Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 24.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 24.05.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 24. mal 1975 5 Stuöhljómsveitin BORGtS. Frá vinstri Pétur Hjaltested, Atli Jónsson, Kristján Blöndal, Ari Jónsson. Ljósm. GuSa. Viljo bóðir lóta opna nœturklúbba ó nýjan leik i dag var fyrirhugað, að aðalplássiðá síðunni yrði helgað hljómsveitinni Eik, en þar sem sú hljóm- sveit er dálítið laus í böndunum um þessar mundir, þá var ákveðið aðgeyma henni plássið til seinni tíma, en taka ann- að efni fyrir í staðinn. En hvaö var nú til ráöa? Okk- ur Tónhyrningum gat I svipinn ekki dottið neitt efni i hug, sem lesendum þætti fróðlegt og at- hyglisvert, svo að ég brá á það ráð að rölta i bæinn og sjá til, hvort ég fengi ekki einhverja uppljómun þar. Og sem ég gekk um bæinn i þungum þönkum, þá rak ég skyndilega hausinn I is- búð. Þar sem hvorugt brotnaði, hausinn eða isbúðin, þá gekk ég inn og keypti mér is, en gleymdi að sjálfsögðu að borga. Það var ekki fyrr en ég var kominn út á götu, að ég rankaði við mér við það, að afgreiðslustúlkan kallaöi ofur vingjarnlega á eftir mér: „ætlarðu ekki að borga is- inn, helvitis plebbinn þinn.” Og þá kviknaði skyndilega á per- unni: Borga is.. Borgis! Já, svo sannarlega. Ég ætlaöi að skrifa um hljómsveitina Borgis. Mér var tekið eins og týnda syninum i ævintýrinu, er ég birtist i æfingahúsnæði Borgiss- ins, og var ég fyrst leiddur að bar einum ægifögrum, sem þeir félagar hafa fengist við aö inn- rétta i fristundum sinum að undanförnu. Þvi miður eru eng- ar veitingar framreiddar á bar þessum enn sem komiö er, en það stendur allt til bóta. Og eftir aö ég hafði tryggt mér aðgang á opnunarhátið barsins, þá var tekið upp alvarlegra hjal. Þar sem ég hef enn ekki heyrt iBorgis af persónulegum ástæð- um, þá spurði ég hljómsveitar- meölimina i fáfræði minni, hvers konar tónlist hljómsveitin hefði upp á að bjóða. Kváðust þeir leggja aðaláhersluna á stuömúsik, — þungt rokk, — og þá yfirleitt lög, sem væru vin- sælust hverju sinni. Þeir sögð- ust vera vissir um að vera á réttri linu i tónlistarmálunum, þvi aö yfirleitt væru áheyrendur mjög ánægöir með þá tónlist, sem þeir byðu upp á. Einnig sögðust þeir dútla dálitiö i frumsaminni tónlist, en sögðu jafnframt, að hún hefði orðiö að sitja á hakanum aö undanförnu vegna ýmiss konar anna. „En hún kemur, áöur en langt um liður,” sögðu þeir, „og þá á LP plötu.” Þeir félagar kváðust hafa nýlokið upptöku á litilli plötu, sem hefði að geyma tvö lög, „Promised Land” og „Give Us A Race”, eftir þá Atla V. Jóns- son og einhvern G. Sal., sem ég kann að sjálfsögöu engin deili á. Platan var tekin upp i stúdiói Hljóðritunar h.f., og kváðu þeir það stúdió veraö það besta, sem þeir hefðu kynnst hér á landi (hitt stúdfóið var H.B. stúdió). Það eina, sem á skorti, væri reynsla tæknimannanna, en þegar hún væri fengin, þá yrði svo sannarlega gaman að lifa. Annars kváðust þeir engan veg- inn vera óánægðir með útkom- una á sinni plötu, — þar hefði allt tekist eins og best hefði ver- ið á kosiö. Þessu næst snerum við sam- ræðunum aö þvi, hvað þeir hygðust taka sér fyrir hendur i sumar, og sögðust þeir ætla aö halda sig viö að leika á dans- leikjum, meöan þeir væru að kynna nafn hljómsveitarinnar betur. Hins vegar væri freist- andi að halda hljómleika og þá jafnvel úti i guðsgrænni náttúr- unni einhvern góðan veðurdag i sumar. Hljómsveitin Borgis er, eins og mörgum er eflaust kunnugt, ein af þeim hljómsveitum, sem Demant h.f. hefur á sinum snærum. Ég spuröi, hvernig þeim likaði samstarfið við það fyrirtæki. Það sló skyndilegri þögn á hópinn, en að lokum mælti Ari trommari varfærnislega, að þeir væru ekki alveg nógu ánægöir með, hvað Demant hefði gert fyrir hljómsveitina. „En það lagast,” bætti hann við i flýti, „þvi að til stendur, aö As- geir nokkur Óskarsson, þó ekki Pelikani, hefji störf hjá De- manti, og þá mun hann vinna fyrir Borgis á sama hátt og Gunnar Jökull hefur unniö fyrir Eik.” „Ég álit,” sagði Ari ennfrem- ur, „að besta fyrirkomulagið hjá Demant sé, að hver stjórn- armeðlimur fái tvær hljóm- sveitir til að sjá um fram- kvæmdir fyrir, en að þeir hafi jafnframt fullt samstarf sin á milli og umfram allt enga sam- keppni.” Að þessum oröum mæltum létum viö þessu spjalli lokið, enda sá ég, að þá félaga var far- iö að klæja i fingurna að prófa nýtt söngkerfi, sem þeir hafa nýlega fest kaup á. Tónhorninu barst nýlega bréf frá Orphani nokkrum, sem iæt- ur I ljós álit sitt á hugvekjunni um skemmtistaða- og leigubila- vanda höfuöborgarinnar. Þetta bréf er I lengra lagi, svo að viö neyöumst til að stytta það veru- lega og færa sums staðar I stllinn: Orphan byrjar á að lýsa ánægju sinni með, að kraft- idjótar borgarinnar skemmti sér allir á sama stað uppi i Holt- um, þvi að þá fái allir hinir friö til að skemmta sér. En siðan spyr hann: En er allt fengið með þvi að vera laus við slagsmála- hundana? Nei, þvi að þá kemur til sögunnar vlnmenningin, sem er fyrir neöan allar hellur. I þeim gifurlegu þrengslum, sem eru á skemmtistöðunum, er maður aldrei óhultur fyrir að fá yfir sig annaðhvort væna skvettu úr glasi eöa ælu frá dauðadrukknum gestum... En hvers vegna hafa nætur- klúbbar aldrei verið starfræktir hér? Leigubilstjóri nokkur benti mér á að þá myndi pressan verulega léttast af leigubilun- um. Auk þess eru næturklúbbar mun skemmtilegri stofnanir en hin islenzka útgáfa á öldur- húsunum.” En Orphan hefur einnig fundið aðra lausn á leigubila- pressunni: Látið strætis- vagnana ganga á klukkutima fresti frá kl. 1-7. Aukakostnaður yröi ekki svo mikill, þvi að ef menn geta borgað 500 kall i leigubil, þá geta þeir ekki siður horgað 100-150 kr. i strætó. Þá vlkur Orphan að skemmtistaða- leysi unglinga á aldrinum 16-18 ára en birting á þeim kafla verur að biða betri tima. En niöurlag bréfs Orphans hljóðar svo I drottnins nafni: „Skemmtanallfskerfi helganna á Islandi býður ekki „Elton skyggnist um”. Eins og flestum er kunnugt (þ.e. þeim sem fylgjast meö, og lesa Tónhornið, ha, ha) hafa hinir dyggu hljóðfæraleikarar Elton John 's nú ákveöiö að spreyta sig á eigin vegum. Elton hefur þvi verið aö skyggnastum eftir nýjum hljóð- færaleikurum, og nú getur hann tekið gleraugun niöur aftur. Kenny Passarelli hefur tekið við bassanum af Murray, (Passarelli var áður með Joe Walsh, og Steve Stills). Og Roger Pope (óskyldur Páli páfa) hefur tekiö við af Nigel Olsson á trommunum (fyrrum meðlimur Kiki Dee Band). Og sveskjusteinninn I bjúga- endanum, JEFF „SKUNK” Baxter fyrrum meðlimur og driffjöður STEELY DAN, er einnig genginn i grúppuna, og má það vissulegast teljast mikill fengur fyrir Elton. Það er upp á mikiö, og það er svo ruddalega upp byggt, að maöur neyðist til aö vera dauða- drukkinn til að sleppa I gegnum það óskaddaður á sál og likama. Menn kvarta yfir drykkjuskap — en i núverandi ástandi skemmtanalifsins hér er varla hægt að skemmta sér — hvorki fullur né ófullur. Þaö er kominn timi til, aö Is- lendingar fari aö hegöa sér eins og siðað fólk, sem þekkir skaðsemi þess efnis, sem þaö sturtar I sig... Hættum að hegöa okkur eins og vikingar 9. og 10. aldarinnar (sbr. Hrollur) Og hér er svo bref frá JVS, sem bendir á sömu lausn og Orphan: Beztu þakkir fyrir skemmti- staðagreinina I VIsi þann 26.4... Þar voru svo sannarlega orð I tima töluö. Þar sem þið hvöttuð lesendur til að senda inn uppá- stungur til lausnar þessum „þjóðarvanda”, þá kem ég hér með tillögu, sem að minum dómi ætti að vera góð lausn, en hún er sú að opna nokkra nætur- klúbba. Sú ráðstöfun myndi létta mestu pressunni af skemmtistööum bæjarins og auk þess dreifa leigubilanotkun- inni allverulega. Fyrir nokkrum árum spruttu hér I Reykjavlk upp nokkrir næturklúbbar, sem mér skilst, að hafi verið sannkölluð þjóðþrifafyrirtæki. En svo komst lögreglan I spilið og eyði- lagði allt saman. Það er sem sagt tillaga mln, að þessi tilraun verði endur- tekin, og þá væntanlega með leyfi og undir eftirliti lög- reglunnar. Með beztu þökkum fyrir al- deilis frábæra poppsiðu og I von um birtingu á þessari tillögu minni. JVS reyndar þó nokkuð siöan að „Skunk” hætti i Steely Dan, en hann hefur undanfarið leikiö meö Dobbie Brothers. örp ELTON LEITAR NÝRRA FÉLAGA

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 114. Tölublað (24.05.1975)
https://timarit.is/issue/239084

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. Tölublað (24.05.1975)

Aðgerðir: