Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 21.05.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Mi&vikudagur 21. mal 1975 5 Í LONDi MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Petursson Réttarhöldin yfir Baader og Meinhof hefjast í dag Tveir menn og tvær konur, sem talin eru leiðtogar Baader- Meinhofs glæpaf lokks- ins, koma fyrir rétt i dag i Stuttgart. Réttar- höldin, sem almenn- ingur i Þýzkalandi hef- ur beðið lengi, fara fram i sprengjuheldum réttarsal, sérstaklega smiðuðum i þessu skyni, og kostaði hann nær 770 milljónir króna. Þau Andrés Baader (31 árs), Ulrika Meinhof (40 ára), Jan Carl Raspe og Guðrún Ensslin hafa öll verið ákærð fyrir fjölda morða, sprengjuárása, bankarána o.fl. i byrjun þessa áratugs. öryggisráðstafanir við dóms- húsið, sem minnir meira á virki en réttarsal, likjast helzt vig- SÍMAMYND AP í MORGUN suiiiiind Þessi mynd hér* viö hliftina var tekin i morgun fyrir utan dóm- Réttarsalurínn eins og virki búnaði á striðstimum. Umgirt tveggja metra háum mUr og fjögurra metra hárri gadda- vfrsgirðingu er hUssins strang- lega gætt af vörðum vopnuðum hrfðskotabyssum. BUizt ervið þvi, að réttarhöld- in standi ekki skemur en tólf mánuði. Um 500 vottar verða kallaöir þar i vitnastúkuna. Sakborningar hafa setið i gæzluvarðhaldi flest siðan 1972, þegar lögreglan handsamaði þau eftir eltingaleik um landið og skotbardaga. Þeim er gefið m.a. að sök að hafa gert sprengjuárásir á stöðvar Bandarikjahers I V- Þýzkalandi, þar sem fjórir bandariskir hermenn iétu lifið, morð á lögregluþjónum, morð- tilraunir á öörum lögreglu- mönnum, sprengjuárás á hæstarétt V-Þýzkalands og fjöldi bankarána. Manntjónið var meira Nýjar upplýsingar varpa skugga ó aðgerð USA við Koh Tang-eyju Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur nú látið frá sér fara nýjar upplýsingar um manntjón það, sem Bandaríkjamenn biðu, þegar þeir endur- heimtu f lutningaskipið Mayaguez úr höndum Kambodíumanna á Koh Tang-eyju. Fimmtán hermenn féllu, 50 særðust og þriggja er saknað enn. — Vonir manna um, að þeir siðasttöldu komi nokkurn tima fram, eru daufar, og eru þeir nán- ast taldir af. Þessar siðustu fréttir hafa i augum bandarisku þjóðarinnar varpað meiri skugga á aðgerðirn- ará Koh Tang-eyju. Menn syrgja hrausta drengi, og þeim gremst, hve seint og treglega þessar upp- lýsingar hafa komið fram. Ýmsir gruna jafnvel stjórnina um að hafa haldið manntjóninu leyndu fyrst um sinn, meðan fyrstu viðbrögð við þessari rót- tæku aðgerð voru að koma fram. Þykir mörgum nU sem 68 fallnir, særöir og týndir hafi veriö mikil blóðtaka fyrir ekki stærri hernaðaraðgerð. Aðrir benda hins vegar á, að þrettán hinna föllnu hafi farizt með þyrlu, sem hrapaði Charles Miller, skipstjóri fiutningaskipsins Mayaguez, sýnir frétta- mönnum á korti, hvar skip hans var statt, þegar Kambodiumenn tóku þaö. Hann var meðal þeirra, sem landgönguli&ar sjóhersins endur- heimtu f a&ger&inni á Koh Tang. — Miller er sá I hvitu skyrtunni á myndinni. Mario Soares, leiötogi sósfalista i Portúgal. Sósialistaflokkurinn i Portúgal hefur hótað að segja sig úr rfldsstjórn landsins, ef kommúnist- ar hætti ekki að einoka fjölmiðla landsins, verkalýðsfélög og sveitar- og bæjarstjórn- ir. Leiðtogar flokksins gerðu Francisco Gosta Gomes, forseta, þetta kunnugt i gærkvöldi, eftir að kommúnistar höfðu þaggað niður I „Republica”, einu af sið- ustu dagblöðum Portúgals, sem ekki var áróðursgagn kommún- ista. 1 skyndi fóru fram viðræður milli forsetans og tveggja ráð- herra sósíalista i stjórninni, Mario Soares leiðtoga sósialista og Francisco Salgado Zenha, dómsmálaráðherra. — Eftir þær viðræður var svo boðað til skyndi- fundar i sósialistaflokknum, en engin yfirlýsing var gefin Ut að honum loknum. Sósialistar, stærsti flokkur PortUgals, hefur verið i sam- steypustjórn með kommúnistum og vinstrimönnum, sfðan herinn gerði byltinguna i fyrra. Með þvi að hljóta 38% atkvæða I kosningum siðustu mánaðar sýndu portúgalskir sósialistar, að þeir eru einn sterkasti jafnaðar- mannaflokkurinn I Evrópu. Engu að siður verður að lita á lokun „Republica” sem einn ósig- ur sósíalista i togstreitunni við kommúnista um völdin i Portúgal. Hefði mörgum þótt óliklegt, að þeir tækju áhættunni af þvi að lenda utangarðs með þvi að segja sig Ur stjórninni. Þó sýndi það sig, þegar þeir skirskotuðu til Gosta Gomes for- seta, að þeir treysta Vasco Goncalves forsætisráðherra illa, fyrst þeir ekki beindu máli sinu til hans, eins og beinast lá kannski við. Um þúsund sósialistar efndu til mótm ælaaðgerða gegn kommúnistum fyrir utan lokaðar skrifstofur „Republica” i gær- kvöldi. Sökuðu þeir leiðtoga kommúnista, „Alvaro Cunhal”, um að vera hinn nýi einræðis- herra PortUgals. — „Republica er fólksins, en ekki Moskvu,” köll- uðu þeir. segja sig úr stjórn Sósíalistar hóta að Brjóta sjónvarpstœkin í sóluhjólparskyni Meðlimir trúarsafnaðar, sem nýtur töluverðrar útbrei&slu meöai Lappa á Finnmörk, hafa skorið upp herör til þess að bjarga fólki frá þvi aö lenda i hel- víti. — Nefnilega meö þvi aí brjóta fyrir þvi sjónvarpstækin. Svo langt gengur þessi kristi- legi söfnuður i sáluhjálpinni, að hann hefur fordæmt þvottavéiar með gægjugluggum. Þvi að gluggarnir veita möguleika til þess að sjá nærfatnað kvenna i þvotti. Trúarsöfnuður þessi dregur nafn af stofnanda hreyfingarinn- ar, sem uppi var snemma á 19. öld. Hét hann Lars Levi Læsta- dius, maður sænskur. Snemma á þriðja áratug þess- arar aldar hóf þetta fólk, sem lýt- ur annars lúthersku kirkjunni, krossferð ámóta þessari, sem farin er i dag. í það sinn var það bölvað Utvarpið, sem stofnaði sál- arheill fólks i voða, og var þá margt forláta tækið brotið i smátt. Margir, einkanlega eldra fólk, bera sig illa undan þessari sálu- hjálp, og er þeim eftirsjá aö þessu tóli myrkrahöfðingjans, sem sjónvarpiö þykir vera. En engar formlegar kærur haf.a veriö lagð- ar fram og veit finnska lögreglan ekki, hvernig hún á að snúa sér i málinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.