Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 11
Vísir. Miðvikudagur 21. mai 1975 Vlsir. Miðvikudagur 21. mai 1975 Umsjón: Haílur Símonarson Þetta var það... A forsíðu blaðsins I dag er spurt að þvi, hvað islenzki körfuknatt- leiksdómarinn Hörður Tuiinius sé að fela á myndinni, sem þar er af honum. Hér kemur svarið og það sjá all- ir. Það var þýzkur Ijósmyndari sem tók þessar myndir af Herði í leik Alsir og Austurrikis I Evrópu- keppninni i körfuknattleik i Vestur- Þýzkalandi í siðustu viku. t þeim leik varð einn Alsirbúinn óður, þegar dæmd var á hann villa, og réðst á Hörð og reif m.a. utan af honum buxurnar I æðinu. Fyrir vikið fékk hann að fljúga út af vell- inum — en Hörður heldur brúna- þungur eins og sjá má — fékk nýjar buxur, til að fára I. Hörður stóð sig mjög vel i leikj- um sinum á EM og fékk alls staðar góða dóma, enda maður röggsam- ur og ákveðinn. —klp— Olympíuleikarnir aftur í Mexikó? Formaður olymplunefndar Mcxikó skýrði frá þvi á þingi alþjóðaolympiunefndarinnar f Lausanne i Sviss i gærkvöldi, að Mexikanar væru reiðubúnir til að sjá um Olympiuleikana næsta ár ef Montreal yröi að draga sig til baka vegna verkfalla byggingaverka- manna. Allt er til staöar i Mexikó- borg siðan Olympiuleikarnir voru haldnir þar fyrir sjö árum. Þing olympiunefndarinnar, hið 78. f röðinni, hófst i Lausanne i gær og aðalumræðuefnið þar verður í sambandi olympiuleikana næsta ár. Killanin, lávarður, formaður nefndarinnar, gat þess þó, að engin ákvörðun um leikana yrði tekin á þinginu — það yrði ekki gert fyrr en séö yrði fyrir þróun mála i Kanada. —hsim. Golden State sigraði aftur Goiden State frá San Francisco sigraði Washington Bullets I öðrum leik liðanna i úrslitakeppninni i bandariska atvinnumannakörfu- boltanum i nótt með 92 stigum gegn 91. Þetta eru hreinir úrslitaleikir i þessu mikla móti — aðeins þessi tvö lið eru eftir — og staðan er 2:0 fyrir Golden State. t fyrri leiknum sigraði liðið 101:95, og var þá spennan engu minni en i leiknum i nótt. Úrslitakeppnin i atvinnumanna- keppninni i ishokký stendur nú einnig yfir, og er staðan þar eftir þrjá leiki, að Buffalo hefur sigrað i tveim, en Filadelfia i einum. —klp— Spenna þegar nrarkvörð urinn tók vílaspyrnuna en Þorsteini Ólafssyni bróst bogalistin — spyrnti knettinum í þversló og Keflvíkingar og Valur gerðu jafntefli 0-0 Undrunarsvipur kom á hina fimmtán hundruð áhorfendur á Keflavikurvellinum i gærkveldi, þegar hinn hár- og skeggprúði markvörður Keflvikinga, Þor- steinn ólafsson, hagræddi knettinum á vitapunkti Vals- manna og bjó sig undir að spyrna eftir að Ragnar Magnússon, dóm- ari leiksins, hafði dæmt vita- spyrnu, þegar Steinari Jóhanns- syni miöherja var gróflega brugðið i góðu færi. Sjaldgæft mun vera, að markverðir séu látnir i eldlinuna, þegar um vita- spyrnu cr að ræða. Spenningurinn i röðum áhorf- enda leyndi sér ekki. Skyldi hon- um lánastspyrnan?Ytri aðstæður voru hinar beztu. Logn, glamp- andi sólskin, og svo var leikið á hinu langþráða grasi i fyrsta sinn á vorinu. Þorsteinn hljóp örugg- um skrefum og spyrnti af alefli. Knötturinn stefndi i markhornið, hægra megin, en viti menn. 1 stað þess að hafna i netinu, eins og flestir bjuggust við, small hann i stöng og þverslá og hrökk þaðan niður á marklinu, svo aðeins munaði nokkrum sentimetrum, að hann væri allur fyrir innan marklinu. ,,Ég hefði átt að hafa marklinuna, aðeins mjórri,” var haft eftir merkingarmanni vallarins, ,,þá hefði IBK unnið leikinn”!! Valsmenn réðu sér varla fyrir kæti, þegar sýnt var að vita- spyrnan hafði mistekizt, en Þor- Knötturinn stefnir i mark Vals en...rétt á eftir small hann i þver- slá, svo Sigurður Dagsson, mark- vörður Vais, þurfti ekkert að hafa fyrir þvi að verja. Ljósmynd Bjarnleifur. ^ steinn var aö vonum óhress. Með þvi að skora átti hann þess kost að verða markhæstur i 1-deild, ásamt Leifi Helgasyni FH, eftir fyrstu umferð, jafnframt þvi sem hann hefði lyft IBK i efsta sætið ásamt nýliðunum, FH, sem nú hafa forystu i deildinni, — með helmingi fleiri stig en þeir, sem næstir koma!! Það hefði einhvern tima þótt saga til næsta bæjar. Mörgum finnst lýsingin á vita- spyrnunni full langdregin, en sannleikurinn er sá, að fátt annað gerðist markvert i leiknum, sem hægt er að tiunda hér. Vitaspyrn- an var i rauninni það eina, sem vakti einhverja eftirvæntingu eða spennu hjá áhorfendum, og knatt- spyrnan, sem leikin var, sizt til þess fallin að laða menn til að fylgjast með á komandi sumri. Menn hlupu eins og ólmir folar um völlinn og það heyrði til al- gerra undantekninga, ef knöttur- inn gekk skipulega á milli þriggja samherja, en við skulum vona, að allt standi til bóta, þegar leik- menn fara að átta sig á grasinu. En af markalausum leik má samt ýmislegt marka. Leikmenn eru sýnilega I góðri þrekþjálfun, svo þjálfararnir ættu að hafa ráð- rúm til að bæta leikskipulagið, sérstaklega að reyna að gera sóknarleikinn beittari, — annars er hætt við þvi, að liðin spili að- eins fyrir auða áhorfendapalla, þegar til lengdar lætur. Keflvikingar hefðu átt að geta halað inn annað stigið á vita- spyrnunni, það var alveg i sam- ræmi við gang leiksins, — i hon- um áttu þeir meira, sérstaklega seinni hálfleiknum, — en með trausta Valsvörn, þar sem Dýri Guðmundsson var sem klettur i vörn, varð þeim litið ágengt. Hjörtur Zakariasson, sem lék stöðu hægri bakvarðar, i stað Gunnars Jónssonar, sem var i leikbanni, átti góðan leik, eins og raunar öll vörnin, ekki sizt þeir Gisli Torfason og hinn framsækni bakvörður, Astráður Gunnars- son, sem reyndi að drifa upp sóknarleikinn. Auk Dýra, — voru þeir Vil- hjálmur Kjartansson, Grimu.r Sæmundsen og Magnús Bergs mjög öflugir i vörninni og héldu framherjum IBK i skefjum, enda máttu menn eins og Steinar og Ólafur Júliusson sig varla hræra, Kristinn Björnsson var manna ákafastur, i framlinunni, en hafði sjaldan erindi sem erfiði. Vals- menn komu nokkuð á óvart með þvi að tefla fram smástirnum sin- um, en láta „supernóvur” eins og Hermann Gunnarsson, Birgi Einarsson — og reyndar Atla Eð- valdsson, sitja á varamanna- bekkjunum, þar til undir leikslok, að Birgir og Atli fengu að spreyta sig án árangurs. Dómari var Ragnar Magnússon og hafði gott vald á leiknum. Eng- in óþarfa stöðvun á leiknum, en dæmt hiklaust og ákveðið, þegar svo bar undir. Honum til aðstoðar voru á linunni þeir Bjarni Pálmarsson og Númi Geirmunds- son, — engu siðri. emm Sótt aö marki Vals — en hinn hávaxni miðvörður Valsmanna, Dýri Guðmundsson, stekkur hæst á mynd Bjarnleifs og hefur skailað frá. Mannfall í sviginu á Skarðsmóti siglfirzkra Akureyringar beztir í karlagreinum, en þœr reykvísku og ísfirzku í kvennakeppni SKARÐSMÓTIÐ — siðasta punktamótið á skiöum á þessu „Vona innilega að við getum komið skoti á kafbátana' segir Tony Knapp lands liðsþjálf ari Islenzka landsliðiö i knatt- spyrnu, sem á að leika gegn þvi franska I Evrópukcppni landsliða á Laugardalsvellinum á sunnu- daginn, var valið eftir leik ÍBK og Vais i Keflavik í gærkvöidi. Liðið mun verða tilkynnt á blaðamannafundi eftir hádegi i dag, og á föstudaginn mun það halda austur að Þingvöllum, þar sem það mun dvelja við æfingar fram að leiknum. „Við veljum 16 leikmenn til þessa leiks, en hverjir það eru, verður ekki látið uppi fyrr en i dag,” sagði Tony Knapp þjálfari liðsins, er við töluðum við hann. „Þetta verður áreiðanlega erf- iður leikur, þvi að Frakkarnir eru að ljúka við sitt keppnistimabil, en við að byrja okkar. Veðrið hér að undanförnu hefur einnig sett strik I reikninginn — við höfum ekki getað komizt inn á grasvöll, og litið er að marka þessa malar- leiki, þvi sumir leikmenn eru mun betri á grasi en á möl, og samspil manna verður þar allt annað. Ég vil engu spá um úrslit leiksins — Frakkarnir gefa áreið- anlega ekki eftir i honum, og við vitum litið hvar við stöndum þetta snemma árs. Þeir muna eftir úrslitunum i leiknum við Austur-Þýzkaland i Magdeburg i haust og lita alls ekki á okkur sem auðtekna bráð. En ég vona innilega að okkur takist að koma vel frá þessum Allir, með í útlendingarnir" landsleiknum... Elmar Geirsson er kominn til landsins til að taka þátt i lands- ; leiknum við Frakka á sunnudag ; og hann var meðal áhorfenda i Keflavik i gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur. Þótt landsliðsnefndin i knatt- spyrnu hafi ekki viljað gefa okkur upp landsliðið, sem á að mæta Frökkum á Laugardalsvellinum á sunnudaginn, getum við verið nokkuð vissir um þrjár stöður i liðinu. Þær verða skipaðar „útlend- ingunum” okkar — Jóhannesi Eð- valdssyni, Asgeiri Sigurvinssyni og Elmari Geirssyni —sem allir leika ineð erlendum liðum um þessar mundir. Asgeir, sem leikur i Belgiu, er þegar kominn til landsins, Elmar var væntanlegur frá Vestur- Þýzkalandi i gær og Jóhannes frá Danmörku I dag. Vafasamt er að landsliðsmark- vörðurinn frá í fyrra — Þorsteinn Ólafsson Keflavik — verði með i leiknum á sunnudaginn, þar sem hann er i prófum i Háskóianum um þessar mundir. Þá hefur Ein- ar Gunnarsson Keflavik ekki gef- iðkost á sér til æfinga, en vitað er að Knapp hafði mikinn áhuga á að fá hann inn i landsliöshópinn, sem æft hefur að undanförnu. — klp — leik — ekki aðeins strákanna vegna, heldur og vegna íslenzkra knattspyrnuunnenda. Góður á- rangur i þessum leik getur einnig orðið til þess að skjóta niður þessa kafbáta, sem hafa verið að koma upp að undanförnu og gera litið úr getu islenzkra knatt- spymumanna, með það eitt fyrir augum að sverta okkur erlendu þjálfarana, sem hér störfum. Alla vega vona ég að við kom- um á þá skoti með þvi að standa okkur vel á móti þessu þraut- þjálfaða atvinnumannaliði á sunnudaginn.” —klp— keppnistimabili, var haldið á Sigiufiröi um hvitasunnuna og mættu til þess yfir 50 keppendur, enda þetta mót ávallt verið vin- sælt meðal skiðaáhugafólks á landinu. I svigi karla tóku þátt 34 kepp- endur. En mikið mannfall varð þar og komust aðeins örfáir i mark úr báðum ferðum. Sigur- vegari i sviginu varð Árni Óðins- son Akureyri, en annars varð röð- in þar þessi: Arni Óðinsson Akureyri 95,68 sek. Tómas Leifss. Akureyri 97,98 sek. Jónas Sigurbj. son Akureyri 107,12 sek. Einar Valur Kristj.s. Isaf. 107,17 sek. I stórsvigi karla, sem haldið var daginn eftir, gekk mönnum öllu betur að komast niður braut- irnár, og komust 19 alla leið. Þar sigraði Haukur Jóhannsson Akur- eyri, en röðin þar varð þessi: Haukur Jóh.s. Akureyri 115,13 sek. Sig. H. Jónss. ísaf. 115,34 sek. Tómas Leifss. Akureyri 115,73 sek. Karl Frimannss. Akureyri 116,55 sek. Þarná gekk Arna Oöinssyni ekki eins vel og i sviginu, og féll þvi niður i annað sæti i alpatvi- keppninni. Félagi hans, Tómas Leifsson, var með jafnari árang- ur úr báðum greinum og sigraði. 1 3ja sæti kom Jóhann Vilbergsson Reykjavik, sem varð 6. i sviginu og 13. i stórsviginu. 1 svigi kvenna varð Kristin Úlfsdóttir Isafiröi sigurvegari á 82,27 sekúndum. önnur varð Mar- grét Vilhelmsdóttir Akureyri á 85,20 sek. og þriðja Steinunn Sæ- rriundsdóttir Reykjavik á 88,92. Hún féll i annarri ferðinni, en náði sér samt i þriðja sætið — vel gert hjá henni. I stó.rsviginu gekk henni mun betur, og þar sigraði hún með nokkrum mun — eða á 51,20 sekúndum. Margrét Vilhelms- dóttir varð önnur á 53,54 og Mar- grét Baldursdóttir Akureyri þriðja á nákvæmlega sama tima. Steinunn sigraði i alpatvikeppni kvenna, Margrét Vilhelmsdóttir varð önnur og Kristin Úlfsdóttir þriðja. Að vanda var háð knattspyrnu- keppni á milli heimamanna — starfsmanna mótsins og sigl- firzkra keppenda — og gestanna hins vegar. Þar gekk heima- mönnum öllu betur en á skiðunum og sigruðu 2:0. Konurnar léku einnig stuttan knattspyrnuleik og þar sigruðu þær siglfirzku með sömu markatölu og karlmennirn- ir — eða 2:0..... —klp— Mikið frjálsíþróttamót var háð i Helsinki i gær. 10 km vöktu mestu athygli. Pekka Paivarinta sigraði á 28:42.0 min. Arno Ristimaki varð annar á 28:43.2 mín. Seppo Tuominen 3ji á 28:52.4 mín. og Olympiumeistarinn Lasse Viren fjórði á 29:22.6 min. Hannu Siitonen kastaði spjóti 85.72 m. Aimo Aho 85.10 m og Scppo Hovinen 84.98 m. Irena Szewinska, Póllandi, sigraði í 200 m hlaupi kvenna á 23.1 sek. — 1.4 sek. á undan Tuulu Rautanen og Monu-Lisu Pursiainen. Swiniaski, Póllandi, sigraði i 800 m á 1:50.6 min. rétt á undan Pete Brown. Bretlandi, 1:50.9 min. og John Davies, Bretlandi, sigraði í 3000 m hlaupi á 8:03.4 min. Ala-Lcppi- lampi varð annar á 8:11.4 min. og Markku Laine 3ji á 8:16.64 min. — hsim. Þá verður island í fréttum Mjög mikill áhugi er meðal Frakka fyrir landsleiknum við ts- land í Evrópukeppninni I knatt- spyrnu á sunnudaginn. Vitað er, aö þeir koma hingað með sitt sterk- asta lið og það eltir fritt föruneyti. Hvorki meira né minna en 36 blaðamenn hafa tilkynnt komu sina á leikinn, og auk þess koma menn frá franska útvarpinu og sjónvarp- inu. Hvar öllum þessum hópi verður komið fyrir er ekki vitað, þvi að blaðamannastúkan á Laugardals- vellinum rúmar litið ineira en is- lenzku blaðamennina, og er alls ekki gerð fyrir svona stóran hóp. Ef allir þessir blaðamenn mæta, er þetta stærsti hópur erlendra blaða- manna, sem hefur komið til að fylgjast með iþróttaviðburði i Laugardalnum, og þó höfum við oft séð nokkuð stóra hópa eins og t.d. i sambandi við heimsmeistaraein- vigið I skák á sinum tima. —klp— Skotar kom- ust í gang Skotland náði forustu i brezku meistarakeppninni I gærkvöldi — vann þá góðan sigur á Norður-lrum á Hampden ieikvanginum I Glas- gow, 3-0. Skozka liðið er nú taliö hið sigurstranglegasta í keppninni, þó svo það ieiki sfðasta leik sinn gegn Englandi iLundúnum á laugardag. Skotar skoruðu tvivegis I fyrri hálfleik I gær. Fyrst Tcd MacDou gall, Norwich, á 15. min. og Dal glish, Celtic, á 21. min. Aðeins sniil Jennings, Tottenham, i marki íra kom i veg fyrir fleiri mörk i fyrr hálfleik — en þeir Jardine, Rang ers, og MacDougall fengu þá góð tækifæri. Þriðja markið i leiknum skoraðisvo Parlane, Rangers, á 77. min. Staðan I keppninni — fyrir leik Englands og Wales I kvöld — er þannig: Skotland England Wales N-lrland Ahorfendur 64.696. 2 1 0 0 5-2 3 10 10 0-01 10102-21 20110-31 Hampden voru Gjörbylting hjó enskum! Enski landsliðsþjálfarinn, Don Revie, gjörbylti skipan enska landsliðsins fyrir leikinn gegn Wales i kvöld — fimm breytingar. Emlyn Hughes, Liverpool, fyrirliöi til skamms tima, missti sæti sitt eftir slakan leik gegn Irum á laug- ardag, svo og Malcolm MacDon- ald, Newcastle, og Dennis Tueart, Manch. City. Þá eru þeir Colin Bcll, Manch. City, og Kevin Keegan, Liverpool, hvildir fyrir átökin við Skota á laugardag. Inn koma þessir menn Giiiard, Francis, og Tliomas, allir QPR, Channon, Sout- hampton, og Ilavid Johnson, Ips- wich, sem lcikur sinn fyrsta lands- leik. Enska liðið verður þvi skipað þessum leikmönnum. Clemence, Liverpool, Whitworth, Leicester, Watson, Sunderland, Todd, Derby, Gillard, Ball, Arsenal, Vtljoen, Ips- wich, Francis, Channon, Johnson og Thomas. Terry Yorath, fyrirliði Wales, leikur ekki með, þar sem Leeds vildi ekki hætta á það vegna úr- slitaleiks Evrópubikarsins i næstu viku. John Toshack, Liverpool, verður fyrirliði W'ales i fyrsta skipti — leikur þrátt fyrir „bann” læknis. —hsim. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.