Vísir - 15.05.1975, Page 6
6
Visir. Fimmtudagur 15. mai 1975.
VÍSIR
tJtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
,, Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjaid 700 kr. á mánuöi innanlands.
t lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaðaprent hf.
Illlllllllll
m orn'm
Umsjón: G.P.
suöurvigstöövunum I Úkrainu, en
áöur en margir mánuöir voru
liönir, var hann oröinn aöal-
stjórnmálaerindreki 18. hersins,
sem baröist á viglinunni sem náöi
frá nyrzta hluta Kákasus til Prag.
í einni greininni, sem birtist I
tilefni 30 ára afmælisins, minnist
Anton Gastilovich hershöföingi
þess, hvernig hann gaf gaum
Brezhnev ofursta innan um
óbreytta dáta 18. hersins.
„Hermennirnir trúðu honum
fyrir öllu þeim viökomandi, lásu
fyrir hann bréfin aö heiman og
leituöu hiklaust til hans meö öll
sin vandamál,” segir I greininni.
„Hershöföinginn gerði sér
strax grein fyrir, aö þarna fór
maöur, sem skildi tilfinningar
hermannanna og naut takmarka-
lausrar virðingar þeirra,” heldur
greinin áfram.
Hershöfðinginn segir I viötali
viö vikurit eitt, aö „Brezhnev
ofursti hafi aldrei þreytzt á aö
endurtaka, aö réttur staöur
stjórnmálaforingjans I hernum
væri viö hliö hermannanna I
orustunni. — Gat oft aö líta
Brezhnef erindreka I skotgröfun-
um, þegar bardaginn stóð sem
hæst.”
Það rifjast einnig upp fyrir
Gastilovich hershöfðingja, sem
varð yfirmaður 18. hersins, aö
hann hafi ósjaldan leitað ráöa hjá
þessum stjórnarerindreka um,
hvernig hann ætti aö haga hern-
aðaraðgerðum dagsins. — Sá einn
getur gert sér grein fyrir þvi,
hvilikt álit hershöfðinginn hlýtur
þá aö hafa haft á félaga Brezhnev
sem þekkir rótgróna andúð her-
foringja yfirleitt á borgurum og
afskiptum þeirra af hermálum.
Þegar 18. herinn sótti fram að
landamærum Tékkóslóvakiu und-
ir árslok 1944, var Brezhnev
oröinn hershöfðingi aö tign,
þ.e.a.s. i stjórnmáladeild hersins.
Þeirri tign hélt hann I striðslok.
Kennslukona I einu þeirra
þorpa, sem einna fyrst komst á
vald Rauða hersins I
Tékkóslóvakiu, minnist þess aö
hafa hitt Brezhnev á þessum
tima.
„Einu sinni þegar ég óð leöjuna
upp I ökkla með mjólk I fötu
handa börnunum, stanzaði vagn
hjá mér og sovézkur hershöföingi
i hvltum loöfeldi bauð mér far,”
segir kennslukonan i blaðaviötali
nýlega.
Siöan lýsir hún þvi, hvernig
Brezhnev hafi leikið viö börnin og
ekki látiö loftárásir eöa annir
aftra sér frá heimsóknunum.
Hækkun Brezhnevs I tign
virðist eiga að vera viðurkenning
fyrir framlag hans til ættjaröar-
innar á ófriöartimum. Æösta
ráðiö viröist stórstigt I þessari út-
hlutun, þvi að hlaupiö var yfir
tvær hershöföingjagráöur, frá
þeirri, sem Brezhnev haföi.
Harkan happadrýgri
Það er alls óvist, að það verði Thailandsstjóm
farsælast að „lúffa” lyrir kommúnistum og
bandamönnum þeirra, eins og stjórnin virðist nú
ætla sér með hlutleysisstefnu og fótasleikingum.
Reynslan i Kambódiu varð sú, að Sihanouk, sem
fylgdi hlutleysisstefnu, lét kommúnista vaða uppi
og er nú orðinn eins konar fangi þeirra. 1 öðru
grannrikinu, Laos, sjá menn nú, hvernig komið
er fyrir hlutleysissinnum. Þeir eru einnig á valdi
kommúnista. Harkan kynni að verða Thai-
lendingum happadrýgri.
—HH
Marskálksstjörnunni hefur nú veriö bætt á barminn á Brezhnev.
Eftir fall Laos er grannriki þess, Thailand, nú i
brennidepli. Um 800 bandariskir landgönguliðar
komu til landsins i gær, i óþökk rikisstjórnarinn-
ar. Stefna stjórnvalda i Thailandi hefur farið
kollhnis i seinni tið, eftir þvi sem bandamönnum
kommúnista hefur vaxið fiskur um hrygg i
grannrikjunum. Stjórnin var löngum mjög hlið-
holl Bandarikjunum, en nú hallast hún að hlut-
leysstefnu i meginatriðum vegna óttans við ná-
grannana.
Ibúafjöldi Thailands er um 34 milljónir. Það
stendur á Malakkaskaga. Kambódia, þar sem
hinir rauðu Kmerar hafa nú tekið völdin, er aust-
an þess, Laos, þar sem Pathet Lao skæruliðar
ráða lögum og lofum, liggur norðan og austan.
Hins vegar sitja hægri stjórnir að völdum i hinum
grannrikjunum tveimur, Burma og Malasiu.
Ótti stjórnvalda i Thailandi er ekki ástæðulaus.
Bandariski herinn varð að gripa i taumana árið
1962, þegar kommúnistar i Laos hótuðu innrás i
norðurhluta landsins. Kambódiumenn höfðu
einnig i frammi hótanir um innrás á þessu skeiði,
en þá var Sihanouk prins þjóðhöfðingi i
Kambódiu, eins og hann er nú aftur að verða.
Thailand sleit þá stjórnmálasambandi við
Kambódiu. Meðan Lon Nol og hægri menn réðu
Kambódiu var allfriðsamlegt milli rikjahna, og
núverandi stjórn Thailands hefur farið mjög var-
lega eftir fall Lon Nols og valdatöku rauðu Kmer-
anna. Hún hefur lagt sig i framkróka til að
styggja ekki hina nýju valdhafa og neitað flótta-
fólki frá Kambódiu um landvist. Einnig hafði
Thailandsstjórn áður beðið Bandarikjamenn að
vikja úr herstöðvum, sem þeir hafa haft i landinu,
og nú i gær mótmælti hún ákaft, ef vera kynni, að
Bandarikjamenn notuðu herstöðvarnar til
árásaraðgerða gagnvart Kambódiustjórn sem
hafði tekið bandariskt skip á alþjóðlegri siglinga-
leið.
Thailandsstjórn veit fullvel, að landið yrði
næsta fórnardýr kommúnista, ef þeir hygðu á
frekari útþenslu eftir valdatökuna i grannrikjum
þess, sem þeir munu liklega gera. Byltingar hafa
verið tiðar i sögu landsins og hver herforingja-
stjórnin tekið við af annarri. Núverandi forsætis-
ráðherra, Kukrit Pramoj, hefur mjög fjarlægzt
stefnu stjórnvalda i Washington. Hins vegar eru
ekki mörg ár liðin, siðan Bandarikjaforseti, sem
þá var Nixon, lýsti yfir, að Bandarikjamenn
mundu stoltir styðja við bakið á Thailendingum
gegn hverjum þeim, sem ógnaði þeim að utan eða
innanlands, eins og hann komst að orði.
Er félagi Brezhnev á rangri hiliu? — Heföi hann oröiö meiri her-
stjórnarsnillingur en stjúrnmálamaöur?
(
Út úr þessum endurminningum
kemur Leonid Brezhnev, leiötogi
sovézka kommúnistaflokksins,
baöaður nýju ljósi. Dreginn hefur
verið fram sá þáttur I lffi hans,
sem hingaö til hefur litiö veriö
haföur á lofti. — Frammistaöa
hans á striösárunum.
Þaö byrjaöi meö þvi aö sjálfan
hátlöisdaginn, þegar afmælisins
var minnzt, var Brezhnev
heiöraður og hækkaöur I foringja-
tign. — Podgorny forseti nældi á
hann marskálksstjörnunni til
merkis um, aö hann væri oröinn
hershöföingi i Rauöa hernum.
Siðan hefur hver af öörum veriö
kallaöur fram til aö bera vitni um
foringjahæfileika flokksleiötog-
ans og hversu annt honum hafi
veriö um hagi manna sinna, her-
manna jafnt sem borgara, sem
stóöu i eldlinunni.
Miödepilllistsýningar.sem efnt
Stríðshetjan
Siðustu dagana hafa menn i Sovétríkjunum haft
hugann við atburði, sem áttu sér stað fyrir þrjátiu
árum eða meir. í tilefni hátiðahaldanna vegna 30
ára afmælis sigursins yfir nazismanum og þriðja
rikinu hafa menn þar eystra ornað sér i endurminn-
ingum hetjudáðanna á vigstöðvunum.
var til I Moskvu vegna hátiða-
haldanna, er málverk, sem sýnir
Brezhnev, hávaxinn og myndar-
legan, innan um hóp hermanna og
sjóliöa, sem horfa á hann aödáun-
araugum I miöri orustunni um
Kákasus.
í ræöu sinni, sem leiðtoginn
flutti á hátiöisdaginn, vék hann að
sinu eigin framlagi til herþjónust-
unnar og minnti yngri kynslóöir á
þá „daga, mánuði og ár, sem dát-
ar og foringjar höföu oröiö aö búa
meö dauöann sér viö hliö”.
Brezhnev, sem nú er oröinn 68
ára, var kallaöur i herinn frá
starfi sinu sem áróðursfulltrúi i
bænum Dnepropetrovsk I úkra-
inu strax á fyrstu dögum innrásar
Þjóöverja I Sovétrikin I júni 1941.
Með ofurstatign starfaöi hann
fyrst sem aðstoðaryfirmaður
stjórnmáladeildar hersins á
BREZHNEV