkurinn frægi, lézt. Séra Jón var prófastur í öllu Skaftafellsþingi og gat sér ódauðlega frægð, þegar Skaftáreldar brunnu 1783. Kafli sá, sem hér fer á eftir, er tekinn úr Ævi- sögu séra Jóns, sem kom út á vegum Helgafells 1945 að tilhlutan Skaftfellinga- félagsins. Séra Jón var yfirleitt léttlyndur og kíminn og segir skemmti- lega frá einu og öðru skrítnu, svo brosað verður að. Og hefst þá frásögn eldklerksins. 1783 tók sá alvísi guð, bæði í vöku og svefni, að benda mér og öðrum, að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestar- flugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurindi á jörðu, item hljóð og veinan í hennar iðrum, van- skapan á nokkrum lömbum. Dramb semin sté upp, sem ávallt er fall- inu næst. Marga skikkanlega menn dreymdi það, sem eftir kom. Tvo drauma dreymdi mig, sem voru þesstir: Mér þótti, að stórt hús væri komið hér út undir Klausturfjalli, þar sem eldurinn stanzaði síðar. Þar inni þótti mér saman komnir allir bændur úr þessu þinglagi, sem áttu að syngja gleðivers hver yfir sinni skál. Mitt í þvi er sagt, ókenndur maður sé úti að kominn, grár af hærum, sem inn var leiddur og settur á miðjan bekk, fengin skál að syngja gleðivers fyrir. En hann tekur við upphrópar og segir: „Sól, sól, sól! Dómsdagur er snart kominn.“ Mér þyki menn kasta að honum orðum, að hann hafi gert sig fráleitan öðrum með svo óviðfelldinni og fjarstæðri fyrir- sögn. En ég svara: „Skimpið ei að ókenndum. Hann hefur sina þanka fyrir sig. Ég skal eiga tal við hann. „Spyr ég hann að heiti. Hann segist heita Eldriða- grimur, og hafa komið hér austur- landnorðan ofan af fjöllum. Ég spyr hann, hvort honum hafi ver- ið sá vegur kunnugur, hverju hann játar og segir: „Ég kom hingað áður sama veg, í tíð Sæmundor fróða.“ Ég spyr, hvort hann muni það ár, hverju hann játar, og segir: „Það var 1112.“ Finn ég síðar í annálabók einni, að það ár var hér eldgangur mikill, sem skemmdi land og byggðir. Annan draum dreymdi mig sama vetur, áður eldurinn fram kom. í röð féllu úr 9 helgir dagar, sem ég gat ei embættað á vegna illviðris á þá, þó bezta veður væri alla vikuna, hvar af ég fékk þunga þanka, þar ég þóttist sjá, að guð var farinn að byrja dóminn á sínu húsi. Eina sunnudags aðfaranótt þyki mér maður koma til mín tignarlega búinn og segja: „Ég veit þú liggur í þönkum, og þeir eru allir réttir. En orsökih er að þú ert fólkinu ónýtur predikari." og þá mér kom sú aðfinning und arlega fyrir, spyr ég hann að, hvað ég eigi þá að kenna. En hann segir: „Esaiæ spádómsbókar 30. kapitula, og haf það til merkis nú verður gott veður á morgun, og þú fær að embætta." Þaðan í frá duldist ég ei við, hvað fyrir hendi lá, og sneri oft mínu ræðu- formi, eins og fyrir var lagt. Því var þó miður, að mín og annarra augu voru svo blind og haldin, að ei þekktum né vissum, hvað til vors friðar neyrði réttilega. Kap XLI. Svo bvi'iast upphaf drottins tyft unar og nýrra hörmunga, er komu yfir mig og aðra, þó með stærri K>ðlund og vægð en verðskuldað höfðum, sem eftir fylgir. 1783 þann 8. Junii á hvítasunnu hátíð gaus hér eldur upp úr af- réttaríjöllum, sem eyðilagði land, menn og skepnur með sínum verk unum nær og fjær, hvar um ég ei framar skrifa, þar bæði ég og aðrir höfum þar um skrifað á parti. Svo fljótur skaði og töpun kom þá yfir skepnur þær, guð hafði lánað mér, að laugardaginn áður en pestin á kom, var frá kvíum og stekk heini bornar 8 fjórðungs- skjólur af mjólk, en næsta laug- ardag þar eftir 13 merkur. Og eft- ir því fóru af hold og líf. Sauðfé og lömb foreyddust strax, en kýr mínar og hesta lét ég færa út að Leiðvelli, og fólk til að heyja þar fyrir þeim, þó til lítils kæmi, þvi öll ráð, útréttingar og höndlanir er menn tóku sér fyrir urðu að ráðleysu fordjörfun mæðu og kostnaði, og flest að aldeilis engu. Frá 12. Aug. 1783 til 24. Junii árið eftir átti ég slétt öngvan mjólkurmat í mínu heimili. Var það einasta að þakka allra stærsta hans vegum, og gerði mín em- bættisverk með trú og dyggð, hvað og svo skeði. Á þeirri minni haust- ferð í Skáiholt fann ég marga mína vini, sem nú kenndu í brjóst um mig og gáfu mér smjörfjórð- ung nokkrir, en sumir minna, og þáðu þá ei betaling. En þar eftir sannaðist, að æ veit gjöf til gjalda. Fóru þeir þá að biðja mig um ýmsa hluti, þar til við urðum skildir að öllum skiptum og vin- áttu, undir eins eftir því sem ég tók efnaminni að verða. Sannaðist enn, að margur er vinur, vel þá gengur, víst að nauð, en ekki lengur. Frátakast börn mín og náungar og einn vandalaus, sem var Magn- ús Ólafsson vicelögmaður, sem þá var enn oeconomus í Skálholti. sjós, en sagði þeim að vista sig eft- irleiðis annars staðar, hvað þeir gerðu, þó ei yrði til langgæðrar lukku, sem ei varð von. Þeir dóu í hungri og vesöld síðast. Madame Málmfríður Brynjólfsdóttir ekkja prófasts síra Jón Bergssonar, míns forna vinar, kom upp á mig þetta haust, og sálaðist hjá mér um Jónsmessuleytið árið eftir. Rægðu öfundsjúkir mig og bræður henn- ar saman um eigur þær og fatn- að, sem hún hefði til mín flutt, en urðu að renna niður þeirri lygi, þá skilagreinin á öllu var með órækum vitnum og bevísing- um sýnd. Umferð fólksins var svo mikil, að aldrei kom sú nótt, að ei væri aðkomandi 7 menn og þar yfir. Það var stór kraftur guðs, að ég skyldi við hús og búskap haldast. Svo var matvælum niður- raðað, að 1 mörk smjörs skyldi Frá Kirkjubæjarklaustri. almætti guðs, að ég og minir skyldum lífi halda. Pestin í loftinu var svo þykk, að ég vog- aði aldrei að draga til mín andann til fulls og varla vera úti, þá sól var ei á lofti, allt það ár og það eftirkomandi. Kjötið, sem étið var af skepnunum, var fullt af pest, item vatnið, er menn hlutu að drekka, og það fór nú fyrst að svekkja mína krafta, þar svo mik- ið varð af því, að drekka af því sífellda ónæði, er ég hlaut um all- an þann tíma í að vera. Ég fór um haustið vestur í Skál- holt til biskupa minna, fékk hjá þeim 20 rd af fátækra peninga kössum. Þeir gáfu mér ei einn skilding, auk heldur meir, en 7 fjórðunga smjörs seldu þeir mér. Þá ég kvaddi herra Finn, segir hann: „Verið þér nú harður og látið ekkert á yður bíta.“ Kom mér þessi upphvatning ei síður en lítil gáfa, því þetta átti svo vel við mitt geð, sem þá var. Var það og víst, að í öllum þeim býsn- um, sem á gengu, varð ég ei hið allra minnsta hræddur, hverninn sem jörðin og húsin hristust og skulfu, skruggur dunuðu, eld- blossarnir flygi um mig, á allar síður myrkrið áþreifanlegt. Var ég í mínum guði svo hughraustur, þvi ég vonaði og trúði, að hann mundi hjálpa mér, bæði í því, og fram úr þvi öllu, ef ég gengi á Hann átti hjá mér 4 rd., þá gaf hann mér upp, og þar til fjórðung smjörs, og hefur þar fyrir engan betalin þegið. Hann hefur og langt um fíeiri þénustur síðan ger mér í verki, viðgerningum, ráðum og útréttingum, sem hann hefur að engu reiknað né viljað betaling fyrir, þó ég hafi hann fram boð- ið. Fundið hef ég og einstöku mann af fátæku bóndafólki, sem ei hafa slitið sína tryggð við mig. Við sjó átti ég, þá elcjurinn kom yfir, rúman 1 hundraðshlut, svo nú varð ég allt að kaupa, sem ég með 14 mönnum áttum af að lifa, og ótal er að kom til og frá, hvað mig víst kostaði 140 rd., sem ég hefði ei fyrr né annars kunnað að trúa nema reynt hefði. Um haustið sendi ég 2 vinnumenn mína út á Eyrarbakka með 7 hesta undir mat, er ég þar tók og lagði þar upp í hendur þeirra. Þeir voru 9 vikur á þeirri leið. Enginn kom hesturinn lifandi aftur af þeim, er þeir með fóru, heldur aðrir til láns eður kaups, hverir 9 hestar allir aftur drápust um veturinn. Miklu höfðu strákar þeir eytt af matnum, og það heim komst skemmt og fordjarfað. Svo varð þá allt að óhamingju og mannsins heimamenn þeir verstu. Ég tók þræla þessa aftur í sátt, þó þanninn léki mig út, hvað aldrei skyldi þó verið hafa, gerði þá til vera handa hverjum manni í viku, sem nægði þá af öðru var nóg. Ef við fengum að mjólk, þá létum við 4, kona mín, Málmfríður, Helga dóttir mín og ég okkur mörkina nægja í 4 mál saman við tevatnið er við hlutum að drekka. Svo komst vani á að drekka vatnið, að það fannst sem sætur drukkur. En það leiddi þó meiri ólyfjan eftir sig, en ég vilji segja. Ég heyjaði um sumarið hér af túninu hér um 30 hesta, sem ég ætlaði einrii kú, en hún drapst út frá því. En eirium hesti, er ég að keypti um haustið. hélt ég við á þvi. Var hey þetta svo vont, að væri því kastað á eld, var líkt reykur og logi af því svo sem af sjálfum brennisteininum. Þó lifði þessi hestur á því, því hann var sá eini hestur, sem hér á Síðunni var lifandi eftir og í burðum að bera lík til kirkjunnar. Niels Hjaltalin og Þórunn Jóns- dóttir kona hanr buðu mér að taka af mér Katrínu dóttur mína, hvað ég þáði. Velnefnd Þórunn hafði verið hjá mér til lækninga áður. Svo fór, að Jórunn dóttir mín varð og á þeim sama bæ, hvar þau bjuggu, sem var i Hlíðarhús- un. á Seltjarnarnesi. Hafði þar hvor skemmtun af annarri á þeirri sorglegu tíð. Áður áminnzt sumar, haust og jvetur, sem eldsins ógn mest yfir geisaði, gekk hér svoddan um- breyting á í öllu, að ég get þar ei orðum að komið. Hér var flóÞi fólks til og frá. Þar einn þorði ei vera óhultur vegna eldyfirgangs ins, þangað flýði hinn annar. og svo burt hingað og þangað allt vestur um Gullbringusýslu. Mátti ég vakinn og sofinn vera að hjálpa þeim með ýmislegt, gefa þeim att- est, geyma fyrir þá etc., en allra helzt telja þeim trú og hughreysta þá, og þá aðrir prestarnir flýðu, beiddu margir mig í guðs nafni að skilja ei við sig, því þeir hefðu þá trú, að ef ég væri hér kjur, biðjandi guð fyrir þeim, mundi hér eldurinn engum bæ né manni granda, og það skeði svo. Ég fór svipsinnis vestur í Mýr- dal. Á meðan tók eldurinn einn bæ af sókn minni og fordjarfaði mikið hinn annan. En helzta or- sök mun þó hafa verið sundurlynd xseJdur, er framar var áður og und ir það á þeim bæjum en öðrum í minni sókn. Þá tók eldurinn að færa sig fram eftir árfarveg- inn, að ei sá annað fyrir en hann ætlaði kirkjuna og svo að eyði- leggja. En þar hann var á fullri framrás í afhallandi farveg, stefndi á klaustrið og kirkjuna sérdeilislega einn sunnudag, þ.e. þann 4. eftir trinitatis, embættaði ég í kirkjunni, sem öll var í hristingu og skjálfta af ógnum þeim, er að ofan komu. En svo var ég óskelfdur, og ég ætla allir þeir, eð í kirkjunni voru, að vér vorum ljúfir og reiðubúnir að taka á móti því sem guð vildi. Var þá guð heitt og í alvöru ákall- aður, enda hagaði hans ráð því svo til, að eldurinn komst ei þver- fótar lengra en hann var fyrir embættið, heldur hrúgaðist hvað ofan á annað í einum bunka. Þar með komu ofan á hann öU byggð, arvötn eður ár, sem kæfðu hanp í mestu ákefð. Einum guði sé æra! Og enn fleiri dásemdarverk veittl guð sínum bömum fyrir andaktuga bæn. Ég hlaut öllum mínum ræð- um og predikunum svo að haga sem tíminn nú útheimti. Helzt hlaut ég að kenna, að guð gerir alla hluti vel, og ei óréttvislega, að mönnum byrjaði að ákalla hann og líða þolinmóðlega, það hann á legði. Hann vissi betur en menn, hvað þeim væri gagn- legt, að hann gæfi þeim eilíft líf, er hann vissi tilreiddir væru etc., svo hversu sumir voru gram- ir og illa, já, óguðlega talandi, fyrst þeir ríku, æddu og létu verst svo auðmjúkir og þolgóðir urðit flestallir síðast. Ágirnd og þjófn- aður rýmdist næsta torveldlega í burt hjá fleirum en menn áður þeniktu. Var það ein ólukki í landinu, að þjófar voru frómir sagðir. Eftir því sem kom að jól- um og á veturinn leið, tók álk að deyja úr pest og hungri, svo það ár dóu í sókn minni hér 76 manneskjur af hungrl og eldsins verkunum, blóðsótt og þess kyns. Hlaut ég nú alla tíðina af að ganga og ljá eina hest minn að bera líkin til kirkjunnar, því ak- færi gafst ei. Þá varð að safna líkum saman, þar til á sunnudaga og grafa þá 8 og 10, stundum fleiri í einu, því mannfólk var ei fleira, en því varð öllu að safna til í eitt í hvert sinn, að taka grafir og_ berja klaka, og varð af því máttleysi þess að láta marga i eina gröf og út undir jarðveginn á báðar síður. Á útmánuðunum voru dagstæðar 6 vikur, sem ég stóð ei við né fór úr fötunum, nærfellt að segja nótt og dag, til að þjónusta fólkið, bæði það, sem burtkallaðist og hitt, sem af hjarði er ei komst til kirkjunnar. Þá sögðu margir: „Nú má segja pre»t ur hafi mikið fyrir sínu brauði." Varð þá síðast eftir í sókninni með Steinsmýrarbæjunum 93 menn, svo þá að sumarmálum leið, fóru bændur, sem gengið gátu að skreiðast vestur eftir til sjós, að Framhald á ols. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.