Tíminn - 11.08.1966, Síða 9
FIMMTUDAGUR 11. ágúst 1966
TÍMIWW i»
Nú hópast til Reykjavíkur
menntakonur úr ýmsum heims-
álfum til að sitja fimmtugasta
fund stjórnar og fulltrúaráðs
Alþjóðasamband háskóla-
kvenna sem standa á 11.—15.
þ.m. Þegar litið er yfir lær-
dómstitla stjórnarkvenna, eru
þeir bæði margir og merkir.
Forseti sambandsins er nú
bandarísk kona, doktor í félags
fræði, sem er heiðursdoktor við
hvorki meira né minna en ell-
efu háskóla. Fyrrverandi for-
seti, sem einnig á sæti í stjórn-
inni, er dýrafræðingur, háskóla
kennari frá Bretlandi, varafor-
Stiórn alþjóðasambands háskólakvenna. — Dr. Hottel er við borösendann.
Ljósmynd: TIMINN-GE
enntakonur úr ýmsum
álfum hópast til Reykjavíkur
seti er doktor í efnafræði frá
Hollandi, annar varaforseti er
doktor í uppeldisfræðum frá
Indlandi og þriðji varaforseti
er doktor í lögfræði frá Belgíu.
Þannig mætti lengi telja.
Helgar sig algerlega
félagsmálum-
Forsetinn, dr. Althea K. Hott
el, er kona á miðjum aldri,
fremur lágvaxin en röskleg
og hraðmælsk. Átti ég tal við
hana stutta stund, er stjórnin
var að safnast saman til fund
ar til að undirbúa málefni fyr-
ir aðalfundinn.
— Eruð þér enn starfandi
við Pennsylvaníuháskólann, dr.
Hottel?
— Nei, ég lét af kennslu áð
ur en ég náði aldurshámarki
svo að ég gæti algerlega helg
að mig þeim félagsmálastörf
um, sem mér eru hugleiknust
en í 23 ár var ég deildarfor-
seti — (Dean of Women) —
við þann háskóla. Ein megin
m-sök þess, að ég dró mig í hlé,
var það starf, sem beið mín
í nefnd, sem skipuð var til þess
að gera tillögur um fyrirkomu-
lag æðri menntunar í suð-vest-
anverðu Pennsylvaníufylki
Það hafði sem sé sýnt sig, að
margir unglingar með góðar
gáfur héldu ekki áfram námi
að háskólastigi, en í þessu hér-
aði heíur það löngum verið sið
ur, að kennsla færi að verulegu
leyti fram á einkaheimilum.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að þörf væri á nýrri teg-
und skólastofnunar, sem tæki
unglingana til kennslu í viss-
um greinum, sem nauðsynleg-
ar voru til að þau gætu tileink-
að sér háskólanámið. f þeim
skóla eru veitt sérpróf í ýms-
um greinum tæknimenntunar,
en einnig í humanistískum fræð
um.
Félög frá 51 landi í
alþjóðasamtökunum
Ég var formaður þessarar
nefndar og það var mikið starf
að undirbúa skólastofnunina og
skipuleggja starfið þar. Nú eru
einu tengsli mín við háskólann
þau, að ég er í stjórn hans.
Viljið þér segja okkur frá
starfi Alþjóðasambands há-
skólakvenna? Hve lengi hafið
þér verið formaður þess?
— Ég hef verið formaður í
eitt ár, en kosning er til
Verkefni fundarins
— Hvert er megin verkefni
þessa fundar, sem nú er að
hefjast?
— Auk fjármála samtakanna
verður rætt um stcfnu sam-
bandsins næstu tvö árin. Meðal
þeirra verkefna, sem unnið hef
ur verið að s.l. ár, eru athug-
anir á því hver áhrif fólksfjöldi
hverrar þjóðar hefur á efna-
hag, menntamál og þjóðfélags-
þróunina almennt og hvort að
Alþjóðasamband háskóla-
kvenna hefði eitthvað að leggja
til lausnar vandamálanna, sem
því fylgja á hverjum stað. En
þau geta verið mjög mismun-
andi. Sums staðar skiptir mestu
að takmarka fólksfjölgunina,
annars staðar skiptir mestu að
liðin frá því mannréttindaskrá-
in var samþykkt, þá vilja sam-
tök okkar vera við því búin
að hafa eitthvað verulegt til
málanna að leggja, hafa á tak-
teinum upplýsingar og álit, sem
mark er á takandi. Alþjóðasam
band háskólakvenna er ráðgef-
andi aðili við margar stofnan-
ir S.þ., svo sem menningarmála
nefndina, barnahjálpina og aðr
ar sérnefndir, sem fjalla um
mannréttindamál. Félagsdeildir
okkar munu gera athuganir á
því hvaða þjóðir hafa undir-
skrifað mannréttindaskrána og
hvernig henni er framfylgt á
hverjum stað. Það er í lögum
okkar sambands, að í það kemst
ekkert félag frá löndum þar
sem mönnum er mismunað
vegna kynþátta; trúarbragða
eða kyns. Á fundi okkar nú
Rætt við dr. Althea K. Hottel, for-
seta alþjóðasambands háskólakvenna
þriggja ára í senn og enginn
má taka við endurkosningu
■aema einu sinni. Stjórnarkon-
ur skulu vera sín frá hve.rju
landi, nú eru þær frá Hollandi,
Indlandi, Belgíu, Danmörku og
Bretlandi. F>Trverandi formað
ur á líka sæti í stjórn næsta
kjörtímabil. Síðan er einn full-
trúi frá hverju landi, sem aðild
á að samtökunum, í fulltrúaráð
inu, en nú eru félög frá 51 landi
í þeim. Þing höldum við þriðja
hvert ár, en þess á milli bei
stjórnin mál undir fulltrúaráð-
ið og undirbýr þingin í sam-
ráði við það.
fá nýja innflytjendur o.s.frv.
Ráðgefandi aðili
hjá S. Þ.
— Hver verða verkefni næstu
tveggja ára?
— Þau -verða fyrst og fremst
hin almennu mannréttindi og
sú ábyrgð, sem því fylgir að
undirgangast og samþykkja
mannréttindaskrá Sameinuðu
þjóðanna. Þegar S.Þ. minnast
þess eftir tvö ár. að tíu -ár eru
munum við ræða hvernig bezt
sé að undirbúa þetta starf og
hvernig fá megi sem flestar
þjóðir til að undirskrifa mann-
réttindaskrána. Við höfum starf
andi tvær nefndír, sem fjalla
um það hvernig koma megi í
veg fyrir að konum sé mismun-
að í menntun, lagalega eða fjár
hagslega, og við störfum með
menningarmálanefnd S.þ. að
því að framfylgja áætlun, sem
gerð hefur verið um tíu ára
átak til að veita konum aukna
mienntun og möguleika til
starfa.
Vandamál vegna
vinnu utan heimilis
— Hafið þið fjallað um
þann vanda, sem flestar
menntakonur eiga við að stríða
hvernig sameina megi heimil-
isstörf og þau störf, sem þær
hafa aflað sér sérþekkingar til
að leysa af hendi?
— Já, við ræðum alltaf um
þann vanda, enda alls staðar
sameiginlegur. Mörg lönd hafa
efnt til fræðslu- og umræðu-
funda um þaf mál fyrir for-
göngu Alþjóðasambands há-
skólakvenna. Og menntun
kvenna hefur verið rædd á
mörgum merkum þingum, sem
við efnum til í samvinnu við
og með aðstoð stofnana eins
og Rockefellersjóðsins og S.þ.
Við störfum alls staðar að
því að hvetja konur til að
menntast sem bezt og mest og
nota hæfileika sína og þekk-
ingu til þess að gerast virkir
þátttakendur í þjóðfélagsmál-
um. Og vísindalega menntaðar
konur þurfa að hafa aðstöðu
til að rifja upp sín fræði og
taka aftur til starfa við þau
verkefni, þegar börn þeirra
eru vaxin úr grasi.
Nú hópast stjórnarkonur inn,
svo ekki er tóm til frekara
skrafs að sinni.
Við bjóðum þessa virðulegu
fulltrúa kvenþjóðarinnar vel
komna til íslands og vonandi
ber starf þeirra tilætlaðan ár-
angur, svo að áhrifa kvenna
gæti i vaxandi mæli í þeim
mörgu málum, sem æskilegt
er að þær láti til sín taka.
Sigríður Thorlacius.