Vísir - 15.05.1975, Síða 5
Vísir. Fimmtudagur 15. mal 1975.
5
REUTER
AP/NTB
ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND U msjón Guðmundur Pétursson
Náðu Mayaguez með leifturárás
Bandariskt herlið
náði á sitt vald i morg-
un bandariska
flutningaskipinu
Mayaguez um leið og
það réðst til landgöngu
á eyjunni Koh Tang á
Thailandsflóa. — Skip-
ið hefur verið á valdi
kambodiskra fall-
byssubáta, sem tóku
það á mánudaginn, þar
sem það var á alþjóða
siglingaleið.
Um mannfall i átökum þeim,
sem áttu sér stað i gærkvöldi og
I nótt, er ekki vitað neitt ennþá.
Þó munu þrjár bandariskar
þyrlur hafa farizt, en hvort þær
voru skotnar niður eða hvort
þær hröpuðu i sjóinn af slysni,
er ekki vitað.
Landgönguliðar stigu á land á
Koh Tangeyju, sem er um 30
mllur undan strönd Kambodiu.
Náðu þeir Mayaguez strax á sitt
vald, en fundu engan af áhöfn
skipsins um borð.
„Leðurhálsarnir”, sem nutu
verndar orrustuflugvéla frá
flugmóöurskipinu „Coral Sea”,
leituðu áhafnarinnar hátt og
lágt um alla eyjuna, sem er
þakin frumskógi. Mættu þeir
ekki mikilli andstöðu.
A meðan þeir leituðu á eyj-
unni, héldu flugvélar „Coral
Sea” hernum á meginlandinu i
skefjum. Fengu Kambodiu-
menn ekki komið við sinum litla
flugvélakosti, vegna þess að
næsti flugvöllur, Ream skammt
frá Kompong Som, lá undir
stöðugum árásum.
Það var talið óliklegt, að
Kambodiumenn hefðu náð að
flytja áhöfn Mayaguez til lands,
þvi aö I gær sökktu bandariskar
orrustuflugvélar þrem
kambodiskum fallbyssubátum,
sém haldið höfðu vörð um
Mayaguez. Það var gert til að
fyrirbyggja, að mennirnir á
Mayaguez yrðu fluttir til lands.
Undir morgunsárið sást hvar
Htill kambodiskur bátur með
hvita veifu uppi sigldi að banda-
riska tundurspillinum Wilson,
sem staddur var skammt undan
Koh Tang. — Um borð i bátnum
var sagt, að 30 menn af áhöfn
Mayaguez hefðu verið.
Útvarpið I Phnom Penh ra'uf
margra daga þögn sina i gær-
kvöldi. í fimmtán minútna út-
sendingu, þar sem nýju vald-
hafamir fordæmdu Bandarikin
fyrir ögrandi hernaðaraðgerðir,
var þvi haldið fram, að Maya-
guez væri njósnaskip. Engu að
siður sögðust Kambodiumenn
mundu skipa skipstjóranum að
hypja sig úr kambodiskri land-
helgi. Vöruðu þeir önnur
njósnaskip við að athafna sig I
landhelgi Kambodiu.
Bandarikjastjórn hefur áður
lýst þvi yfir, að Mayaguez hefði
ekki verið njósnaskip eða á
neinn hátt á snærum Banda-
rikjastjómar. —Skipið var enda
statt um 60 milur undan strönd-
um Kambodiu, þegar það var
tekið — langt utan við landhelgi
Kambodiu og á alþjóðasiglinga-
leið. Sama var um önnur skip að
segja, sem kambodiskir fall-
byssubátar hafa stöðvað á
siglingum á þessum slóðum.
Eftir útvarpssendinguna I
gærkvöldi reyndi Bandarikja-
stjórn að koma áleiðis skeyti
með orðsendingu til hinnar nýju
stjómar Kambodiu. Var þar
fagnað þeirri ákvörðun
Kambodiumanna að sleppa
skipinu, en bent á, að skipið
væri reyndar þegar á valdi
bandariskra landgönguliða. —
Þá var áhöfnin enn ófundin. —
Um leið var þess krafizt, aö
Kambodiumenn skiluðu áhöfn
Mayaguez, og lofað, að banda-
riskt herlið yrði strax kallað
burt af þessu svæði, þegar
áhöfnin hefði verið endurheimt.
Við .þessari orðsendingu
fékkst aldrei neitt svar.
Þetta er i fyrsta sinn i meira
en tvö ár, sem Bandarikjafor-
seti beitir her lands sins I Indó-
kina — að undanskildu hjálpar-
starfi við brottflutning flótta-
fólks frá Indókina. Fyrir rúm-
um tveim árum samþykkti
Bandarikjaþing takmörkun á
umboði forseta sins til að beita
Bandarikjaher til striðsað-
gerða.
En Ford greip til þessa ráðs i
gær i krafti ákvæðis, sem
heimilar honum að beita hern-
um til að verja lif bandariskra
borgara og eignir. Það sama
lagaákvæði gerir hinsvegar ráð
fyrir, að hann verði að leggja
slika ákvörðun undir dóm
þingsins innan tveggja mánaða,
og hefur þá þingið i hendi sér að
stöðva slikan striðsrekstur, ef
það vill.
MacWay, eitt flugmóöurskipa 7. flotans, sem þátt tók I aögeröunum á Thailandsflóa I gær og í nótt.
Landgönguliðar fluttir
burt frá Thailandi
KOMU SIGLANDII BÁTI
Þeir 1,100 landgöngulið-
ar bandaríska sjóhersins,
sem fluttir höfðu verið til
U-Tapao herstöðvarinnar í
Thailandi, voru fluttir það-
an aftur snemma í
morgun.
Þeir voru fluttir um borð i flug-
móðurskipið „Coral Sea”, sem
héltsigá alþjóðlegri siglingaleið i
mynni Thailandsflóa. — Ekkert
hefur verið sagt um það, hvort
þeim hafi verið teflt fram i
átökunum á Thailandsflóa.
Það er vitað, að 135 landgöngu-
liðar Bandarikjamanna stigu á
land á eyjunni Koh Tang seint i
gærkvöldi og siðar var þeim
sendur liðsauki.
Ríkisstjórn Thailands hafði
mótmælt harðlega liðsafnaði
Bandarikjamanna I U-Tapao her-
stöðinni og krafizt þess, að land-
gönguliðarnir yrðu fluttir þegar i
stað þaðan aftur, ella gætu „af-
leiðingarnar orðið hinar alvarleg-
ustu fyrir sambúð Thailands og
Bandarikjanna”.
Thailandsstjórn, sem kviðir þvi
að uppgangur kommúnista I Viet-
nam og Kambodiu geti orðið
kommúnistum I Thailandi hvatn-
ing til uppreisnar, vill halda sem
beztu sambandi við nýju valdhaf-
ana i nágrannarikinu. Vill hún
fyrir engan mun styggja þá og tók
loforðaf Bandarikjastjórn um, að
herstöðvar USA i Thailandi yrðu
ekki notaðar til árása á
Kambodiu.
Talsmaður Thailandsstjórnar
fullyrti i morgun, að flugvélarn-
ar, sem Bandarikjamenn beittu
til að sökkva þrem fallbyssubát-
um Kambodiu á Thailandsflóa i
gærkvöldi, hafi komið frá flug-
móðurskipum 7. flota USA, sem
jafnan er til taks á Kyrrahafi.
Um 30 menn af 39
manna áhöfn flutninga-
skipsins Mayaguez voru
komnir fram í morgun,
þegar síðast fréttist.
— Litlum báti frá
Kambodiu var siglt upp
að tundurspillinum Wil-
son frá Bandarikjunum,
þar sem hann var stadd-
ur undan eyjunni Koh
Tang á Thailandsflóa.
Um borð i bátnum
voru þessir þrjátiu.
Ekkert er hinsvegar
vitað um hina niu eða
tíu, sem saknað er af
áhöfninni.
Bandaríkin höfðu lýst
þvi yfir, að þau mundu
hætta strax við
hernaðaraðgerðir sínar
við Koh Tang-eyju og
Kambodíu, þegar áhöfn
skipsins hefði verið
endurheimt.
Ford forseti á blaöamannafundinum I Hvlta húsinu i morgun, þar sem hann geröi blaöamönnum grein
fyrir því, aö Mayaguez og áhöfn heföu veriö endurheimt.
Náðu skipi
og áhöfn
Ford forseti skýrði
blaðamönnum frá því i
morgun, að öll áhöfn
bandariska flutninga-
skipsins Mayaguez
hefði náðst heilu og
höldnu úr höndum
Kambodiumanna, sem
tóku skipið á mánudag.
Sagði forsetinn, að banda-
risku herskipin og landgöngu-
liðar, sem tekið hefðu þátt i að-
gerðum i nótt og i morgun til
þess að ná aftur Mayaguez frá
Kambodiumönnum, sættu enn-
þá skothrið. En erindi þeirra
væri lokið og þeir byggju sig
undir að hverfa á brott.
Fyrri fréttir höfðu greint frá
þvi, að 30 af 39 manna áhöfn
skipsins hefðu náðst.
A fundi með blaðamönnum i
Hvita húsinu i morgun fórust
Ford forseta orð á þessa leið:
„Að fyrirskipan minni stigu
bandariskir hermenn um .borð i
bandariska flutningaskipið S.s.
Mayaguez og á land á eyjunni
Koh Tang i nótt i þeim tilgangi
að frelsa áhöfn og skip, sem
hermenn Kambodiu höfðu tekið
ófrjálsri hendi.
Til að tryggja að þessi aðgerð
gæti farið fram, voru einnig
gerðar árásir á nærliggjandi
hervirki.
Mér hefur nú verið tjáð, að
skipinu hafi verið náð og áhöfn-
inni bjargað.
En herflokkar þeir, sem tóku
þátt I aðgerðinni, sæta enn skot-
árásum, en búa sig undir að
hörfa burt.”