Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 21. mai 1975 3 Einn bílonno heltist úr lestinni og tímaverðirnir rötuðu ekki „Ekki litist mér nú á það, ef lögreglan væri hér einhvers staðar á næsta leiti að fylgjast með manni”, sagði Eggert Steinsen, for- maður F.í.B. i gær- kvöldi, þar sem hann hentist eftir hálfgerðri vegleysu á 80 kilómetra hraða i Opelbilnum sin- um. Eggert var einn af fimm öku- mönnum, sem I gær tóku þátt i tilrauna-rally, sem efnt var til fyrir Rally-keppnina miklu, sem hefst á laugardaginn. Klukkan átta i gær mættu starfsmenn og stjórnarmenn F.t.B. niðri við Hótel Loftleiðir á Reykjavikurflugvelli til að fara yfir leiðarbækur og reglur keppninnar. Rally-nefnd F.Í.B. hefur að undanförnu skipulagt fyrstu Rally-keppnina á Islandi af kappi og tilgangur þessarar samkomu i gærkvöldi var að prufuaka leiðina, sem farin verður á laugardaginn. Fimm F.I.B.-menn ásamt að- stoðarökumönnum höfðu boðizt til að taka þátt i akstrinum á bil- um sinum. Blaðamaður Visis fékk að sitja i hjá Eggerti Stein- sen og vera honum til aðstoðar gegn þvi að sverja þess eið að minnast ekki einu orði á leiðina, sem farin var i blaði siu. Klukkan 21:14 var fyrsti bill- inn ræstur, bill Eggerts Stein- sen. Ekið var hægt út úr bænum, en slðan lá fyrir að aka 150 kiló- metra leið um íslenzkar sveitir. I leiðabók aðstoðaröku- mannsins var að finna ná- kvæma lýsingu á leiðinni, ná- kvæman metrafjölda milli timavarðstöðva, minútufjölda, sem leiðin skyldi ekin á og meðalhraða. Bflarnir koma á eina timavarðstöðina. Komutimi er mældur og skrásettur á kort ökumanna og tima- varða og siðan er haldið af stað i næsta áfanga. Ljósm: —JB. Þegar fyrsta timavarðstöðin birtist framundan kom i ljós, að við vorum einni minútu á undan timanum, svo siðasti spölurinn var ekinn löturhægt. Það er þá skömminni skárra að koma of seint en of fljótt, þvi hver minúta á undan áætlun gefur tvo I minus, en hver minúta á eftir áætlun aðeins einn. Vörðurinn skrifaði komutim- ann á okkar spjald og sitt og fyrir lá næsti áfangi um hálf- gerða vegleysu og meðalhrað- inn, hann var 60 kilómetrar. „Aumingja billinn minn”, varð Eggerti lika að orði. Þessi hluti leiðarinnar reynd- ist heldur styttri en sá fyrri og nú reið á að ná næstu timavarð- stöð á tilsettum tima. öfugt við þaö, sem var á fyrsta áfangan- um, þá rétt mörðum við nú að ná stöðinni á tilsettum tima. „Eitthvað þykir mér þessi meðalhraði skritinn”, sagði Eggert. Atti hann þá við, að hraðamælirinn hafi sjaldan farið niður fyrir 80 kilómetra hraða og dugði vart til. Siðar kom I ljós, að mælirinn var ekki vel nákvæmur. Timavörðurinn á stöð tvö var ekki jafn ánægður með árangurinn og við sjálfir. A timakortið var skráð, að aksturinn hefði tekið okkur minútu meir en áætlað var. Þarna kom i ljós, að úr kepp- enda og timavarða höfðu ekki verið nægilega samstillt, og veröur úr þvf bætt fyrir keppn- ina á laugardaginn. Helztu hjálpartækin.1 Rally-keppni eins og þeirri sem þá verður haldin, eru sem sagt auk vel útbúins bils nákvæmt úr með sekúndu- vfsi, góður hraðamælir og ná- kvæmur kilómetramælir, sem skiptir kilómetrunum niður i metra. Með réttri notkun þess- ara tækja og með aðstoð leiðar- bókarinnar á að vera hægt að koma I mark á fyrirfram ákveð- inni minútu. Einn bilanna i keppninni i gærkvöldi heltist úr keppninni er hvellsprakk á tveim hjól- börðum i einu, enda hafði verið ekið geyst næstu min. á undan. Eins varð að sleppa úr einni timatökunni, þar eð timaverð- irnir fundu ekki stöðina sina, en slikar veilur og aðrar, sem fram komu í gær verða lagaðar fyrir aðalkeppnina, sem fram fer á laugardaginn með þátt- töku nær 60 bila. —JB 30 fermingarbörn fró Neskaupstað boðin til Skotlnnds Varð manni að bana og sœrði annan: Ekki talinn sakhœfur í dómi, er Sakadómur Reykja- vikur kvað upp á föstudag, var Kristján Kristjánsson, sem I des- ember síðastliðnum varð manni að bana I húsi i Þverholti og.veitti öðrum þung sár, ekki talinn sak- hæfur. Dómurinn taldi það sannað, að Kristján hefði gerzt sekur um þessi afbrot, en hann var sýknað- ur, þar eð hann var ekki sakhæf- ur. Aftur á móti á hann að sæta öruggri gæzlu I viðeigandi stofn- un. —JB Flugfélag Norðurlands: Þrjór vélanna teknar úr um- ferð vegna endurbóta — ein vél eftir til að sinna fluginu Það er óhætt að segja, að mikið hafi verið að gera hjá Flugfélagi Norðurlands síðan 1. mai. Þennan tima hefur nefnilega aðeins ein vél fé- lagsins getað sinnt þvi, sem þurft hefur, og verið i loftinu næstum dag og nótt. Hinar þrjár vélar félagsins, Beéchcraft-vélar, hefur þurft að endurbæta samkvæmt skipun bandarisku flugmála- stjórnarinnar. Galli kom fram i væng slikrar vélar, — þó ekki hér á landi, e'n það nægir til þess, að hægt er að krefjast þess, að allar vélar af sömu tegund verði skoðaðar ræki- lega. Sigurður Aðalsteinsson, einn af eigendum félagsins, sagði að um vængbita hefði verið að ræða. Voru tilskildir hlutar röntgenmyndaðir, en engir gallar komu fram. „En viðkomandi vængbitar verða helmingi sterkari en áður,” sagði Sigurður. Fyrsta vélin verður komin i gagnið áður en þessi mánuður er á enda og siðari vélin kemur svo i gagnið i júni. Sú þriðja verður hins vegar notuð i varahluti. —EA Sjúklingar af Kleppi fara til sólarlanda Hópur sjúklinga af Klepps- sjúkrahúsinu ásamt hjúkrunar- konu héit á dögunum utan til Torremolinos á Spáni til hálfs- mánaðar dvalar. Hér er um nokk- urs konar tilraun að ræða, þar eð hópur sjúklinga hefur eigi áður farið til jafn fjarlægra staða sér til hressingar. Fyrir nokkrum árum fór hópur sjúklinga i ferðalag til Færeyja og þótti sú ferð heppnast mjög vel. Hefur hún og árangur hennar verið umtalaður siðan og þvi var ákveðið að efna til annarrar utan- landsferðar. Ef vel gengur má eiga von á, að slikum ferðum verði haldið áfram. —JB 470 konur t könnun þeirri, sem Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, gerði á þeim konum, sem fá barnaiffeyri/ meðlag og sagt var frá I VIsi á föstudaginn, féli niður talan 470. Það var sú taia, sem prósent- töiurnar eru byggðar út frá i fréttinni. Sem kunnugt er skoraði félagið á Alþingi og rikisstjórn að bæta kjör.barna einstæðra for- eidra með þvi að hækka meðlagið um 45,9%. En meðlagið dugir ekki einu sinni fyrir barnaheimil- unum. —EVI— Það er geysileg tilhiökkun hjá ungiingunum og gaman fyrir okkur öll að sjá eitthvað annað en .heimabyggðina”, sagði séra Páil Þórðarson f Neskaupstað, en 30 fermingarbörn frá staðn- um, ásamt 2 fararstjórum eru á förum til Skotiands. Séra Páll sagði, að það hefði verið fyrst og fremst hið höfð- inglega boð Flugleiða að ferðast fritt fram og til baka með flug- vélum þeirra, sem hefði gert þessa ferð mögulega. Auk þeirra hefði Rauði krossinn, Norðfirðingafélagið, hjálpar- starf kirkjunnar og fleiri aðilar styrkt þetta. Spenningurinn er mikill, og ekki siður af þvi, að sumir hafa ekki einu sinni komið til Reykjavíkur, en þangað koma krakkarnir fyrst áður en lagt verður af stað yfir hafið. Sagði sr. Páll, að meiningin væri að dveljast i Carberry Tower, sem er kastali rétt fyrir utan Edin- borg, sem skozku kirkjunni var gefinn. Er hann notaður fyrir fundarstað fyrir innlenda og er- lenda gesti. Þar verður dvalizt mestallan timann, en skoðunar- ferðir verða farnar um ná- grennið. „Það verður skemmti- legt að kynnast skozku kirkju- lifi, sem er liflegt og ferskt og að minu mati opnara en hér”, sagði séra Páll. Ferðalangarnir fara af stað frá Egilsstöðum 25. mai, fljúg- andi til Glasgow þ. 26. Koma til Reykjavíkur 2. júni og til Norð- fjarðar 3. júni. —EVI- Vinnuvélar í hitaveitufram- kvœmdum œða yfir allt... og slíta þar með jarðstrengi //Meiningin er að kalla saman fund m.a. með rafveitustjóra og hita- veitustjóra/ en hann er sem stendur staddur er- lendis. Á þá að ræða um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna bilana á jarðsíma- strengjum/" sagði Haf- steinn Þorsteinsson sím- stjóri í Reykjavík i viðtali við blaðið. Mikið er um bilanir á siman- um um þessar mundir og sagði Hafsteinn, að aðallega væru þær i Hafnarfirði, Garðahreppi og Kópavogi. Þar væru á ferð stór- virkar vinnuvélar á vegum Hitaveitunnar, sem bókstaflega æddu yfir allt. Sagði Hafsteinn, að verktakar tryggðu sig gagn- vart hugsanlegum skemmdum hjá tryggingarfyrirtækjum, og þar með væri ódýrara að slita jarðstrengi en huga vel að teikningum um hvar þeir lægju. Simnotendur afsökuðu jafnvel þetta sjálfir vegna þess að þeir væru i þann mund að fá hita- veitu. Hafsteinn sagði, að 582 bilanir hefðu orðið á siðasta ári vegna vinnuvélaskemmda, og menn væru svo uppteknir að gera við, að nýframkvæmdir drægjust á langinn. 3 milljónir hefðu orðið að leggja út i vinnulaun, þvi að það tekur alltaf sinn tima að fá peninga greidda fyrir skaða- bætur úr tryggingafélögunum. Fyrir mestu tjóni verða auð- vitað simnotendur sjálfir, og dæmi eru til þess að fyrirtæki hafi auglýst i útvarpi, að þau gætu ekki svarað i sima vegna þess að jarðstrengurinn væri slitinn. Enn er það á umræðugrund- velli að skera niður aukavinnu, en það myndi að sjálfsögðu koma niður á framkvæmdum við simann og jafnvel á viðgerð- um á bilunum. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.