Tíminn - 11.08.1966, Side 16
VILJA RÆÐA STOFNUN HEILDAR-
SÖLUSAMTAKA SÍLDARSALTENDA
Síldarsaltendur á SV-landi vilja óbreytt verzlunarfyrirkomulag við jafnvirðiskaupalönd.
Um skipið
Undanfarnar 6 vikur hefur ver
ið unnið að smíði víkingaskips í
Skipasmíðastöð Njarðvíkur og er
smíðinni nú lokið. Að því er
Bjarni Einarsson, forstjóri skipa-
smíðastöðvarinnar, tjáði blaða-
manni Tímans er víkingpskipið 15
m langt, mælt frá trjónu og aftur
úr, og 3,5 m þar sem það er breið
ast. Aðaluppistaða skipsins er
gamail nótabótur, en viðbótin er
að mestu smíðuð úr krossvið.
Drekahöfuðið er mótað úr plast-
frauði og húðað með plastefni.
Skildir á hliðum eru úr krossviði
og plasti. Jón Benediktsson, mynd
höggvari, hefur mótað drekahöfuð
ið og annast allar skreytingar
skipsins eftir skissum frá Þýzka-
landi, sem einnig sögðu til um lita
val. Bjarni Magnússon hefur einn
ig lagt sig fram um að skipið yrði
sem líkast norsku víkingaskipun
um, en óhætt er að fullyrða að
smíðin hefur tekizt mjög vel og
er skipið litríkt og hið glæsileg
asta ásýndum.
Ekkert mælir gegn því að skip
ið geti siglt undir seglum, en samt
hefur verið talið ráðlegt að tengja
við skipið utanborðshreyfil. Stýr
isútbúnaður skipsins er nákvæm
eftirlíking af stýrisútbúnaði vík
ingaskipanna til foma, og sagði
Bjarni, að sá útbúnaður hefði ver
ið vel af hendi leystur.
Framhald á bls. 14.
Myndirnar af skipinu tók Ijós-
myndari Tímans GE.
Lóðsinn í Vestnwnnaeyjum á
að draga víkingaskipið á flot
SJ-Reykjavík, miðvikudag.
Eitt atriðanna í kvikmyndinni
„Die Niebelungen" (Völsungasaga
bAturstrandar
sem þýzkir kvikmyndagerðar-
menn vinna nú að í Júgóslavíu,
á að sýna, þegar Sigurður Fáfnis
bani kemur á skipi til íslands,
ásamt Gunnari Gjúkasyni til
að vekja Brynhildi Buðladóttur,
af svefni. Þessi þáttur kvikmynd
arinnar verður tekinn hér, og kem
ur hingað 30 — 40 manna hópur
19. ágúst n.k. og heldur daginn
eftir að Skógum og hefst þá undir
búningur að töku atriðisins við
Dyrhólaey, en þar á Sigurður Fáfn
isbani að stíga á land.
Eins og þegar hefur komið fram
í fréttum, fékk Skipasmíða
stöð Njarðvíkur það verkefni að
smíða fyrir Þjóðverjana víkinga-
skip það, sem flytur Sigurð Fáfn
isbana að landi. Smíði skipsins er
nú lokið og var fréttamönn-
um boðið í dag að skoða þennan
glæsilega farkost fyrir utan Skipa
smíðastöð Njarðvíkur, en á morg-
un fimmtudag verður ekið með
-. skipið áleiðis að Dyrhólaey. Áætl
j að er að leggja af stað um fimm
j leytið og gert er ráð fyrir, að skip
\ ið fari yfir Jökulsá á Sólheima-
j sandi um sjöleytið á föstudags
morgun. Víkingaskipið bíður svo
komu kvikmyndagerðarmann-
anna við ósinn hjá Dyrhólaey,
og verður vörður settur til að
gæta þess dag og nótt.
Þegar kemur að þeim degi, er
kvikmynduð verður sigling vík-
ingaskipsins að landi, fær Lóðsinn
í Vestmannaeyjum það hlutverk að
draga víkingaskipið út á rúmsjó,
og verða myndir teknar um borð
í Lóðsinum af skipinu á siglingu.
Framhald á bls. 14.
Miðvikudaginn 3. ágúst sl. var
haldinn í Reykjavík aðalfundur Fé
lags síldarsaltenda á Suðvestur-
landi. Félagssvæðið nær frá Vest-
mannaeyjum til Vestfjarða, og eru
meðlimir þess síldarsaltendur á
þessu svæði. Fundarstjóri var Sig
urður Ágústsson, útgm. í Stykkis
hólmi og fundarritari Gunnar í.
Hafsteinsson, lögfræðingur.
Formaðurinn, Jón Árnason, fr.
kv.stj. á Akranesi flutti skýrslu
stjórnar félagsins fyrir sl. starfsár.
Safgði hann, að vegna aflabrests
hefði síldarsöltun verið minni á
starfsárinu en nokkru sinni áður,
frá því að félagið tók til starfa.
Söltunin hefði minnkað á þrem
undanförnum árum úr tæpum 140.
000 tunnum í 36.000 tunnur.
Ræddi hann um nauðsyn þess, að
síldarleit og síldarrannsóknir
við Suður- og Vesturlaud yrðu
stórauknar. Einnig væri nauðsyn-
legt, að auka flutninga á fersk-
síld til söltunar frá fjarlægum
miðum. Nokkuð hefði verið flutt
af síld til Suð-vesturlands á síð
ustu vertíð frá Austurdjúpi og
hefði söltun á þeirri síld tekizt
mjög vel.
Þá skýrði Jón frá því, að fé-
laginu hefðu borizt óskir frá Fé-
lagi síldarsaltenda á Norður og
Austurlandi um viðræður varð-
andi möguleika á stofnun heildar
sölusamtaka allra síldarsaltenda,
á landinu. Gat formaður þess, að
stjórn félagsins myndi leggja fram
tillögur varðandi þessi mál og er
þeirra gerið hér á eftir. í sam-
bandi við tillögu saltenda á Norð
ur- og Austurlandi um stofnun
sölusambands kvaðst Jón vilja taka
það sérstaklega fram, að síldarsalt
endur á Suður- og Vesturlandi
væru ánægðir með störf Síldarút-
vegsnefndar og skrifstofu hennar,
en stjórn félagsins teldi þó rétt
að verða við beiðni Félags síldar
saltenda á Norður- og Austurlandi
um viðræður um möguleika á
stofnun heildarsölusamtaka síld-
arsaltenda, enda væri stjórnin
þeirrar skoðunar, að eðlilegast sé
að jafnaði að samtök framleið-
Framhald á bls. 15.
HERAÐSMOT1KROKSFJARÐARNESI
Héraðsmót Framsóknarmanna í
A-Barð. verður haldið að Króks-
fjarðarnesi laugardaginn 13. ágúst
og hefst kl. 9 s. d.
Ræður flytia alþingismennirnír
Hermann Jónasson fyrrv. forsæt
isráðherra og Ólafur Jóhannesson,
varaformaður, Framsóknarflokks-
íns.
Klemenz Jónsson, teikari,
skemmtir og Guðrún Guðmunds
dóttir og Ingibjörg Þorbergs
syngja.
Hermann
Ólafur
Hljómsvcitin Röðlar leika fyrir
dansi.
HZ—Reykjavík, miðvikudag.
í nótt sigldi vélbáturinn
Reynir BA-66 í strand utar
lega á Flösinni hjá Garðskaga. |:
Var Slysavarnafélaginu gert
aðvart og fór björgunarflokkur
úr Garðinum undir forystu Þor
steins Jóhan v sonar á strand
staðinn, þar sem þeir voru ;
komnir rétt fyrir klukkan fjög
ur í nótt. Voru skipverjarnir
búnir að blása upp gúmbáta
og höfðu þá til taks á síðunni.
Skipverjar komu línu í Iand
og dró björgunarflokkurinn þá
í land í gúmíbátnum.
Framiiald á hls. 14
Óðinn dregur Reyni inn í
Keflavíkurhöfn, (Tímam. GE) , ,
^ -. s v Vs 'S SS-.S n ' " 'í « "' - N % s '
T