Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 21. mai 1975 7 Var Ibsen fasisti? LEIKHUS EFTIR OLAF JONSSON Móðir eða faðir — Katrin Stockmann: l»óra Friðriksdóttir og Pétur bæjarfógeti: Rúrik Haraldsson. til að doka við og ihuga hvern mann hann hafi að geyma held- ur verður að meðtaka hann ein- vörðungu I krafti hinnar hljóm- miklu hugsjónabaráttu og aug- ljósu lifsgleði hans. Leikurinn snýst allur um upp- málun Stockmanns læknis, og önnur hlutverk hljóta að lúta henni. Þar er Pétur bæjarfógeti, bróðir hans, innanveikur emb- ættisdrumbur: Rúrik Haralds- son dró upp háðulega skopmynd hins valdsjúka broddborgara. Hans jafningjariflærð og fávisi eru raunar fleiri i leiknum: As- láksen prentari, hinn hófsami miðflokksmaður, sem Ævar Kvaran lýsti með gáskalegri meinfýsi, og hinn róttæki Hófstað ritstjóri sem hugleysi hans er enn meira en öfundsýk- in: Jón Júliusson. Þessir þrir verða i leiknum fulltrúar kerfis ogkerfismanna sem sannarlega eru ekki bundir við stað né daga Henriks Ibsens i Noregi. Þar á móti koma fylgjendur Stockmanns, Katrin, kona hans, svo móðurleg, blið og undirgefin manni sinum: Þóra Friðriks- dóttir og fulltrúi æskunnar og lifsvon i leiknum: Petra dóttir þeirra hjóna, sem Steinunn Jó- hannesdóttir miðlaði miklum náttúrlegum þokka. Og þar er tengdafaðir Stockmanns, forn og fúll kapítalisti, Marteinn sút- ari Kil: það er hann sem lengst leiðir Stockmann iækni af öllum þeim freisturum borgaralegrar farsældar og frama sem reyna við hann. Válur Gislason gerði sútarann allt að þvi djöfullegan I slðasta þættinum. Eini gallinn að maðui vissi það svo vel, að engin von var til að hinn hrein- llfi læknir léti leiðast i svo sem neina freistni né háska á vegi dyggðanna. val sem einatt stendur á milli gróða til skamms tima og fórna og tilkostnaðar sem raunveru- legar framfarir fela i sér. Leik- urinn lýsir og hafnar verðmæta mati sem reiknar öll gæði til fjár, lýsir frati á pólitiska spekúlanta sem teygja á eftir sér heiðraða kjósendur I kapp- hlaupi um imynduð lifsgæði. Mengaða baðvatnið á pldinni sem leið verður I leiknum imynd miklu vfðtækari og ótimabund- innar spillingar hugarfars og pólitiskrar starfsemi. En er þá Stockmann læknir sjálfur jafn-hreinn og hann vill vera láta? Það finnst Arthuri Miller. En óneitanlega má lika sjá hugsjónabaráttu hans og mælskulisti breyttu ljósi frá þvi sem áður hefur verið, eftir alla þá pólitisku frelsara sem yfir heiminn hafa gengið silian Ibsen var á dögum. Hvað sem þvi liður: það er vonandi að allir prúðbúnir höfð- ingjar á frumsýningu i Þjóðleik- húsinu hafi haft gott af öllum kjarnyrðum læknisins um hags- munabrask og gróðasýki, um flokksmenn, flokkavald og flokkshöfðingja. Svo mikið er vist að málflutningur leiksins tók brátt heima hjá áhorfend- um, menn könnuðust fljótlega við sig i hugarheimi leiksins og tóku með fögnuði þvi sem þar fór fram. Það er lika styrkur sýningarinnar að hún hliðrar sér hjá óþörfum hátiðlegleika, mærðarlegri predikun, alla tið hressilega glaðbeitt, kimin og kaldhæðin. Kerfið og kerfismenn Það sópar að Gunnari Eyjólfssyni i hlutverki Stock- manns læknis: leikgerð, svið- setning, túlkun leggja allt upp úr drengilegum röskleik og þokka hins hugumprúða læknis, sem er- allur útvortis með fleygri og fljúgandi mælsku. Maður fær I rauninni aldrei tóm Annó 1975. Það er eitt af fleygum spak- mælum Ibsens úr Þjóðníðingi að venjulegur sannleiki af meðal- gerð endist ekki nema þetta 18- 20 ár, þá sé hann úrsérgenginn og úreltur orðinn og verði að vfkja fyrir nýjum sannleika. Ef- laust væri gaman að sjá sýningu á leiknum sem legði þá setningu til grundvallar skilningi og meðferð hans. Sýning Þjóðleik- hússins gengur hins vegar út frá þeirri kenningu að sannleiki sé nokkurn veginn varanlegur og geti minnsta kosti orðið tiræður án þess að fara sér að voða. Og það sem meira er: henni tekst að sýna að margt sem satt og rétt var sagt i Noregi fyrir 93 ár- um, árið 1882, er enn i góðu gildi á íslandi annó 1975. Samt held ég hún særi nú eng- an höfðingja né stuggi við neinni sofandi sál á meðal lýðsins. Er það ekki skrýtið? En það er af- bragðs góð skemmtun að Þjóð- niðingi I Þjóðleikhúsinu. Vatniö er eitrað! — Ævar Kvaran. Stockmann ritstjóri á fundi: Gunnar Evjólfsson, bak viö hann Asláksen prentari: Þjóðleikhúsið: ÞJÓÐNtÐINGUR eftir Henrik Ibsen i leikgerð Arthurs Miller Þýðing: Arni Guðnason Lýsing: Kristinn Danielsson Leikmynd: Snorri Sveinn Frið- riksson Leikstjóri: Baldvin Halidórs- son. Kannski einhverjum hafi ekki orðið um sel — að eiga nú að fara að horfa á gamla Ibsen i Þjóðleikhúsinu. í þá átt bentu allténd auð sæti á við og dreif um salinn á frumsýningu á föstu- daginn. En það góða fólk,sem svo hugsaði, tók skakkan pól i hæð- ina. Eftir ofurlitið hik i fyrstunni var Þjóðnið- ingi tekið með vaxandi fögnuði eftir þvi sem leið á leikinn, alveg einróma i lokin. Og það sém meira er: alveg efaiaust er sýningin besta verk leikhússins i vetur og þótt til lengri tima væri litið. Það kann samt að þykja skrýtileg aðferð að efninu að sýna Þjóðniðing Ibsens I leik- gerð Arthurs Millers frá kalda- striðs- og maccarthy-timanum. Ekki þar fyrir, að útgáfa Millers er fjarska rennilegt sviðsverk, eins og sýning Þjóðleikhússins ber gleggst vitni um. En spurs- mál er hvort Arthur Miller er ekki meiri 19du aldar maður en nokkurn tima Ibsen. Miller ein- beitir leikgerð sinni að þvi sem honum þykir skipta mestu I leiknum, hugmyndafræðileg- um, eða pólitiskum, boðskap hans um frelsi rannsóknar og skoðana, rétt minnihlutans, vegsömun hins róttæka réttsýna forustumanns, og freistar þess um leið að afnema efni sem hon- um þykir vera orðið gamaldags I leiknum og ýmislegar mót- sagnir i texta Ibsens sjálfs. Dæmigerð um afstöðu hans til Ibsens er rella sem hann gerir sér I formála fyrir leiknum, prentuð i leikskrá Þjóðleikhúss- ins, út af þvi hvort einhver gæti hugsanlega haldið að Ibsen væri „fasisti”. Miller er i mun að girða fyrir allan slikan „mis- skilning”, halda Stockmann lækni fram sem alfarinni, ein- dreginni hetju. Miller finnst, eins og Stockmann sjálfum, að „hetja” verði endilega að hafa alveg rétt fyrir sér i öllum efn- um. Úttekt hetjunnar í nútimalegri túlkun á Þjóð- niöingi væri áreiðanlega til meira að vinna við frumgerð leiksins en útgáfu Arthurs Mill- ers. Slik túlkun mundi á meðal annars beinast að sálfræðilegri könnun og úttekt hetjunnar, án þess aðhliðra sér hjá öfgunum og mótsögnunum i skapferli Stockmanns, ofstæki hans og sjálfumgleði sem er að sinu leyti sist minna en Péturs bróð- ur hans og borgaraskapsins i bænum, eða þá þeirri staðreynd að áreiðanlega er hann óþolandi maður I samvinnu og umgengni. Eina manneskjan sem getur af- borið hann er Katrfn, konan hans, og hún meðhöndlar hann eins og barn. Og svo framvegis. En ekki er þar með sagt að „rangt” hafi verið að taka ein- mitt leikgerð Arthurs Millers til meðferðar i Þjóðleikhúsinu i þetta sinn. Þvert á móti. Sýning Þjóðleikhússins ber með sér réttlætingu þessarar aðferðar, eitt af þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem viðfangsefnið hæfir á- höfninni eins og hanski hend- inni. Leikgerð Arthurs Millers felur I sér einföldun og einhæf- ingu efniviðarins i Þjóðnfðingi um það sem honum virðast meginatriði máls. En engin á- stæða er til að ætla að þeim Baldvin Halldórssyni leikstjóra, eða Gunnari Eyjólfssyni i aðal- hlutverki leiksins, Stockmanns læknis, hefði orðið meira úr þvi að fást við frumgerð leiksins, texta Ibsens sjálfs óritstýrðan. Hugsjón eöa pólitik — Petra: Steinunn Jóhannesdóttir og Hófstaö ritstjóri: Jón Júliusson. Mengun og menning Og það er ekki þvi að neita, að efniviður hugmynda .frumatriði frásögunnar i Þjóðniðingi, sem svo skilmerkilega er til skila haldið i leikgerð Millers, er allt fjarska timabærtenn i dag. Það á bæði við tilefni atburða I leikn- um, frásögn hans af mengunar- málum I norskum smábæ á öld- inni sem leið, og pólitiska út- leggingu þess, uppger Stock- manns við höfðingjana i bænum og afvegaleiddan meirihlutann á valdi þeirra. Mengunardæmi leiksins kann að þykja einfalt, kannski úrelt, en það er i eðli sinu sama vandamál sem við þekkjum i margfalt stækkaðri mynd. Það fjallar um spillingu náttúrugæða i fjárplógsskyni, cTWenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.