Vísir


Vísir - 15.05.1975, Qupperneq 3

Vísir - 15.05.1975, Qupperneq 3
Vfsir. Fimmtudagur 15. maf 1975. 3 tékknesku styttur eru komnar í miklu úrvali Verðið er mjög hagstœtt LITIÐ INN OG SKOÐIÐ OKKAR MIKLA OG VANDAÐA VÖRUURVAL. VÖRUR FYRIR ALLA~ VERÐ FYRIR ALLA lllili- liiihnii Laugaveg 15 sími 13111 Miðbœjaríbúðirnar í Kópavogi: HVER Á AÐ BERA VERÐ- BÓLGUNA, HÚSBYGGJANDI EÐA VERKKAUPENDUR? — Samningarnir voru um verkkaup en ekki íbúðakaup, segja forráðamenn Miðbœjarframkvœmda sf. Þrjú slys á sama klukku- tímanum Nokkrir slösuðust I Reykjavfk I fyrradag I þrem slysum, sem urðu þar með skömmu millibili siðdegis I gser. Meiðsl á fólki munu þó ekki hafa verið mjög alvarleg. Fyrsta slysið varð á mótum Laugarásvegar og Sunnuvegar rétt eftir klukkan fimm. Þar ók fólksbill I veg fyrir mjólkur- flutningabil. Areksturinn varð mjög harður og skarst farþegi i fólksbilnum i andliti. Þá var ekið á fjögurra ára dreng á Nesvegi rúmlega hálf- tima siðar. Drengurinn hljóp fyr- ir bil, en samkvæmt fyrstu rann- sókn hafði hann sloppið við alvar- leg meiðsli. Um klukkan 18:13 varð svo slys á gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar. Þar ók bifreið af Laufásveginum i veg fyrir bil, sem kom eftir Hringbrautinni. Áreksturinn varð geysiharður og urðu miklar skemmdir á bilunum og farþegar munu hafa hlotið ein- hver meiðsl. -dB Minnsta kaup- félagið hœttir Elzti kaupfélagsstjóri iandsins, Ivar tvarsson, lézt á siðastliðnu hausti. Hafði hann um áratuga skeið stýrt minnsta kaupfélagi landsins, Kaupfélagi Rauðasands. t Sambandsfréttum segir for- maður félagsins, Reynir ívarsson, að stjórn kaup- félagsins hafi nú ákveðið að hætta starfseminni, en félags- menn á siðasta ári voru aðeins 16. Munu þeir nú snúa sér til Kaupfélags Patreksfjarðar með viðskipti sin. -JBP- „Ef Eðvarð er vinur minnóska ég að eiga sem flesta óvini" — sagði Jón Þorleifsson, sem mótmœlir því að vera kallaður gamall baróttufélagi Eðvarðs „Ég vil mótmæla þvi, sem fram kom í frétt VIsis 2. mai, að ég sé einhver ræðuþjófur. Þegar ég tók ræðuna af Eðvarð Sigurðssyni á útsamkomunni 1. mai var það að- eins til að mótmæla þvl, að Eðvarð kæmi þarna fram sem slikur,” sagði Jón Þorleifsson, verkamaður, er hann leit inn á rltstjórn VIsis. „Mig langaði lika að sjá, hvort lög og réttur væru alltaf jafn svifasein, en á ræðunni hafði ég engan áhuga. Jafnframt var þetta til aö vekja athygli á máli, sem á að þagga niður.” Orðum sinum til áherzlu rétti Jón bækling yfir borðið. Bækling- ur þessi heitir Nútfma kviksetning og er eftir Jón. í honum lýsir hann viðureign sinni við forráðamenn verkalýðs- félagsins Dagsbrúnar sérstak- lega og við kerfið i heild, eftir að hann varð fyrir slysi sem gerði það að verkum, að hann þolir ekki alla vinnu. Bæklingur þessi mun fást i bókabúðum og talar enga tæpitungu. „Hefði ég viljað koma i veg fyrir að Eðvarð gæti flutt þessa ræðu,” sagði Jón, „var mér i lófa lagið að rifa hana — eða slá Eðvarð, ef ég væri geðbilaður, eins og hann hefur sagt um mig. En það er einkennilegt, ef ekkert segist á þvi að beita mig at- vinnurógi og valda mér marg- földum skaða I fjölda ára. Ef Eðvarð er vinur minn, óska ég þess að eiga sem flesta óvini!” -SHH. „Það er ekki nema einn viðskiptavina okkar, sem kvartað hefur yfir þeim samningum, sem hann þó sjálfur undirritaði við gerð verk- samnirigsins”, sögðu forráðamenn Miðbæjarframkvæmda i Kópavogi i gærdag vegna másóknar, sem þessi viðskiptavinur þeirra hefur nú hótað, og sagt var frá i blaðinu i gær. Sögðu þeir það misskilning mannsins að hér væri um kaupsamninga að ræða. Samningurinn hljóðaði upp á að fyrirtækið tæki að sér smiðið íbúðanna gegn föstu verði, en verkkaupi greiði samkvæmt vlsitölu byggingarkostnaðar þær hækkanir, sem verði á byggingartlmanum. Flestir þeirra sem eiga Ibúðir I blokkinni, 100 Ibúðareigendur, hafa staðið við skuldbindingar slnar, á byggingatlmanum, og kváðu þeir félagar samstarfið hafa verið með miklum ágæt- um við verkkaupana. „Að vlsu hefur minnkandi at- vinna og fjárgeta orðið til þess að einstaka maður hefur átt erfitt með að inna af hendi greiðslur á réttum gjalddögum. Höfum við þá reynt eftir megni að hliðra til. Eðlilega gerði enginn, hvorki verkkaupar né við, ráð fyrir þvi, að vlsitala bygginakostnaðar hlypi upp um rúm 70% á þessu eina ári. Varðandi tafir á afhendingu, sögðu Miðbæjarframkvæmda- menn að þrætumál I bæjarstjórn Kópavogs hefðu seinkað fram- kvæmdum um 2 mánuði haustið 1973. Þá töfðu frost I jöröu fram- kvæmdir enn um 4 mánuði. I marz 1974 var byrjað af kappi og stórhýsinu lokið á rúmu ári, fullbúnu að utan og lóð frá- gengin. Vlsitala á greiðslur var reiknuð til 1. nóvember s.l. Töldu þeir erfitt að hugsa sér hvernig framkvæmdir sem þessar gætu orðið á annan hátt en þann, að kaupandinn greiði raunvirði framkvæmdanna. Þegar 100 Ibúðir, verzlanir og bílageymslur væru reistar, tæki sllkt allt að 3 ár. Verðhækkanir á þeim tima hlytu að leggjast á alla liði byggingarinnar. Fast verðtilboð I verðbólguþjóöfélagi eins og Islandi, hlyti þvi að vera út I hött. Hefði margur byggingaraðilinn brennt sig á þessu og lent I greiðsluþroti. Vandséð væri hver hefði hagnað af sliku. „Okkur virðist fólk siður en svo kvarta yfir viðskiptunum. Fólk fær þær á þvi gangverði, sem virðist á svipuöum Ibúðum á markaðnum,” sögðu forráöa- menn Miðbæjarframkvæmda. Bentu þeir á að sumir hefðu raunar borgað sig frá visi- tölunni með hreinni útborgun I byrjun. Um þessar mundir er unnið aö sprengingum á slöari hluta framkvæmdanna við Álfhóls- veg, 4/10 hlutum verksins, þar sem verða 50 ibúðir. -JBP _ STYTTU- SENDING Hinar marg- Miðbæjarframkvæmdir Kópavogs — þarna er I fyrsta sinn relstur miðbær frá grunni, skipulagður I öllum atriðum. Þar á að blandast saman verzlun og viðskipti og mannabústaðir. (Ljósmynd BG) Hvítasunnan: Tjaldbúðir ekki leyfð- ar á Laugarvatni og frekar mœlzt undan því á Þingvöllum Tjaldbúðir verða ekki leyfðar á Laugarvatni um hvitasunnuna. Svo hefur ekki verið I mörg ár, eftir þeim upplýsingum sem við fengum þar I morgun. Jarðvegur- inn er llka alls ekki tilbúinn til þess að taka við mörgum tjaldbú- um, og hann þarf að jafna sig vel til þess að geta tekið sómasam- lega á móti fólkinu I sumar. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það ennþá. Það er lögreglan og Þingvallanefnd sem ákveða það”, sagði séra Eirikur Eirlksson á Þingvöllum, þegar við höfðum samband við hann. „Annars er hvitasunnan snemma núna. Tiðafar hefur ver- ið erfitt og allur gróður er á eftir. Mér er óhætt að segja að hann sé svona hálfum mánuöi, þremur vikum á eftir sveitum hér neðra”. Eirikur sagði að gróðurinn væri mjög viðkvæmur, hann væri sums staðar eins og hálfgerður grautur. „Þannig að við mælumst heldur undan fjöldatjaldbúðum.” Hann gat þess llka að ýmissa veðra væri von, en kvaðst eiga von á talsverðum hópi unglinga nú þegar prófum lýkur, en það verður ekki fyrr en eftir hvíta- sunnu. —EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.